Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opið til 22.00
til jóla
...er með 
allt
 fyrir 
jólin
Jóladagskrá í dag
Jólasveinar á ferðinni kl. 15.00
Jazzdúettinn Desmin kl. 16.00 
spilar þægilegan jólajazz.   
Jólaskemmtun í dag kl.17.00
Sigga, Grétar og jólasveinarnir á torginu 1.hæð
Jazzdúettinn Augnablik kl. 18.00
spilar þægilegan jólajazz.    
Guðmundur Haukur kl. 20.00
píanóleikari, leikur jólalög.   
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði karl-
mann af ákæru ríkissaksóknara fyrir kynferðis-
brot gagnvart stjúpdóttur sinni um margra ára
skeið. Ákært var fyrir nær dagleg kynferðisbrot
frá árinu 1988 eða 1989, er stúlkan var 5 til 6 ára,
fram í desember 2000, er hún var tæplega 18 ára.
Dómur héraðsdóms var fjölskipaður og klofnaði í
afstöðu sinni til málsins með því að einn dómari
vildi sakfella ákærða en tveir sýkna hann. 
Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að
hafa nær daglega haft samræði við stjúpdóttur
sína eða önnur kynferðismök á heimilum þeirra á
Akureyri og í Reykjavík og víðar. Hann var einnig
sakaður um brot gegn 7 ára stúlku árið 1991 á þá-
verandi heimili sínu á Akureyri, en allir dómararn-
ir voru sammála um að sýkna hann af þeirri sök. 
Meirihluti dómenda, sem skipaður var Pétri
Guðgeirssyni og Loga Guðbrandssyni, sagði í nið-
urstöðum sínum, að enda þótt telja yrði líkur á því
að ákærði hefði framið þau kynferðisbrot gegn
stjúpdóttur sinni sem hann var ákærður fyrir,
væru ekki fram komnar fullar sönnur um sekt.
Ákærði neitaði sök
Ákærði hafi frá upphafi neitað sök og verið stað-
fastur og samkvæmur sér í framburði sínum.
Stúlkan hafi og gefið einarðar skýrslur í málinu og
frásögn hennar oft verið átakanleg og ávallt sann-
færandi. Hún og þrír aðrir unglingar hafi hins
vegar tekið sig saman um það þegar lögreglurann-
sókn hófst í málinu að segja ósatt um eitt atvik
málsins. Og er einn þeirra hafi breytt framburði
sínum og viðurkennt að hafa sagt ósatt um málið,
hafi hún reynt að gera framburð hans tortryggi-
legan fyrir dómurunum. 
Minnihlutann skipaði Valtýr Sigurðsson dóms-
formaður og komst í séráliti sínu að þeirri nið-
urstöðu, að sakfella bæri ákærða. Taldi hann til-
greint atvik ekki hafa áhrif á mat á trúverðugleika
framburðar beggja stúlknanna um ákæruatriði
málsins. Væri framburður ákærða að mati dóms-
ins í heild ótrúverðugur. Þegar öll atriði málsins
væru virt taldi hann sannað með vitnisburði stúlk-
unnar, sem fengi stoð af vitnisburðum og öðrum
gögnum málsins, en gegn neitun ákærða, að hann
hafi gerst sekur um að hafa haft við hana samræði
eða önnur kynferðismök með þeim hætti og á þeim
stöðum er í ákæru greinir.
Karlmaður sýknaður af ákæru um ítrekað kynferðisbrot gegn stjúpdóttur
Sekt ákærða ósönnuð þrátt
fyrir líkur á kynferðisbrotum
ÁRNI Ragnarsson,
fyrrverandi kaupmað-
ur, lést á Spáni þriðju-
daginn 17. desember sl. 
Árni var fæddur á
Flateyri við Önundar-
fjörð 16. maí 1935. For-
eldrar hans voru Mar-
grét Jónsdóttir og
Ragnar Jakobsson út-
gerðarmaður.
Árni útskrifaðist frá
Kennaraskóla Islands
1956 og nam síðar við
verslunarskóla í Eng-
landi í eitt ár. Eftir
heimkomuna starfaði
hann við verslunarstörf í Raftækja-
verslun Heklu hf.
