Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 D MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Í NÝÚTKOMINNI bók, Tilhuga-
líf, kaflar úr þroskasögu stjórnmála-
manns, er Kolbrún Bergþórsdóttir
skráði, segir Jón Baldvin Hannibals-
son frá ævi sinni og uppvexti fram að
þeim tímamótum er hann kemst í
framlínu stjórnmálanna sem formað-
ur Alþýðuflokksins, en væntanlega
mega lesendur eiga von á framhaldi
sögunnar. Í eftirmála sínum um verk-
ið segist Kolbrún hafa stuðst við ýms-
ar heimildir við samningu bókarinn-
ar, en tiltekur ?heilabú Jóns
Baldvins? (bls. 478) sem meginheim-
ildina. Hún hefur m.ö.o. leyft per-
sónuleika hans og frásagnarhæfileika
að njóta sín sem best án inngripa sem
skrásetjari, og fer vel á því. 
Fyrri hluti bókarinnar segir því frá
uppvexti Jóns Baldvins og atlæti
heima fyrir, mönnum þeim og mál-
efnum sem mótuðu hann fyrir lífstíð.
Frásagnargleðin er mikil og allt frá
fyrstu síðu er ljóst að hann er sagna-
maður af guðs náð, minnugur og
glöggur á þau smáatriði er gæða sög-
ur lífi og gefa þeim vægi í víðara sam-
hengi. Táknmálið sem hann dregur
þar fram í dagsljósið er áhrifamikið
og setur tóninn fyrir söguna alla, það
er reyndar afar viðeigandi að forlögin
skuli hafa hagað því þannig að hann
fæðist í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, í húsi
sem var allt í senn heimili hans ?kvik-
myndahús, félagsheimili og miðstöð
verkalýðshreyfinganna? (bls. 12).
Pólitísk sannfæring hans verður ljós
tveimur línum neðar þegar Jón Bald-
vin minnist vinsælustu bíómynda
æskuára sinna, kúrekamyndanna:
?Ég hélt með indíánunum,? segir
hann, en óhætt er að líta á þá fullyrð-
ingu sem leiðarminni sögunnar, tákn-
rænt fyrir vakandi samúð hans með
þeim sem áttu undir högg að sækja
og voru beittir ranglæti. Jafnvel nafn
hans felur í sér forspá, því hann heitir
eftir Jóni Baldvinssyni, frænda sín-
um og forseta Alþýðusambandsins.
?Þegar ég komst til vits og ára þóttist
ég kenna hönd forlaganna í nafngift-
inni og að mér væri ætlað sérstakt
hlutverk,? segir Jón Baldvin, ?[?]
um það efaðist ég aldrei.? (Bls. 17.)
Eins og undirtitill bókarinnar
bendir til er hér vissulega um þroska-
sögu stjórnmálamanns að ræða, en
heitið, Tilhugalíf, gefur þó meira til
kynna því verkið er einnig eins konar
ástarsaga í tvennum skilningi. Þann-
ig fjallar bókin fyrst og fremst um ást
á hugsjónum og stormasamt tilhuga-
líf ungs manns og stjórn-
málahreyfingar jafnað-
armanna, eftir skamm-
vinnt daður við
?kiljönskuna? ? hinn
?marxíska barnasjúk-
dóm? sem Jón Baldvin
skilgreindi síðar sem
?uppreisn unglingsár-
anna? (bls. 207) gegn
föðurnum. 
Inn í þetta tilhugalíf
stjórnmálanna fléttast
önnur og engu átaka-
minni ástarsaga; ást
Jóns Baldvins á ballerín-
unni Bryndísi Schram,
sem átti hjarta hans allt
frá því hann leit hana
fyrst augum í Gaggó Vest. Sú saga er
með eindæmum fallega sögð, ekki
síst vegna þess að sögumaður reynir
aldrei að draga fjöður yfir þá erfið-
leika sem ungu og hæfileikaríku fólki
geta verið búnir í hversdagsamstrinu,
þegar mikill metnaður elur með báð-
um aðilum löngun til þess að takast á
við framavonir sínar á ólíkum víg-
stöðvum. Af orðum Jóns Baldvins má
vera ljóst að ?ballerínan hans? var frá
upphafi fullfær um að sjá fótum sín-
um forráð og hafði hug á að fara sínar
eigin leiðir. Hún hafði engu minni ást
á sínum hugsjónum en hann, en hik-
aði samt ekki við að axla ein ábyrgð af
ástarfundum þeirra til að byrja með,
af því hún mátti ekki til þess hugsa að
hann ?legði frekari námsáform á hill-
una? (bls. 128). 
