Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 D7
BÆKUR
ÞÁTTASKIL urðu með hernám-
inu 1940. Gamla Ísland sökk í djúpið.
Nýtt Ísland reis úr sæ. Judy Garland
söng sig inn í hjörtu Íslendinga sem
annarra með laginu Over the Rain-
bow. Drengnum í sögu þessari er
kennt að komist hann undir regn-
bogann fái hann óskir sínar uppfyllt-
ar. Marteinn heitir hann og er jafn-
framt söguþulur, sonur fram-
haldsskólakennara í Reykjavík og
konu úr sjávarþorpi, ekki fjarri höf-
uðstaðnum. Drangavík heitir þorpið.
Sagan hefst í endurminningastíl eins
og um ævisögu væri að ræða. Jöfn-
um höndum koma fyrir orðasam-
bönd eins og »ég minnist« og »ég
man ekki«. Líka bregður þarna fyrir
persónum sem minna á karla þá sem
áberandi voru í bæjarlífinu kringum
1940. Hvergi skal þó efast um að hér
sé á ferðinni skáldsaga. Söguþráð-
urinn bendir og til þess.
Þetta er sem sé þroskasaga ungs
manns á viðsjárverðum tímum. Við
upphaf sögunnar er hann á barns-
aldri. Sjónhringur hans takmarkast
af því. Sem slíkur sér hann og heyrir.
Og dregur sínar barnslegu ályktanir
af orðum og framferði fullorðinna en
tekur sem sjálfgefnu hverju því sem
að höndum ber eins og börnum er
títt. Aldarandinn er stórpólitískur.
Íþróttakennarinn er agamaður,
ákveðinn og strangur. Og sagður
hallur undir Hitler. Hann kannar
hverjir geti heitið ljós-
hærðir og bláeygir í
bekknum. Allir geta
fallið undir aðra hvora
eða hvora tveggja skil-
greininguna ? nema
söguþulur. Þar með er
hann orðinn einn og
sér.
Skólastjóri gagn-
fræðaskólans, sem kall-
ast getur heimilisvinur,
er þar á móti »sveita-
prestur sem hafði verið
dubbaður upp í skóla-
stjóra vegna heppi-
legra stjórnmálaskoð-
ana«. Heimilislífið
einkennist í fyrstunni af glaðværð og
gestakomum. Móðirin er hljóðlát og
gætin en tekur þó nærri sér geð-
sveiflur bónda síns. En þær ágerast
stöðugt þar til hann er lagður inn á
sjúkrahús. Þaðan á hann ekki aftur-
kvæmt. Drengurinn er sendur til
frændfólks á Hrauni við Drangavík.
Þar dvelst hann sumarlangt í góðu
yfirlæti. Og raunar lengur því skóla-
hald hefst ekki fyrr en liðið er á
haust. Bretarnir, sem tekið höfðu
skólahúsið til sinna nota, rýmdu það
ekki fyrr.
Tíminn líður. Bandaríkjamenn
taka við af Bretum. Pilturinn stálp-
ast, gengur í gagnfræðaskóla, síðan í
menntaskóla, lærir að dansa, prófar
að reykja og drekka en verður hvor-
ugu háður. Hann innritast í verk-
fræði, æskuástin þróast upp í alvöru-
ást sem reynist þó endaslepp. Hann
er staðfastur sonur móður sinnar og
tekur enga áhættu því hún á engan
að nema hann. Verkfræðinámi yrði
að ljúka erlendis.
Þeirra hluta vegna
skiptir hann yfir í lög-
fræði til að hann geti
verið móður sinni til
halds og trausts. Hann
verður lögfræðingur
og fær vinnu á skatt-
stofunni.
Þótt annálsverðir
viðburðir marki tíma-
mót í sögunni hafa þeir
aðeins óbein áhrif á líf
drengsins og fjöl-
skyldu hans. Tilfinn-
ingalíf hans ræðst af
nærtækari atburðum.
