Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HUGMYNDIN að Jólahreingern-
ingu englanna er mjög skemmtileg.
Þar hefur þremur
litlum englum; Trú,
Von og Kærleika verið
fengið það verkefni að
taka til hjá mannfólkinu
? og aðallega í hjörtum
mannanna ? fyrir jólin.
En það er flest þjakað
af kvillum einsog
frekju, leti og fýlu. Og
ekki nema von! Litlar
furðuverur, s.s fýlupúk-
ar, ólátabelgir og vælu-
skjóður og fleiri hanga
utan í fólkinu og smita
það af eiginleikum sín-
um. Englunum tekst þó
ætlunarverk sitt og jól-
in geta gengið friðsam-
lega og fallega í garð.
Það er virkilega gaman að lesa
svona ekta jólabók, þar sem fjallað er
á lifandi og nærtækan hátt um bless-
aðan jólaboðskapinn sem gleymist
allt of oft í pakkaflóðinu. Ekki er ver-
ið að segja eina af þessum væmnu
sögum um yfirgengilegan mannkær-
leika ? sem við þekkjum öll ? heldur
er höfundur að fjalla um það sem er
að gerast hjá fólki í dag.
Ekki skemmir fyrir að höfundur er
greinilega vanur að tala til barna, og
ber stíllinn því vitni. Maður fær strax
á tilfinninguna að talað sé beint til
manns, manni trúað fyrir einhverju
merkilegu (sem má til sanns vegar
færa), og þannig skapast strax inni-
legt samband milli sögumanns og
hlustenda, sem munu lifa sig enn
fremur inn í ævintýri englanna. 
Verra er að sögurnar eru allar
keimlíkar. Í rauninni gerist það sama
í þeim öllum, þannig að eftir tvær
sögur er bókin öll fyrirsjáanleg. Eng-
ill kemur á stað þar sem ófremdar-
stand ríkir, finnur einhverja furðu-
veruna að verki, leysir fólkið undan
henni og hendir henni?þangað sem
þær eiga heima.? Í einni sögu frá ann-
arri er bara skipt um engil, persónur
og furðuveru. Þannig finnst mér höf-
undur ekki vinna nógu vel úr annars
snjallri hugmynd sinni, engin spenna,
átök eða þróun eiga sér stað.
Einnig hefði mátt
skýra betur af hverju
þessir furðuverur
leggjast á fólkið. Í
fyrstu fannst mér per-
sónurnar kenna utan-
aðkomandi aðstæðum
um eigin breyskleika,
þær vera viljalaust rek-
ald með engan sjálf-
stæðan vilja, og ekki
gefið tækifæri í sögunni
til að sjá að sér. Mér
fannst hins vegar ótrú-
legt að þetta væri það
sem höfundi lægi á
hjarta, fór að rýna bet-
ur og komst að annari
niðurstöðu. Satt er að í
nútímaþjóðfélagi er
ótrúlega mikið áreiti á börn, fullorðna
og fjölskylduna í heild. Við erum
vissulega öll fórnarlömb þessa áreit-
is, sem hér birtast í mynd furðuver-
anna. Þetta er virkilega þarft um-
ræðuefni og um að gera að opna augu
barnanna fyrir þessu. Þetta er auð-
velt að misskilja, og hefði mátt skýra
mun betur, m.a. með því litla atriði að
láta allar sögurnar gerast í íslenskum
nútíma og sleppa ævintýrapersón-
unum. Búi Kristjánsson myndskreyt-
ir bókina fallega, og nær hann ís-
lenska raunveruleikanum mjög vel,
t.d. í sögunni ?Í Vælulandi?.
Elín Elísabet Jóhannsdóttir vekur
hér máls á því hvernig hægt er að
nálgast jólaandann á nærtækan og
raunsæjan hátt. Gaman væri ef fram-
hald yrði á þeirri umræðu í kringum
næstu jólahátíðir og ekki verra ef við
fengjum að sjá aftur allar þessar
bráðsniðugu furðuverur sem hér eru
kynntar til leiks.
