Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VINSÆLASTA uppákoman á
Menningarnótt Reykjavíkur var at-
riði sem kallaðist Rímur og rapp
þar sem rímnamenn og rapparar
leiddu saman hesta sína. Það var
haldið í Landsmiðjuhúsinu og kom-
ust færri að en vildu, fróðir segja
að upp undir átta þúsund manns
hafi þurft frá að hverfa. Sú uppá-
koma var tekin upp og gefin út á
disk og eitt lag af þeim disk er nú
eitt vinsælasta lag á Rás 2 ef ekki
það vinsælasta. 
Hugmyndasmiður þessa verkefn-
is er Hilmar Örn Hilmarsson sem
kallaði til liðs við sig meðal annars
þá Steindór Andersen og Erp Ey-
vindarson, en þeir þrír standa ein-
mitt að laginu ?Stikluvik? sem nýt-
ur svo mikilla vinsælda á Rás 2 um
þessar mundir.
Hugljómun Hilmars
á Snæfjallaströnd
Hilmar Örn segir að hugmyndin
hafi kviknað á Snæfjallaströnd á
Jónsmessu þar sem Hilmar Örn og
Steindór sátu saman með öðru fólki
og biðu eftir Erpi. Hilmar var þá
búinn að flytja ræðu sína um að Ís-
lendingar hefðu fundið upp rappið
eins og hjólið, brauðristina, eldinn
og fleira gott og það væri kominn
tími til að fá rappið heim. Fyrst
Erpur ekki mætti var samhljóða
samþykkt að hann yrði tekinn í
þetta verkefni nauðugur viljugur.
Erpur segir að þegar hann var
kallaður á fyrsta fundinn um þetta
mál, sem haldinn var með stjórn-
endum Listahátíðar í Reykjavík,
hafi hann ekki haft hugmynd um
hvað væri á seyði en strax litist vel
á hugmyndina. ?Ég er alltaf til í að
prófa eitthvað nýtt og sagðist vera
til í þetta, en ég vildi líka fá að vera
með mínar eigin pælingar, ?slam?
og ?bítbox?, enda veit ég að það
klikkar ekki, það er alltaf gott að
vera með eitthvað öruggt líka. Það
sem bar þó hæst þegar við fórum
að vinna þetta var það sem við
gerðum svo saman ég, Hilmar og
Steindór, það heppnaðist ótrúlega
vel.?
?Ég var ekki hrifinn af þessu
frekar en öðru sem ég tek þátt í,?
segir Steindór að bragði og þeir
skella allir upp úr, ?læt draga mig
út í hvað sem er. Mér fannst þó
ekkert að því að kveða mínar rím-
ur, Hilmar var með þetta allt í
hausnum, var löngu búinn að heyra
þetta lag fyrir sér og skipulagði svo
ég þurfti ekkert annað að gera en
bara kveða rímu eins og gert var
fyrr á öldum.?
?Ég vissi að ég var ekki að fara
út í neitt bull, en það er gaman að
heyra Steindór segja þetta því áður
en við fórum á svið var hann að
tauta fyrir munni sér: ?Hvað er
Hilmar nú búinn að draga okkur út
í?,? segir Erpur við mikla kátínu fé-
laga sinna og heldur svo áfram:
?Ég mætti á æfingu, sem var tekin
upp fyrir Sjónvarpið, þannig að það
var ekki raunveruleg æfing, bara
upptaka,? segir Erpur. ?Þar heyrði
ég taktinn í fyrsta sinn og flutti
mína rímu við hann. Svo tókum við
þetta um kvöldið á menningarnótt-
inni þannig að þetta var ekki mikið
mál.?
