Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 D MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
WILLIAMS Carlos Williams var
eitt helsta skáld Bandaríkjanna á
tuttugustu öld og lærimeistari heillar
skáldakynslóðar. Árni Ibsen sem áð-
ur hefur þýtt úrval ljóða Williams,
Rauðar hjólbörur og fleiri ljóð (Bjart-
ur 1997), hefur nú bætt við nýju safni,
Myndir frá Bruegel, sem einkum
geymir ljóð frá síðari hluta ferils
skáldsins. Er þetta ítarlegt safn á
annað hundrað síður.
Meðan Ezra Pound orti oft torveld
ljóð hallaði Williams sér að einfald-
leikanum í tjáningu. Segja má þó að
ljóð Williams séu ekki alltaf auðskilin,
samanber löngu ljóðin í þessu nýja
þýðingasafni Árna Ibsens. Það er til
dæmis ekki heiglum hent að átta sig á
Um ódáinsblómið, þann græna jaxl
og sama gildir um fleiri ljóð.
Ég vil aftur á móti ráðleggja les-
endum sem hugsanlega verða óþol-
inmóðir við lestur ljóðanna að lesa
þau aftur og helst oft. Williams lýkst
smám saman upp og skilur mikið eftir
sig.
Uppsetning ljóða Williams er
heimur út af fyrir sig. Það er ekki
sama hvernig þau líta út á síðunni.
Hann beitir mjög inndregnum línum
sem auka hreyfingu textans, en ekki
alltaf. Í eftirmálanum skýrir Árni Ib-
sen þetta, svokallaða þriggja þrepa
ljóðlínuna sem einkennir lengri ljóð-
in: ?Þrískipta ljóðlínan byggir á
óreglulegum brag, eða ?variable foot?
eins og skáldið orðaði það, þar sem
línurnar taka jafnlangan tíma í flutn-
ingi, eða fá sama vægi, óháð því
hversu mörg atkvæði eru í hverri
línu.?
Williams lagði semsagt áherslu á
formið án þess að snúa til hefðbund-
inna hátta.
Um ódáinsblómið, þann græna jaxl
, þetta langa ljóð í fjórum hlutum, er í
senn nykrað og opið og krefst mik-
illar þekkingar, ekki síst í sögu og
samfélagsfræðum. Myndum er
brugðið hratt upp. Þær birtast ný og
ný og koma stundum á óvart. Les-
andinn getur haldið að flug skáldsins
sé of mikið. Ástin og
ímundunaraflið (sem
eru eitt) eru yrkisefnið
í Niðurlagi ljóðsins:
?Ódáinsblómið / ber
enga angan / nema
ímyndunaraflinu / en
einnig það / vegsamar
ljósið. / Nú er áliðið/ en
angan/ eins og frá
brúðkaupi okkar / 
hefur lifnað mér á ný /
og enn er hún tekin að
smjúga / inn í 
sprungurnar / á tilvist
minni.?
Viðeigandi inndrátt-
ur og bil gegna hlut-
verki í uppsetningu ljóðsins.
Pictures from Brueghel (1962) var
síðasta bók Williams, kom fáeinum
vikum eftir dauða skáldsins í mars
1963 eftir endurtekin heilablóðföll, og
voru henni veitt Pulitzer-verðlaunin
fyrir ljóðlist í maí 1963.
Sú aðferð Williams að yrkja ljóð við
myndir Bruegels getur orkað tvímæl-
is og kallar stundum á nokkrar ein-
faldanir og endurtekningar. 
Ljóst er að Williams hreifst af
Bruegel eins og fleiri, dæmi er ljóð úr
annarri bók, framarlega í safninu,
Dansinum, þar sem ort er um ?frá-
bæra mynd Bruegels?, Bændadans-
inn. 
Lýsing Williams á myndinni heillar
ekki jafnt og upphafsljóðið, Eins kon-
ar söngur, með óviðjafnanlegri línu í
lokin: ?Steinbrjóturinn er blómið
mitt; / hann sprengir klöppina.?
Williams er nógu mikið skáld til að
skynja og skilja Bruegel með sínum
hætti eins og þessi mörgu dæmi sýna,
til dæmis Landslag með falli Íkarus-
ar, Kornuppskera og Brúðkaupsdans
undir berum himni.
Það er andblær daglegs lífs og
anna yfir þessum ljóðum um myndir
Bruegels og líka trúarlegur tónn eins
og í ljóðinu um vitringana þar sem
lofgjörðin er á sínum stað.
