Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÍSLENSKUKENNSLA hefst í
janúarbyrjun á bandarísku sjón-
varpsstöðinni Scola, sem er einungis
með fræðsluefni á dagskrá sinni og
fer þar mest fyrir tungumálakennslu
auk þess sem Scola býður upp á
tungumálakennslu á Netinu. Sjötíu
bandarísk kapalkerfi eru í beinni
áskrift hjá Scola-stöðinni auk þess
sem fjögur hundruð bandarískir há-
skólar og sex þúsund aðrir ríkisskól-
ar eru með samninga við stöðina. 
Bandaríkjamanninum Mike
Handley, sem búsettur er hér á
landi, tókst að vekja athygli forráða-
manna Scola á íslenskri tungu fyrir
um sjö árum en tókst ekki að fá ís-
lensk stjórnvöld til samstarfs um
verkefnið með því að standa að gerð
kennsluefnis.
Það var ekki fyrr en Handley
kynntist Jóni Hermannssyni kvik-
myndagerðarmanni að hjólin fóru að
snúast, en Jón og fyrirtæki hans
Tefra-films hafa nýlokið framleiðslu
á 22 tuttugu mínútna löngum
kennsluþáttum í íslensku, sem Rík-
issjónvarpið ætlar, auk bandarísku
stöðvarinnar, að taka til sýninga í
ársbyrjun. 
Átak fjölda fólks
Af þeim sautján milljónum, sem
Jón hefur þurft að kosta til fram-
leiðslunnar til þessa, hafa fengist
rúmlega sex milljónir í styrki. Jón
segist vongóður um að ná endum
saman að lokum og bætir við að
margfalt auðveldara hafi verið að
fjármagna þær sjö bíómyndir, sem
hann hafi framleitt til þessa, en
fræðslu- og kennsluefni á borð við
þetta. Hvorki íslenska né bandaríska
sjónvarpið greiðir fyrir sýningar-
rétt. 
Um 100 manns komu að gerð þátt-
anna enda segir Jón að verkefni af
þessari stærð verði ekki til nema
með samstilltu átaki fjölda fólks.
Verkefninu sé þó hvergi nærri lokið
því fyrir liggi framleiðsla á tíu þátt-
um til viðbótar. 
Íslenskt mál kennt í
bandarísku sjónvarpi 
L52159 ?Ég vil geta talað?/B12
LÍKLEGA hefur það verið hann
Stekkjarstaur sem heimsótti börn-
in á leikskólanum Jörfa á jólaballi
á föstudag. Að minnsta kosti virð-
ist hann ekki sérlega lágvaxinn í
samanburði við þessar hnátur sem
mæna í hálfgerri forundran upp til
sveinka íklæddar sínu fínasta
pússi í tilefni dagsins. 
Það er ekki laust við að var-
kárni gæti þegar þær stuttu nálg-
ast þann rauðklædda og er það vel
skiljanlegt í ljósi þess að ekki er
langt síðan að þeir bræður jóla-
sveinarnir gerðu lítið annað en að
hrekkja börn og ótuktast á allan
mögulegan máta. Nú á dögum eru
þeir þó þekktari fyrir að lauma
einhverjum glaðningi í skótau litla
fólksins, þannig að sennilega er
þeim vinkonunum alveg óhætt. 
Morgunblaðið/Árni Torfason
Andspænis
hávöxnum
herramanni
ÍSHOKKÍSAMBAND Íslands ákvað fyrir
skömmu að banna alla tóbaksnotkun á æf-
ingum og í keppni landsliðsins. Í kjölfarið
skoraði tóbaksvarnarnefnd á önnur íþrótta-
sambönd að gera slíkt
hið sama og hafa við-
brögð verið góð, að
sögn Þorgríms Þráins-
sonar, framkvæmda-
stjóra tóbaksvarnar-
nefndar.
Þorgrímur segir
ljóst að ekki fari saman að iðka íþróttir og
nota tóbak og síst af öllu þegar um landslið
sé að ræða. ?Fulltrúar þjóðarinnar á þess-
um vettvangi eru hetjur og fyrirmyndir
ungra íþróttamanna og það er ekki gott til
afspurnar ef íþróttamenn eru úttroðnir af
tóbaki í munni sem leiðir til fíknar og oft og
iðulega til reykinga síðar meir,? segir Þor-
grímur.