Heimkynni hans er
fjölskyldan, skyldfólkið, félagarnir,
skólinn. Stríðið er aðeins í fréttun-
um. Og hernámið kemur honum
sáralítið við. Nema hvað systir hans
giftist amerískum hermanni, flyst
með honum vestur um haf og er þar
með út úr myndinni. Honum skilar
áfallalaust gegnum unglingsárin.
Hann er hlýðinn og samviskusamur
og metur meira að gleðja móður sína
en laga sig að hópi jafnaldra og fé-
laga. En þægðin, sem kemur honum
svo vel á unglingsaldri, verður hon-
um fjötur um fót þegar út í lífið kem-
ur. Hann hikar, grípur ekki tækifær-
in ? eða beinlínis ýtir þeim frá sér ?
og einangrast meir og meir. Faðirinn
er honum endanlega horfinn. En
skugginn af sjúkleika hans verður
ekki umflúinn. Sonurinn óttast að
hið sama hendi sig. Þess vegna hætt-
ir hann ekki á að bindast æskuást-
inni og verða faðir. Á sama veg
skortir hann metnað til að koma sér
áfram í krafti menntunar sinnar. Og
samband hans við skólafélagana
gömlu reynist ekki varanlegt.
Stíllinn er alþýðlegur og mestan-
part tilgerðarlaus en ekki sérlega
blæbrigðaríkur eða kraftmikill. Per-
sónugervingar, sem margur lítur á
sem textaskraut, koma fyrir víðar en
góðu hófi gegnir. Til dæmis er sagt
að hausthúmið »teygði loppurnar inn
um gluggana«, vestanvindarnir gátu
verið »marglyndir«, eina stundina
sýndist sem himinninn væri »að
þrotum kominn«, ljósið leitar inn í
»vetrarþreytt híbýlin«, íbúðarhús er
»slegið brúnum kaunum« og fólk
gengur fram með »syfjulegum húsa-
röðum«.
Undir lokin tekur sagan nýja
stefnu, bæði að stíl og efni. Móðir
Marteins andast. Jarðarför fer fram.
Eftir það er Marteinn einn í heim-
inum.
Lýsingin á útförinni og hverju
einu sem henni tengist minnir á
sams konar frásögn í upphafi sög-
unnar L?Étranger eftir Albert Cam-
us. Ekki þarf þó að vera um nein rit-
tengsl að ræða. Allt um það rís
frásögnin hæst í lokaköflunum.
Þetta er vandvirknislega rituð
saga, saklaus og notaleg, ekki mikil á
dýptina en þeim mun trúverðugri í
einfaldleik sínum. Og festist líklega í
minni þeim sem les hana vel, rétt
eins og Over the Rainbow og önnur
dægurlög frá gömlu góðu dögunum.
Þau munu seint gleymast þeim sem
þá voru ungir og horfðu með glýju í
augum fram á rósrauða lífsleiðina
sem jafnoft reyndist bæði krókótt og
þyrnum stráð.
Sonur og móðir
SKÁLDSAGA
Handan við regnbogann
144 bls. Útg. Ormstunga. Reykjavík,
2002
STEFÁN SIGURKARLSSON
Erlendur Jónsson
ÞAÐ Ísland Sigurgeirs Sigur-
jónssonar sem birtist í bókinni Ís-
landssýn, er land sumars og mik-
ilfenglegs birtuspils, land
mosabreiða, hrjóstrugra auðna og
fjallshryggja sem fólk með göngu-
stafi fetar sig eftir. Þetta er land
ferðamanna, dramatískt og fangað í
myndir af mikilli fagmennsku.
