Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8DMIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Upplýsingaiðn-
aður í hálfa öld ?
Saga Skýrr
1952?2002 er
skráð af Óttari
Kjartanssyni.
Meginefni bók-
arinnar er saga
Skýrsluvéla rík-
isins og Reykjavík-
urbæjar, sem Hagstofa Íslands og
Rafmagnsveita Reykjavíkur höfðu
samvinnu um að stofna árið 1952.
Einnig er hugað að upphafi vélrænnar
gagnavinnslu á Íslandi, sem á rætur
að rekja allt aftur til ársins 1914.
Skýrsluvélar hófu starfsemi í einu her-
bergi á skrifstofu Rafmagnsveitunnar
og starfsmenn voru í upphafi um
fimm talsins. Á árinu 2002, þegar fyr-
irtækið fagnar 50 ára starfsafmæli,
er það orðið einkarekið hlutafélag og
nefnist Skýrr hf. Á afmælisárinu eru
starfsmenn Skýrr hf. liðlega 160 tals-
ins.
Útgefandi er Skýrr hf. Bókin er 350
bls., prentuð í Gutenberg.
Saga
Ráðstefnurit ís-
lenska sögu-
þingsins 1. og 2.
bindi er komið út í
ritstjórn Erlu
Huldu Halldórs-
dóttur. Söguþing
var haldið dagana
30. maí til 1. júní
síðastliðinn að til-
hlutan Sagnfræðistofnunar Háskóla
Íslands, Sagnfræðingafélags Íslands
og Sögufélags. Á þinginu fluttu yfir 70
fræðimenn fyrirlestra, kynntu nið-
urstöður rannsókna eða reifuðu nýjar
hugmyndir. 
Ráðstefnuritið endurspeglar þá fjöl-
breytni sem einkennir sagnfræðirann-
sóknir um þessar mundir og gefur
þverskurð af viðfangsefnum og að-
ferðum sagnfræðinga. Í fyrra bindinu
er fjallað um sögu Stjórnarráðsins,
kynjasögu, hnignunarkenninguna í
sögu Íslendinga, íslenska bóksögu,
heilbrigðissögu síðustu 200 ára, vís-
indi og tækni á 20. öld, kenningar um
tengslanet, kristinn boðskap og líf
kvenna, og ritmenningu, lestur og
samfélag 1830?1930.
Í síðara bindinu eru greinar um að-
fangastefnu skjalasafna og aðgang
sagnfræðinga að þeim, sögusýningar,
heimildaútgáfur, hagrænar forsendur
trúariðkunar í bændasamfélaginu,
landshagi, menningu og mannfjölda
1650?1850, sögukennslu í skólum,
minni og vald, sjálfsmynd andspænis
framandleika, þorskastríð og kalt
stríð og listasögu.
Háskólaútgáfan annast dreifingu.
Bækurnar hafa að geyma 72 greinar
eftir 68 fræðimenn. Verð: 5.500 kr. 
Ráðstefna 
HVIKUL er gæfan og lífslánið er
valt. Það hafa sögumenn Önnu Krist-
ine fengið að reyna. Sammerkt eiga
þeir að hafa ekki bundið bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn. Allir
voru þeir haldnir ævintýraþrá og þar
með nokkru rótleysi. En öllum tókst
þeim að sigla skipi sínu nokkurn veg-
inn heilu í höfn eftir margan barning á
lífsins ólgusjó, mismunandi harðan að
sönnu.
Hlín Baldvinsdóttir ríður á vaðið.
Hún er af stjórnmálamönnum komin.
