Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6DMIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
AÐALSTEINN Ásberg er einn af
allt of fáum höfundum sem gefa sig
af alvöru í að semja barnabækur. Við
lestur bóka hans er
ljóst að hann vandar sig
við skriftirnar en því
miður telja margir að
þess þurfi ekki og þeir
hinir sömu líta þá vænt-
anlega á börn sem ann-
ars flokks lesendur eða
lifa í þeim misskilningi
að börn geri ekki sömu
kröfur og fullorðnir
þegar kemur að bók-
menntum. 
Ljósin í Dimmuborg
er sjálfstætt framhald
af bókinni Brúin yfir
Dimmu og segir frá
vöðlungunum Míríu,
Kraka og Póa. Þau búa í
Mángalíu sem áin
Dimma skilur að frá mannheimum.
Þetta eru klárir og hugrakkir smá-
vöðlungar sem láta fleira skipta sig
máli en eigið skinn og þau lenda í
ýmsum þrekraunum eins og vera ber
í ævintýrum. 
Aðalsteini Ásberg ferst vel úr
hendi að skapa framandi veröld vöðl-
unga þar sem ekki aðeins nöfnin eru
öðruvísi en við eigum að venjast sem
búum í mannheimum. Í Mángalí eru
ekki heldur þeir hlutir til staðar sem
okkur þykja sjálfsagðir eins og sjálf-
rennandi vatn á heimilum, bílar eða
símar. Börn hafa ævinlega heillast af
bókum sem opna gátt inn í framandi
heima þar sem ókunn lögmál gilda
og sígild dæmi þar um eru bækur
eins og Lísa í Undralandi, Hobbitinn
og Bróðir minn Ljónshjarta. Bæk-
urnar um Harry Potter eru að sjálf-
sögðu nýjasta fyrirbærið af þess
konar bókum sem minnt hafa ræki-
lega á þörf barna fyrir ævintýri og
margir höfundar hafa blessunarlega
tekið vel við sér. Hvort sem hug-
mynd Aðalsteins Ásbergs um 
Mángálíu er sprottin út frá ofurvin-
sældum Pottersins eður ei, þá er
ljóst að hann hefur þrælhugsað ver-
öld vöðlunga út í smæstu atriði og
inn á bókarkápu er kort sem sýnir
svæðið þar sem sagan gerist og öll
kennileiti vel merkt svo lesandinn
geti enn frekar áttað sig á staðhátt-
um og samhengi þegar t.d. Útnes
eða Stöpull undir Brúarsporði ber á
góma. Auk þess sem ævintýrið sjálft
í þessari bók er bráð-
skemmtilegt þá gerir
tungutakið hana enn
kræsilegri. Vöðlungar
kalla hlutina ekki þeim
nöfnum sem við erum
vön af því að þeir eru
dálítið forneskjulegir
enda komnir skemur á
veg í tækniframförum
en við í mannheimum.
Þetta gefur ungum les-
endum færi á að kynn-
ast heitum sem sum
hver eru að hverfa úr
daglegu tali sem og að
sjá hlutina í nýju sam-
hengi þegar forsend-
urnar eru aðrar. Auk
þess hefur Aðalsteinn
Ásberg hugrekki til að flétta texta í
bundnu máli inn í söguna sem ýmist
þjónar tilgangi sem vegvísir í gátu-
formi, huggun eða bara falleg saga.
Og heimspekilegar pælingar eru
ekki langt undan og margt ætti að
vekja lesendur til umhugsunar um
grundvallaratriði lífsins eins og sól-
arljós og vatn. Samstaða og heilindi
fleyta þríeykinu Míríu, Kraka og Póa
yfir hindranir og drifkrafturinn er sú
staðreynd að velferð heildarinnar
skiptir þau máli. Þau eru smávöðl-
ungar sem bjarga Mángalíu frá glöt-
un.
Ljósin í Dimmuborg er fagurt og
skemmtilegt ævintýri sem býr yfir
öllu því sem börn vilja kynnast af
bókum: Framandleika, spennu og
sögupersónum með hjartað á réttum
stað. Full ástæða er til að hrósa Að-
alsteini Ásbergi fyrir vandaða bók og
virðingu fyrir yngri lesendum. Gam-
an væri að fá meira að heyra af vöðl-
ungum í framtíðinni.