Enskur titill bókarinnar er Lost
in Iceland og vísar í senn til þess að
ljósmyndarinn hafi týnt sér í víð-
áttum landsins og að þetta sé land
sem gesturinn geti horfið inní. Þá
tilfinningu skynjar sá sem skoðar
myndirnar. Sigurgeir horfir ofan í
gil hálendisins, rýnir í fuglabjörgin,
ofan á vötn og inn í jökla. Mynd-
irnar byggjast á áhrifaríkum form-
um en ekki síður sterkum og mett-
uðum litum. Í mörgum myndanna
er liturinn það sem horft er á og
skapar myndheiminn, hvort sem um
er að ræða gullroðna skýjaflóka yfir
Lómagnúp, blóð steinsútfellingar í
Markarfljótsgljúfri eða blámann í
Langasjó.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
að draga fram einkenni hverrar
myndar í prentvinnslunni, og er það
óvenjulegt í þeirri annars sterku
hefð sem landslagsljósmyndin er
orðin hér á landi. Unnið er með
kontrasta myndanna þannig að
fjallshlíðar og sandar verða oft al-
veg svört, litir eru magnaðir upp
svo grasið verður í raun grænna en
maður á að venjast, litirnir afar
mettaðir. Hlutar myndanna eru
dekktir eða lýstir í myndvinnslu,
rétt eins og ljósmyndarar hafa gert
gegnum tíðina með svarthvítar ljós-
myndir en hefur ekki verið gert
mikið af í landslaginu. Þetta er stíl-
bragð ljósmyndarans og gengur
fullkomlega upp í bókinni. Við það
bætist að afar vönduð prentunin
skilar vel því sem ljósmyndarinn
sækist eftir.
Myndirnar eru flestar teknar á
panóramaformi sem hefur verið vin-
sælt meðal landslagsljósmyndara
síðustu árin, enda liggur landið vel í
þessum breiðu myndum. Sigurgeir
hefur á því sterk tök og bygging
myndanna er fjölbreytilegri og hnit-
miðaðri en í fyrri bók hans, Íslands-
lag. Nokkrar myndanna eru teknar
á 4 x 5 plötu vél, en þá er filman
mjög stór og auðug af upplýsingum.
Sjónarhornið í þeim myndum er
öðruvísi, myndbyggingin verður
formfastari og gaman hefði verið að
sjá fleiri slíkar í þessu úrvali.
Myndirnar eru flestar teknar á
þremur svæðum landsins; hálendinu
sunnanlands, við Fjallabaksleið og
Veiðivötn; nærri Mývatni og á Vest-
fjörðum. Þessi svæði hefur ljós-
myndarinn kannað vel en ég sakna
þess að sjá hann ekki takast á við
veturinn og skammdegið á fjöllum;
það er svo stór hluti þessarar nátt-
úru, hefði líklega skerpt andstæð-
urnar enn frekar. Guðmundur
Andri Thorsson rithöfundur skrifar
forvitnilegan formála að myndum
Sigurgeirs, þar sem hann reynir að
skilgreina eðli landslagsmyndarinn-
ar: ?Mannlífsljósmyndir eru oft
þannig að þá er hreyfing fryst ?
augnablikið gert eilíft. Í náttúru-
ljósmyndun er þetta öfugt. Þar er
ekki augnablik fryst og gert eilíft
heldur eilífð fryst og gerð að augna-
bliki. Okkur veitist að horfa á sjálfa
eilífðina. Það er ekki mikið ráp á
fjalli. Og þó að vatnið renni og foss
falli fram af brún þá minnir sú
hreyfing einmitt á eilífðina ? sem
streymir. Það er mikil og djúp
kyrrð í þessum myndum og þegar
maður rýnir í þær fer maður óðar
að heyra mikla og djúpa þögn. Til
eru þeir sem telja að í þögn öræf-
anna komist maður næst því að
heyra í Guði.? Guðmundur Andri
veltir ennfremur fyrir sér ólíkum
skoðunum manna um notagildi
öræfanna. Hann varpar fram þeirri
skoðun að þótt viðhorf þeirra sem
vilja vernda hálendið fyrir virkjun-
um og mannanna verkum virðist
ættuð úr rómantík 19. aldar, þá eigi
þau sér dýpri rætur en margir iðn-
væðingarsinnar vilja viðurkenna:
?Frá elstu tíð Íslandsbyggðar hefur
verið landlægur nokkurskonar
anímismi, trú á stokka og steina,
trú á huldufólk í steinum, tröll í
fjöllum, hesta og kýr í vötnum og
eru þá ótaldir allir þeir flóknu
flokkar af draugum sem alla tíð
hafa ráfað um þetta land?Við þetta
bætist svo sú rótgróna tilfinning að
öræfin, miðhálendið, séu terra
incognita, þar sé villta svæðið.? Sig-
urgeir býður lesendum að villast í
þessu landi með fólkinu sem sést í
myndunum, myndum sem sýna
áhrifamikið land á faglegan og
snjallan hátt.