Afar hennar voru Jón Baldvinsson og
Gísli Jónsson; Guðmundur Kamban
afabróðir. Gísli réð henni að nema hót-
elstjórn í besta skóla sem völ væri á,
sem hún gerði, hélt til franska Sviss og
lærði þar hvaðeina sem góður gest-
gjafi þarf á að halda. Frami hennar
varð síðan skjótur mjög. Tuttugu og
fimm ára var hún orðin hótelstjóri í
Reykjavík, tók við Hótel Esju á bygg-
ingarstigi, skipulagði það svo frá
grunni og kom síðan rekstrinum af
stað. Sem ung og glæsileg kona á
framabraut varð hún um sinn tíður
gestur í fjölmiðlum. Sá var ekki með á
nótunum sem vissi ekki hvernig þessi
unga kona leit út á mynd! En útþráin
svall. Hlín vildi skoða heiminn og
reyna krafta sína víðar. Hún starfaði
meðal annars á frægri ferðaskrifstofu
Spies í Kaupmannahöfn. Síðan stýrði
hún stórhóteli þar í borg við góðan
orðstír. Þá var toppnum
náð í þeirri grein. Hún
sagði upp og réðst til
hjálparstarfa í þróunar-
löndunum á vegum
rauða krossins íslenska,
fyrst í vandræðalandinu
Írak, síðan í löndum
svörtustu Afríku. Frá
því æviskeiðinu greinir
hún ítarlegast. Hlín
segir vel frá en verður
stundum að fara full-
fljótt yfir sögu.
Sigurdór Halldórs-
son er Hafnfirðingur.
Hann var skilnaðarbarn
og lyklabarn. Þar með
varð hann eins og til-
sniðið efni í vandræðaungling. Korn-
ungur hélt hann út á breiða veginn.
Lengi síðan lá leið hans um dimman
dal. »Það getur engan grunað,« segir
hann, »hvað er að gerast í þessum
heimi og engan utanaðkomandi órar
fyrir hversu nálægur þessi heimur
er ?« Það var að lokum ljós trúarinn-
ar sem bjargaði Sigurdóri. Ekki eru
allir svo heppnir að koma auga á það
gæfunnar leiðarljós. Hálærðir spjalla
og spekúlera en ýta svo vandanum frá
sér með orðunum sígildu: Það vantar
meira fé. En fé, eitt og sér, bjargar
engum. Sigurdór, sem talar út frá
reynslunni, segir að börnin taki »lítið
mark á fólki, sérmenntuðu til að ann-
ast vandræðabörn og unglinga«. Það
er annað og meira sem verður að
koma til bjargar, þeim sem er á annað
borð viðbjargandi. Efist menn um það
skyldu þeir lesa frásögn Sigurdórs.
Saga Ólafar de Bont er viðburðarík
og tilfinningaþrungin. Og því átakan-
legri þar sem minnstu munaði að gott
efni færi í súginn. Strax
á unglingsaldri blasti við
Ólöfu svartnætti hömlu-
leysis og sjálfseyðingar.
Greind hennar, hug-
kvæmni og kjarkur, að
viðbættum ótvíræðum
hæfileikum á listasvið-
inu, komu henni að engu
haldi; urðu þvert á móti
til að magna með henni
þau eyðingaröfl sem
drógu hana dýpra í svað-
ið. Hún var ennfremur
svo ólánsöm að lenda í
holskeflu hippaöldunnar
sem boðaði í orði kveðnu
frið á jörð en skildi eftir
sig slóð tortímingar og
dauða. Tíðarandanum samkvæmt rás-
aði Ólöf land úr landi, fjárvana og ráð-
villt, ferðaðist á puttanum og gisti í
kommúnum. Það var ekki fyrr en hún
hafði drukkið sinn bikar í botn að hún
rankaði við sér og komst að raun um
að hún var enn lifandi. Upp úr því end-
urskipulagði hún líf sitt, dreif sig í
söngnám til Ítalíu og rekur nú eigið
fyrirtæki í Reykjavík. Frásögn Ólafar
er bæði áhrifamikil og blæbrigðarík.
En munnleg frásögn, þótt lífleg sé,
nýtur sín misjafnlega á prenti nema
skrásetjari lagi hana að hætti ritmáls.