Framan af einkennist samband
þeirra hjóna, Bryndísar og Jóns
Baldvins, því af slitróttum samvistum
þar sem þau reyna bæði að láta
drauma sína rætast, samhliða því að
takast á við óhjákvæmilegar breyt-
ingar á lífi sínu eftir að þeim fæðist
þeirra fyrsta barn. Þegar að því kem-
ur að segja frá sálarkreppunni í lífi
hans sjálfs hlífir Jón Baldvin ekki
sjálfum sér, heldur lýsir andlegu
ástandi sínu af glöggskyggni og ein-
lægni, sem ávinnur honum hvort
tveggja í senn; samúð og virðingu les-
andans. Hann eygir þó engin ráð önn-
ur en örþrifaráð og er hann lætur
nærri ?hugfallast í vonleysi og sjálfs-
meðaumkun? (bls. 476) eins og hann
orðar það í eftirmála við bókina, er
það Bryndís sem tekur líf þeirra í eig-
in hendur. Átakamiklum kafla í lífi
beggja lýkur með fangbrögðum í
bjartri sumarnóttu, þar sem þau
finna hvort annað á nýjan leik ? að
þessu sinni fyrir fullt og fast. 
Segja má að þetta uppgjör þeirra
hjóna marki skil í frásögninni því upp
frá því virðist samheldnin ráða ferð-
inni í lífi þeirra, hvort heldur sem er
við stofnun nýs menntaskóla á Ísa-
firði, pólitískt starf eða
uppbyggingu í bæjar-
félaginu. Sögurnar af
ódæla indíánahöfðingj-
anum og ballerínunni
sem gerðist ?malbik-
unardrottning? í félagi
við Jónas Tómasson
tónskáld eru óborgan-
legar, en um leið lýs-
andi dæmi um þá
atorku og drift sem
einkennir lífsviðhorf
Jóns Baldvins og
Bryndísar, í það
minnsta eins og þau
skína í gegnum frá-
sögnina. Fáir hafa slík-
an vilja til að takast á
við það sem óvænt ber að höndum
með þessum hætti ? hvað þá hæfileik-
ann til að snúa öðrum á sveif með sér. 
Það fer ekki hjá því að fjölskylda
Jóns Baldvins hafi nokkurt vægi í svo
stórri minningabók, enda margir
honum nánir þekktir fyrir afskipti sín
af stjórnmálum. En þrátt fyrir að fað-
ir Jóns Baldvins, Hannibal Valdi-
marsson, hafi verið þjóðkunnur mað-
ur og augljós fyrirmynd hvað
stjórnmálaafskipti varðar bregður
honum einungis fyrir í bakgrunni
þessarar persónulegu svipmyndar.
?Af Hannibal hafði ég lítið að segja?
(bls. 19), segir Jón Baldvin í upphafs-
kaflanum um foreldra sína, og
nokkru síðar segir hann að sam-
skiptaleysi Hannibals ?við syni sína
þrjá, þegar þeir voru að alast upp og
komast til manns?, sé sér enn ?hulin
ráðgáta? (bls. 19). Orð hans um föður
sinn eru hófstillt en um leið hlaðin
nokkrum sársauka og reiði sem auð-
velt er að lesa á milli línanna. Sam-
band Jóns Baldvins við móður sína,
Sólveigu Ólafsdóttur, verður þeim
mun dýpra. Það er óendanleg upp-
spretta andlegra landvinninga, hún
var honum bæði það skjól og sú fyr-
irmynd sem dugði. 