Vaskir vöðlungar
BARNASAGA 
Ljósin í Dimmuborg
AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON
208 bls.Halldór Baldursson mynd-
skreytti. Mál og menning 2002 
Kristín Heiða Kristinsdóttir
Aðalsteinn Ásberg 
Sigurðsson
SIGRÍÐUR Dúna Kristmunds-
dóttir hlaut í fyrra Íslensku bók-
menntaverðlaunin, í flokki fræðirita,
fyrir bókina Björg. Ævisaga Bjargar
C. Þorláksson, sem var á sínum tíma
menntaðasta kona á Íslandi og fyrsti
íslenski kvendoktorinn. Sigríði Dúnu
verður seint fullþakkað það verk að
draga þessa merku konu aftur fram í
dagsljósið, því þrátt fyrir frum-
kvöðlastöðu Bjargar og fræðistörf
var nafn hennar horfið óverðskuldað
í hyldýpi gleymskunnar. Sú bók sem
hér er til umfjöllunar er nokkurs
konar framhald á ævisögunni og hef-
ur að geyma annars vegar sýnishorn
af verkum Bjargar og hins vegar
fræðigreinar eftir sex konur og einn
karl, sem allar lúta á einn eða annan
hátt að höfundarverki Bjargar.
Í formála að bókinni fjallar Sigríð-
ur Dúna almennt um fræðasvið
Bjargar og skilgreinir hana sem
?fjölfræðing? þar sem viðfangsefni
hennar snerta nokkur aðskilin
fræðasvið. Eftir Björgu liggja til
dæmis verk á sviði heimspeki, sál-
arfræði og lífeðlisfræði og þess sem í
dag félli líklega helst undir þjóð-
félagsfræði og næringarfræði. Að
auki fékkst Björg við að þýða bók-
menntaverk og samdi bæði ljóð og
leikrit. Þess utan vann hún árum
saman að orðabókarsmíð, ásamt eig-
inmanni sínum, eins og kunnugt er.
Sigríður Dúna bendir á að sá að-
skilnaður vísindagreina sem nú tíðk-
ast sé tiltölulega nýlegt fyrirbæri en
á námsárum Bjargar og ?fram undir
miðja tuttugustu öld tíðkaðist að
menn öfluðu fanga í verk sín án þess
að vera sérlega uppteknir af mörk-
um fræðigreina. Fræðimennska
Bjargar er af þessum toga.? (8)
Vegna fjölbreytileika viðfangsefna
Bjargar C. Þorláksson er farin sú
leið í þessari bók að fá fræðimenn á
ólíkum sviðum til þess að skrifa um
fræði hennar og ritstörf. Helga
Kress skrifar um bókmenntaþýðing-
ar Bjargar og skáld-
skap; Sigríður Þor-
geirsdóttir skrifar um
heimspekina í verkum
hennar; Annadís
Gréta Rúdolfsdóttir
fjallar um sálfræði
Bjargar; Bryndís
Birnir fjallar um þátt
lífeðlisfræðinnar;
Inga Þórsdóttir skrif-
ar um næringarfræði
Bjargar og Steindór
J. Erlingsson gerir
grein fyrir sögulegum
bakgrunni lífþróunar-
hugmynda hennar.
Sjálf fjallar Sigríður
Dúna um skrif Bjargar um kven-
frelsismál og önnur þjóðfélagsmál.
Allir leitast fræðimennirnir við að
setja verk Bjargar í samhengi við
nútímavísindi og fræði, og áhersla er
lögð á að sýna fram á hversu fram-
sækin, nútímaleg og metnaðarfull
Björg var í allri hugsun og framsetn-
ingu og óhætt að fullyrða að hún hafi
verið langt á undan samtíma sínum í
hugsunarhætti hvað flest málefni
varðar. 
Fræðigreinarnar um verk Bjargar
eru hver um sig skrifaðar á aðgengi-
legu máli og varpa skýru ljósi á við-
fangsefni Bjargar, auk þess sem þær
spanna vítt svið vísinda og fræða og
gefa lesanda góða yfirsýn yfir sögu-
lega og hugmyndalega þróun innan
hinna ólíku sviða. Og þar sem um er
að ræða úttekt á fræðastarfi fyrsta
íslenska kvendoktorsins er óhætt að
skilgreina þessi skrif sem merkan
áfanga í íslenskri kvennasögu, og
það er ekki síst þar sem gildi þess-
arar bókar liggur.
