Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
30 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Norræni
menningarsjóðurinn
veitir styrki til norrænna menningarverkefna sem að minnsta
kosti þrjú Norðurlandanna/sjálfstjórnarsvæðanna taka þátt í.
Frá og með 10. janúar 2003 er tekið á móti umsóknum á
rafrænu formi á heimasíðu sjóðsins.
Umsóknarfrestur/reglur sem gilda frá og með 2003:
Umsóknir á rafrænu formi sem nema allt að 100.000
dönskum krónum:
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. ágúst, 1. september og 1. október.
Afgreiðslutími umsókna er 8-9 vikur.
Umsóknir sem nema hærri fjárhæð en 100.000 dönskum
krónum og umsóknir sem nema allt að 100.000 dönskum
krónum en eru sendar á pappír:
1. febrúar og 1. september.
Umsóknum skal skilað á nýju eyðublaði sjóðsins og skulu
póststimplaðar í síðasta lagi þann dag sem umsóknarfrestur
rennur út.
Afgreiðslutími er 14-15 vikur.
Umsóknir, sem nema hærri fjárhæð en 100.000 dönskum
krónum má einnig senda á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins:
www.nordiskkulturfond.org
Nordisk Kulturfond
Store Strandstræde 18
1255 København K
Sími 0045 33 96 02 00
Netfang: kulturfonden@nmr.dk
        Vönduð 
karlmannsúr
LAUGAVEGI 15   Sími 511 1900
www.michelsen.biz
Kíktu á úrvalið á
MÁLVERKIÐ er aftur inni. Þessi
marghrjáði miðill sem hefur stund-
um lent úti í kuldanum virðist nú eiga
upp á pallborðið á ný. Í listtímaritum
hefur málverkið fengið óvenju mikla
umfjöllun undanfarið. Enda hlýtur
svo að vera að svo lengi sem manns-
hugurinn hefur snefil af ímyndunar-
afli ætti málverkið að vera spennandi
vettvangur. 
Það er alltaf varhugavert að reyna
að segja hvað er að gerast í listum,
sem betur fer eru einokunarstefnur
liðin tíð og núna er mjög margt í
gangi á sama tíma. Mér finnst þó eins
og ákveðið tímabil kaldhæðni og ?það
er búið að gera allt hvort sem er? sé
loks liðið undir lok, að ný kraftmikil
kynslóð hafi komið fram í myndlist-
inni, kynslóð sem tekst á við hlutina
án þess að skapa úr þeim vandamál,
sem vinnur sína list af sköpunargleði,
meðvituð um fortíðina en lítur ekki á
hana sem ok heldur brunn sem hægt
er að sækja í ef því er að skipta. 
Málverkið hefur ekki alltaf átt upp
á pallborðið, það átti til dæmis erfitt
á sjöunda og áttunda áratug síðustu
aldar þegar hugmyndalistin var efst
á baugi. Því útskúfunartímabili lauk
með sprengingu hins svokallaða nýja
málverks. Í nýja málverkinu bjó
frelsi í anda póstmódernískrar hugs-
unar sem vílaði ekki fyrir sér að
blanda saman stílum og stefnum,
virti ekki einangrunarstefnu mód-
ernismans; allt var hægt. Án efa var
það þessi framgangur málverksins
sem í og með varð til þess að lista-
menn hófu að sækja til abstraktmál-
verksins á ný. Á níunda áratug sl.
