Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku afi minn. Ég
hélt statt og stöðugt að
allt yrði í lagi með þig,
erfiðri hjartaaðgerð ný-
lokið sem tókst vel. Og þú alltaf jafn
bjartsýnn og ég líka, mér hefur aldr-
ei þótt þú eldast. Kannski var það
brosið og góða skapið, ég held ég hafi
aldrei séð þig í slæmu skapi.
Ég á svo ótal minningar frá Vest-
urbrún, þar sem ég sat með Adda
bróður og við teiknuðum og lituðum
inni í eldhúsi með allt útsýnið yfir
Laugarásinn fyrir framan okkur. Á
veturna bjuggum við til snjókarla í
garðinum þínum og þú stóðst vold-
ugur í eldhúsglugganum og horfðir á
okkur.
Við komum til ykkar einu sinni í
viku, á sunnudögum. Alltaf. Og svo
hin rómuðu gamlárskvöld hjá þér
með kalkún og öllu, þú hinn full-
komni kokkur og svo mikill matmað-
ur. Man alltaf eftir ?múrsteinunum?
? bestu smákökum í heimi.
Ég borðaði skrítið jólanammi frá
Vellinum sem ég held að margir af
ARTHUR V. 
O?BRIEN
?
Arthur Vincent
O?Brien fæddist í
Streator í Illinois í
Bandaríkjunum 1.
nóvember 1920.
Hann lést í Landspít-
alanum við Hring-
braut 25. nóvember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Landakotskirkju 6.
desember.
minni kynslóð sem
heimsóttu OBí afa og
Siggu ömmu á þessum
tíma muni eftir, t. d. M
og M og Marshmallows
sem var ekki þekkt þá.
Já, þetta var öðruvísi
hjá þeim og yndislegt.
Og það var ljúft fyrir
mig að sjá að mín kyn-
slóð, sú sama sem heim-
sótti þig á þessum tíma,
var viðstödd til að
kveðja þig.
Ég var best klædda
stelpan í átta til tíu ára
bekk í skólanum í fötum
frá ömmu Siggu og OBí afa. 
Lærði ?Adeste Fidele? á orgelið
þitt og gat sungið það á latínu að
auki. 
Lenti á spítala í London 13 ára í
heimsókn hjá þér og Siggu ömmu, og
þú við hlið mér allan tímann.
Ég lærði ensku fljótt því ég las
pokket-bækur sem þú og Tedda
frænka áttuð. Reyndar talaði ég bara
ensku við þig á seinni árum, sem ég
held að þér hafi bara fundist notalegt
Þú og Addi bróðir báruð allar
brúðargjafirnar mínar inn á herberg-
ið á Hótel Sögu til ég gæti notið
þeirra strax. Þú ert prinsessan í dag,
sagðir þú. Þessu gleymi ég aldrei.
Aldrei gáfuð þið Sigga amma mér
það til kynna að ég væri ekki ykkar
alvöru barnabarn. Þið voru búin að
þekkja mig frá þriggja ára aldri og
það var nóg. Þó að sonur ykkar og
móðir mín skildu.
Ég var alltaf ykkar barnabarn.Þú
og Amma Sigga voruð stór gleðipart-
ur í minni barnæsku, sama hvað á
gekk. Þið komuð alltaf fram við mig
af virðingu, og ég held að ég hafi allt-
af sýnt ykkur það á móti.
Á síðustu árum áttum við yndisleg
kynni. Þú og Sigga amma voruð
ómetanleg í lífi barna minna. Hlynur,
Unnar Helgi, Thelma Björk og Andri
Freyr senda þér sína innilegustu
kossa.
Síðast þegar ég hitti þig, afi, án
þess þú værir í sjúkrarúmi, var á
jólahlaðborði á Hótel Sögu, með
Vallý, Hauk og Dóru systur, Teddu
og fjöldskyldu og auðvitað Adda litla
bróður mínum. Þú lékst á als oddi,
glaður og kátur, og húmorinn aldrei
langt undan.
Jákvæðni var þitt aðalsmerki.
Helsta minning mín eruð þú og
Sigga amma. Og ég hef heyrt þig
segja ?yes, dear? í þriðju hverri setn-
ingu frá því ég man eftir mér. Þú
elskaðir og varst ástfangin af konu
þinni til dauðadags. Ástarævintýrið
sem byrjaði á Hótel Borg hélt alla
ævi.....og geri aðrir betur.