En einna mestur fengur hlýtur þó
að teljast að í bókinni er birt sýn-
ishorn af skrifum Bjargar sjálfrar á
hinum ólíku sviðum viðfangsefna
hennar. Og það kemur kannski ekki
einna síst á óvart hversu aðgengileg-
ir textar Bjargar eru. Þannig eru til
dæmis skrif hennar sem tengjast
baráttu fyrir bættri aðstöðu kvenna
og barna eftirtektarverðir fyrir
margra hluta sakir. Björg skrifar um
kjör einstæðra mæðra og ábyrgð
hinna fjarverandi feðra, hún svarar
grein um um ?eðli og hlutverk
kvenna? með beittu háði
og traustum tilvísunum
til vísindarannsókna;
hún ræðir mikilvægi
góðrar næringar; og hún
spáir í hugmyndir um
aðskilnað efnis og anda
og hafnar af einurð vest-
rænni tvíhyggju, líkt og
fræðimenn á hinum
ýmsu sviðum áttu eftir
að gera síðar.
Í bókinni er birt í
fyrsta sinn síðasta meg-
inverk Bjargar, Lífþró-
un II, sem er ritverk í
tíu köflum þar sem
fjallað er um jafnt sál-
ræna þætti sem og líkamlega: melt-
ingarkerfið, hreyfikerfið, frjókerfið,
skynkerfið og vitkerfi, eðlishvatir og
skynfæri. Sigríður Þorgeirsdóttir
heimspekingar segir þessi skrif
Bjargar vera ?sérstæð[a] og metn-
aðarfull[a] tilraun til að leita svara
við spurningum um lögmál þróunar
lífvera?. (159) Frá sjónarhóli nútíma-
lesanda er nálgun Bjargar þverfag-
leg, hún ?leitar fanga í mörgum og
ólíkum fræðigreinum, einkum lífeðl-
isfræði, lífþróunarfræði, sálfræði og
heimspeki? (159). Sigríður bendir á
hversu sjálfstæður fræðimaður
Björg sé, hún þrói ?sína eigin kenn-
ingu til höfuðs frumspekilegum lög-
málum lífheimspekinnar? (159).
Þessi bók er bæði athyglisverð og
nauðsynleg viðbót við ævisögu Sig-
ríðar Dúnu, hún eykur skilning á
þessum spennandi frumkvöðli í
heimi íslenskra vísinda og fræða og
fyllir upp í þá ágætu mynd sem ævi-
sagan geymir. Þeir sem lásu Ævi-
sögu Bjargar C. Þorláksson sér til
ánægju verða ekki fyrir vonbrigðum
með þessa bók. Og ég vil ítreka gildi
hennar fyrir íslenska kvennasögu;
bókin hlýtur að marka tímamót í ís-
lenskum kvennarannsóknum, fyrst
og fremst vegna viðfangsefnis síns
en einnig vegna þess að í henni má
lesa margar vandaðar greinar eftir
fræðimenn á hinum ýmsu sviðum úr
hópi kvenna sem eru, hver á sinn
hátt, arftakar Bjargar C. Þorláks-
son.
Merk fræðikona kynnt
FRÆÐIRIT
Björg. Verk Bjargar C. 
Þorláksson
RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR DÚNA 
KRISTMUNDSDÓTTIR
343 bls. JPV-útgáfa 2002
Soffía Auður Birgisdóttir
Björg C. Þorláksson
Náttúran er sögu-
svið kveðskapar Há-
kons Aðalsteinssonar;
mannleg náttúra og
náttúra öræfanna. Sag-
an mótast af öflunum í
náttúrunni og mætti
mannanna; þeirri
ábyrgð og þeim
breyskleika sem hon-
um fylgir. Undirtónn
bókarinnar er sá að
vekja þjóðina til með-
vitundar um þá ?inn-
rás? manna í náttúr-
una, sem er yfirvofandi,
eins og segir í ?Kon-
ungsdrápu?: 
Jörð munu nísta
járndrekar,
mengun spúandi
og mekki svörtum.
Heiðin víðfeðma
á hol rifin,
fjallkonan glæst
færð í tötra.
Í öðrum kvæðum sem ljóslega eru
ort við ýmis tilefni, er léttleikinn í fyr-
irrúmi. Á stundum eru það liprar
náttúrustemmningar, og stundum
gamankvæði, þá jafnvel í revíustíl.
Hér er gripið inn í kvæðið ?Sauða-
þjófnaður í Jökuldalsheiði?:
Bændur dreymir um fjallafriðinn,
feitar rollur með þaninn kviðinn, 
falleg lömb til að leggja inn
og laga kaupfélagsreikninginn.
ÞAÐ þarf enginn að efast um
skáldgáfu Hákons Aðalsteinssonar. Í
Imbru heldur hann sig við hefðbund-
in bragform og tekst að búa svo um
hnútana, að formið þrengi aldrei að
efniviðnum. Eins og Hákons er vísa,
er þetta léttur og leikandi kveðskap-
ur, sem ætti að höfða til flestra. 
