Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 33 kemur að niðurskurði, væri ekki hægt að varpa al- farið yfir á aðra í heilbrigðiskerfinu. Þetta er álitamál og spurningin er kannski fyrst og fremst sú við hvað er átt. Það er augljóst að þegar um takmarkaða fjármuni er að ræða hljóta stjórnmálamennirnir að taka ábyrgð á því að ekki er annarra kosta völ en að forgangsraða. Hins vegar hlýtur útfærsla þeirrar forgangsröðunar að vera í höndum stjórnenda viðkomandi heilbrigðis- stofnunar. Því sjónarmiði var einnig varpað fram af lækn- um á fundinum að þegar framlagið væri fast en skyldurnar ekki skilgreindar gæti sú staða komið upp að spítalanum væri beinlínis refsað ef fram- leiðnin væri of mikil. Ef læknar og hjúkrunarfólk leggja á sig mikla vinnu og sinna fjölmörgum sjúklingum, sem þurfa hugsanlega dýra aðstoð, gengur hraðar á fjárveitinguna en ef menn fara sér hægt og leyfa biðlistum að safnast upp. Þegar líða tekur á árið kemur því upp sú hefðbundna staða að loka verður deildum og fara fram á auka- fjárveitingar. Að undanförnu hefur spítalinn verið að búa sig undir að kostnaðargreina alla þætti starfseminnar og taka upp svokallað DRG-kerfi, sem notað er í spítalarekstri í flestum nágrannaríkjum okkar. DRG-kerfið hefur verið notað í Svíþjóð í rúman áratug og enn lengur í Bandaríkjunum. Hefur verið rætt um það hér á landi um langt skeið að taka upp þetta fyrirkomulag og er nú undirbún- ingur hafinn. Að lokinni kostnaðargreiningu er hugsanlegt að tekið verði upp kerfi þar sem ekki er veitt föst heildarfjárveiting til sjúkrastofnana heldur greitt fyrir hverja aðgerð á grundvelli þjónustusamnings. Kostnaðurinn við aðgerðir er metinn nákvæmlega og þar tekið tillit til allra þátta, s.s. vinnustunda, efnis- og lyfjakostnaðar, notkunar á tækjum og húsnæðis. Á grundvelli slíkrar kostnaðargreiningar er síðan hægt að gera þjónustusamning við ríkið um læknisþjónustu, til dæmis ákveðinn fjölda tiltekinna aðgerða á ári. Þetta á við þegar um svokallaðar valaðgerðir er að ræða, þ.e. ekki er nauðsynlegt að gera aðgerðina þegar í stað líkt og á við um bráðaaðgerðir. Ef kvótinn er kláraður áður en árið er liðið verður verkkaupandinn, þ.e. hið opinbera, að gera það upp við sig hvort hann vilji auka kvótann eða hvort ekki verði boðið upp á fleiri aðgerðir á því ári. Spítalinn aftur á móti verður að haga rekstri sín- um með þeim hætti að kostnaður við hverja ein- ingu sé ekki umfram kostnaðargreininguna. Nú þegar hefur kvennadeild Landspítalans verið kostnaðargreind og er unnið að greiningu á öðrum deildum. Er stefnt að því af hálfu spítalans að ljúka því starfi fyrir mitt árið 2004 þannig að hægt sé að taka tillit til kostnaðargreiningarinnar fyrir fjárlagagerð ársins 2005. Þá er hægt að meta þörfina fyrir þjónustu og gera samning út frá kostnaði. Má nefna sem dæmi að um fjögur þús- und fæðingar eru á spítalanum ár hvert og kostar hver um 150 þúsund krónur. Hluti þess kostnaðar er fastur en annar bundinn við fjölda fæðinga. Þannig er hægt að gera þjónustusamning þar sem fastur kostnaður er greiddur en síðan greitt eftir því hve mikil þörf er á þjónustunni. Ef fæðingar eru færri en 4000 fær spítalinn minna framlag en meira ef fæðingar eru fleiri. Samkvæmt þeim hugmyndum sem nú er verið að