Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 D 5 BÆKUR GREEN ww w. for va l.is ÉG velti því stundum fyrir mér hvernig á því standi að skáld eitt fátækt og drykkfellt á 19. öld sé í slíkum hávegum haft hjá þessari þjóð að engu öðru er líkt. Kveð- skapur Jónasar Hallgrímssonar er að sönnu mikilfenglegur og framlag hans til endurnýjunar máls mikið. En það er eitthvað annað og meira sem kveikir þennan samhljóm þjóð- ar og skálds. Varla líður ár án þess að út komi um skáldið meiri háttar ritsmíð. Honum er helgaður Dagur íslenskrar tungu og sérstök verð- laun veitt í nafni hans. Hann er ást- mögur þjóðarinnar segja menn, hver sem raunveruleikinn er. Hall- dór Laxness sagði í Alþýðubókinni Jónas vera „skáld íslenskrar vit- undar. Því svo eru kvæði hans órjúfanlega teingd þeim eigindum er marka íslendíngum sérstöðu að þeirra verður ekki notið þess utan“. Víst er að ljóð Jónasar eru meira en orðin tóm. Undirtexti þeirra tengist bæði tíma Jónasar, fornum skáldskap, málfarsbyltingu hans og nýsköpun tungunnar en einnig því að um fáa höfunda hefur eins mikið verið ritað svo að menn eru meðvit- aðri um þennan undirtexta en ella. Það þarf því töluvert hugrekki til að ráðast í það verk að þýða kvæði lista- skáldsins góða yfir á önnur tungumál því að hverju kvæði fylgir svo mikill farangur. Þetta gerir Dick Ringler frá- bærlega, að því er ég fæ best séð, í úrvali enskra þýðinga á ljóð- um og öðrum verkum Jónasar, sem hann nefnir Bard of Iceland. Jónas Hallgrímsson, poet and scientist. Hann tekst á við hið ómögulega og ég minnist þess ekki að hafa séð öllu vandaðra þýðingar- verk í það minnsta hvað hina fræði- legu hlið þeirra snertir. Bók hans er raunar ekki aðeins þýðingar á 68 verkum Jónasar, ljóðum, sögum og fræðiritum, held- ur er hún einnig fræðileg kynning á Jónasi og ritverkum hans. Hann rekur sögu hans, og kynnir lands- hætti hér og í Danmörku og tengir skáldið við strauma og stefnur líð- andi stundar. Dick Ringler þekkir viðfangsefni sitt býsna vel og nálg- ast það fá ýmsum hliðum og af víð- sýni. Það úrval verka sem hér er birt sýnir fremur hugsuðinn Jónas en lífsnautnamanninn og fagurkerann þótt hvorttveggja sé fyrir hendi enda telur þýðandinn hann hafa verið trúfastan höfuðdygðunum, nytsemi, fegurð, sannleika og sið- gæði, en hafi metið sannleikann mest. Leit hans eftir sannleikanum hafi gert honum kleift að skapa stórbrotinn skáldskap en hún hafi einnig leitt hann af vegi hamingjunnar. Þess ber að vísu að geta að þetta þýðing- arverk er í reynd stytting eða saman- tekt annars verks sem óbirt er, Jónas Hall- grímsson, Selected Writings in Poetry and Prose. Í viðbót við það sem hér er birt eru 40 þýðingar auk skýringa og athugunargreina. At- hygli vekur að Ringler þýðir einnig nokkur ljóð og sögur sem Jónas gefur í skyn að séu þýðingar eða byggð á textum manna á borð við Schiller, Heine og H.C. Andersen. Ef til vill má það sýnast óvenjulegt að þýða þýðingar Jónasar en þess ber þó að geta að slíkt dregur upp fyllri mynd af skáldinu enda voru þýðingar Jónasar oft aðeins laus- lega byggðar á frumverkunum og í reynd meiri nýsköpun en þýðing. Hverri þýðingu fylgir ítarleg skýr- ing með ótal athugunargreinum. Í fæstum tilvikum byggjast þær á frumathugunum höfundar en bera vott um þekkingu hans á efninu og í einstaka tilvikum kemur hann með athyglisverðar ábendingar og tilgátur. Ég nefni sem dæmi skemmtilega tilgátu hans og Ás- laugar Sverrisdóttur