aldar kom fram stefna sem kallaði
sig Neo-Geo, ný-geómetría, stefna
sem kölluð hefur verið ?barn popps-
ins, minimalismans og hugmynda-
listarinnar, barn nýrrar tækni og
gagnrýnnar umræðu?. (Anna Mosz-
ynska, Abstract Art.) Í þeim hópi
voru til dæmis listamennirnir Peter
Halley og Haim Steinbach. Lista-
kona sem gekk alla leið í að sækja í
smiðju forrennara sinna var svo
Sherrie Levine en ljósmyndir hennar
af ljósmyndum Walkers Evans vöktu
mikla athygli, þar fjallar hún um það
hvað felist í hugtökum eins og upp-
runalegt verk og eftirmynd á okkar
tímum. Hún hefur einnig málað ab-
straktverk byggð á abstraktlist sjö-
unda áratugarins. Verk hennar til-
heyra stefnu sem kölluð hefur verið
appropriation art, list sem eignar sér
og notar þætti úr verkum annarra
listamanna, opið og meðvitað, notar
verk þeirra sem fyrirmyndir eða
uppgötvar nýja leið að eigin list í
gegnum verk annarra. 
Nú sýna tveir málarar í Nýlista-
safninu, þeir JBK Ransu og Giovanni
Garcia - Fenech.
Í vinnubrögðum eiga þeir það
sameiginlegt að líta til listasögulegr-
ar fortíðar við gerð verka sinna, þó
niðurstaða þeirra og markmið séu á
endanum ekki þau sömu. 
Garcia - Fenech er búsettur í New
York og starfar þar sem málari auk
þess að reka gallerí. Hann skrifar
einnig um samtímalist fyrir dagblöð
og tímarit. 
Í Nýlistasafninu sýnir hann sex
málverk og veggmálverk. Hann hef-
ur málað eftirlíkingu af rauðum múr-
steinsvegg og landslagsmynd á vegg-
ina og ofan á þetta setur hann svo
málverk sín, í sumum tilfellum kem-
ur þá mynstur á mynstur ofan. Mál-
verk hans sýna að því er virðist
mannsheila eða taugaflækjur,
kannski einhvers konar boðbera-
kerfi. Við málun þeirra gæti tilviljun
hafa ráðið lögun línunnar inn á milli
en listamaðurinn svo tekið við og lok-
ið ferlinu. Garcia - Fenech gerir
áhorfandann að hluta af verkum sín-
um með því að skapa heildarverk í
rýminu sjálfu. Hann segir sjálfur að
verk sín hafi enga þýðinga aðra en þá
sem áhorfandinn gefur þeim og á
vissan hátt má segja það um alla list,
það er reynsluheimur áhorfandans
sem ákveður að nokkru leyti hvað
það er sem hann sér. Mér finnst
Garcia - Fenech leggja áherslu á
hlutverk málverksins sem einhvers
konar boðberakerfi, kerfi sem miðlar
um leið og það er sjónrænn heimur
út af fyrir sig, hann dregur úr mögu-
leikum kerfisins til að miðla sjónræn-
um upplýsingum um umheiminn og
leggur áherslu á blekkinguna, eins
og fram kemur á málverkinu af múr-
steinaveggnum.
JBK Ransu hefur verið ötull við
sýningarhald eftir að hann lauk námi
í Hollandi 1995 en þetta er tíunda
einkasýning hans frá þeim tíma, auk
þess hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga. Eins og Garcia-Fenech
skrifar Ransu líka um samtímalist,
fyrir Morgunblaðið og fleiri.
JBK Ransu nefnir sýningu sína,
sex stór og fáein minni málverk, Ex-
Geo. Það má túlka nafnið þannig að
verkin séu sprottin upp úr jarðvegi
geómetrískrar listar, en um leið
hvarflar að manni að þau geti verið á
leið þaðan út. Í lítilli og vel unninni
sýningarskrá sem er í boði fyrir sýn-
ingargesti vitnar hann til hollenska
strangflatamálararns Piet Mondr-
ians annars vegar og bandaríska at-
hafnamálarans Jackson Pollock hins
vegar. Hann bendir á að þarna sé að
finna andstæða póla abstraktlistar-
innar. Málverkin sem Ransu sýnir
minna kannski í fyrstu að hluta til á
vinnubrögð Pollocks, eins og liturinn
hafi froðast einhvern veginn á mynd-
flötinn en við nánari skoðun kemur
annað í ljós. Það sem í fyrstu minnir
á Pollock, litaflæðið, reynist lítið eiga
skylt við hann hvað vinnubrögðin
varðar, en það útilokar ekki að sí-
þekjumálverk Pollocks séu hluti af
því sem mótar verkin. 
