Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 49
Kringlunni & Hamraborg
Mjúkir pakkar
[sv
ar
t
á
h
vítu]
Náttkjólar 1.890.-
Náttföt frá 2.900.-
Peysur frá 3.900.-
Blúndubolir frá 2.900.-
568 4900 552 3636
Mörkinni 3, sími 588 0640
Glæsilegar
jólagjafir
Í jólapakkann frá
Kringlunni, sími 588 1680,
v. Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
Buxur,
blússur,
peysur,
vesti o.fl.
Opið til 22 
í Kringlunni
Jón Atli Árnason
sérfræðingur í lyflækningum og gigtsjúkdómum
hefur opnað stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6.
Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 535 7700.
Jólaskeiðin
2002
Laugvegi 22a
Lambið
hefur frá
fyrstu tíð
verið tákn
Guðs sonar,
?sjá Guðs
lamb,? sagði
Jóhannes
skírari um
Jesú krist.
ÞAÐ var sl. sumar sem ég kynntist
lítillega dr. Ragnhildi Sigurðardótt-
ur. Við vorum í hópi ráðstefnugesta á
Global Woman Summit í Barcelona.
Há, beinvaxin og teinrétt, fríð sínum
með ljóst sítt hár og afburðagáfuð. 
Það er síðan í fréttaflutningi sl.
daga, þar sem dr. Ragnhildur ásamt
fleiri vísindamönnum kemur fram og
véfengir vinnubrögð VSÓ og Lands-
virkjunar, sem ég átta mig allt í einu
á að dr. Ragnhildur er e.t.v. erkitýpa
fjallkonu okkar Íslendinga. Þessa
krafts og verndara landsins sem við
köllum fjallkonuna og við minnumst
árlega niðri á Austurvelli. Það skyldi
þó ekki vera að fjallkona Íslands, í
holdgervi dr. Ragnhildar, sé að vara
okkur við stórfelldum mistökum.
Eða er dr. Ragnhildur í hlutverki
Sigríðar frá Brattholti, sem varði
Gullfoss með dirfsku hugans og rétt-
læti hjartans á sínum tíma gegn
gróðahyggjunni? Mér virðast að-
ferðir og tækni Landsvirkjunar gegn
hugdirfsku og réttlæti vera þær
sömu og handrukkarar eiturlyfja-
heimsins beita, þrýstingur og ótti, en
aðeins á öðru plani. Vegun mannorðs
kemur í stað hafnaboltakylfu.
Er gróðahyggja tilfinning?
Ummæli viðskipta- og iðnaðarráð-
herra um hlutdrægni vísindamanna,
sem undanfarna daga hafa varað
okkur við dýrkeyptum mistökum,
eru lítilsvirðing þegar ráðherra seg-
ir, að þetta sé bara tilfinninganöldur.
Mér er spurn, er ekki gróðahyggja
tilfinning? Hvaðan kemur sú tilfinn-
ing? Varla frá hug og hjarta, því það-
an kemur viskan og viskan tekur til-
lit til náttúru, dýra og manna. Þessi
ummæli ásamt útúrsnúningum
Landsvirkjunar og VSÓ bera vott
um slægð. Í viskunni býr engin
slægð. Slægð er misnotkun á greind.
Viðskipta- og iðnaðarráðherra og
Landsvirkjun myndu nú e.t.v. mót-
mæla og segja að tilfinningin gróða-
hyggja væri alls ekki á bak við um-
ræddar virkjanir heldur rökhugsun
og lógík. Það ku ekki vera hægt, því
aðeins arkitekt alheimsins, logosinn
sjálfur, er sá sem beitir tærri lógík í
sköpun sinni, stærðfræðinni sem
byggir alheiminn. En með hinni
tæru lógík eru einnig kærleikur,
viska og vilji á bak við sköpunina.
Maðurinn, sem sköpunarverk hans,
er einnig þannig úr garði gerður að
öll hans verk eru knúin áfram af til-
finningum. Gengisfelldar tilfinning-
ar til góðs eða ills eru drifkraftur
verka. Ef engin tilfinning er til stað-
ar til ats og gjörða kemur letin fram
á sjónarsviðið eða þá að viðkomandi
er út úr heiminum, kálhaus köllum
við það á götumáli. Eða þá að við-
komandi er spastískur og ræður ekki
við at sitt. 