um rauða skúfinn í Ég bið að heilsa en um þetta hafa þau áður birt ritgerð. Þau höfðu komist að því að á þess- um tíma voru skotthúfur íslenskra kvenna almennt með grænum skúf og í reynd sé rauði skúfurinn bylt- ingartákn í anda „bonnet rouge“ sem tengdist Júlíbyltingunni í Frakklandi. Í reynd væri stúlkan í kvæðinu því eins konar fjallkonu- tákn og kvæðið því herhvöt. Auk þess er í bókinni ítarleg um- fjöllun um íslenska bragarhætti og aðra þá hætti er Jónas notar. Almennt sýnist mér Ringler trúr frumtextanum í þýðingum sínum. Kvæðið Ísland þykir mér t.d. tign- arlega þýtt: Iceland, fros-silvered isle! Our beautiful, bountiful mother! Where are your fortune and fame, freedom and happiness no? All things on earth are transient: the days of your greatness and glory flicker like flame in the night, far in the depths of the past. En hafa ber í huga að sumt í kvæðum Jónasar er nánast óþýð- anlegt yfir á enska tungu. Nýyrði Jónasar, t.d. í Gunnarshólma, birki- þrestir eða klógulir ernir verða ekki þýdd enda þótt þau opni augu okkar fyrir stílfimi Jónasar. „Gold- en-clawed“ kemur aldrei í stað hringlíkingarinnar í klógulir þar sem Jónas sækir myndliðinn í reynd í kenniliðinn. Lit arnarins er líkt við litinn á kló hans. En það væri í hæsta máta ósanngjörn krafa til þýðanda að geta skilað slíku eða kenningarfarganinu í Fjallinu Skjaldbreiði til skila. Ringler velur fremur þá leið að koma merkingunni til skila og anda kvæðisins. Hann er afar nákvæmur varðandi það að nota íslenskar bragreglur í þýðingum sínum og að minnsta kosti á einum stað finnst mér hann gera það ofurlítið á kostnað merkingarinnar. „Enginn grætur Íslending / einan sér og dá- inn … Í þessu kvæði er látlaus, til- vistarleg yfirlýsing Íslendings í út- legð erlendis og túlkar umfram allt erlendi hans eða framandleika. Eðlilegt virðist að þýða þetta: No one mourns an Icelander o.s.frv. En stuðlanna vegna kýs Ringler að þýða þetta í senn með upphrópun og og spurningu: „Ah, who mourns an Icelander, / all alone and dy- ing?“ Þýðingin í heild er býsna góð en maður spyr sig ósjálfrátt hvort Jónas hefði ekki þarna fórnað full- kominni stuðlasetningu fyrir hinn merkingarlega kjarna. En þetta er vitaskuld álitamál og varpar fremur ljósi á vandann við þýðinguna en að taka beri þetta sem gagnrýni á hana. Hér er á ferðinni stórvirki sem fagna ber og opnar vafalaust dyr enskumælandi manna, ekki síst fræðimanna og námsmanna, að Jónasi. Bókin er í senn safn glæsi- legra þýðinga og vandað fræðirit. Hafi Dick Ringler þökk fyrir frá- bært framlag til að útbreiða ís- lenska menningu. Listaskáldskapur í enskri þýðingu LJÓÐ Bard of Iceland, Jónas Hall- grímsson, poet and scientist DICK RINGLER 474 bls.The University of Wisconsin Press. 2002. Skafti Þ. Halldórsson Dick Ringler ÍSLENDINGAR eru meðal mestu fiskveiðiþjóða heims og státa gjarnan af góðum árangri í veiðum vinnslu og sölu sjávarafurða. Öllum er ljóst að sjávarútvegurinn hefur verið mikil- vægasta atvinnugrein þjóðarinnar frá því á öndverðri síðustu öld og er enn. En hvað vitum við um fyrri tíma? Íslendingar hafa sundað sjóinn frá því landnám hófst, en líklega hafa paparnir verið fyrstu fiskimenn Ís- lands. Sagnfræðingurinn Jón Þ. Þór hef- ur hafið ritun sögu sjávarútvegs á Ís- landi, Sjósókn og sjávarfang, og er fyrsta bindi hennar komið út. Það fjallar um árabáta- og skútuöld, það er tímabilið allt frá landnámi og fram til aldamótanna 1900. Bókinni