Skógarþrösturinn sem líka birtist í
Myndum frá Bruegel er eitt af þess-
um ljóðum Williams sem segja svo
mikið um hann sjálfan og eru um leið
áleitinn skáldskapur:
lukkunnar pamfíll það er ekki of seint
skógarþrösturinn
flýgur í garðinn minn
áður en snjóar
situr hreyfingarlaus
horfir þögull á mig
dröfnótt brjóst hans er mynd
vetrarharms vetrarþanka
ástar minnar sjálfs mín
Árni Ibsen hefur unnið gott verk
með þessari nýju bók og einnig hinni
fyrri. Hann hefur kynnt William
Carlos Williams rækilega fyrir ís-
lenskum lesendum, fangað hvers-
dagsmál hans með trúverðugum
hætti.
LJÓÐAÞÝÐINGAR
Myndir frá Bruegel
WILLIAM CARLOS WILLIAMS
Árni Ibsen þýddi og ritaði eftirmála. 
120 bls. Bjartur 2002. 
Jóhann Hjálmarsson
William Carlos Williams Árni Ibsen
Framhald ljóða Williams
Tafl fyrir fjóra nefn-
ist nýjasta spennu-
saga Birgittu H.
Halldórsdóttur.
Anna, ung rann-
sóknarlög-
reglukona, er send
til smáþorpsins
Sandeyrar, til að
ljúka rannsókn á
einkennilegu og sviplegu morðmáli.
Anna fer óviljug í þessa ferð, því að
hún þekkir Sandeyri, þó að hún hafi
ekki komið þar lengi. Rætur hennar
liggja þangað og þar hafði hún einmitt
sjálf orðið fyrir hrottalegri nauðgun á
unglingsaldri sem breytti lífi hennar til
frambúðar. Málið virðist liggja ljóst fyr-
ir. En Anna kemst brátt að því að fátt er
eins og það virðist vera við fyrstu sýn.
Undir sléttu og felldu yfirborði þorps-
lífsins krauma lestir og ótrúleg ill-
mennska sem brjótast loks út í sam-
hljómi við norðlenska stórhríð og
sögulok eru óvænt í meira lagi. 
Birgitta H. Halldórsdóttir er í fremstu
röð íslenskra spennusagnahöfunda. 
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
173 bls. Verð: 3.780 kr.
Spennusaga
Svanur með heila-
bilun er eftir Sör-
en Olsson og And-
ers Jacobsson.
Þýðandi er Jón
Daníelsson.
Allt sem er
óhugnanlegt,
hættulegt eða
vandræðalegt ? allt þess háttar veld-
ur því að Svanur fær skyndilega heila-
bilun, verður allt í einu núll-og-nixgæi.
Svanur missir alla hugsun og skilur
ekkert. Þetta getur gerst hvar sem er,
t.d. hjá tannlækninum, þegar Svanur
er úti að hjóla eða ætlar að fara í leik-
tæki í tívolí. Þá er gott að eiga ráða-
góða vinkonu eins og Soffíu. 
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
139 bls. Verð: 2.480 kr.
Bragi ? óðfræði-
forrit er komið út
á geisladiski.
Kristján Eiríksson
og Jón Bragi
Björgvinsson hafa
tekið saman.
Diskurinn er ætl-
aður áhugafólki
um kveðskap og óðlist. Þar birtast
bragarhættir í myndrænu formi á
tölvuskjá og þar geta menn á einum
stað flett upp stuðlareglum, skoðað
margbreytileika rímna og ýmissa ann-
arra bragarhátta og skráð og flokkað
þær lausavísur sem þeir kunna. For-
ritið skiptist í þrjá meginhluta: hátta-
tal, ljóðasafn og bragfræðihandbók. 
Diskurinn er fyrir pc-tölvur og hon-
um fylgir bæklingur, Óðfræðiágrip,
tæpar 50 síður.
Útgefandi er Ferskeytlan ehf.
wwwferskeytlan.is. Verð: 5.850 kr.
Kveðskapur
Úlfar ? skoðum
náttúruna er eftir
Jen Green í þýð-
ingu Björns Jóns-
sonar.
Úlfar eru villtir
forfeður allra tam-
inna hunda, jafnt
minnstu og blíð-
ustu kjölturakka
sem ólmustu varðhunda. Hér er sagt
frá þessum rándýrum, en bókin
fjallar líka um nána ættingja þeirra,
villihunda og refi af ýmsum teg-
undum. Lesendur kynnast háþróuðu
lyktarskyni og sjón þessara dýra og
fastmótaðri félagsskipan og lífs-
háttum í hópum þeirra. Í einstökum
köflum eru skoðaðir nánar sérstakir
þættir í lífi úlfa og villtra ættingja
þeirra, svo sem hegðun dingóhunda
í áströlsku auðnunum og hvernig
úlfaflokkur kemst að bráð sinni og
veiðir hana. Rammagreinar fjalla um
helgisagnir og þjóðsögur frá ýmsum
stöðum og tímum, sem tengjast
þessum dýrum. Ljósmyndir og ná-
kvæmar skýringarmyndir og teikn-
ingar prýða bókina.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
64 bls. Verð: 2.380 kr.