Imbra er samsett af ljóðum og
kvæðum frá ýmsum tímum, og eru
mörg kvæðanna ort við sérstök tæki-
færi, s.s. þorrablót og árshátíðir, og
þá gjarnan undir lagi. Yrkisefnin eru
því mörg staðbundin og jafnvel tengd
tilefnum sem flestum eru ókunn. Í
þeim tilvikum lætur höfundur skýr-
ingar fylgja kveðskapnum. Stundum
er Hákoni líka mikið niðri fyrir, og
fléttast saman kerskni og alvara í
þeim ljóðum, sem valin eru í bókina. 
Þar sem kvæðin eru samtíningur,
sem aldrei var ætlað að koma út á
bók, að því er höfundur tekur fram í
formála, skapast sú hætta að Imbra
verði sundurlaus. Undirrituðum hef-
ur hins vegar aldrei þótt það ljóður á
vísnabókum. Þvert á móti að fjöl-
hæfni höfunda fái að njóta sín þegar
blandað er saman ólíkum bragarhátt-
um og ólíkum tilefnum, og marg-
breytileikinn verði fyrir vikið for-
vitnilegur fyrir lesandann. 
Þá brosir hreppstjórinn og
Nonni Hallgrímsson,
Bensi í Hofteigi og Eiki
Skjaldarson,
Villi Skjöldólfur og Mannsi
Jakobsson,
Alli í Klausturseli og Sigurjón.
Það er miður að ekki
komi fram í bókinni,
hvaða kvæði eru ort und-
ir lagi og hvaða lög það
eru, sem um ræðir. Hér
er ort undir sænsku lagi,
sem Sigurður Þórarins-
son samdi við lagatext-
ann ?Sigga Geira?, en
hljómsveit Ingimars Ey-
dal gaf það út árið 1975. 
Loks fá lausavísur að fylgja með,
sem er ánægjuefni, því Hákon er einn
fremstu hagyrðinga landsins. Til
marks um það er limran ?Koss?, sem
ort var þegar landbúnaðarráðherra
ákvað að flytja inn norska fósturvísa: 
Hann kæfði allt kjökur og stress
kynnti svo glaður og hress
alnorskar kýr
þar sem arðurinn býr,
svo kyssti hann Búkollu bless.
Bókin Imbra er létt og skemmtileg
lesning, þar sem höfundurinn sýnir á
sér margar hliðar. Hann sækir yrk-
isefni sín í umhverfi sitt, líf manna og
dýra, og í náttúruna, því hann er mik-
ill náttúruunnandi, og hefur þar frá
mörgu að segja. 
LJÓÐ
Imbra
HÁKON AÐALSTEINSSON
96 bls. Hörpuútgáfan 2002
Pétur Blöndal
Hákon Aðalsteinsson
Af mannlegri náttúru 
og náttúru öræfanna
Börn
Kóngulær ? Skoð-
um náttúruna er
eftir Barböru Tayl-
or í þýðingu Örn-
ólfs Thorlacius.
Bókin er sögð
við hæfi 8?12 ára
barna. Hér er sagt
frá kóngulóm,
sem sitja fyrir
bráð sinni og hremma líkt og kettir,
hvers vegna kóngulær festast ekki í
eigin vef og hvað gerir eitur sumra
kóngulóa banvænt. Lesandinn kynn-
ist skringilegu atferli sumra kóngulóa
í makaleit og ótrúlegu felugervi þeirra.
Rammagreinar fjalla um helgisögur
og þjóðsagnir af kóngulóm frá ýmsum
stöðum og tímum og í innskots-
greinum kemur fram fróðleikur sem
fáir kannst við og er í senn fyndinn og
fróðlegur.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 
64 bls. Verð: 3.380 kr.
Halli og Lísa ? Með
vor í hjarta er eftir
Braga Björgvinsson.
Halli og Lísa eru
systkin, 10 og 12
ára, sem eiga heima
í sveit í upphafi vél-
aldar. Þau lenda í
ýmsum ævintýrum
og svaðilförum, kynnast bæði
plöntum og dýrum af eigin raun og
komast jafnvel í kast við huldufólk. 
?Þetta er falleg saga með hrífandi
lýsingum á mannlífi í eðlilegum
tengslum við náttúruna og allt um-
hverfið. Hún segir frá fólki með vor í
hjarta,? segir í fréttatilkynningu.
Höfundur gefur út. Bókin er 128
bls. Myndir: Katrín Ósk Sigurbjörns-
dóttir. Verð: 2.280 kr.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12