skiptir höfundur upp í kafla eftir tímabilum. Í inngangi fjallar hann fyrst um við- fangsefnið og rekur síðan í örstuttu yfirliti sögu sjávarútvegs við norðan- vert Norður-Atlantshaf og fjallar um fyrri rannsóknir. Hann skiptir síðan sögunni upp í sjávarútveg á land- náms- og þjóðveldisöld, fiskveiðaöld, harðindi og einokun og loks skútuöld. Þannig rekur hann sig í gegnum sög- una, fjallar um veiðar og vinnslu, þjóðsfélagsleg áhrif, áhrif útlend- inga, markaði og svo framvegis. Tek- ið er á öllum þáttum og sjávarútveg- urinn settur í gott samhengi við þjóðlífið. Fyrst í stað voru fiskveiðar aðeins stundaðar til að sækja sér soðningu, enda fólk fátt í landinu og búsmali gekk vel fram og skilaði miklum af- urðum. Fiskneyzla var engu að síður mikil. Á 13. og einkum 14. öld fer þetta að breytast vegna hnignandi búskapar af völdum kólnandi veður- fars. Búseta jókst við sjávarsíðuna og hlutur sjávarútvegsins í brauðstrit- inu jókst. Þá hófst einnig útflutning- ur sjávarafurða, harðfiskur og lýsi urðu eftirsóttar útflutningsvörur og voru það allt þar til saltfiskurinn leysti skreiðina af hólmi í kringum aldamótin 1800. Á fiskveiðiöldinni byrja þorp að myndast í kringum fjölmennustu verstöðvarnar og kirkj- an fer í hina ábatasömu útgerð. „Ýmis rök mætti færa fyrir því, að á fisk- veiðaöld hafi Íslendingar búið við betri kjör en löngum fyrr og síðar. Það var ekki síst að þakka góðu gengi sjáv- arútvegsins og hagstæð- um mörkuðum fyrir ís- lenskan fisk í öðrum löndum. Sýnir það betur en flest annað mikilvægi sjávarút- vegsins fyrir hag þjóðarinnar á þess- um tíma,“ segir höfundur meðal ann- ars í niðurlagsorðum bókarinnar. Að lokinn fiskveiðaöldinni tekur svo við langt hnignunarskeið, sem lýkur ekki fyrr en um miðja 19. öld- ina. Ástæður þess eru margar að mati höfundar og nefnir hann póli- tískar og menningarlegar breytingar í Evrópu í kjölfar siðaskiptanna og vaxandi framboð á fiski frá Ný- fundnalandi og síðar Nýja-Englandi. Verð á fiski lækkaði því, harðindi settu strik í reikninginn og danska einokunin reyndist landsmönnum þung í skauti. Það var ekki fyrr en undir lok 18. aldar að birti til með skútuöldinni, en engu að síður var ró- ið til fiskjar á árabátum eins og áður fram á síðustu öld. Saga Jóns Þ. Þór er afar vel unnin og skipuleg. Saga sjávarútvegsins er sett í eðlilegt samhengi við þjóðlífið og það sem er að gerast í kringum okkur hverju sinni. Lesandinn er svo óendanlega miklu nær eftir lesturinn, ekki bara um fiskveiðar, heldur þjóð- félagið sjálft og mikilvægi sjávarút- vegsins fyrir þjóðina. Hann fræðist um sögu sjávarútvegs annarra landa við norðanvert Atlantshafið og er að lestri loknum með góða yfirsýn yfir gang mála. Það er hreinlega eins og ný Íslandssaga hafi verið skrifuð, saga sem ekki er séð með augum bændasamfélagsins eins og sú saga sem undirritaður lærði á sínum tíma. Hann minnist þess varla að þar hafi fiskveiðar verið nefnd- ar, nema sem algjör aukabúgrein bænda, sem sendu leiguliða sína til sjós. Það er athyglivert að fræðast um það að ákvæði voru í Grágás- arlögum um sjávar- nytjar, en reyndar er þar mun meira fjallað um reka en veiðar í sjó. Ákvæði Grágásar um veiðirétt voru ein- föld og skýr. „Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlög að ósekju ef vilja. Þar eru netlög utast í sæ er selnet stend- ur grunn, tuttugu möskva djúpt, af landi eða af skeri og komi flár upp úr sjónum að fjöru þá er þinur stendur grunn. En fyrir það utan á hve maður að veiða að ósekju ef vill.