Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2DMIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Svans bónda en í þeim felst augljós-
lega ádeila á vopnavald, villimennsku
og grimmd höfðingjanna. Yfir sög-
unni allri hvílir einhverskonar dulúð-
ug ógn og heimsendastemning; veldi
riðlast eftir því sem valdhafarnir
verða gírugri og fjarlægjast uppruna
sinn ?og auður sundrast á örskammri
stund þegar svo er komið að orðið er
ofnóg? (157?8). En vonin býr í hóg-
værð, trú og skynsemi, ást á landinu
og bókmenntaarfinum.
Í bókinni er mikið um ?thorræðar?
náttúrulýsingar. Þær eru ákaflega
myndrænar, í formi líkinga og mynd-
hverfinga sem settar eru saman bæði
úr nýjum, fornum og sjaldséðum orð-
um. Thor notar víða eignarfallssam-
setningar, liðfellingar og eftirsett
lýsingarorð; stíll hans er sérstæður
og stuðlum settur, þokkalega forn og
lotulangur; módernisminn hefur ekki
elst af honum eins og t.d. Guðbergi.
Fyrsti kafli Sveigs hefst á eftirfar-
andi málsgrein sem er nokkuð dæmi-
gerð fyrir náttúrulýsingar bókarinn-
ar: ?Klakkar skýja lágu þungir á
tindum og tóku þá til sín, en ráku
rana upp í hvítlýsi ofar sem tálgaðist
í fálmandi fingur, fljótsorfna þegar
hvíta ljósið vex, og verða kjúkur? (8).
Orðalagið er sérlegt, orð eins og fróð-
skapur, spjallazt, svam, ljóri, feikn,
varygð og úrygð, greyfðist og fleym-
ast birtast hér aftan úr grárri forn-
eskju ? stundum nokkuð tilgerðarleg
og þreytandi. Sérstaklega verða
eignafallssamsetningar uppskrúfað-
ar, s.s. geimur undra (38), þrúðugra
skýja borgir (184), þiljar hamra (169)
o.s.frv.; ?kenningar? sem minna á
skáldamálið forna en það gekk sér al-
gerlega til húðar. Betur fer á nýjum
og fallegum orðum eins og haust-
nánd, tindaglit, nátttöfrar, kvöldvak-
in gola og glysþreytt augu ? orð sem
vega salt milli tilfinningasemi og
væmni en bráðna í munni. Tilvitnun
um mjúkholda munkinn Gunnlaug
Leifsson á vel við stíltilþrif Thors
þegar vel tekst til: ?Það var svo
margt í máli hans sem bar ferskan
ilm af fornri rót. Hann sveigði til orð
sem áttu langa sögu svo til varð ný
merking án þess að týna þræði við
hina eldri?? (159).
Sagan er mishröð, fer hægt af stað,
tekur stutta, snögga spretti af og til
en endar í algjörum hægagangi; trú-
verðugum og nákvæmum lýsingum á
elli og dauða Guðmundar skálda sem
gagnslaus og blindur sníður helskó í
horninu hjá Þórði Narfasyni. Lýsing-
ar á gömlu fólki í sögunni, kækjum
þess, sérvisku og líkamsburðum eru
frábærar, ofurraunsæjar og alger-
lega ófegraðar; sem dæmi mætti
nefna Fjósajarlinn (t.d. 62) og móður
Guðmundar þar sem hún liggur í kör
(180?1). Margar senur eru ljóðræn-
ar, t.d. ill meðferðin á Guðmundi litla
heima í kotinu: ?Það lá við að tárin
frysu þegar út kom og yrðu perlur á
hökubarðinu og vantaði bara ljósið til
að þær kynnu að glitra í snægrím-
unni sem veðrið setti brátt framan í
barnsandlitið? (18). Kynlífslýsingar
Thors eru jafnan á einhvers konar
rósamáli, sbr. t.d. kaflana Ísfreyja,
Að missa úr sér barnið og Afmors
háski. Þær eru ekki grófar heldur
einhvern veginn upphafnar og kar-
lægar og svo framandgerðar að rýna
þarf með samankipruð augu í text-
ann til að skilja. 