Hann keypti Hljóðfærahús
Reykjavíkur ásamt Jó-
hanni bróður sínum og
rak það um áratuga
skeið fyrst í Hafnar-
stræti og síðar við
Laugaveg. Hann seldi
Hljóðfærahúsið og
keypti framköllunar-
fyrirtækið Express við
Suðurlandsbraut og
rak það ásamt eigin-
konu sinni í nær ára-
tug. Þau seldu fyrir-
tækið og fluttust
búferlum til Spánar og
hafa dvalið þar sl. 5 ár.
Eftirlifandi eigin-
kona Árna er Guðfinna Halldórs-
dóttir frá Ísafirði. Þau eignuðust
fjögur börn.
Andlát 
ÁRNI
RAGNARSSON 
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt Hafnarfjarðarbæ til að
greiða myndmenntakennara við
Lækjarskóla 63 þúsund krónur
ásamt dráttarvöxtum á grundvelli
samnings um viðbótarkjör frá 1980.
Stefndi, Hafnarfjarðarbær, taldi að
greiðslur samkvæmt samningnum
hefðu fallið niður við kerfisbreyting-
ar 1. ágúst 2001 og á grundvelli yf-
irlýsingar í kjarasamningi frá 9. jan-
úar 2001 milli sveitarfélagsins og
myndmenntakennara hjá grunnskól-
um Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingunni
sagði að forsendur kjarasamningsins
væru þær að ákvarðanir sem teknar
hafi verið um viðbótarráðningarkjör
sem samið hefur verið um á grund-
velli launategunda kjarasamnings
standi til og með 31. júlí 2001 og falli
þá úr gildi. Stefnandi taldi samning-
inn hins vegar í fullu gildi og krafðist
greiðslu launa og orlofs samkvæmt
honum fyrir tímabilið 1. ágúst 2001
til 1. febrúar 2002.
KÍ og Félag grunnskólakenn-
ara ekki með samningsumboð
Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að
með kjarasamningi séu lágmarks-
kjör launþega ákveðin. Með samn-
ingi um yfirborgun eða persónu-
bundin viðbótarkjör væri komið út
fyrir svið kjarasamnings. Hafi Kenn-
arasamband Íslands og Félag
grunnskólakennara ekki haft umboð
til að semja um afnám slíkra ráðn-
ingarkjara þá er kjarasamningurinn
9. janúar 2001 var undirritaður. Að
þessu virtu væri engin ástæða til að
leggja annan skilning í efni um-
ræddrar yfirlýsingar en þann sem
vitnisburður Eiríks Jónssonar, for-
manns KÍ, og Guðrúnar Ebbu Ólafs-
dóttur, fyrrverandi formanns Félags
grunnskólakennara, fæli í sér. Í vitn-
isburði Eiríks kom fram að yfirlýs-
ingunni væri í hans huga stefnt gegn
samningum um viðbótarkjör sem
gerðir hefðu verið í kjölfar kjara-
samnings frá 1997. Ekki hefði verið
hugsunin að samningar þessir féllu
sjálfkrafa niður 1. ágúst 2001 á
grundvelli yfirlýsingarinnar, enda
hefði KÍ ekkert umboð til að semja á
þann veg fyrir hönd félagsmanna
sinna. Þá sagði í vitnisburði Guðrún-
ar Ebbu að yfirlýsingunni hafi verið
ætlað að taka til samninga eða ein-
hliða ákvarðana sveitarfélaga um
viðbótarkjör til handa kennurum í
kjölfar kjarasamningsins frá 1997.
Dómurinn taldi vitnisburð Eiríks og
Guðrúnar Ebbu ekki fara í bága við
efni yfirlýsingarinnar. Leit dómur-
inn því svo á að með henni hafi KÍ
skuldbundið sig til þess eins að að-
hafast ekki þótt samningum um per-
sónubundin viðbótarkjör, yrði sagt
upp frá með 1. ágúst 2001. Af þessu
og framangreindu leiddi að með yf-
irlýsingunni yrði ekki létt af sveit-
arfélögunum þeirri kvöð að þurfa að
segja þessum samningum upp með
lögformlegum hætti að því marki
sem samningsákvæði leiddu ekki
sjálfkrafa til þess að þeir féllu úr
gildi. Gæti í engu breytt þótt hinn
nýji kjarasamningur hefði falið í sér
mikla kerfisbreytingu til hagsbóta
fyrir kennara og leitt til umtals-
verðrar launahækkunar þeim til
handa.