Hún var þín prinsessa allt þitt líf
og bauð upp á það sjálf með fram-
komu og einlægni sinni. Hreinskiln-
ari konu hef ég ekki hitt. Ég á engin
orð fyrir Siggu ömmu. Hennar missir
er meiri en nokkur orð geta sagt.
Því langar mig að segja: Elsku
Sigga amma, það er erfitt að hugsa til
þín án prinsins þíns. En hann hefði
eflaust frekar viljað fara á undan þér
til að getað tekið svo vel á móti þér
þegar sá tími kemur.
Stjúpföður mínum, Richard, og
Theresu frænku og þeirra fjölskyld-
um votta ég innilega samúð mína.
Með kærri kveðju.
Borghildur Gunnarsdóttir.
Laugardaginn 30.
nóvember var
bernskuvinkona mín
Heiða jarðsungin frá
Valþjófstaðarkirkju í Fljótsdal og
langar mig að minnast hennar með
örfáum orðum.
Heiðu kynntist ég í gegnum Est-
er systur hennar þegar við vorum
u.þ.b. 6 ára gamlar. Á þessum ár-
um voru Heiða og Ester óaðskilj-
anlegar og vorum við því alltaf
þrjár saman. Ýmislegt var brallað
á þessum árum, ýmist í Selásnum
eða Laufásnum og seinna á Laug-
arvöllunum. Þó að Heiða væri
feimin og hlédræg hafði hún
fjörugt og skemmtilegt ímyndunar-
afl og voru uppátæki okkar oft og
tíðum frekar skrautleg og voru ná-
grönnum okkar ekki alltaf til mik-
illar gleði. Við slitum barnsskónum
og áttum unglingsárin okkar sam-
an í frelsinu á Egilsstöðum. Af
Heiðu lærði ég margt, það var
varla til neitt sem Heiða ekki gat
og man ég að ég leit mikið upp til
hennar og dáðist að henni. Heiða
hafði mikið að gefa og var góður
vinur sem gott var að treysta á.
Um tíma unnum við saman í Sölu-
skála KHB á Egilsstöðum. Á þeim
tíma varð samband okkar mjög ná-
ið og vorum við mikið saman bæði í
og utan vinnu. Á þessum árum
eignaðist hún Huldu litlu.
Eins og gerist hjá mörgum skilja
HEIÐRÚN 
SIGURDÍS 
SIGURÐARDÓTTIR 
?
Heiðrún Sigur-
dís Sigurðar-
dóttir fæddist á Eg-
ilsstöðum 11. ágúst
1967. Hún lést í
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 20. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Valþjófs-
staðarkirkju 30.
nóvember.
leiðir og fólk gleymir
að rækta vináttuna;
Heiða settist að í
heimabæ okkar en ég
flutti burt. Stundir
okkar saman urðu því
ekki margar seinni ár-
in en ef ég kom til 
Egilsstaða að heim-
sækja foreldra mína
heimsótti ég alltaf
Heiðu í íbúðina henn-
ar sem hún átti, en
þar hafði hún búið sér
og Huldu litlu dóttur
sinni fallegt heimili.
Eftir að foreldrar
mínir fluttu frá Egilsstöðum sá ég
Heiðu ekki oft, við hittumst hjá
Ester systur hennar en það var
alltof sjaldan.
Eftir að samband okkar Heiðu
minnkaði kynntist hún eiginmanni
sínum Sveini og átti með honum
eina dóttur, Hjördísi, og bjuggu
þau síðustu árin í Fljótsdal.
Fyrir tveimur árum veiktist
Heiða og eins og við mátti búast
bar hún ekki veikindi sín á torg
heldur barðist hetjulega og í hljóði.
Í apríl sl. átti ég mínar síðustu
stundir með Heiðu þegar við þrjár,
Heiða, Ester og ég, áttum saman
eina dýrmæta helgi í Kaupmanna-
höfn. Ég get ekki annað en þakkað
Guði fyrir að hafa náð þessum tíma
með Heiðu, því að þó að maður
vissi vel hvernig staðan var vonaði
maður alltaf eitthvað annað.