Í Sveigi gerir Thor Vilhjálmsson
fornum söguheimi skil með aðferðum
nútímaskáldsagna, sérstæðum stíl,
flóknu sjónarhorni, vísunum og ljóð-
rænu og hann notar tungumálið á
óvenjulegan og ferskan hátt sem þó á
djúpar rætur í sögunni, bæði orðaval
og hrynjandi. Söguþráðurinn sveigir
hjá stórmerkjum sögutímans en all-
lengi er dvalist við drauma og hugs-
anir, náttúru- og mannlýsingar og
heimspekilegar vangaveltur. Persón-
urnar stíga fram úr móðu fornaldar
en hverfa þangað aftur jafnóskýrar
og ansi óljóst hver tilgangur þeirra
er. Sveigur er metnaðarfull skáld-
saga, lærð, djúp en talsvert erfið af-
lestrar ? krefjandi nútímaverk sem
tengir saman fortíð og nútíð og vekur
okkur til umhugsunar um að enn rík-
ir skeggöld og skálma í heiminum;
hamslaus valdagræðgi, hefndarvíg,
hernaðarbrölt og blóðug trúarátök
samtímans eru til marks um að sagan
endurtekur sig; upp er runnin ný
sturlungaöld. 
Steinunn Inga Óttarsdóttir
1
?Hið liðna er ekki dautt, það er
ekki einu sinni liðið,? er tilvitnun
Péturs Gunnarssonar í bandaríska
skáldið William Faulkner á titilblaði
bókar innar Leiðin til Rómar, sem
er nýútkominn annar hluti Skáld-
sögu Íslands. Fyrsti hlutinn hét
Myndin af heiminum.
?Þetta er kjarninn í þeirri sýn
sem birtist í bókinni og sjónarmið
sem ég aðhyllist,? segir Pétur og
bætir því við að sjá megi hliðstæður
með sagnfræði og sálgreiningu.
?Einstaklingurinn gengur í gegnum
ólík og aðgreind tímabil á ævi sinni,
í frumbernsku og bernsku gerast at-
burðir sem síðar gleymast honum,
en móta hann engu að síður og hafa
jafnvel stöðugt áhrif á hann, allt til
æviloka. Eins er um mannkynssög-
una: atburðir sem hafa gerst halda
áfram að gerast og hafa áhrif á okk-
ur þótt við séum ekki endilega með-
vituð um það. Krossferðir miðalda
og hernaður Bandaríkjamanna í
Afganistan á liðnu ári er dæmi sem
blasir við. Bandaríkjamönnum virt-
ist koma í opna skjöldu að stríðið í
Afganistan mætti ekki sama skiln-
ingi í arabaheiminum og Persaflóa-
stríðið.
Ástæðan er sennilega sú að þar
var hinum vestræna heimi stillt upp
andspænis heimi múslima og þá
ýfast upp gömlu sárin frá 11. og 12.
öld.?
? Þú nefnir einmitt hversu
óheppilega George Bush komst að
orði er hann kallaði hernað Banda-
ríkja manna í Afganistan krossferð.
?Það mæltist mjög illa fyrir hjá
múslimum að hann skyldi nota orðið
krossferð. Það er næstum því eins
og að kalla átök við Ísraelsmenn
helför. Krossferðirnar hafa verið
fegraðar í hugum kristinna manna
en fyrir múslimum voru þær skelfi-
legt tímabil, þar sem þeir mættu al-
gjörri villimennsku, hópslátrun,
mannáti og mansali af hálfu Evr-
ópumanna. Síðan eru liðnar 8 eða 9
aldir en ennþá lifir þetta góðu lífi í
undirvitund sögunnar.?
2
Leiðin til Rómar hefst um miðbik
12. aldar er Magnús Einarsson
Skálholts biskup brennur inni
ásamt 72 öðrum og Hallur Teitsson
biskupsefni andast á leið sinni frá
Róm til Íslands. Klængur Þor-
steinsson prestur að norðan er þá
vígður biskup með stuttum fyr-
irvara. Frásagnaraðferðin er frjáls í
tíma og rúmi, þar sem hiklaust eru
dregnar samlíkingar milli þess sem
gerist á miðöldum og þess sem síðar
verður; sögumaður hefur yfirsýn
um heim allan og hefur jafnframt
alla söguna undir.
?Mér er ofarlega í huga ofurvald
gleymskunnar á okkar dögum. Núið
er orðið svo grunnt. Svipað og
landslag í mikilli ofankomu. Það
fennir svo fljótt yfir allt og við
stöndum í svo mikilli fjölmiðlahol-
skeflu og hið liðna hverfur svo fljótt.
Tímafókusinn verður alltaf grynnri
og grynnri. Það er því nærtækt fyr-
ir rithöfund að reyna af vanefnum
að ganga út með skófluna og freista
þess að skafa eitthvað of an af.?
3
?Það eru ákveðnar samhverfur á
milli miðalda og okkar tíma. Hin
makalausu ferðalög sem alþýða
manna lagðist í á miðöldum eiga sér
vart hliðstæðu fyrr en með túrisma
Vesturlandabúa um miðja 20. öld.
