Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 37
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
FRAM til þessa hefur einn stóð-
hestur, Orri frá Þúfu, að stærstum
hluta staðið undir rekstri stöðv-
arinnar og ákvörðun um starfsem-
ina gæti því fullt eins ráðist á aðal-
fundi Orrafélagsins eins og hjá
rekstraraðilunum sjálfum. Á nú-
líðandi ári var framlag Orrafélags-
ins hækkað um helming frá því
árinu áður og náði það þó aðeins
rétt að tryggja að reksturinn stæði
í járnum og nú eru farnar að heyr-
ast efasemdir úr röðum Orrafélaga
um hvort standandi sé í þessu. Út-
koman úr sæðingum úr Orra þetta
árið voru heldur lakari og gætti
óánægju með hversu margar
hryssur voru settar í girðingu hjá
klárnum að loknum sæðingum 30.
júní. Hin hliðin á málinu gagnvart
Orrafélaginu er sú að ofurkapp
hefur verið lagt á að enginn komi
bónleiður til búðar og allar hryssur
fari með fyli frá Orra því dropinn
er dýr á þeim bænum. Þar hafa
sæðingarnar komið til og með
þeim verið hægt að tryggja lang-
leiðina í 100% fyljun. Það má því
segja að þessi félög, Sæðingastöðin
annarsvegar og Orrafélagið hins-
vegar, hafi verið háð hvort öðru.
Heldur varð útkoman lakari þetta
árið en verið hefur undanfarin ár
og kann það að hafa áhrif á afstöðu
Orrafélaga.
Vantar fleiri 
aðila í reksturinn
Jón Vilmundarson, formaður
Hrossaræktarsamtaka Suðurlands,
sagði að unnið væri nú að því að
finna rekstrargrundvöll fyrir stöð-
ina og nefndi hann í því sambandi
starfsstyrk frá landbúnaðarráðu-
neytinu hliðstæðan því sem sæð-
ingarstöðvum í öðrum búgreinum
væri veittur. Taldi Jón að ef slíkur
styrkur fengist horfði málið betur
við og ef til vill léttara að fá fleiri
aðila inn í reksturinn. Þá væri ver-
ið að kanna hvort önnur hrossa-
ræktarsambönd hefðu áhuga og
getu til að koma inn í reksturinn
því hér væri vissulega um að ræða
hagsmunamál allra hrossaræktar-
manna. Fram til þessa hefðu það
verið Sunnlendingar sem hafa
dregið vagninn. Sáu þeir meðal
annars alfarið um að fjármagna
byggingu stöðvarinnar og tækja-
búnað stöðvarinnar á móti Dýra-
læknaþjónustu Suðurlands. Í raun
má segja að stöðin sé rekin með
tapi því laun þeirra dýralækna sem
starfað hafa við stöðina hafa aldrei
verið greidd af Sæðingarstöðinni. 
Ræktunarbót eður ei
Styrkur sá sem væntanlega
verður sótt um er ræktunarstöðv-
arstyrkur og er þá annaðhvort um
að ræða styrk vegna reksturs sæð-
ingastöðva eða einangrunarstöðva.
Sem dæmi má nefna að nautgripa-
ræktin fær 6 milljónir króna vegna
reksturs sæðingastöðvarinnar við
Hvanneyri. Þá eru veittar 2 millj-
ónir króna vegna reksturs tveggja
sæðingastöðva sauðfjárræktar.
Svínaræktin fær styrk vegna
reksturs einangrunarstöðvar og
sömu upphæð fær fuglaræktin en
loðdýraræktinni er nú úthlutað í
fyrsta skipti 1 milljón króna. Ekki
má rugla þessum styrkjum saman
við styrki vegna skýrsluhalds en
þar fær hrossaræktin hæstan
styrk allra búgreina samkvæmt
upplýsingum frá Bændasamtökum
Íslands eða um 7,8 milljónir króna
og þar af fara 2,5 milljónir króna
til reksturs Worldfengs. Við
ákvörðun um úthlutun þessara
ræktunarstöðvastyrkja vegur
þungt hvort starfsemin stuðli að
ræktunarframförum í greininni.
Eru það sérfræðingar Bændasam-
takanna sem leggja mat á það og
eftir því er farið. Með umsókn
Sæðingarstöðvarinar í Gunnars-
holti um styrk liggur því vænt-
anlega fyrir sú spurning hvort
sæðingastöð í hrossarækt stuðli að
ræktunarframförum í greininni eða
hvort hér sé einvörðungu verið að
stuðla að auknum tekjum á þeim
stóðhestum sem tekið er sæði úr á
stöðinni.
Sæðingar auka 
afköst hestanna
Almennt er talið að sæðingar
geti orðið mjög til hagsbóta fyrir
hrossaræktina þótt á það hafi verið
bent á að með þeim er hægt að
breiða yfir ýmsa þætti ófrjósemi.