Hreinsað til 
í hjartanu
BARNABÆKUR
Jólahreingerning englanna
Myndskreytingar: Búi Kristjánsson. 
21 bls. Skálholtsútgáfan 2002
Hildur Loftsdóttir
Elín Elísabet 
Jóhannsdóttir
ELÍN ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 D3
BÆKUR
PP FORLAG
Leiðb.verð 3.490,-
TOLKIEN
ÆVISAGA
MICHAEL WHITE
PP FORLAG
Tolkien - ævisaga. 
Bókin segir frá ævi 
J.R.R.Tolkiens sem er 
höfundur Hringadróttinssögu. 
Í bókinni kemur fram 
að íslendingasögurnar, 
Eddukvæðin og norræn 
goðafræði höfðu mikil áhrif 
á höfundinn við sköpun 
þess framandi heims sem 
við þekkjum svo vel úr 
Hringadróttinssögu. 
Frábær jólagjöf frá PP Forlagi.   
HVERSU mikið sem annríkið
verður kemur ævinlega að því að ein-
staklingurinn nemur staðar og undr-
ast um stund yfir tilveru sinni. Hon-
um tekst í nokkur andartök að stíga
út fyrir sjálfan sig og skoða sig og
aðra í óvæntu ljósi. Í þessari andrá er
ein af nokkrum uppsprettum heim-
spekinnar. Önnur uppspretta felst í
því að rekast á villur í veruleikanum
sem knýja einstaklinga til að leita
sannleikans. Heimspekin á sér a.m.k.
tvær hliðar; hún er lífsskoðun sér-
hvers manns, og hún er vísindagrein.
Skrifuð saga vestrænnar heimspeki
byrjar oftast meðal Forngrikkja
skömmu fyrir daga Sókratesar, og
þannig hefst bók Bryans Magee um
þessa sögu og hann rekur hana til
okkar daga. Magee er fagmaður í því
að miðla flókinni hugsun til almenn-
ing og í raun hefur hann helgað sig
því starfi að nokkru ásamt kennslu
t.d. í Oxford. Flestar bækur hans hafa
orðið metsölubækur, því almenningur
er iðulega þakklátur verkum höfunda
eins og Magee.
Saga heimspekinnar er forvitnileg
bók sem spannar sögu mannsandans
á vesturlöndum, helstu áhrifamanna
eins og Platóns, Ágústínusar, Des-
cartes, Hume, Rousseau, Hegels,
Sartre og Poppers svo örfá nöfn séu
nefnd nánast af handahófi. Textinn er
skýr og skiljanlegur og
mikilvæg meginhug-
mynd bókarinnar er að
skreyta hana myndum,
öfugt við hefðbundnar
heimspekibækur.
Hönnun hennar er
einnig pæld til að halda
athygli lesandans, og
eitt það alskemmtileg-
asta við bókina eru litlir
rammar á hverri síðu
með áhugaverðum
aukaatriðum um eitt og
annað; samtíðarmenn,
einstaka hugmyndir,
helstu verk og jafnvel
ástir heimspekinga. 
Þessir rammar gefa lesandanum
betri mynd af samtíma hvers hugs-
uðar, dæmi um það eru rammar í
kafla um Hegel (bls. 158-164) sem
heita: Ríki Napóleons, Söguheim-
speki, Helstu verk Hegels, Samuel
Hirsch, Rómantíksar bókmenntir í
Þýskalandi, Ríki Napóleons, Prúss-
land, Charles Darwin, Þýsk þjóðern-
ishyggja og Ludwig Feuerbach.