Jón Baldvin gerir sér fljótt grein
fyrir veikleikum hins baráttuglaða
Hannibals sem stjórnmálamanns og
segir eitt ?að vinna stríðið, annað að
vinna friðinn? (bls. 289). Enda bendir
hann á að saga Hannibals, Finnboga
Rúts bróður hans og nánustu sam-
starfsmanna þeirra sé jafnframt saga
pólitískrar sundrungar jafnaðar-
manna á Íslandi í hnotskurn, hreyf-
ingar þar sem ?foringjarnir báru ekki
gæfu til að varðveita fjöreggið ? sam-
stöðuna? (bls. 302). Eftir stendur þó
skýlaus aðdáun Jóns Baldvins yfir því
ötula uppbyggingarstarfi sem Finn-
bogi Rútur stóð fyrir í Kópavogi, en
það hlýtur að teljast afrek í sögu
sveitarstjórnarmála á Íslandi. Þegar
sögunni vindur fram og afskipti Jóns
Baldvins af stjórnmálum hefjast fyrir
alvöru kemur jafnframt í ljós að
Hannibal hefur vitaskuld verið tals-
verður áhrifavaldur í lífi hans. Vegir
þeirra áttu eftir skarast með ýmsu
móti í pólitíkinni, því ?tilfinningarnar
? blóðböndin ? bera skynsemina oft
ofurliði í mannlegri breytni? og Jón
Baldvin lék um skeið ?á vitlausum
vallarhelmingi? (bls 208). 
Segja má að þeir feðgar hafi þó
báðir lagt upp með þá sannfæringu að
afskiptaleysi hinna góðviljuðu væri
verra en ranglæti hinna illviljuðu, en
þau orð notar Jón Baldvin með
áhrifaríkum hætti í ræðu þegar hann
býður sig fram í formannssæti Al-
þýðuflokksins í bókarlok (bls. 470).
Honum hefur þá sjálfum lærst mik-
ilvægi þess ?að vinna friðinn?, hann
hefur löngu gert það upp við sig að
?málamiðlanir, baktjaldamakk og
miðjumoð? sé eitur í hans beinum
(bls. 208) og tilgangurinn geti ekki
helgað hin pólitísku meðul, heldur
verði maður að ?berjast fyrir opnum
tjöldum fyrir sannfæringu sinni? (bls.
210).
Sú saga sem Tilhugalíf rekur af-
hjúpar margar hliðar á Jóni Baldvini
Hannibalssyni. Sá drenghnokki sem
hann dregur upp mynd af í upphafi
bókar er svo stoltur að hann gefst
aldrei upp þótt á móti blási ? ekki
heldur þegar við ofurefli er að etja.
Hann er leitandi og fróðleiksfús, hrif-
næmur og tilfinningaríkur, leiftur-
skarpur og snöggur upp á lagið. Alla
þessa eiginleika virðist hann hafa
varðveitt fram á fullorðinsár og fært
sér í nyt sjálfum sér og málstað sín-
um til framdráttar. 
Saga hans og föður hans sem rakin
er í þessu bindi spannar í raun jafn-
framt sviptingar íslenskra stjórn-
mála, frá upphafi 20. aldar og fram að
því að Jón Baldvin er kjörinn formað-
ur Alþýðuflokksins 1984. Sú mikla yf-
irsýn sem þar kemur fram er eftir-
tektarverð en væri þó ekki nema
svipur hjá sjón ef sögumanni tækist
ekki jafn vel og raun ber vitni að
tengja þjóðfélagsþróun og umræðu á
Íslandi þeim hræringum sem áttu sér
stað á sama tíma á alþjóðlegum vett-
vangi. Þroskasaga stjórnmálamanns-
ins Jóns Baldvins er því ekki einung-
issaga hans sjálfs, heldur ekki síður
hugmyndasaga vestrænnar hugsun-
ar, sögð af einstöku innsæi þess sem
leitað hefur svara við þjóðfélagsleg-
um úrlausnarefnum frá unga aldri og
sökkt sér ofan í kennisetningar
þeirra hugmyndasmiða sem settu
mark sitt á tuttugustu öldina og allt
fram á okkar daga. 