?Íshokkísambandið reið á vaðið og í kjöl-
farið sendum við öllum sérsamböndum ÍSÍ
bréf þar sem við skorum á þau að taka
ábyrga afstöðu gegn tóbaki og vera trúverð-
ug í forvarna- og uppeldismálum með því að
hafa landsliðin tóbakslaus.?
Í bréfi tóbaksvarnarnefndar kemur með-
al annars fram að nikótín er eitt öflugasta
fíkniefni sem til er. ?Í einum skammti af
munntóbaki er áþekkt magn af nikótíni og í
3-4 sígarettum. Hjarta þess sem notar
munntóbak að staðaldri slær 15.000 auka-
slög á dag með tilheyrandi æðasamdrætti og
áreynslu líkamans (en deyfingu heilans).
Erlendir aðilar halda því fram að munntób-
aksnotendur skerði afreksgetu sína um allt
að 10% sökum æðasamdráttar. Fremstu
íþróttamenn sérsambandanna eru fyrir-
myndir æsku landsins. Sumir af okkar bestu
íþróttamönnum eru nikótínfíklar og þar af
leiðandi slæmar fyrirmyndir.?
Þorgrímur segir að sérsamböndin hafi
brugðist vel við áskoruninni og meðal ann-
ars hafi stjórn Glímusambands Íslands
ákveðið að banna alla tóbaksnotkun þegar
úrvalshópur GLÍ komi saman til æfinga og
sýninga og Körfuknattleikssamband Ís-
lands hafi samþykkt að öll notkun landsliðs-
manna á tóbaki í landsliðsferðum sé bönnuð. 
Sérsam-
bönd banna 
tóbaks-
notkun
Jákvæð viðbrögð 
við áskorun tóbaks-
varnarnefndar
?HÉR hefur verið stöðug bræla í
meira en þrjár vikur og á meðan svo
er eru aflabrögðin treg,? segir Örn
Stefánsson, skipstjóri á rækjuskip-
inu Pétri Stefánssyni RE sem nú
stundar veiðar á Flæmingjagrunni.
?Miðað við aðstæður höfum við feng-
ið ágætan afla og hér fer vel um okk-
ur, enda á góðu skipi.?
Örn segir að aflabrögð á Flæm-
ingjagrunni hafi verið svipuð á þessu
ári og þau hafa verið undanfarin ár.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu
hafa íslensk skip veitt um 5.350 tonn
af rækju á Flæmingjagrunni í ár og
því ljóst að kvóti Íslands næst ekki,
en heildaraflamark íslenskra skipa í
rækju á Flæmingjagrunni er 9.067
tonn á árinu 2002. 
Þrjú íslensk skip hafa stundað
veiðar á Flæmingjagrunni á þessu
ári. Auk Péturs Stefánssonar hafa
Sunna SI og Rauðinúpur ÞH verið
þar. Afurðaverð á rækju er lágt um
þessar mundir og því hefur dregið úr
arðsemi veiðanna. Örn segist ætla að
leggja af stað heim til Íslands eftir
helgi og þá fái áhöfnin langþráð
jólafrí en haldið verði aftur á miðin á
Flæmingjagrunni upp úr áramótum.
Bræla
hamlar
veiðum 
Kvótinn næst ekki 
á Flæmingjagrunni
FJÖLDI Íslendinga leggst í ferðalög
um jól og nýár og segja forsvars-
menn ferðaskrifstofanna aukningu á
ferðum fólks til útlanda um jólin frá
því í fyrra. 
Flestir fara til Kanaríeyja eða á
annað þúsund manns. Stór hópur
sem ferðast á þessum árstíma er að
fara að heimsækja fjölskyldu eða
vini og er Kaupmannahöfn vinsæl-
asti áfangastaðurinn hjá Flugleiðum
yfir jólin. 
Fleiri á faraldsfæti 
L52159 Á annað þúsund/B20

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64