Rappið skyldara 
þulum en rímum
?Mitt hlutverk var að vera
ákveðinn efnahvati á milli þeirra,
þekki þá báða og það sem þeir hafa
verið að gera. Ég hugsaði lagið því
út frá því hvar þeir myndu samein-
ast. Ég hafði tekið þessa rímu upp
með Steindóri áður í öðru samhengi
og þekkti hana því vel og hvað það
er mikill taktur í henni. Ég vissi
líka að Erpur væri með svo mikinn
takt í sér að hann gæti rappað yfir
hvað sem er og svo gekk þetta upp
nákvæmlega eins og ég heyrði
þetta fyrir mér.?
Ekki sýnist öllum að rétt sé að
setja samasemmerki á milli rímna
og rapps og Steindór segir að að
sínu viti sé tómt bull að tengja rím-
ur saman við rapp, þetta séu engir
ættingjar. ?Pabbi er sammála þér,?
segir þá Erpur, ?finnst rapp og
rímur ekkert eiga sameiginlegt, en
hann segir aftur á móti að þulur
séu skyldari rappinu?, og Steindór
kinkar kolli við þau orð. ?Ég flutti
dagskrá á sínum tíma með Björk og
Gulla Óttars þar sem þulur eftir
Theodóru Thoroddsen voru rapp-
aðar svo ég tek undir þetta,? segir
Hilmar, ?að þylja er mjög skylt því
að rappa. Rímurnar eru svo nið-
urnjörvað form en rappið skríður
út fyrir formið, út fyrir kassann og
kubbana sem rímurnar eru í. Rím-
urnar eru líka með ákveðna fram-
setningu og skipulag og sækja mik-
ið í dróttkvæðin þótt þær séu fyrst
og fremst skemmtiefni en ekki með
fimm lögum af meiningum eins og
dróttkvæðin. Þær eiga það kannski
sameiginlegt með rappinu að þær
voru samdar öðrum þræði til að hía
á hámenninguna líkt og rappið sem
er alltaf að hía á þessa hámenn-
ingu. Fólk vill alltaf fá sitt ?sex &
drugs & rock?n roll?.?
Erpur segist ekki lesa rímur sér
til skemmtunar, hann hafi helst
kynnst þeim í skóla eða að pabbi
hans hafi sýnt honum rímur og far-
ið með þær. ?Áhugi minn á rímum
hefur verið fræðilegur ef svo má
segja, ég vil þekkja formið og
gjarnan sjá þær fluttar, en þær
falla ekki að því sem ég er að pæla
og gera. Um rappið má segja að
það getur verið svo margt, það er
svo opið form að það er hægt að
nota alla stuðla og höfuðstafi ef
menn vilja en það má slíka sleppa
þeim öllum. Ég myndi ekki nenna
að semja rímur vegna þess að þær
veita mér ekki það frelsi sem ég er
að leita að, með fullri virðingu fyrir
forminu.?
Þeir þremenningar segja allt
óljóst um hvort frekara samstarf
verði á þessu sviði, eru þó greini-
lega allir til í það. ?Ég er alltaf til í
tuskið þegar þessir menn hringja í
mig, þótt það sé ekki nema til þess
að detta í það,? segir Erpur að lok-
um.
Rappið
komið heim 
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
?Ég er alltaf til í tuskið þegar þessir menn hringja í mig,? segir Erpur um
Hilmar Örn tónkuklara og Steindór kvæðamann.
Á plötunni Rímur og rapp kveðast á Steindór Andersen og Erpur Eyvindsson
Geislaplatan Rímur og rapp
er komin út.
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 55
Yfirhafnir
Laugavegi 53
Mörkinni 6, sími 588 5518
Jólagjöfin hennar
langömmu, ömmu mömmu og ungu stúlkunnar
Pelsar 
stuttir og síðir
frá kr. 12.900
Opið alla
sunnudaga
í desember
Ullarkápur
47.900
Hattar og húfur
29.900
26.900
Mikið úrval
Mörkinni 3, sími 588 0640
Glæsilegar
jólagjafir
Mörkinni 3, sími 568 7477
www.virka.is
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14
Gjafabréf
til saumakonunnar
nýtist vel þar sem
efnaúrvalið er mikið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64