Á það skortir nokkuð í þessum annars
greinagóða þætti.
Hildur Rúna Hauksdóttir rekur svo
lestina. Óhefðbundnar leiðir nefnist
þáttur hennar. Hildur Rúna stendur
vissulega fyrir sínu. En með sama
hætti og tunglið þiggur ljós sitt frá
sólu, þannig vekur nafn Hildar Rúnu
forvitni um allar jarðir vegna þess að
hún er móðir Bjarkar. Hún kveðst þó
varast að láta á því bera og ekki hleypa
að sér erlendum blaðamönnum sem
vilji tala við hana um dótturina. Ekki
þarf hún heldur að baða sig í birtunni
frá öðrum því yfrin er atorka hennar
sjálfrar og áhugamálin margvísleg.
Hún lærði smáskammtalækningar í
London og starfar hér sem slík, grein-
ir sjúkdóma og beinir fólki, sem til
hennar leitar, inn á heilsusamlegri
brautir. Hildur Rúna segir að
draumar sínir standi til að opna veit-
ingastofu »sem eingöngu seldi vörur,
unnar úr íslenskum jurtum, alls staðar
af landinu«. Veitingastofan á að heita
Grasakonan.
Bækur sem þessi ? með stuttum
æviþáttum ? eru að verða hér algeng-
ar þessi árin og er ekkert nema gott
um það að segja. Skrásetjarar, sem oft
eru starfandi við fjölmiðla og vanir að
tala við fólk, velja sér sögumenn og
leita þá gjarnan til frægðarfólks ell-
egar þá til einstaklinga sem hafa frá
einhverju óvenjulegu ? helst einhverju
krassandi ? að segja. Nær undantekn-
ingarlaust skrá þeir eftir munnlegum
viðtölum. Að koma þeim snurðulaust
og skipulega á blað er auðvitað vanda-
samt og krefst annars og meira en að
sitja andspænis viðmælanda í hljóð-
stofu. Kostir bókar þessarar eru þeir
að hún er nærfærin, lífleg og lærdóms-
rík eins og besta viðtal. Maður sofnar
ekki út frá henni, engin hætta á því!
Annmarkana má hins vegar rekja til
þess að þættirnir eru styttri en svo að
hver þeirra rúmi í raun heillega ævi-
sögu. Bestur er þáttur Sigurdórs að
því leytinu að hann er sem mest ein-
skorðaður við eitt tiltekið efni. Fjöl-
skyldumyndir, óþarflega margar og
smáar, fylgja þáttunum. 
Hál er gæfunnar gata
FRÁSÖGUÞÆTTIR
Litróf lífsins
ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR
Gleði, sorg og sigrar fjögurra ólíkra Ís-
lendinga 160 bls. Vaka-Helgafell. Reykja-
vík, 2002
Anna Kristine 
Magnúsdóttir
Erlendur Jónsson
ÞETTA er vandamálasaga og eng-
inn skemmtilestur. Söguefnið? Það er
hvergi nýtt af nálinni og ekkert eins-
dæmi þessi árin, því miður. Þvert á
móti má það vera kunnuglegt orðið af
ótal frásögnum sem birst hafa í blöðum
og bókum á undanförnum árum; enn-
fremur af umræðuþáttum fjölmiðla.
En sólarsagan er í stuttu máli þessi:
Ungur maður leggst í óreglu, og það
strax á unglingsaldri, hrekst á milli
skóla og vinnustaða, missir tök á lífi
sínu, verður fátt við hendur fast, hverf-
ur af landi brott, sekkur dýpra og
dýpra, er hvarvetna vísað á dyr, sefur
loks á götum úti í framandi borg og hef-
ur þá ekki annað sér til viðurværis en
það sem hann getur gripið á rölti sínu
framhjá útimörkuðum. Og missir á
endanum hvern snefil af lífslöngun og
von um betri daga.