Að halda með indíánum
ÆVISÖGUR
Jón Baldvin ? Tilhugalíf ? kaflar
úr þroskasögu stjórnmálamanns
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR 
Vaka-Helgafell, 2002, 509 bls. 
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Jón Baldvin 
Hannibalsson
Sameining sveit-
arfélaga ? Áhrif
og afleiðingar er
eftir dr. Grétar Þór
Eyþórsson, stjórn-
málafræðing og
forstöðumann
RHA, og Hjalta Jó-
hannesson, MA í
landafræði og sér-
fræðing hjá RHA, og fjallar um rann-
sókn á áhrifum og afleiðingum sjö
sameininga sem framkvæmdar voru
á síðasta áratug. Bókin er gefin út í
tilefni af 10 ára afmæli Rannsókn-
arstofnunar Háskólans á Akureyri.
Í rannsókninni eru skoðaðar af-
leiðingar sjö sameininga sveitarfé-
laga á árunum 1994 og 1998. Er
málið skoðað með hliðsjón af fimm
meginatriðum; lýðræði, þjónustu,
stjórnsýslu, fjárhag og byggðaþróun.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru: Ár-
borg, Borgarfjarðarsveit, Dalabyggð,
Snæfellsbær, Vesturbyggð, Skaga-
fjörður og Fjarðabyggð.
Útgefandi er Rannsóknarstofnun
Háskólans á Akureyri. Bókin er alls
267 bls. og er til sölu hjá Rannsókn-
arstofnun háskólans. Verð: 4.750 kr. 
Rannsókn
GRÁGLETTNI örlaganna gegnir
miklu hlutverki í Sjö sögum, smá-
sagnasafni Úlfs Hjörvar. Þær kalla
gjarnan fram tvírætt bros. Samt er
efni þeirra ekki endilega aðhláturs-
efni því að margar þeirra fjalla um
dauðastundir manna og hvernig
menn bregðast við örlögum sínum.
Sögurnar eru raunsæisfrásagnir í
anda hinnar klassísku smásögu. Ein-
blínt er á eitt atvik eða eitt ferli og
byggt upp að ákveðinni sögulausn
sem oftast nær fer saman við sögulok.
Sú sögulausn varpar með einhverjum
hætti ljósi á örlög og lífsskilyrði aðal-
persónunnar. Bygging sagnanna er
yfirleitt nokkuð heilsteypt. Höfundur
fjallar iðulega um persónur sem eru
nálægt sögumiðju, ýmist í þriðju per-
sónufrásögn eða í 1. persónu. Sögu-
sviðið er ýmist sveit eða borg og sögu-
tíminn allt frá stríðsárum til nútíma.
Söguefnin eru margvísleg en þó
allajafnan nokkuð sérkennileg. Sagt
er frá raunum íslensks
nasista sem stundar sjó-
böð og kemst í kynni við
hernámsöflin á Íslandi.
Við skoðum örlög
ástríðufulls orðasafn-
ara, fylgjumst með ung-
um dreng og árekstrum
sem hann lendir í, sér-
kennilegum manni á
spítala og gamalli konu
sem er farin að tapa
fyrri getu sinni til lífs-
bjargar. Persónusköp-
un í sögunum er býsna
áhrifasterk. Höfundur-
inn lýsir aðalpersónum
sínum af miklu innsæi í
mannlega hegðun og mannlegar að-
stæður. 
En jafnframt gætir nokkurrar
kaldhæðni í sögum Úlfs. Mannssýn
hans er nokkuð dökkleit. Aðalpersón-
urnar eiga allajafnan undir högg að
sækja og búa jafnvel við ótta um líf
sitt og limi. Það er yfirleitt ekki mikil
reisn yfir persónunum. Þegar þær
rísa hæst og sýna einhvern manndóm
er það jafnan við kátbroslegar að-
stæður.
Þetta er því nokkuð grimmúðlegur
heimur og stundum svo
að manni finnst nóg um
grimmdina eins og í
sögunni Hörpuleikur.