Fegurð á fjöllum 
Ljósmynd/Sigurgeir Sigurjónsson
Af brún Fögrufjalla sést vel yfir Langasjó og til snæhettu Vatnajökuls í fjarska.
Mynd úr bók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Íslandssýn.
LJÓSMYNDIR
Íslandssýn
160 bls. Útlitshönnun: Klingenberg &
Cochran/Elísabet A. Cochran. Litgrein-
ing: Svansprent/Sverrir Magnússon.
Prentun: Oddi hf. Forlagið, 2002 
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
Einar Falur Ingólfsson 
MEÐ þessari bók lýkur þriggja
binda ritverki, sem hófst fyrir
þremur árum, árið 2000, og segir
sögu Íslands á 20. öld, ár frá ári.
Það var aldrei markmið höfunda
eða útgefanda að segja söguna á
strangfræðilegan hátt. Þvert á móti
eru rifjaðir upp þeir atburðir hvers
árs sem fréttnæmastir þóttu á sinni
tíð (og þykja enn) og fer af þeim
sökum óneitanlega mest fyrir frá-
sögnum af ýmiss konar átökum í
stjórnmálum og viðskiptum, saka-
málum, íþróttaviðburðum og slys-
förum. Aðrir þættir sögunnar, svo
sem listir og fræði hvers konar, eru
fráleitt vanræktir en fá þó minna
rúm. Má það kallast eðlilegt þegar
þess er gætt, að upprifjun atburða
sem hér um ræðir getur vart kall-
ast sagnfræði í hefðbundinni merk-
ingu þess orðs, kannski ?frétta-
sagnfræði? og er það engan veginn
sagt þessari bók eða höfundum
hennar til lasts.
Að minni hyggju leikur ekki á
tvennu, að bækur sem þessi eiga
mikinn rétt á sér, og eru raunar
bráðnauðsynlegar, ekki síst á tím-
um eins og þeim sem við nú lifum.
Tíminn virðist líða æ hraðar, at-
burðir gærdagsins virðast fjarlægir
og gleymast skjótt, að ekki sé talað
um það sem gerðist í fyrra eða fyrir
tíu árum. Vitneskja um liðna tíð er
hins vegar öllum holl og þeim mun
nauðsynlegri sem atgangurinn í
samfélaginu verður meiri og við
virðumst fjarlægjast fortíðina með
meiri hraða. Þá er gott að hafa við
höndina bækur eins og þessa og
geta flett upp frásögnum af ýmsum
atburðum, sem sumir tóku hug
þjóðarinnar allan um hríð, en flestir
eru nú búnir að gleyma.
Margur kann að líta svo á sem
samantekt bókar á borði við þá sem
hér er til umfjöllunar sé næsta ein-
falt verk, ekki þurfi
annað en að safna
staðreyndum, fletta
dagblöðum, endur-
segja fréttir og finna
myndefni er hæfi efn-
inu. Þetta er alrangt.
Samantekt frásagna af
atburðum heils aldar-
fjórðungs hlýtur ávallt
að vera vandasamt og
býsna ábyrgðarmikið
starf. Höfundar verða
að velja og hafna og
eru að sínu leyti í svip-
aðri aðstöðu og ann-
álahöfundar fyrr á tíð.