Þannig geta lesendur skemmt sér í
öllum köflum bókarinnar við litla
fróðleiksmola. Til að varpa betur ljósi
á þennan dæmigerða kafla, eru
nokkrar fleygar setningar Hegels
stækkaðar upp í letri, en þær hljóma
svo: ?Brátt læðist að ranghugmyndin
um að vita áður en þú veist?, ?Hið
endanlega á sér ekki sanna tilvist?,
?Öll tilvera mannsins er undir ríkinu
komin?, ?Hið raunverulega er hið
skynsamlega og hið skynsamlega er
hið raunverulega?. Í
kaflanum eru svo bæði
ljósmyndir og málverk,
svarthvítt og í lit. Þann-
ig er hver einasta opna
með eitthvað gott.
Í höfundinum Bryan
Magee birtist tvennt
sem fer iðulega saman
hjá framúrskarandi
góðum rithöfundum.
Hann hefur annars veg-
ar djúpa þekkingu á
efninu og hinsvegar
kann hann listina að
grípa og halda athygli
lesandans. Ég las þessa
bók bara í rólegheitun-
um, en mér leiddist aldrei, það var
alltaf eitthvað sem hélt athyglinni og
mér fannst það þess virði að lesa
hana, og gat notað mola úr henni í
samræðum. Hún er líka góð uppi í
hillu til að grípa endrum og eins í á
síðkvöldum eða til að leyfa gestum að
skoða ef þeim leiðist. Einnig held ég
að hún sé kjörin kennslubók í heim-
speki í framhaldsskólum, svona eiga
kennslubækur að vera: Lifandi og
ríkar af myndum með allskonar
?óþarfa? forvitnilegum upplýsingum.
Væri ég heimspekikennari, myndi ég
tvímælalaust byrja á þessari bók.
Vildi ég kveikja heimspekiáhuga með
heimilisfólki eða vinum mínum myndi
ég láta hana liggja á stofuborðinu. Sá
sem myndi opna hana gæti gleymt
sér.
Heimspeki er
skemmtileg
HEIMSPEKI
Saga heimspekinnar
BRYAN MAGEE
240 bls. Róbert Jack þýddi. Mál og
menning 2002 
Bryan Magee
Gunnar Hersveinn
DIDDA er ekkert blávatn þótt hún
sé bara níu ára, smávaxin og óttaleg
písl sem enginn tekur eftir. Svo er
hún líka með gleraugu og sjálfsálitið
er ekki upp á það allra besta. Þar að
auki fellur hún algerlega í skuggann
af dæmalausum bróður sínum Kára
sem ásamt með vini sínum Pétri skelf-
ir allt hverfið með uppátækjum sín-
um. Pabbi er lögga í Keflavík og
mamma er blaðamaður. Þau vinna
mikið og reyna að standa sig vel í
stöðum sínum þótt brösuglega gangi
stundum. 
Didda er lestrarhestur og því verð-
ur hún mjög hrifin þegar hún fréttir
að eftirlætishöfundurinn hennar,
taugaveiklaður kennari að nafni Fil-
iphus, er fluttur í nágrennið. Didda
reynir að berja þetta goð sitt augum
og klifrar upp á skúrþak með þeim af-
leiðingum að hún hrapar ofan í lýsist-
unnu. Það er eins og við manninn
mælt, ekki aðeins getur Didda kastað
gleraugunum ? hún er orðin skyggn
og sér dauðan kött, Skrambólínu, sem
eftir þetta gerist hennar fylginautur.
Hún hafði áður séð bíl keyra yfir kött-
inn og vissi að hann var dauður en það
gerir ekkert til. 
Strákarnir Kári og Pétur týnast
eða öllu heldur virðast þeir gufa upp í
smásendiferð sem Didda sendir þá í.
Þeir fara inn í tómt, gamalt hús en
koma þaðan ekki aftur
út. Bankaræningjar
koma við sögu, sjoppu-
konan Vanda eða Vonda
eins og þau kalla hana
og svo taugaveiklaði rit-
höfundurinn. Pabbi
lögga er kallaður til að
leysa leyndardóminn
þótt hann sé orðinn
dauðþreyttur á því sem
hann telur ímyndunar-
hjal dóttur sinnar sem
sér allt mögulegt í
svarta myrkri eftir bað-
ið í hákarlalýsinu. Öll
þessi flækja leysist að
lokum og hinir vondu
frá maklega málagjöld
eins og vera ber í góðu
ævintýri. 