Börn
?HÚN var fimmtán ára á föstu,
sextán ára í sambúð, sautján ára
fríkaði hún út. Hún var átján ára
lamin, nítján ára skilin, tvítug bæld
og komin í kút.? Eitt-
hvað á þessa leið
hljómaði texti Bjart-
mars um árið og þessar
hendingar leituðu aftur
og aftur á hugann við
lestur bókarinnar Ekki
segja frá, sem skil-
greind er sem ?frá-
sögn, byggð á sönnum
atburðum? í káputexta.
Sagan sem þar er rakin
er þó til að byrja með
enn ógnvænlegri en
nefndur texti því aðal-
persónan, Saga, er mis-
notuð kynferðislega frá
sjö ára aldri af hálf-
bróður sínum, er komin
í harða dópneyslu um fermingu og
sautján ára í sambúð með manni
sem misþyrmir henni bæði andlega
og líkamlega. En svo bjargast hún
frá örlögum stöllu sinnar í textanum
því átján ára rís hún upp, kærir
hálfbróðurinn, skilur við ofbeldis-
manninn, flýr til Akureyrar þar sem
hún með hjálp nýrrar klippingar og
nýrra fata krækir í ?Gullmola Norð-
urlands?, eftirsóttasta piparsveininn
í bænum. Og það er einsog við
manninn mælt, líf hennar tekur al-
gjörum stakkaskiptum; hún fer í
skóla, byrjar að búa með ?Gullmol-
anum?, verður ófrísk og fer að beita
sér í baráttunni gegn kynferðis- og
heimilisofbeldi. Sannarlega ?happy
end? á átakanlegri og óhugnanlegri
sögu. Væri óskandi að sem flest
fórnarlömb ofbeldis ættu slíka
framtíð í vændum, en einhvern veg-
inn finnst manni nú að þessi endir
eigi meira skilt við rauðu ástarsög-
urnar sívinsælu en veruleikann. Það
er raunar ýmislegt fleira í sögunni
sem skýtur skökku við einsog t.d.
það hvernig Saga hættir að dópa
einsog ekkert sé auðveldara þótt
hún hafi nokkrum köflum fyrr verið
svo illa haldin í niðurtúrunum að all-
ar tilraunir til að hætta féllu um
sjálfar sig. Skýringin á því hversu
auðvelt þetta verður skyndilega er
að hún er komin með vinnu og orðin
ástfangin og sjálfsvirðingin því orð-
in betri. Ansi mikil einföldun á veru-
leika dópistans þykir mér. Enn
verra er þó að textinn
er svo marflatur að
ógnirnar sem Saga
gengur í gegnum ná
aldrei að snerta les-
andann að ráði. Frá-
sögnin byggist mikið
upp á samtölum en
samt sjáum við hlutina
alfarið frá sjónarhóli
Sögu, nema í örfáum
örstuttum köflum þar
sem lýst er skelfingu
Tinnu systur hennar,
sem bróðirinn hefur
tekið til við að misnota
eftir að Saga flýr að
heiman. Hvergi bregð-
ur fyrir tilþrifum í stíl
eða málfari og á köflum er einsog
maður sé að lesa ofvaxna lífs-
reynslusögu í kvennablaði. Og það
er mikill galli. Það er ekki nóg að
efniviðurinn sé krassandi, framsetn-
ingin verður að vera þannig að les-
andinn beinlínis upplifi skömmina,
skelfinguna og niðurbrotið sem of-
beldið veldur. Þar er skáld-
skapurinn mun öflugra vopn en bein
frásögn og nægir að nefna bækur
Herbjargar Wassmo og nauðgana-
lýsingar Thors Vilhjálmssonar bæði
í Óp bjöllunnar og Grámosinn glóir
því til staðfestingar. Það er vissu-
lega full þörf á því að draga af-
leiðingar bæði kynferðisofbeldis
gegn börnum og heimilisofbeldis
fram í dagsljósið og skoða tengslin
þar á milli og ber síst að lasta til-
raunir til þess, en það þýðir ekki að
lesendur eigi að taka viljann fyrir
verkið og gera minni kröfur til
framsetningar slíkra frásagna en
annarra.
Rómantíkin 
getur verið sjúk 
FRÁSÖGN
Ekki segja frá
ÍRÍS ANÍTA HAFSTEINSDÓTTIR
295 bls. Forlagið 2002.