Þegar málverkin eru skoðuð
gaumgæfilega kippir listamaðurinn
fótunum lítillega undan áhorfandan-
um, það sem virðist í fjarska bak-
grunnur verður forgrunnur og öfugt.
Þessi sjónræna skynvilla minnir okk-
ur líka á möguleika op-listarinnar, en
Ransu hefur einnig unnið verk í anda
oplistar og poplistar. Hér er þó unnið
fíngerðar og ?froðan? er lífrænna
form en tíðkast í op-list.
Þessi sjónræna blekking, hin til-
búna dýpt sem snýr stöðugt á áhorf-
andann hefur þau áhrif að við nánari
skoðun verkanna finnst áhorfandan-
um hann uppgötva eitthvað upp á
eigin spýtur, ekki er allt sem sýnist.
Þessi einfaldi leikur, ef svo má kalla,
minnir á mikilvægi grundvallareigin-
leika allrar myndlistar, hinn hreina
sjónræna þátt. 
Að vissu leyti finnst mér Ransu
vera listamaður sem gæti tekið undir
orð bandaríska málarans Ads Rein-
hardts sem lagði mikla áherslu á list-
sem-list, sagði að listin væri list og
allt annað væri allt annað, að aðeins
ætti að skoða listina á hennar eigin
grundvelli og ekki menga hana á
neinn hátt. Á hinn bóginn finnst mér
felast í verkum hans góðlátlegur leik-
ur sem leikinn er af alvöru, af lista-
manni sem stöðugt er að uppgötva
möguleika málverksins og miðlar
þeim svo jafnóðum áfram. Þessi leik-
ur og leit gæða verk hans sköpunar-
gleði sem opna þau frekar hinum al-
menna áhorfanda.
Sýningarnar tvær vinna vel saman
í Nýlistasafninu og njóta sín ágæt-
lega þar, einnig er vel að þeim staðið
með upplýsingum og bæklingi JBK
Ransu.
Hinn sjón-
ræni þáttur
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Til 12. janúar 2003. Sýningin er opin 
miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13?17.
MÁLVERK OG VEGGMÁLVERK, JBK
RANSU, GIOVANNI GARCIA-FENECH
JBK Ransu: Án titils (abstrakt).
Ragna Sigurðardóttir
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, og
blásarasextett halda árlega að-
ventutónleika í Mosfellskirkju á
þriðjudagskvöld kl. 20.30 og er
þetta sjötta árið í röð sem slíkir tón-
leikar eru haldnir í Mosfellsbæ.
Á tónleikunum hafa frá upphafi
verið frumfluttar umskriftir á
klassískum verkum fyrir blás-
arasextett og sópran. Verkin sem
flutt verða eru eftir klassísku
meistarana, en einnig hefðbundin
jólalög á aðventunni. Á árlegum að-
ventutónleikum Diddúar og drengj-
anna í Mosfellskirkju hafa Maríu-
vers átt sinn fasta sess. Núna er
komið að Gunnari Þórðarsyni sem
fetar í fótspor margra annarra ís-
lenskra tónskálda og ákallar guðs-
móður: Ave Maria.
Hljóðfæraleikarar eru Sigurður
Ingvi Snorrason og Kjartan Ósk-
arsson, sem leika á klarinettur, Jos-
eph Ognibene og Þorkell Jóelsson
sem leika á horn og á fagott leika
Brjánn Ingason og Björn Árnason.
Sigrún Hjálmtýsdóttir og ?drengirnir?.
Aðventutónleikar
í Mosfellskirkju

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64