Hvatinn að ferðum miðaldamanna
var fyrst og fremst að leita sér sálu-
hjálpar. Greiða götu sálarinnar til
eilífrar sælu á himnum. Á okkar
dögum er þetta frekar spurning um
upplifun, þenja út núið fremur en
stíla upp á eilífðina. Önnur sam-
hverfa finnst mér blasa við í klám-
væðingu nútímans. Sennilega hefur
áherslan á Vesturlöndum aldrei ver-
ið jafn ríkuleg á kynlíf nema ef vera
skyldi á miðöldum.Ef við lítum til
annarra menningarsvæða, t.d. aust-
urlanda þá er afstaðan önnur til lík-
amans, til nektar og til kynlífs en á
Vesturlöndum. Ég held að þarna
gæti áhrifa sem rekja megi til mið-
aldakirkjunnar. Útmálun hennar á
konunni sem hálfgerðu skrímsli er
fróðleg og kirkjan snýst gegn kynlífi
með slíkum ofsa að hún fær þennan
þátt mannlífsins bókstaflega á heil-
ann.Miðaldatextar kirkjunnar út-
mála leyfilega og óleyfilega kyn-
hegðun í slíkum smáatriðum að það
slær yfir í púra klám. Ég tel að
þarna hafi kirkjan lagt grundvöll að
því ofurvægi sem kynlíf hefur á
Vesturlöndum á okkar dögum.?
4
?Ég heilsa líka upp á Sturlungu
og tek hana sem dæmi um sérkenni
hinna íslensku miðaldatexta. Það er
ekki nóg með að þeir séu skrifaðir á
þjóðtungu á meðan víðast hvar ann-
ars staðar í Evrópu var skrifað á lat-
ínu, heldur er alþýða manna í for-
grunni frásagnarinnar. Evrópskir
miðaldatextar sem snúast um ver-
aldleg efni segja frá aðalbornu fólki
og lýsa hirðlífi. Alþýða manna kem-
ur ekki við sögu nema þá helst í
skophlutverkum. Á þessu verður
varla breyting fyrr en á 14. öld þeg-
ar Rannsóknarrétturinn fer að skrá
vitnisburði úr yfirheyrslum yfir al-
þýðufólki. Munurinn á því og ís-
lensku textunum er hins vegar sá að
hin evrópska alþýðurödd er að tala
andspænis hótun um líkamsmeið-
ingar. Franski sagnfræðingurinn
Emmanuel Le Roy Ladurie hefur á
okkar tímum moðað úr þessu efni
klassískt verk: Þorpið Montaillou.?
5
Frásagnaraðferð Péturs er best
lýst með hans eigin orðum í bókinni:
?Við sitjum í sæti Guðs og sjón-
hendum þessa tvo menn (Gissur
Hallsson og Klæng Þorsteinsson).
Við vitum hvað á eftir að henda,
þekkjum örlög þeirra og endadæg-
ur, þótt þeir séu allir fyrir meira en
átta öldum lifa þeir áfram í Hung-
urvöku - litlu kveri sem ókunnar
hendur tóku saman okkar megin við
aldamótin 1200.?
Við þetta bætir Pétur í samtali
okkar að hann leitist við að end-
urskapa í frásögn sinni atburði sem
lýst er í fáum orð um í samtíma-
heimildum, en mynda gjarnan bak-
svið stærri atburða.
?Hungurvaka leggur tólf orð til
lýsingar á Klængi biskupi. Þar
gleymist að geta um kvensemi hans
sem aftur er ýjað að í sögu Jóns
biskups helga og síðan afleiðing-
unum sem koma fram í Sturlungu
þegar hann gerir Yngvildi Þorgils-
dóttur barn. Fyrir þær sakir heimt-
aði páfi að hann yrði rekinn úr emb-
ætti, en áður en til þess kom lést
hann.?
Önnur saga sem vatt heldur betur
upp á sig er Rómarganga prests-
hjónanna Þóris og Þorlaugar. Í
Sturlungu tekur frásögnin yfir fá-
einar línur. Þau eignast barn ný-
komin til Noregs sem þau skilja eft-
ir og halda áfram niður til Rómar en
Þórir deyr á leiðinni og Þorlaug
skömmu síðar. Barnið andast einnig
og uppi á Íslandi rísa heiftúðug
erfðamál þar sem lykilatriði er
hvert þeirra þriggja hafi geispað
golunni síðast.
Þar takast á engu minni höfð-
ingjar en Hvamm-Sturla og Jón
Loftsson. Að lyktum verður nið-
urstaðan að í sárabætur fyrir lækk-
aðar fébætur til Sturlu býðst Jón
Loftsson til að taka son hans Snorra
í fóstur. Þannig gerist mikil saga
sem hefst með þeim látlausu orðum:
?Maður og kona ætla til Rómar.?