Sveinn, Hulda og Hjördís litla,
ykkur votta ég mína dýpstu samúð.
Elsku Ester, mín kæra vinkona,
missir þinn er mikill og stór. Guð
styrki þig og fjölskyldu þína í sorg
ykkar. Kæra Kristbjörg, Sigurður;
Fjölnir, Pálmi og Hlynur, ég votta
ykkur og mökum ykkar mína
dýpstu samúð.
Kolbrún Kjartansdóttir,
Árósum.
?
Jórunn Þorkels-
dóttir fæddist í
Laufási í Borgarfirði
1. október 1913. Hún
lést á heimili sínu á
Droplaugarstöðum
30. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þorkell
Þorvaldsson og Ingv-
eldur Guðmundsdótt-
ir. Börn þeirra voru
sex talsins, Þorvald-
ur, Jórunn, Helga,
Ágústa, Jóhanna og
Úlfar sem var yngst-
ur. Þau eru öll látin.
Eiginmaður Jórunnar var Ólaf-
ur Jónasson húsgagnasmiður, f. 1.
mars 1908, d. 18. nóv-
ember 1974. Þau eiga
þrjár dætur, Ingu, f.
20. september 1939,
Svövu Aldísi, f. 2. maí
1941, og Sigurdísi, f.
2. júlí 1950. Afkom-
endur Jórunnar og
Ólafs eru 32.
Jórunn ólst upp
með fjölskyldu sinni í
Borgarnesi þar til
hún fluttist til
Reykjavíkur 17 ára
gömul og bjó þar til
dánardags. 
Útför Jórunnar
var gerð frá Fríkirkjunni 6. desem-
ber, í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast ástkærrar ömmu minnar hennar
Jórunnar. Þær eru ekki fáar minn-
ingarnar um hana ömmu, enda
fylgdist hún vel með sínum nánustu
og var ávallt nærri. Amma var fáguð
kona í framkomu og fasi og ákaflega
hjarthlý sem gerði nærveru hennar
svo notalega. Hún lagði mikið upp úr
því að vera fallega klædd, með lagt
hárið og aldrei sást hún öðruvísi en
snyrtileg og hugguleg til fara. Ekki
minnist ég þess að hafa séð hana
ömmu mína öðruvísi en í blússu og
pilsi eða íklædda kjól, buxur voru
ekki til í hennar fataskáp. Amma var
mikið fyrir skart og fallega muni og
geislaði öll ef henni var færður
böggull sem innihélt eitthvað í þeim
dúr. Minnist ég þess í því samhengi
hve himinlifandi hún var yfir eyrna-
lokkum sem ég gaf henni ein jólin og
bar hún þá við flest betri tækifæri.
Margs er einnig að minnast af
Lindargötunni enda bjó amma þar
lengst af. Ekki leit maður inn á þann
bæ öðruvísi en að það væri byrjað að
stjana í kringum mann og á skömm-
um tíma fylltu kræsingar borðin. Já,
amma undi sé hvergi betur en í eld-
húsinu og hafði ávallt af því áhyggj-
ur að maður fengi nú ekki nóg að
borða heima fyrir og fékk mín unn-
usta ávallt þá spurningu: Hefur þú
ekki gaman af eldamennsku?
Ég er þakklátur fyrir allar góðu
minningarnar sem ég á um hana
ömmu mína og þakka henni fyrir
allt. Ég kveð hana með söknuði. 
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Óskar Gunnarsson.
Með þessum fáum orðum vil ég
minnast hennar Jórunnar Þorkels-
dóttur, fyrrverandi tengdamóður
minnar og ævivinar, en fá orð hæfa
vel hógværð hennar og lítillæti. Jór-
unn dó eins og hún lifði, æðrulaus og
sátt við alla, hvunndagshetja í besta
skilningi. Jórunn barði sér hvorki á
brjóst né hrópaði á torgum en hún
var alls staðar nálæg og alltaf til
staðar ljúf og elskuleg. Á fábrotið og
hlýlegt heimili hennar var gott að
koma og gott að vera. Barnabörnin
og síðan barnabarnabörnin kunnu
líka vel að meta ömmu Jórunni sem
fylgdist með stórum afkomendahópi
vaxa úr grasi, allir áttu rúm í hjarta
hennar og hún kunni góð skil á dáð-
um og örlögum hvers og eins til
sinnar hinstu stundar.