ræða í heilbrigðis- ráðuneytinu yrði hluti framlags spítalans fastur í framtíðinni, hluti breytilegur og hluti árangurs- tengdur. Breyting sem þessi mun hafa gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfið. Hún skapar hins vegar einnig forsendur fyrir því að heildarmat eigi sér stað á því hvernig heilbrigðiskerfið eigi að starfa í fram- tíðinni. Hvaða hlutverki á t.d. LSH að gegna? Spítalinn er og verður endastöð í heilbrigðiskerf- inu. Sem eini stóri hátæknispítalinn er ljóst að hann mun áfram einn bera ábyrgð á flóknustu og dýrustu læknisaðgerðunum. Þá má færa sterk rök fyrir því að LSH eigi sem háskólasjúkrahús og miðstöð læknavísinda á Íslandi að koma nálægt flestum þáttum heilbrigðisþjónustunnar, þótt meginstarfsemin á sumum sviðum eigi sér stað annars staðar í kerfinu, hvort sem það er hjá heilsugæslustöðvum eða einkareknum lækna- stöðvum. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, spurði hins vegar á fyrr- nefndum fundi hvort skynsamlegt væri að kenna eitthvað í öllu en ekkert sérlega vel. Væri hugsan- lega réttara að kenna ákveðna hluti vel og leita annarra leiða til að kenna það sem ekki væri hægt að gera innan sjúkrahússins, t.d. með samningum við þá sem hafa sérhæft sig á viðkomandi sviði? Þetta virðist vera skynsamleg leið. Hlutverk spítalans og skyldur, varðandi kennslu jafnt sem lækningar, verður að skilgreina nákvæmlega. Í því sambandi verður ekki síst að ræða hvort margt af því sem spítalinn er að gera í dag eigi betur heima annars staðar. Sem dæmi má nefna að þegar smávægileg óhöpp eiga sér stað á vinnustað eða heimilum er yfirleitt brunað á mót- töku hátæknisjúkrahússins til að láta sauma skurði eða kíkja á sár. Er ekki ódýrara að sinna slíkum málum hjá heilsugæslunni? Það sama má segja um hefðbundið mæðraeftirlit og marga aðra grunnþjónustu, sem er vissulega nauðsynleg en ætti hugsanlega betur heima hjá heilsugæslunni, jafnt út frá hagsmunum þeirra sem leita hennar sem þjóðarbúsins. Sem stendur er heilsugæslan hins vegar ekki í stakk búin til að sinna slíkum verkefnum sem skyldi. Opinber rekstur og einkastofur Þá er nauðsynlegt að skilgreina hver eigi að vera mörk opinbers reksturs og einka- reksturs lækna. Með nýjum kjarasamningum LSH sem tóku gildi 1. nóvember var ákveðið að enginn sem hefur með höndum rekstur lækna- stofu eða eigin rekstur skuli vera í hærra starfs- hlutfalli en 80%. Alls hafa 43% sérfræðinga kosið að sinna einungis störfum á Landspítalanum og 24% eru í að minnsta kosti 80% starfi. Þetta eru þó enn verulega rýmri reglur en til dæmis í Svíþjóð þar sem blátt bann er lagt við að sérfræðilæknar séu samhliða í sjálfstæðum rekstri og í fullu starfi á sjúkrahúsi hjá hinu opinbera. Margir íslenskir sérfræðilæknar starfa utan spítalans, sem er jákvætt. Það eykur möguleika sjúklinga á þjónustu og gefur læknum tækifæri til að móta þjónustu á þeim grundvelli er þeir telja sjúklingum fyrir bestu. Í fyrra komu 291 þúsund sjúklingar til 342 sérfræðilækna í 460 þúsund skipti. Þar sem það eru hins vegar ekki sjúklingar sjálfir, í flestum tilvikum, sem greiða kostnaðinn við þá þjónustu nema að litlu leyti heldur hið opin- bera, verður þjónusta sérfræðilækna að vera hluti af heildarstefnumótun stjórnvalda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga Tryggingastofnunar vegna sérfræðilækna, frá því að fyrirkomulagi samninga var breytt árið 1998, segir að „núverandi fyrirkomulag sé ómarkvisst og stefna eigi að því að taka upp markviss kaup á þjónustu sérfræðilækna á grundvelli stefnumót- unar stjórnvalda, forgangsröðunar í heilbrigðis- kerfinu og þeirrar verkaskiptingar sem stjórnvöld telja hagkvæmasta innan þess.