Hún lýsir einelti
tveggja pilta gegn
gömlum manni og
mannvonsku þeirra
virðist engin takmörk
sett. Ótti gamla manns-
ins gerir hann að al-
gerri mannleysu svo að
lesandi fer að velta fyrir
sér hugtökum á borð
við þrælslund. Svo er
raunar um fleiri sögur.
Það er eins og persónur
Úlfs eigi sér ekki við-
reisnar von. Þær flýja af hólmi, þær
þegja, þær láta yfir sig ganga og þær
skríða í skjól til að deyja eins og fíl-
arnir.
Þetta smásagnasafn Úlfs Hjörvar
er að mörgu leyti vel heppnað og vel
skrifað. Persónurnar lifna á síðum
bókarinnar og lifa með manni og höf-
undi tekst að fá lesandann til að velta
fyrir sér örlögum þeirra og taka af-
stöðu til hinna sérkennilegu sagna og
slíkt er ekki lítil kúnst.
Gráglettni örlaganna 
Úlfur Hjörvar
SMÁSÖGUR 
Sjö sögur
ÚLFUR HJÖRVAR
108 bls. Útg. Nokkrar konur í Reykjavík.
2002
Skafti Þ. Halldórsson
Rómúlía hin eilífa
er eftir Stefán
Snævarr. Sögu-
persónan, Valde-
mar Septímus
Gunnsteinsson
cand.mag., kynnir
lesendum bók-
menntir hins fjar-
læga lands Róm-
úlíu: ævintýri,
smásögur, leikrit, ljóð og valda kafla
úr skáldsögum. Ártalið er 42 fyrir
Krists burð. Mikill floti lætur úr höfn á
leyndum stað á Ítalíu. Skipin flytja lýð-
veldissinna sem ekki una hinum nýju
stjórnarháttum í Rómaborg, einræð-
isstjórn Júlíusar Sesars. Eftir mikla
hrakninga er landi náð á ókunnu ey-
landi. Þarna stofna skipverjar nýtt ríki,
Rómúlíu.
Stefán Snævarr er doktor í heim-
speki og dósent við Háskólann í Lille-
hammer. Hann hefur áður gefið út sjö
ljóðabækur og eitt fræðirit.
Útgefandi er Ormstunga. Bókin er
224 bls., prentuð í Offset. Guðjón Ket-
ilsson teiknaði kápu. Verð: 2.890 kr.
Skáldsaga
Miklir heimspek-
ingar ? Inngangur
að vestrænni
heimspeki er eftir
Bryan Magee í
þýðingu Gunnars
Ragnarssonar.
Í bókinni eru
fimmtán samræð-
ur um hugmyndir
og kenningar margra frægustu og
stórbrotnustu heimspekinga Vest-
urlanda frá Forn-Grikkjum til okkar
daga. Meðal þeirra eru Platón, 
Aristóteles, Descartes, Hume, Kant,
Schopenhauer, Nietzsche, Russell og
Wittgenstein. Bryan Magee, víð-
kunnur enskur heimspekingur, rithöf-
undur og útvarpsmaður, ræðir hér við
fimmtán þekkta heimspekinga um
verk þessara hugsuða. Útlista þeir
torskilin hugtök og flóknar kenningar
á skýru og skiljanlegu máli. Nokkrar
samræðnanna voru fluttar í Rík-
isútvarpinu fyrir fáeinum árum. Gunn-
ar Ragnarsson, fyrrv. skólastjóri
Grunnskólans í Bolungarvík, lærði
heimspeki í Edinborgarháskóla og
hefur m.a. þýtt Lærdómsritin Sam-
ræður um trúarbrögðin og Nytjastefn-
an.
Útgefandi er Hið íslenska bók-
menntafélag. Bókin er 366 bls. Verð.
3.600 kr.
Heimspeki 
Stefán Snævarr
greinir frá
?Romulia, patria
mia?.
Kostuleg frásögn
Íslendings af hinni
fjarlægu Rómúlíu, lítt
þekktum íbúum hennar
og fjölbreytilegum
skáldskap þeirra.
Einn
tveir
og
þrír
6.015

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12