Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 37 þegar maður þurfti á að halda, hún hjálpaði manni alltaf. Man ég eftir þegar ég var að klára barnaskóla flutti fjölskylda mín til Grindavíkur en ég kláraði barnaskólann í Hafn- arfirði og var þá hjá ömmu og afa. Amma hjálpaði mér við að fá vinnu í jólafríinu mínu og bar ég út jóla- póstinn, það gerði ég í tvö ár. Í þá daga var amma að vinna á póst- inum. Alltaf þegar ég kom upp á Miðvang, þar sem þau áttu heima, átti amma alltaf ís. Gefið honum ís. Gefið honum ís, sagði amma, og maður fékk alveg nóg af honum. Man ég svo sérstaklega eftir þeg- ar maður fór með ömmu og afa upp í sveit á bæ sem heitir Kotvellir, rétt hjá Hvolsvelli. Þar átti bróðir hennar ömmu heima (og náttúru- lega allir hinir Gróa, Mummi, Helgi og auðvitað hún Gunna). Maður kynntist sveitinni aðeins og allt var það ömmu að þakka að vilja taka mann með. Nú verður ansi tómlegt um jólin, engin amma né afi í jólaboðinu sem var alltaf hjá þeim á jóladag en þau eru hjá okkur í anda og fylgjast með okkur, að allt fari vel og allir verði góðir hver við annan. Elsku amma, hvíl þú í friði við hliðina á honum afa. Guð geymi ykkur. Ég mun aldrei gleyma ykk- ur. Afi minn og amma mín uppi á himnum búa, þau eru bæði sæt og fín og þangað mun ég fljúga. Sigurður Enoksson. Elsku amma. Við sitjum hérna saman systurnar og eigum erfitt með að trúa því að þú sért líka dáin. Það leið mánuður og einn dagur frá andláti afa þar til þú ákvaðst að yf- irgefa þennan heim. Það er þó huggun í því að hugsa til þess að þið afi getið verið saman á ný. Það sem einkenndi þig, amma, var það hversu góð manneskja þú varst og alveg ótrúlega þolinmóð og hafðir mikið jafnaðargeð. Bara að hugsa til þess þegar við vorum litl- ar og nánast snerum heimili ykkar afa við, þá stóðst þú hjá eins og þér fyndist ekkert sjálfsagðara. Við munum aldrei gleyma öllum krás- unum sem þú hefur borið á borð fyrir okkur í gegnum tíðina og er þar fremst í flokki eftirlæti okkar, kjötsúpan þín. Heimili ykkar afa var afar notalegt. Þar gátum við alltaf fundið frið og ró. Við fundum alltaf fyrir því hve þú fylgdist mikið með okkur og vildir að við hefðum það sem best. T.d. áttir þú inniskó á alla fjölskylduna sem biðu okkar en það finnst okkur sýna vel að þú vildir að við værum eins og heima hjá okkur. Það mun alltaf hlýja okkur um hjartarætur. Það er sárt að hugsa til þess að sjá þig ekki oftar sitja við eldhús- borðið með svuntuna þína og kaffi- bollann þinn. Þú og afi voruð mjög samrýnd hjón og fóruð allra ykkar ferða saman og var það ósjaldan sem við mættum ykkur í bænum á Skod- anum. Þú varst stoð afa og stytta í veikindum hans og varst ekki á leið- inni að gefast upp. En sá dagur kom að þú þurftir að horfast í augu við eigin veikindi. Elsku amma. Þín er og verður sárt saknað. Minningin um þig mun fylgja okkur. Þínar Katrín Helga, Guðrún Harpa og Tinna Björk. Elsku langamma, takk fyrir alla ástina og kærleikann sem þú gafst okkur. Við eigum eftir að sakna þín mik- ið, ekki síst Stebbi sem þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af hvort honum liði vel. Elsku langamma, takk fyrir að hafa átt þig. Verst er að Kamilla og Guðný Kristín áttu svo lítinn tíma með ykkur langafa. Guð geymi þig, elsku langamma. Langömmubörnin, Stefán, Guðný Margrét, Árný Sara, Guðmundur, Kamilla og Guðný Kristín. Undir háu hamra belti höfði drjúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þessar línur koma upp í huga okkar er við við hugsum til Gunn- laugar Kristjánsdóttur eða Gullu eins og hún var alltaf kölluð. Gulla var í raun og veru eins og lítil rós, þótt hún reyndi og yrði að vera hörð bæði við sjálfa sig og stundum aðra, og oft komu krist- altærir daggardropar eða tár á hennar kinn og var það margt sem því olli. Kynni okkar hófust fyrir um 10 árum er við hittumst nokkur sem höfðu orðið fyrir slysum og orðið að stokka allt okkar líf upp á nýtt og upp frá því þróaðist vinátta með okkur þemum sem við reyndum að rækta. Gulla hafði lengstum ævi sinnar storminn í fangið og var ekki óvön að berjast, og kom það sér vel fyrir hana þegar hún lenti í bílslysi í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó og starfaði. Hún flutti heim eftir slysið, en varð oft að fara ein þang- að og standa fyrir máli sínu til að fá að einhverju leyti bættan skað- ann sem hún varð fyrir. Ekkert getur þó bætt það að vera í einni svipan kippt út úr lífinu og verða að gera sér það að góðu að standa á hliðarlínunni og fylgjast með. Geta ekki tekið þátt lengur í því sem lífið hefur upp á að bjóða nema að svo litlu leyti, þetta var henni mjög erfitt eða eins og hún sagði svo oft, ég geri þeim það ekki til geðs að gefast upp. Þetta lýsti henni vel að gafst ekki upp, hún GUNNLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Gunnlaug Krist-jánsdóttir fædd- ist á Ólafsfirði 15. desember 1944. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 15. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Kristín Sig- urðardóttir og Kristján Friðriks- son. Systkini Gunn- laugar eru fjögur, Hulda, búsett á Ólafsfirði, Snjólaug, býr í Reykjavík, Gísli, sem er látinn og Sigurður, búsettur í Hafna- firði. Dætur Gunnlaugar, Kristín Emma og Rebekka Cordova, eru báðar búsettar í Kópavogi. Útför Gunnlaugar var gerð frá Fossvogskapellu 27. ágúst. stóð ein í þeirri bar- áttu og flestum bar- áttum í lífinu. Hún var góð kona og vildi reynast sínum vel, en oft er það svo þegar fólk lendir í erf- iðleikum að það ein- angrast og Gullu fannst oft hún vera ein og eins og segir í ljóðinu, þá þráði Gulla vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Hún þráði að ferðast, taka þátt í lífinu ásamt því að fá vináttu og finna fyrir hlýju og að einhver væri tilbúinn að vera til staðar ef eitt- hvað kæmi upp á hjá henni. Eitt vorið ákváðum við vinkon- urnar að sigrast á okkur og veik- indunum og fara í þrjár eyjar sem ekki voru beint aðgengilegar, Flat- ey á Breiðafirði, Vigur í Ísafjarð- ardjúpi og Hrísey í Eyjafirði. Þetta var stórkostlegt ævintýri en við urðum oft að segja ég get, vil og skal. Mikið erum við búnar að hlæja að þessu og öllu sem fylgdi. Stundum má lesa í minningar- orðum að aldrei hafi borið skugga á vináttu en það getum við vinkon- urnar ekki sagt, vorum við ekki alltaf sammála um alla hluti og skiptumst á skoðunum og stundum komu upp ólík sjónarmið og álit, en eins og hún sagði, við þorum þá að segja hvað við meinum. Gulla varð bráðkvödd á heimili sínu 15. ágúst sl. og hafði hún eytt deginum á Bakkanum, var þá að skipuleggja hvað ætti að gera að vori, fara í ferðalög hér innanlands ásamt því auðvitað að heimsækja Sólveigu til Noregs. Við vitum vel að það átti ekki við Gullu að hafa mörg orð um hlutina en minnumst þeirra stunda sem við áttum saman með gleði og þakklæti. Í dag hefði hún orðið 58 ára gömul og af því tilefni munum við kveikja á fallegum kertum, senda henni góðar hugsanir og brosa að einhverju sem við tókum okkur fyrir hendur saman. Sama rósin sprettur aldrei aftur, þó önn- ur fegri skreyti veginn þinn, og það er satt það var bara til ein Gulla, en hún lifir áfram bæði í minningu okkar og annarra. Gullu þökkum við allt og allt Er kvöldstjarnan við bláloft blikar og boðar dagsins kveðjustund og reikull skuggi í runni hvikar og rökkrið sígur yfir grund. Þá hneigir blómið sitt höfuð niður og hverjum manni býðst sátt og friður. (Böðvar Guðmundsson.) Guð blessi minningu Gunnlaugar Kristjánsdóttur. Elín Sig., Sólveig M. Óskarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SVEINSDÓTTIR frá Kotvelli, Miðvangi 8, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði mánudaginn 16. desember kl. 15.00. Sigrún Árnadóttir, Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Kristinn Kristinsson, Guðný Sigurðardóttir, Árni Þorsteinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Enok Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR BJÖRN BRYNJÓLFSSON frá Hrísey, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 17. desember nk. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eða Sunnuhlíð. Helga Guðrún Schiöth, Rafn Halldór Gíslason, Alda Hallgrímsdóttir, Gísli Hinrik Sigurðsson, Jónína Sigríður Lárusdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Halldór Ásgrímsson, Ásta Sigurðardóttir Schiöth, Ellert Jón Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ERLU SIGURBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítala við Hringbraut. Vilhjálmur Auðun Þórðarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson, Ólafur Þór Vilhjálmsson, Hrefna Bachmann, Auðný Vilhjálmsdóttir, Guðjón Þór Mathiesen og barnabörn. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Seyðisfirði, sem lést laugardaginn 7. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. desember kl. 13.30. Sigurjón Hannesson, Björg Jónsdóttir, Elín Hrefna Hannesdóttir, Árni Sigurbergsson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Áslaug Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. Elskulegur bróðir okkar, mágur og vinur, STEINGRÍMUR FRIÐFINNSSON, Byggðarenda 6, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstudaginn 13. desember. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Ólafur Lárusson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Elsku systir, erfitt getur verið að horfast í augu við staðreyndir og fá orð geta lýst hversu mikill söknuðurinn er. Það hvarflaði ekki að mér laugardaginn 12. október þegar litla sólargeisl- anum, ömmustelpunni henni Söru Dögg, var gefið nafn í stofunni þinni í Skólagerði 9, hve stutt þú ELÍSABET ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Elísabet ÁstaMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1959. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 13. desem- ber. ættir eftir. Þú stjórn- aðir athöfninni eins og herforingi þrátt fyrir veikindi þín. Það var með mikilli reisn sem þú tókst á við veikindi þín þenn- an stutta en jafn- framt erfiða tíma. Það tók enda þann 3. des. síðastliðinn þar sem við vorum hjá þér þegar þú kvadd- ir. Erfitt er að sætta sig við að þú skulir vera hrifin burt í blóma lífsins og þú skilur eftir þig stórt skarð í fjöl- skyldum okkar. Hvíldu í friði, elsku systir mín. Minningu þína varðveitum við. Þinn bróðir, Stefán Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.