(VIII. kafli) 
?Ég geri mér leik að því að heim-
sækja þessa og fleiri texta og leitast
við að endurskapa atburðarás
þeirra í Leiðinni til Rómar.? 
Sálgreining sögunnar 
L50098 Mál og menning hefur gefið út Leið-
in til Rómar eftir Pétur Gunnarsson.
Eftir Hávar 
Sigurjónsson 
Morgunblaðið/Kristinn
PÉTUR GUNNARSSON: Það sem vakir fyrir mér er að benda á mátt gleymsk-
unnar. 
LÍFSGILDI eru sífellt til umræðu.
Á aðventunni verður hún fyrirferðar-
meiri en á öðrum tímum ársins. Sífellt
takast á hin mjúku og hörðu gildi, fjöl-
skyldan og vinnan, hugsjónir og pen-
ingar, eilíf sannindi og tímanleg. Á síð-
ustu árum hafa pílagrímaferðir notið
aukinna vinsælda í Norður-Evrópu og
til eru ferðaskrifstofur sem sjá sér hag
í að skipuleggja slíkar ferðir sem
myndu flokkast undir mjúk gildi. Fólk
fer gjarnan í slíkar ferðir þegar það er
á tímamótum í lífi sínu og þá gefst gott
næði til íhugunar. Ég heyrði fyrst um
pílagrímaleiðina til borgar postulans
Jakobs Sebedussonar, Santiago de
Compostela á Norður-Spáni, þegar
ungur frændi minn lagði land undir fót
í bókstaflegum skilningi og hélt þang-
að fyrir nokkrum árum.
Ferðasaga hans var
mjög áhugaverð og
skemmtileg. Straumur
pílagríma hefur aukist
mjög þangað á ný á
seinni árum.
Höfundur bókarinnar
Á Jakobsvegi ákvað að
breyta um lífsstíl á
miðjum aldri, sagði upp
góðu starfi og hóf hina
nýju tilveru með því að
fara í pílagrímaferð til
borgar postulans. Bók
hans er að formi til frá-
saga af þessari ferð en
er þó ekki eiginleg
ferðasaga nema að litlu leyti því að
umfjöllun um ferðina og það sem gerj-
aðist í huga höfundar á leiðinni er
mjög fyrirferðalítil og aðeins rammi
um allt annað efni. Bókin er fyrst og
fremst saga þeirra borga og lands-
svæða sem höfundur fór um frá Vez-
elay í Frakklandi til áfangastaðarins
Santiago de Compostela
á Spáni, 2.250 km leið,
fyrri hluta síðasta árs.
Mikinn fróðleik er að
finna um helga menn og
konur og hlutverk lík-
amsleifa þeirra í lífi
kirkjunnar, einnig er
talsvert fjallað um
kirkjur, byggingarstíl og
táknmál kirkjunnar.
Töluverða sagnfræði og
guðfræði er að finna inn-
an um og saman við
þetta allt saman enda
óhjákvæmilegt þegar
fjallað er um efni af
þessu tagi út frá sjónar-
horni pílagríms. Frásögnin er krydduð
með prýðilegum myndum sem eru á
réttum stöðum í textanum miðað við
frásögnina.
Bókin skiptist í sex aðalkafla og all-
marga undirþætti. Hver kafli fjallar
um ákveðinn hluta af pílagrímaförinni.
Til að gefa hugmynd um efni bókar-
innar fjallar fyrsti kaflinn um ferðina á
milli Vezelay og Argenton í Frakk-
landi. Þar segir frá aðdraganda ferð-
arinnar, sögu Maríu Magdalenu og
lærleggs hennar sem varðveittur er í
Magdalenukirkjunni í Vezelay, al-
mennt um dýrlinga og helga dóma og
mikilvæg atriði í sögu þessa svæðis.
Einnig er að finna þætti úr sögu ein-
setumanna almennt og klausturhreyf-
inga, um pílagríma almennt, mikilvægi
pílagrímaferða fyrr á öldum og að-
stæður þeirra á slíkum ferðum. Inni á
milli eru stuttir þættir um ferð höf-
undar og lýsingar á bæjum, kirkjum
og samferðafólki sem urðu á vegi hans.
Ágæt kort eru í bókinni sem hjálpa
lesandanum að fylgja sögumanni eftir.
Frásögnin er leikandi og lipurlega
skrifuð og höfundur hefur sett sig vel
inn í umfjöllunarefnið. Þeir sem hyggj-
ast fara í pílagrímaför til Santiago de
Compostela fá miklu meira út úr ferð-
inni ef þeir lesa bókina áður. Bókin er
vönduð og falleg.
Í fótspor pílagríma
Kjartan Jónsson
FERÐASAGA
Á Jakobsvegi
JÓN BJÖRNSSON
353 bls. Ormstunga 2002 
Jón Björnsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12