Það skyldi þó aldrei vera að
Landsvirkjun sé spastískur kál-
hausaafleggjari kolkrabba gróða-
hyggjunnar ef hún vill ekki kannast
við að gróðahyggja og aðrar tilfinn-
ingar séu að baki umdeildum virkj-
unum. Eru virkjunarframkvæmd-
irnar e.t.v. gerðar af kærleika, visku
og vilja í bland við stærðfræðina. Ef
svo er þá hljóta ríkisstjórn og Lands-
virkjun að vera að taka við af skap-
aranum. Þjóðinni hefur ekki verið
sýnt vottorð upp á það hingað til.
Við skulum vona að vættir lands-
ins þurfi ekki að byrsta sig þegar
umburðarlyndi þeirra er á þrotum.
SIGFRÍÐUR ÞÓRISDÓTTIR,
iðnrekstrarfræðingur.
Fjallkonan snupr-
ar Landsvirkjun og
ríkisstjórn
Frá Sigfríði Þórisdóttur
REYKJAVÍK er orðin ansi stór
borg á íslenskan mælikvarða og um-
ferðin þar hættuleg. Ég er einn af
þeim sem ferðast reglulega um á
reiðhjóli í og úr skóla. Það getur ver-
ið mjög vandasamt núorðið og eink-
um og sér í lagi ef maður býr á póst-
svæði 101 þar sem bæði götu og
gangbrautir eru þröngar og mann-
mergð mikil. Ég reyni alltaf að hjóla
á gangbrautunum öryggisins vegna
ef ekki er mikið um gangandi vegfar-
endur en lendi stundum í því að
þurfa að hjóla í veggkantinum. Ný-
lega lenti ég hins vegar í vægast sagt
leiðinlegu atviki. Þetta var ein af
þessum götum þar sem erfitt er að
hjóla á gangbrautunum og ég neydd-
ist til að hjóla í vegkantinum, var svo
sem ekki smeykur þar sem heimili
mitt var aðeins ofar í götunni. Heim-
ili mitt er þannig staðsett við götuna
að síðustu metrana hjóla ég í veg-
kantinum á móti umferð. Sé ég þá
allt í einu hvar kemur bifreið á móti
mér og virðist aka eins nálægt kant-
inum og bílstjórinn þorir og ekki á ég
möguleika á því að skjóta mér upp á
gangstétt því á þessum kafla götunn-
ar eru bílastæði milli gangbrautar-
innar og götunnar. Ég hemla því og
er næstum dottinn en ökumaður
bílsins ekur eins nálægt mér og hann
getur, hemlar svo og bendir reiðilega
á gangbrautina áður en hann ekur
svo í burtu. Skiljanlega krossbrá
mér og var í uppnámi það sem eftir
var dagsins. Þetta vakti mig hins
vegar til umhugsunar hvort ég væri
að brjóta lög með því að hjóla í veg-
kantinum og því hringdi ég í umferð-
ardeild lögreglunnar í Reykjavík til
að fá svör við þessum vangaveltum.
Þar var mér sagt að samkvæmt lög-
um væru reiðhjól skilgreind sem
ökutæki og mætti því ekki aka þeim
á gangbrautum þar sem gangandi
vegfarendur eru í hættu. Hins vegar
ráðlagði lögreglan mér að nota gang-
brautirnar eins mikið og ég gæti ör-
yggis míns vegna. Mig langar því að
biðja ökumenn landsins og einkum
og sér í lagi þann sem ók í veg fyrir
mig að gá að sér og vera ekki að taka
óþarfa áhættu í annars hættulegri
umferð. Flestir hjólreiðamenn eru
áreiðanlega sammála mér í því að
það er erfitt og getur tekið á taug-
arnar að þurfa sífellt að forðast bæði
gangandi vegfarendur og bifreiðir og
maður þarf að meta hverja götu fyrir
sig eftir aðstæðum. Ég verð einnig
að segja að mér þykir einkennilegt
að í borg þar sem hjólreiðamenning
er sívaxandi skulu borgaryfirvöld
ekki vera búin að gera neitt að ráði
til að tryggja öryggi þeirra sem
þurfa að treysta á reiðhjólið sem far-
artæki.
LÁRUS SIGURÐUR LÁRUSSON,
Barónsstíg 51.
Reiðhjólaumferð
Frá Lárusi Sigurði Lárussyni
alltaf á föstudögum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64