Friðrika Benónýs 
Íris Aníta Hafsteinsdóttir
MENN slógu um sig í Grýtubakka-
hreppi fyrir rúmri öld. Þeir söfnuðu
auði við hákarlaveiðar og sölu lýsis til
Danmerkur og víðar. ?Höfðabræður
höfðu augun opin fyrir
framförum af ýmsum
toga. Þeir byggðu upp
jörðina, sléttuðu öll tún
og girtu. Þeir komu
upp æðarvarpi og frið-
lýstu af því tilefni varp-
landið með bréfi sem
þinglýst var 1898. Í
dagbók þeirra frá 31.
des. 1897 segir: ?Á
þessu ári hafa hjer ver-
ið gjörðar 3 stórar ný-
ungar sett upp Tele-
phon fengin skilvinda
og hlaðnir tún engja og
varpgarðar.?
Telephoninn keypti
Baldvin er hann fór í
verslunarferð til Englands. Hann var
lagður milli Höfða og Kljástrandar og
er talið að það hafi verið fyrsti sími
sem lagður var í sveit á Íslandi. Í einni
verlsunarferðinni, um 1900, keyptu
þeir ?graphófón og safn sígildra tón-
verka?.
?Árið 1915 lögðu þeir bræður
vatnsleiðslu í öll hús í Höfða og fengu
til þess mann frá Akureyri, Steindór
að heiti. Baldvin skrifar í dagbókina
17. nóv. ?Grafið fyrir vatnsleiðslunni í
fjárhúsin og lagðar pípurnar, mokað
ofanyfir og vatninu hleypt á og gekk
það ágætlega og eru vatnskranar í
eldhúsinu, fjósi, gamla eldhúsi og 3
kranar í nýju fjárhúsunum og þá er
því þarfa og stóra verki lokið.??
Svona segir meðal annars frá at-
hafnamönnum í Grýtubakkahreppi
við utanverðan Eyjafjörð í bókinni
Bein úr sjó, Um fisk og fólk í Grýtu-
bakkahreppi eftir Björn Ingólfsson.
Bókinni er skipt í fjóra meginhluta.
Fyrsti hlutinn fjallar um fyrri tíma,
aðallega síðari hluta 19. aldar, þegar
útvegurinn fór að skipa máli, einkum
þó hákarlaveiðin. Annar hlutinn nær
frá fyrstu árum 20. aldar, þegar vél-
bátar koma til sögunnar og fram til
1960. Þá verða þáttaskil með hafnar-
gerð og byggingu frystihúss og í
fjórða hlutanum er að finna upplýs-
ingar um fólk, hús og fley. Bókina
prýðir mikill fjöldi mynda og teikn-
inga og er hún vel unnin og aðgengi-
leg lesandanum. 
Saga Grýtubakkahrepps og Greni-
víkur hefur verið samof-
in sögu sjávarútvegsins.
Bókin er því á vissan
hátt samnefnari fyrir
sögu sjávarþorpa víða
um landið, þótt hvergi
hátti alveg eins til. Úr
bókinni má lesa þró-
unina frá árabátum til
frystiskipa nútímans,
þróunina frá hákarla-
veiðum og skreiðarverk-
un til nútíma frystingar
og þá þætti sem að út-
veginum snúa. 
Það er vissulega at-
hyglisvert að lesa um
frumkvöðlana eins og
Oddgeir Jóhannsson og
um stofnun Gjögurs, sem enn er
starfsrækt svo dæmi séu tekin. Sonur
Oddgeirs, Jóhann Adolf, hefur að öðr-
um ólöstuðum verið einn aflasælasti
Grenvíkingurinn og nú heldur sonur
hans Oddgeir uppi merkinu á flagg-
skipi Gjögurs, Hákoni, og Björgólfur
Jóhannsson stýrir Síldarvinnslunni í
Neskaupstað. 
Það er líka merkilegt til þess að
hugsa, að þegar fólk heyrir Kristján
Jóhannsson, óperusöngvara, hefja
upp raust sína, má segja að frama
hans megi rekja til söngs í beitu-
skúrum í Grýtubakkahreppi, en móð-
ir hans, Fanney, er systur Jóhanns
Adolfs.
Þetta er góð bók. Efnið á fullt er-
indi við nútímafólk, sem vissulega
hefur gott af því að kynna sér at-
vinnusögu þjóðarinnar fyrir tölvuöld.
Efnið er vel og skipulega sett fram og
uppsetning bókarinnar góð. 
Áhugaverð 
og vel skrifuð saga
SAGNFRÆÐI
Bein úr sjó
Um fisk og fólk 
í Grýtubakkahreppi
BJÖRN INGÓLFSSON
Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2002, 303
bls. Myndir og teikningar.
Hjörtur Gíslason
Björn Ingólfsson 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12