Þeir segja okkur hin-
um hvað var fréttnæmt á tímabilinu
og eru í raun í þeirri aðstöðu að
velja hvaða fréttir þeir telja að eigi
skilið að lifa og teljast sögulegir at-
burðir og hverjar ekki. Oft er valið
auðvelt. Það er t.a.m. fyrir löngu
orðin hefð að geta kosningaúrslita,
stjórnarmyndana og fleiri slíkra
viðburða í verkum sem þessu, þótt
vægi slíkra frétta hljóti ávallt að
minnka eftir því sem lengra líður
frá viðkomandi atburði. Svo er líka
margt sem þótti frétt á sínum tíma
og allir fylgdust með, en breytti í
sjálfu sér engu, fellur fljótt í
gleymsku og er kannski best geymt
þar. Undir slíka viðburði falla t.d.
úrslit íþróttakappleikja og fréttir
eins og sú á bls. 412 af komu há-
hyrningsins Keikó til landsins, að
ekki sé minnst á þá á bls. 423 af
þvælingi bresks popptónlistar-
manns á Vestfjörðum sumarið 1999.
Eiga slíkar fréttir eða frásagnir er-
indi í bók sem þessa? Vafalaust
eiga þær það og vitaskuld yrði bók-
in miklum mun fátæklegri ef þeim
væri sleppt. Í sögulegu samhengi
eru þetta hins vegar ?ekki fréttir?.
En höfundar bókar sem þessarar
verða einnig að gera sér ljósa
ábyrgðina sem fylgir því að fjalla
um nýliðna atburði. Um ýmis mál,
t.a.m. efnahagsmál, kvótakerfið,
flokkapólitík og annað dægurþras,
má vitaskuld fjalla án þess að mikil
hætta sé á að valdi sárindum. Þeg-
ar kemur að frásögn-
um af slysförum og
voðaverkum verður
hins vegar að fara afar
gætilega, og oft er þá
best að segja minna en
meira. Þess gæta höf-
undar þessarar bókar,
að því er mér virðist,
hvarvetna, nema á ein-
um stað. Á bls. 92?93
er sagt frá skelfilegum
atburði um borð í
varðskipinu Tý 7. jan-
úar 1980, er einn skip-
verja missti af ein-
hverjum orsökum
stjórn á sér, myrti tvo
skipsfélaga sína og stökk síðan í
hafið. Ég er í sjálfu sér ekki viss
um að frásögn af þessum tiltekna
atburði hafi átt erindi í þessa bók,
nema þá í mjög stuttu máli. Oft má
satt kyrrt liggja, og það sem þarna
gerðist var augljóslega persónuleg-
ur harmleikur, ekki glæpur sem
framinn var að yfirlögðu ráði. Frá-
sögnin af atburðunum sjálfum er öll
mjög stillileg og vafalaust rétt, en
það hefði átt að nægja. Meirihluti
sögunnar er hins vegar löng þvæla,
frásögn ?kunningja? þess, er voða-
verkið vann, af því sem hann telur
hafa verið orsök atburðanna. Ég
dreg ekki í efa að rétt sé eftir
?kunningjanum? haft en saga hans
á ekkert erindi fyrir almennings-
sjónir, verður að líkindum seint
staðfest og er ekki til annars fallin
en að ýfa gamlar undir og sá fræj-
um sorgar og efasemda í huga að-
standenda. Það er illa gert.
Eins og önnur bindi í þessari rit-
röð er þetta allt hið glæsilegasta að
allri gerð og frágangi og gott gagn
er að skrám í bókarlok. Þegar litið
er yfir öll þrjú bindin hlýtur gildi
þeirra ekki síst að felast í því, hve
skýru ljósi þau varpa á þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á Íslandi og
íslensku samfélagi á 20. öld, og
aldrei sem á þeim tíma er þessi bók
tekur til.
Aldarspegill ? lokaþáttur
Illugi Jökulsson
SAGNFRÆÐI
Ísland í aldanna rás 1976?2000
Saga lands og þjóðar ár frá ári.. 504 bls.,
myndir, kort. JPV-útgáfa, Reykjavík 2002
ILLUGI JÖKULSSON
Jón Þ. Þór
Stefán Sigurkarlsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12