“ Þá kemur fram að kaup á þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræði- lækna „hafa ekki byggt á mati fyrir þörf þjónust- unnar heldur á samningum“. Að auki endurspegli núverandi kerfi ekki lög um heilbrigðisþjónustu er kveði á um að öll heilbrigðisþjónusta skuli veitt af heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Það má búast við að deilur um hlutverk einka- stofa og LSH verði einn helsti átakapunkturinn í því stefnumótunarstarfi sem framundan er. Það mun vekja upp mikla andstöðu ef reynt verður að hindra beinan aðgang sjúklinga að sérfræðiþjón- ustu. Milliliðalaus þjónusta barnalækna hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hjá foreldrum. Á móti mun verða spurt hvort rétt sé að sérfræði- læknar séu fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heil- brigðiskerfinu. Það verður hins vegar, líkt og Ríkisendurskoðun bendir á, að taka skýra afstöðu í þessu máli og móta lagarammann eftir því. Stefnumótun er verkefni stjórnvalda og hún verð- ur að vera skýr, ekki síst þegar jafnmiklir fjár- munir eru í húfi og í heilbrigðiskerfinu. Þróunin í íslensku heilbrigðiskerfi hefur oft verið tilviljanakennd og einkennst af smá- skammtalækningum. Þótt margt gott sé gert í heilbrigðiskerfinu eru enn verulegar brotalamir á mörgum stöðum. Á næstu árum mun hins vegar gefast einstakt tækifæri til að móta heildarramma utan um það heilbrigðiskerfi sem við viljum að hér sé við lýði. Það tækifæri býðst vegna sameiningar spítalanna og ákvörðunar um framtíðaruppbygg- ingu LSH í Vatnsmýrinni, sem knýr á um að hlut- verk hinnar nýju stofnunar sé skilgreint. Í þeim umræðum verður m.a. tekist á um það grund- vallaratriði að hve miklu leyti eigi að byggja upp einkarekinn valkost við hlið hins opinbera heil- brigðiskerfis. Á allmörgum undanförnum árum hefur Morgunblaðið ítrekað hvatt til þess að sú leið verði farin og fært fyrir því efnisleg rök. Það er stjórnvalda, í samráði við heilbrigðis- stéttir og stofnanir, að taka ákvörðun um hvernig skynsamlegast sé að verja því fjármagni sem veitt er til heilbrigðisþjónustu. Í þessari umræðu má heldur ekki gleyma sjónarmiðum og þörfum sjúk- linganna er þurfa á aðstoð að halda. Heilbrigðis- mál munu ávallt snúast um krónur og aura en það má ekki gleyma að megintilgangurinn er að lækna sjúka. Það má spyrja hvort ekki sé rétt að fram- kvæma allsherjar úttekt á heilbrigðiskerfinu þar sem horft er til framtíðar og tekið er tillit til allra þátta, þarfa og sjónarmiða. Eftirspurnin er óendanleg, fjármagnið er og verður takmarkað. Það verður að verkaskipta og það verður að for- gangsraða. Morgunblaðið/Golli Gluggamálun á jólaföstu. Á næstu árum mun hins vegar gefast einstakt tækifæri til að móta heildar- ramma utan um það heilbrigðiskerfi sem við viljum að hér sé við lýði. Laugardagur 14. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.