“ Það væri gott ef þetta væri svona einfalt nú. Útræði var bundið þeim jörðum sem lágu að sjónum og þurftu ver- menn oft að greiða vertolla svo auð- lindagjaldið er kannski ekki alveg nýtt af nálinni. „Fræg eru ummæli Landnáma- bókar um landnám Þuríðar sunda- fyllis og Völu-Steins sonar hennar í Bolungarvík, en þar segir að Þuríður hafi „sett“ Kvíarmið í Ísafjarðardjúpi og tekið til þess „á kollótta af hverj- um bónda í Ísafirði“. Með Ísafirði er átt við Ísafjarðardjúp, en hvers vegna urðu bændur í Djúpinu að gjalda Þuríði „kollótta“ á fyrir að setja „miðið“ og hversu oft inntu þeir þetta gjald af hendi?“ Það er hægt að taka óteljandi dæmi af svipuðum toga úr sögunni, en verður ekki gert hér. Óhætt er að hvetja áhugamenn um sagnfræði og sjávarútveg til að lesa sögu Jóns Þ. Þór. Sagan er einstakt innlegg í at- vinnusögu þjóðarinnar og gefur les- andanum nýja innsýn í Íslandssög- una. Bókina prýða fjölmargar myndir, teikningar og kort, sem auka skilning lesandans á efninu til muna. Ný sýn á söguna Jón Þ. Þór SAGNFRÆÐI Saga sjávarútvegs á Íslandi I. bindi Árabáta- og skútuöld JÓN Þ. ÞÓR 243 BLS. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2002. Hjörtur Gíslason Í ÞESSARI bók er sagt frá Rómúlíu, sögu Rómúla og róm- úlskra bókmennta. Árið 42 fyrir Krist eiga lýðveldis- sinnar á sunnan- verðri Ítalíu að hafa verið búnir að fá sig fullsadda af stjórnar- farinu og siglt burtu út á hið mikla Atl- antshaf. Þar taka þeir land á eyju sem á að vera nálægt nýja heiminum og nefna hana Rómúlíu í höfuðið á öðrum bræðranna sem stofnaði Rómaborg í árdaga. Sögð er menning- arsaga Rómúla. Að- eins um öld er síðan þeir tóku að rita sögur sínar og er úrval þeirra í þessari bók. Sög- urnar eru gegnsýrðar dyggðum og löstum, ást og hatri. Stíllinn er margbreytilegur og fágaður í samræmi við efni sem teljast skal klassískt. Frásagnar- hátturinn minnir á forngrískan stíl, sérstaklega flaug þessum let- urbera í hug Ílíonskviða með öllum sínum hástemmdu einkunnum. Sagnasafnið þynnist töluvert eftir því sem á líður. Erfitt er að koma auga á hvernig Sherlock Holmes, dr. Watson og Andrés önd tengjast menningu Rómúlíu. Sumt af þessum sögum er eiaðsíð- ur meinfyndið, t.d. Höfuð Jayne Mansfield. Sögurnar verða sund- urlausari eftir því sem aftar dreg- ur í verkinu. Það er kannski í sam- ræmi við tálmyndina um Rómúlíu sem smátt og smátt leysist upp þar til að í sögunni Vofur í vél er eftirfarandi sagt berum orðum: „Rómúlía er ekki til, hefur aldrei verið til, verður aldrei til.“ Hvað sem líður tilvist Rómúlíu er hitt ljóst að umrædd bók er til eins og Njála, Brekkukotsannáll og aðrar sögur. Samt er mikill munur á. Sundurlaust sagnasafnið felur tæpast í sér nógu sterka heildarskírskotun til þess að líma saman þessi bók- menntabrot í eitt verk. Hér skortir tilfinnan- lega einhvers konar grunnhugmynd sem finna má í flestum öðr- um skáldverkum. Eða kann það að vera að þessi fyrnda skopstæl- ing sé fyrst og fremst skrifuð fyrir fagurkera klassíkur? Endanlega tekur steininn úr þegar rituð er framtíðarsaga HM í knattspyrnu árið 2006. Þar eru á sex blaðsíð- um birt hrá úrslit leikja í öllum riðlum. Þá var þessi lesandi hættur að kenna botns. Sundurlaus fyndni SÝNISBÓK Rómúlía hin eilífa STEFÁN SNÆVARR 224 bls. Ormstunga 2002. Ingi Bogi Bogason Stefán Snævarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.