Pálmi heitir hann
Benediktsson, fæddur á
Akureyri, alinn upp á
Húsavík. Samkvæmt
frásögninni var áfengi
haft um hönd á heimili
hans, sennilega oftar en
góðu hófi gegndi. Piltur-
inn hóf nám í Mennta-
skólanum á Akureyri.
Þar naut hann lífsins í
glaðværum hópi, en
kunni sér ekki hóf,
skemmti sér of vel og í
sannleika sagt ? alltof
ótæpilega! Skólagöng-
unni var því sjálfhætt.
Þaðan hélt hann til
Reykjavíkur, kynntist stúlku, þau hófu
sambúð, gengu í hjónaband, eignuðust
son, drukku stíft, hrifust með pólitík
unga fólksins sem boðaði frið og frelsi,
að ekki sé sagt hömluleysi, þar til þau
gáfust upp, gátu ekki meira og slitu þar
með hvoru tveggja, sambúð og hjóna-
bandi. Pálmi hélt til Kanada, þaðan til
Danmerkur, síðan heim til Íslands, enn
vestur um haf og aftur til Danmerkur.
Og þar stefndi svo sannarlega í sögu-
lok. En sögunni lauk ekki
við svo búið. Pálma tókst
að rísa á fætur og hefja
nýtt líf. Það gerðist ekki
með einu átaki heldur
með erfiðri, langvarandi
baráttu. Til að bera sig-
urorð af ógninni varð
Pálmi að sigrast á hinum
illu öflum í sjálfum sér,
kveða niður draugana
sem hann að sönnu jarð-
setti ? á táknrænan hátt!
Síðan hefur hann varið
dögum sínum til að draga
aðra upp úr því forardíki
sem næstum hafði fyrir-
komið honum sjálfum.
Ekki er ljóst hvernig samvinnu sögu-
manns og skrásetjara hefur verið hátt-
að nema hvað nær eingöngu virðist
vera byggt á frásögn Pálma. Það er þó
aðeins á stöku stað sem sögumaður
hefur sjálfur orðið. Langmest er þetta
endursögn sem er þó mjög aukin með
stílfærðum íhugunum og athugasemd-
um skrásetjara. Til undantekninga
teljast fáein orð sem tekin eru upp úr
bréfi sem systir sögumanns skrifaði
þar sem hún lýsti ástandi hans um þær
mundir. Og hún hefur reyndar kunnað
að koma orðum að hlutunum! Að öðru
leyti er textinn mestmegnis útlistanir
skrásetjara á gangi mála hverju sinni.
Síendurtekið er til dæmis lagt út af sál-
arangist sögumanns við þær lítt breyti-
legu aðstæður sem hann bjó við lengst-
um. Ósennilegt verður að telja að
Pálmi hafi fest sér í minni hvaðeina
sem honum datt í hug frá degi til dags í
þvílíku ásigkomulagi. Þar hefur skrá-
setjari fyllt í eyðurnar með eigin stílæf-
ingum. Handan við hugleiðingar hans
þrumir söguefnið eins og hver önnur
óljós og lítt áhugaverð myndaröð í bak-
grunni. Þetta er aðferð út af fyrir sig
sem gæti ef til vill gengið upp ef öðru-
vísi væri á haldið en virðist ekki beinlín-
is henta skrásetjaranum, og allra síst
með verkefni sem þetta í höndum. Það
vantar einhvern kraft, eitthvert áhrifa-
magn, einhverja hrífandi hluttekning í
stílinn til að blása lífsanda í söguefnið
sem hlýtur þó að vekja með manni þá
knýjandi spurningu hvernig þvílíkt og
annað eins skuli yfirhöfuð geta gerst.