Virðast menn almennt sammála
um að fara verði með gát og aldrei
komi til greina að einstakir stóð-
hestar verði einvörðungu notaðir í
sæðingar. Sæðingar gagnast vel
þegar mikil ásókn er í einstaka úr-
valsgripi og eykur afköst þeirra
verulega. Sömuleiðis koma sæðing-
ar að góðum notum ef góðir hestar
verða fyrir meiðslum sem gera það
að verkum að afköst þeirra eða
geta til að fylja hryssur af eigin
rammleik skerðist. Frysting sæðis
er skammt á veg komin og engan
veginn útséð með hvernig því
dæmi muni reiða af. En hér á síð-
unni fylgir með upptalningu
Ágústs Sigurðssonar hrossarækt-
arráðunautar á helstu kostum þess
að sæðingar séu reknar í hrossa-
ræktinni. 
Sæðingarstöðin í Gunnarsholti rekin með tapi frá upphafi
Leiða leitað til að tryggja
rekstrargrundvöllinn
Morgunblaðið/Vakri
Burðarás Sæðingarstöðvarinnar frá upphafi, Orri frá Þúfu, ásamt nokkrum aðdáendum og velunnurum framan
við Sæðingarstöðina í Gunnarsholti en ekki er útséð um hvort hann fer á stöðina á næsta ári.
Rekstur Sæðingarstöðvarinnar í Gunnarsholti hefur verið afar þungur
allt frá því að stöðin tók til starfa fyrir 5 árum. Rekstraraðilarnir Hrossarækt-
arsamtök Suðurlands og Dýralæknaþjónusta Suðurlands leita nú leiða
til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir starfsemina á næsta ári og kynnti 
Valdimar Kristinsson sér hver staðan er undir lok ársins.
ÁGÚST Sigurðsson hrossarækt-
arráðunautur hefur sett fram eft-
irfarandi lista kosti fylgjandi sæð-
ingum:
1. Fjölgunarmöguleiki bestu hest-
anna miklu meiri en tíðkaður hef-
ur verið. 
2. Hraðari erfðaframfarir 
3. Skoðun og jafnframt mat á frjó-
semi (gallar útilokaðir). Viðhald
frjósemi. 
4. Möguleiki á hindrun og út-
breiðslu sjúkdóma sem breiðst
geta út. 
5. Söfnun á verðmætu erfðaefni. 
6. Stofnvernd með tilliti til ákveð-
inna þátta sem hugsanlega geta
horfið sökum fæðar í stofninum
(litir, einkenni, sérkenni o.s.frv.). 
7. Dreifing á erfðaefni án þess að
keyra hryssur eða hesta langar
leiðir til pörunar. 
8. Hagkvæmnispurmál fyrir alla
hrossaræktendur hvar sem þeir
eru staddir á landinu 
9. Stofnvernd ef alvarlegir smit-
sjúkdómar koma upp (enginn má
fara neitt).
Hryssurnar
1. Við skoðun fyrir sæðingu koma
fram vandamál ef til staðar eru
(frjósemisvandamál ? sem oft má
laga). 
2. Þar af leiðir að betri eða a.m.k.
jafngóðri fyljunarprósentu er
hægt að ná. 
3. Þjónusta við hryssueiganda.
Hryssan er skoðuð nokkrum sinn-
um og sæðing fer ekki fram nema
um óyggjandi hestalæti hafi verið
að ræða og egglos hafi átt sér stað. 
4. Hindra má notkun vafasamra
eða ófrjórra hryssna í ræktun með
nákvæmum skoðunum (viðhald
frjósemi innan stofnsins). 
5. Koma má í veg fyrir útbreiðslu
sjúkdóma. 
6. Nýlegt dæmi um smitsjúkdóm
sem herjaði á hross hér á landi
með tilheyrandi sóttkvíum og
hömlum á flutningi hrossa milli
svæða var þörf áminning um mik-
ilvægi þess að komið verði upp öfl-
ugum genabanka sem grípa má til
komi upp svipað ástand aftur og
e.t.v. á óheppilegri tíma því sótt-
varnir geta lamað allt rækt-
unarstarf í því formi sem við
þekkjum það nú. Erlendis eru
sóttvarnir ein helsta ástæða þess
að sæðingar eru jafnútbreiddar og
raun ber vitni. Hérlendis sem um
heim allan væri kynbótastarf í
nautgripa- og sauðfjárrækt nær
óframkvæmanlegt nema með
hjálp sæðinga vegna sjúkdóma-
varna. 
7. Hagkvæmnisjónarmið. Hryssa í
ákveðnum landshluta þarf ekki að
fara að heiman vegna þess að sæð-
ið er hægt að fá sent til notkunar
(engin umhverfisbreyting).
Galla við sæðingar mætti nefna
að hætta er á minnkun í erfða-
breytileika ef ekki er varlega farið
(ofnotkun hesta), annars geta at-
riði hér að neðan nefnd varð-
andikosti og galla útflutnings
einnig átt við innanlands. 
Ávinningur við sæðis-
töku úr stóðhestum 
og sæðingar á hryssum 
www.starri.is
Sérhæfing í
Intel-vörum
Móðurborð - Örgjörvar
- Flatir skjáir
3ja ára ábyrgð

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60