Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 892683 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni 400 fm á 22 millj. mjög vel staðsett, til sölu eða leigu. Mjög gott lagerhúsnæði - verslunaraðstaða, skrifstofur. Laust strax. Uppl. í síma 898 8577 og 551 7678 Afmælisþakkir Innilegar þakkir til ykkar allra sem heiðruðu okkur með nærveru ykkar vegna 75 ár afmælis míns og styrktu Ungmennafélag Íslands og Kammerkór Reykjavíkur með framlögum sínum til „Fíkn er fjötur, reikningur 515-26-3680 hjá Íslandsbanka“, rúmar 100.000. Að okkar ósk voru blóm og gjafir afþakkaðar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir það liðna. Inga og Ásmundur. FRÉTTIR ÞESSI dýrlegi árstímiværi æði snautlegur áað horfa, ef ekki værumarglit ljósin til aðgefa honum það yfir- bragð sem nú má hvarvetna líta. Og eins, ef engin væru jólatrén úti fyrir. Hvað þá inni. Um uppruna jólatrésins er þó flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjá- dýrkun djúpt í mannkynssög- unni. Í Róm og víðar skreyttu menn t.d. í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugsunar. Til er einnig fjöldinn allur af goðsögum og sögnum, þar sem alheimstré er látið tákna heiminn. Það ber ýmis nöfn, eftir því hvaðan vitneskjan er runnin, en alltaf er það sama uppi á ten- ingnum: kenningin um „miðj- una“. Eitt þessara trjáa er Askur Yggdrasils, úr trúarbrögðum norrænna manna, og annað er Lífsins tré í Eden. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur ritar í bókinni Sögu dag- anna (1977): Frá því um 1100 var tekið að sýna helgi- leiki innan kirkju og utan, þar á meðal sög- una um sköpun mannsins, syndafallið og burtreksturinn úr aldingarðinum Eden. Stóð skilningstréð þá tíðast á miðju svið- inu. Það var grænt tré og héngu á því epli og borðar. Líktist það talsvert jólatré, nema kertin vantaði, en svo var einnig um þau jólatré, sem fyrst eru spurnir um. En hversu sem orðið hefur siður að reisa sígrænt tré í húsum á jólum, er næsta eðli- legt, að það bætti á sig ljósum með tím- anum. Kerti voru ævinlega mikið um hönd höfð á jólunum og engin undur, þótt mönn- um dytti í hug að reyna einnig að festa þau á tréð. Fyrstu þekktu heimildir um einskonar jólatré eru frá Strass- burg og þar um kring á 16. öld. En hinn fyrsti sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe, í sögu frá 1774. Fyrsta mynd af jólatré með ljósum er hins vegar frá Zürich árið 1799. Nokkrum árum síðar, 1807, eru til sölu á markaði í Dresden í Þýskalandi fullbúin jólatré, m.a. skreytt gylltum ávöxtum og kertum. Greinilegt er, að siðurinn er þá búinn að ná öruggri fótfestu þar um slóðir. Hann fór svo að berast til Norðurlanda eftir 1800. Til Ís- lands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, að- allega hjá dönskum fjölskyldum. En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma. Málið var leyst með því að smíða gervijólatré og klæða það með sortulyngi, beiti- lyngi eða eini. Elstu heimildir um slíkt eru frá 1880–1890. En áhrif- in voru þau sömu, hinn duldi kraftur engu minni. Um þess konar tré yrkir Hannes Pét- ursson: Jólatréð okkar, stirðlegur stautur af dökkum viði sem bíður síns tíma í tómlátu myrkri háaloftsins … Nú höldum við af stað upp í hlíðina gömlu að reyta handa því lyng. Það er logn og hvít jörð. Til að reyta berjalyng handa blásnauðu trénu. Jólin að koma – og lyngið er loðið af mjöll. Vongleði vængjar skóhælinn okkar! Eins og gefur að skilja eru til margar helgisagnir um uppruna jólatrésins, þessa mikla tákns ljóssins hátíðar. Þekktust allra er líklega sagan um englana þrjá, sem Guð bað um að fara til jarð- arinnar, þegar halda átti jól í fyrsta sinn, og velja þar tré, sem best hentaði tilefninu. Og allir völdu þeir grenitréð. Önnur saga, ekki eins kunn, en ættuð frá Sikiley, er á þessa leið: Á fyrsta ævikvöldi