Aukið og endursagt
ENDURMINNINGAR
Glataði sonurinn sem sneri aftur
JÓNAS JÓNASSON
Sögubrot Pálma Benediktssonar. 152
bls. Skjaldborg. Reykjavík, 2002
Jónas Jónasson
Erlendur Jónsson
ELSA Corbluth hefur tengsl við
Ísland og hefur oft komið hingað.
Hún hefur sent frá sér nokkrar
ljóðabækur og fengið viðurkenning-
ar fyrir þær, m.a. unnið til verðlauna
í samkeppni um ljóð í heimalandi
sínu, Englandi.
Ljóð Elsu eru yfirleitt mælsk og
orðmörg eins og til dæmis ?Will My
Boats Row Out to Sea Today??
fyrsta ljóð bókarinnar. Skyldu bátar
mínir róa í dag? prýðir líka kápu
bókarinnar eftir málverki Jóhannes-
ar Kjarvals. Í þessu
ljóði er ljóst að Elsa
setur sig inn í þjóð-
sagnaarf Íslendinga og
líka samtímann með
vandkvæðum sínum og
lífsbaráttu.
Það er ljóst að Elsa
Corbluth er ekki einn
þeirra aðdáenda Ís-
lands sem fær glýju í
augun við heimsókn til
Íslands heldur reynir
hún að horfa gagnrýn-
um og gamansömum
augum á land og fólk.
Lofið er þó meira áber-
andi. Í ljóðinu The Planet Iceland er
ljóst að hér er ekki tóm sæla. Ís-
lenskur lesandi gleðst
yfir auga gestsins sem
sér fleira en það sem er
á yfirborðinu. Þetta
gildir um fleiri ljóð.
Elsa getur verið
skemmtilega hæðin,
eins og í Performance
þar sem skáldbræður
hennar, ?sætir og ill-
gjarnir? eins og Dylan
Thomas, Ted Hughes
og Philip Larkin sleppa
ekki. Það er heldur
ekki án ádeilu og efa
sem hún yrkir um 11.
september í fyrra.
Ljóðið er ort af konu sem missti
dóttur sína í bruna. ?Þegar stúlkan
mín dó fannst mér ég komin/ að
enda orðanna./ En seinna skildi ég/
að orð eru allt sem við höfum./ Þau
eru tár sem bjarga okkur frá
drukknun.?
Í þessu ljóði koma fram trúarleg-
ar efasemdir; getur það verið Krist-
ur sem sendir frá sér sprengjur?
Mér þóttu ljóð Elsu Corbluth
þægileg aflestrar. Þau eru einlæg en
ekki öll þar sem þau eru séð.
Kannski eru þau fullhversdagsleg,
sum þeirra, en mjúkur tónninn og
léttur andblær þeirra eru góður fé-
lagsskapur.
Bestu ljóðin eru meira en tæki-
færisljóð þótt sum þeirra risti ekki
beinlínis djúpt.
Ljóð um Ísland
Jóhann Hjálmarsson
Elsa Corbluth
LJÓÐ
The Planet Iceland
ELSA CORBLUTH
58 bls. Peterloo Poets England 2002 
Bókin með svörin
um ástina er eftir
Carol Bolt í þýð-
ingu Kristjáns B.
Jónssonar.
Bókinni er ætl-
að að veita svör
við spurningum
um ástina. Ein
setning er á hverri
blaðsíðu og menn eiga að láta ?æðri?
mátt leiða sig í því að fletta upp í bók-
inni og finna rétta svarið við öllum ást-
arraunum.
Útgefandi er Forlagið. Bókin er 693
bls. og prentuð í Svíþjóð. 
Verð: 3.490 kr.
Handbók
Nonni og Manni
fara á sjó eftir Jón
Sveinsson er hér
stytt og end-
ursögð. Myndir:
Kristinn G. Jó-
hannsson.
Bræðurnir
reyna að tæla
fiskana upp úr
sjónum en lenda í þoku og hvalavöðu
og eru hætt komnir. 
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 32 bls. Verð: 1.980 kr.
Börn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12