Sagan um Diddu er
skemmtileg og skondin
saga þar sem mörk
ímyndunar og raun-
veruleika skipta engu
máli og allt getur gerst.
Sagt er að í janúar 2003
komi á markað kvik-
mynd sem byggist á
sögunni um Diddu og
dauða köttinn. Sagan er
nægilega myndræn til
að geta orðið góð und-
irstaða undir spennandi
ævintýramynd. 
Sprelllifandi stelpa 
og dauður köttur
BARNA- OG UNGLINGABÓK
Didda og dauði kötturinn
KIKKA [KRISTLAUG MARÍA 
SIGURÐARDÓTTIR]
159 bls. ÍsMedia 2002 
Kristlaug María 
Sigurðardóttir
Sigrún Klara Hannesdóttir
ÓLAFUR Guðmundsson, fyrrum
forstjóri Icelandic Freezing Plants
Ltd. í Grimsby, mun
flestum þeim er störfuðu
að íslenskum sjávarút-
vegi, og þó einkum út-
flutningi freðfiskafurða,
á síðara helmingi 20. ald-
ar að góðu kunnur. Hann
starfaði hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna í lið-
lega fjóra áratugi, á Ís-
landi, í Bandaríkjunum
og Evrópu, og tók virkan
þátt í sölustarfi og upp-
byggingu markaða fyrir
íslenskar sjávarafurðir
erlendis. Af því starfi
segir þó næsta lítið í
þessari bók, en væntan-
lega þeim mun meira í þeirri næstu.
Ólafur fellir söguþráðinn við árið
1955, og hafði þá ?aðeins? starfað fyr-
ir Sölumiðstöðina í rúm sjö ár.
Í formála kveðst Ólafur hafa byrjað
að festa endurminningar sínar á blað í
þeim tilgangi að svala forvitni sonar-
sona sinna í Bretlandi og til að svara
spurningum er til hans var beint er
skráning sögu Sölumiðstöðvarinnar
stóð yfir fyrir nokkrum árum. Hann
hefur frásögnina á bernskuminning-
um, gerir rækilega grein fyrir ætt-
mennum sínum og forfeðrum, lýsir
uppvaxtarárum sínum vestur á fjörð-
um, dvöl í Núpsskóla í Dýrafirði og
því næst náms- og starfsárum í
Reykjavík frá því á stríðsárunum og
þar til hann réðst til starfa hjá
Coldwater í Bandaríkjunum árið
1952. Í síðustu köflum
bókarinnar segir svo frá
dvölinni vestan hafs á ár-
unum 1952?1955.
Öll er frásögn Ólafs
fróðleg og vel sögð og
einkar einlæg. Hann
bregður upp lýsandi
myndum af störfum og
mannlífi fólks er hann
kynntist í uppvextinum
og mesta ánægju hafði
ég af því að lesa kaflana
um bernskuár hans í
sveitum og víkum við
Látrabjarg og í Rauða-
sandshreppi. Þar er lýst
veröld sem var og öll er
frásögnin af vinnubrögðum og mann-
lífi, þar á meðal bjargsigi, einkar fróð-
leg.
Allur er frágangur þessarar bókar
til fyrirmyndar og hún er prýdd
mörgum myndum. Hafa sumar þeirra
umtalsvert heimildagildi en aðrar
munu einkum höfða til þeirra er til
þekkja.
Breiðvíkingur 
segir frá
ENDURMINNINGAR
Úr verbúðum í víking vestan hafs
og austan 
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
I. bindi. 199 bls. Vestfirska forlagið,
Hrafnseyri 2002
Ólafur Guðmundsson
Jón Þ. Þór
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12