Jesúbarnsins komu líf- verur hvaðanæva af jörðinni í fjárhúsið í Betlehem til að heiðra konunginn nýfædda og færa honum gjafir. Meira að segja trén voru í þeim hópi. Ólífutréð gaf honum ávexti sína. Pálmatréð færði honum döðlur. Og öll hin áttu líka eitthvað til að færa honum að gjöf. Nema þinurinn litli. Hann var kominn um langan veg og gat með naumindum staðið upp- réttur, þegar áfangastað var náð. Hin stærri trén áttu því auðvelt með að stjaka við þessum norðlæga gesti og fyrr en varði stóð hann einn afsíðis, fjarri ljómanum sem frá jötunni stafaði. Engill, sem var þar hjá og sá það sem gerðist, kenndi í brjósti um tréð lágvaxna, fór upp til stjarnanna og bað nokkrar þeirra um að koma og setjast á greinar þess. Sem þær og gerðu, lýsandi eins og björtust kerti. Þegar Jesúbarnið sá þetta, fylltist hjarta þess af gleði og bros færðist yfir varir. Það blessaði tréð og mælti svo um, að þinurinn og ættingjar hans skyldu þaðan í frá verða prýdd á aðventu og jól- um, til að verma hjörtu barnanna. Hvert og eitt einasta er Lífsins tré, miðja alheimsins, og tengir saman alla þætti hans. Þar sam- einast fortíð, nútíð og framtíð. Stjarnan nær upp í himin Guðs. Lífsins tré Hið sígræna tré hefur um árþúsundir vakið furðu manna og aðdáun og þótt búa yfir leynd- ardómum. Sigurður Ægisson fjallar í dag um jólatréð, sem nú er eitt helsta tákn jólanna víð- ast hvar, en er þó tiltölulega nýkomið til sög- unnar í þeim búningi. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Aðalfundur Landsnefndar Al- þjóða verslunarráðsins verður þriðjudaginn 17. desember kl. 12 í Grillinu, Hótel Sögu. Gestur aðal- fundarins verður Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra og flytur hann erindi: Stækkun ESB og áhrif hennar á EES-samninginn. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, verður fundarstjóri. Á NÆSTUNNI BYGGÐARMERKI fyrir Rangárþing eystra var sam- þykkt á sveitarstjórnarfundi nýlega. Rangárþing eystra er nýtt sameinað sveitarfélag 6 hreppa í austanverðri Rangár- vallasýslu frá því í vor. Nýja merkið er hannað af Guðrúnu de Fontenay. Guðrún er grafískur hönnuður og er frá Útgörðum í Rangárþingi eystra. Merki Guðrúnar er blátt á hvítum grunni með mynd af fjalli og fljóti sem myndar upphafsstafinn í nafni sveitarfélagsins. Vatnsmiklar ár, fjöll og jöklar eru einmitt sterkustu einkenni náttúrunn- ar í sveitarfélaginu. Mikil ánægja er með tillögu Guðrúnar að merki fyrir sveit- arfélagið og var hún samþykkt einróma í sveitarstjórn. Byggðar- merki sam- þykkt Hvolsvelli. Morgunblaðið. LÖGREGLAN í Hafnarfirði auglýs- ir eftir bifreið af gerðinni Nissan Terrano, blárri að lit, skráningar- númer NX-038 en henni var stolið í Garðabæ hinn 28. nóvember síðast- liðinn. Þeir sem kunna að vita hvar bif- reið þessi er niðurkomin eru beðnir um að láta lögreglu vita í síma 525 3300. Lýst eftir stolnum bíl Á FUNDI háskólaráðs Tæknihá- skóla Íslands 22. nóvember sl. var samþykkt sú breyting að bjóða upp á BS-gráðu í rafmagnstæknifræði. Allt frá stofnun skólans árið 1964 hefur eingöngu verið hægt að taka fyrsta árið hér og síðan hafa nem- endur þurft að fara utan til að ljúka námi. Breytingin tekur strax gildi þannig að þeir nemendur sem eru núna á fyrsta ári geta haldið áfram á þriðju önn haustið 2003. Undirbúningsvinna við þetta nýja námsframboð er þegar hafin. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir nemend- ur og skólann í heild þar sem hægt verður að bjóða upp á fjölbreyttara námsval en áður, segir í fréttatil- kynningu. Boðið verður upp á tvær náms- brautir, sterkstraums- og veik- straumsbraut. Á báðum brautunum verður talsvert tölvunám. Að öðru leyti verður námið nokkuð hefð- bundið í líkingu við það sem þekkist í Danmörku. Rafmagns- tæknifræði til BS-prófs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.