Lífshlaup Jórunnar var ekki allt
dans á rósum fremur en hjá flestum
en hún var slíkum mannkostum búin
að aldrei bognaði hún eða brotnaði
enda gerði hún ævinlega mestar
kröfur til sjálfrar sín en miðlaði öðr-
um. Ingu Svövu, Siddu og öllum
ömmubörnunum votta ég innilega
samúð. Ég kveð Jórunni mína með
söknuði en um leið þakklæti fyrir
hennar góðu hlutverk í lífi mínu.
Viggó Benediktsson.
JÓRUNN 
ÞORKELSDÓTTIR 
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Arahólum 2,
Reykjavík,
sem lést 9. desember verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 16. desember 
kl. 13.30.
Jóna, Gunnhildur og Birna Guðjónsdætur 
og aðrir aðstandendur.
Guðlaugur Guð-
mundsson er horfinn
af sjónarsviðinu. Um
hugann þjóta myndir
og minningar frá löngu liðnum at-
burðum. Þegar ég kynntist Guð-
laugi var hann löngu kunnur orð-
inn af bókum sínum en jafnframt
sem einn af snörpustu skákmönn-
um Hreyfils, kaupmaður og leigu-
bílsstjóri.
Bækur hans höfðu vakið athygli
mína og ég nefni einkum Reyni-
staðarbræður en Guðlaugur hafði
frumkvæði að því að minnisvarði
var reistur um beisklegan aldurs-
tila þeirra bræðra á Kili. Í stjórn
Skáksambandsins kynntist ég svo
sjálfum manninum, Guðlaugi Guð-
mundssyni. Hann var alinn upp á
fremur kostarýrri og erfiðri jörð í
Vatnsdal, missti ungur föður sinn
og tókst á við margvísleg verkefni
á lífsleiðinni. Allt setti þetta mark
sitt á Guðlaug. Hann var gætinn,
vandvirkur og áreiðanlegur. Það
sem hann tók að sér var í góðum
höndum. Sumarið 1972 unnum við
náið saman. Þá tókst hann á við
eitt viðamesta verkefni íslensku
skákhreyfingarinnar ásamt með
félögum okkar Ásgeiri heitnum
GUÐLAUGUR 
GUÐMUNDSSON 
?
Guðlaugur Guð-
mundsson fædd-
ist 21. júlí 1914 í
Sunnuhlíð í Vatns-
dal. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
25. nóvember síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Háteigskirkju 9.
desember.
Friðjónssyni, Þráni
Guðmundssyni, Hilm-
ari Viggósyni og Guð-
jóni Stefánssyni. Á
engan er hallað þegar
fullyrt er að Guð-
laugur átti drjúgan
þátt í að heimsmeist-
araeinvígið bar sig og
kom reyndar út með
dálitlum hagnaði. Þar
naut reynslu hans af
viðskiptum og þess
hversu vel hann fylgdi
eftir því sem hann tók
að sér. Hann var
helstur hvatamaður
þess að gerðir voru minjapeningar
sem gerðu útslagið á að fram-
kvæmdin stóðst fjárhagslega.
Hann og Þráinn Guðmundsson
voru helstu frumkvöðlar að marg-
víslegri minjagripasölu og báru
hitann og þungann af henni. Auk
bóka sinna ritaði Guðlaugur marg-
ar blaðagreinar, þar á meðal
nokkrar um einvígið og hefur
þannig varðveitt frá gleymsku
mörg atvik sem ella væru horfin.
Að öllu samanlögðu stendur eft-
ir minningin um traustan mann
sem var virtur af félögum sínum,
barst ekki mikið á, sagði ekki
meira en hann gat staðið undir og
leysti erfið verkefni af kostgæfni
og alúð. Guðlaugur Guðmundsson
fékk að lifa í nærfellt níutíu ár.
Ekki verður fram á meira farið.
Honum tókst að lifa lífi sínu þann-
ig að til eftirbreytni er fyrir okkur
hina sem eftir lifum. Konu Guð-
laugs og ættingjum sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Guðm. G. Þórarinsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist
formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki
vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með
bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk-
sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5?15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri grein. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64