Sérgreinakennarar í Hafnarfirði unnu dómsmál sem þeir höfðuðu gegn bænum vegna launamála
Fá greidd viðbótarlaun
óháð kjarasamningnum
UM EITT þúsund minkar drápust er
eldur kom upp í loðdýrabúinu Dýr-
holti skammt sunnan Skáldalækjar í
Svarfaðardal í fyrrinótt. Tilkynnt
var um eldinn laust eftir fimm um
nóttina. Slökkvistarf gekk erfiðlega
til að byrja með vegna vatnsskorts
og komu slökkvilliðsmenn frá Ólafs-
firði og Akureyri með tankbíl til að-
stoðar slökkviliðinu á Dalvík. Slökkt
hafði verið í laust eftir klukkan átta
í gærmorgun.
Dýrholt er eins og áður sagði loð-
dýrabú og er ekki um annan búskap
að ræða þar. Húsið samanstóð af
tveimur skálum þar sem tengibygg-
ing var á milli, en þar kom eldurinn
upp. Tengibyggingin brann til
grunna ásamt þeim tækjum og tól-
um sem þar voru og efra húsið virð-
ist mjög illa farið. Öll dýr í því húsi
drápust, alls um 1.000 minkar, en
neðra húsið slapp og dýrin sem þar
voru.
Ljóst er að eigendur Dýrholts
hafa orðið fyrir miklu tjóni. Slátrun
var nýlokið og verkun skinna stóð
yfir. Eitthvað af skinnum var í
frystigámi sem tókst að bjarga.
Lögregla var að störfum í gær en
grunur um eldsupptök beinist að
rafmagni.
Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Jónatansson
Mikið tjón varð í eldsvoðanum í minkabúinu í Dýrholti í Svarfaðardal.
Tengibygging og annar skálinn eyðilögðust og um 1.000 minkar drápust.
Um eitt þúsund minkar 
drápust í eldsvoðanum 
Dalvík. Morgunblaðið.
OPNAÐUR hefur verið vefur á
mbl.is með yfirliti yfir frétt-
næmustu atburði liðins árs. Á
þeim vef er hægt að skoða
helstu fréttir hvers mánaðar
fyrir sig en einnig má sjá lista
yfir helstu fréttir í hverjum
efnisflokki, innlendar, erlend-
ar, íþróttir og svo má telja. Á
upphafssíðu vefjarins er einnig
tengill á sérstakan myndaannál
þar sem hægt er að skoða
helstu fréttamyndir ársins, inn-
lendar sem erlendar og einnig
að sjá úrval mynda sem ljós-
myndarar Morgunblaðsins
hafa tekið á árinu.
Vefurinn er aðgengilegur frá
forsíðu mbl.is; er þar að finna
efst til hægri undir liðnum Nýtt
á mbl.is.
Frétta-
yfirlit á
mbl.is
16 ÁRA piltur meiddist á fæti
er hann hrasaði í Súlum, bæj-
arfjalli Akureyringa í gær. Tal-
ið var að hann hefði fótbrotnað
og var hann sóttur upp í fjallið
af 18 liðsmönnum björgunar-
sveitarinnar Súlna og borinn
niður á sjúkrabörum. Pilturinn
var á gangi ásamt félaga sínum
þegar slysið varð og gátu þeir
hringt eftir aðstoð með gsm-
síma. Aðstæður til björgunar-
aðgerða voru ágætar þótt ávallt
sé erfitt og vandmeðfarið að
bera fólk langar vegalengdir í
sjúkrabörum.
Meiddist
á fæti í 
fjallgöngu
STEFÁN Kristjánsson vann sinn
annan sigur á Heimsmeistaramóti
unglinga, 20 ára og yngri, sem
fram fer í Goa á Indlandi, er hann
lagði litháíska skákmanninum
Asauskas Henrikas (2331). Stefán
hefur nú 7½ vinning og er í 8.?18.
sæti. 
Davíð Kjartansson tapaði hins
vegar fyrir hvít-rússeska skák-
manninum Dmitry Poliakov (2300)
og hefur 5½ vinning og er í 53.?66.
sæti. Efstur er armenski stór-
meistarinn Levon Aronian (2581)
með 9 vinninga.
Í 13. og síðustu umferð sem
fram fer í dag föstudag mætir
Stefán kínverska alþjóðlega meist-
aranum Ni Hua Ni (2545) en Davíð
mætir indverska alþjóðlega meist-
aranum Sandipan Chanda (2510). 
Nálægt
toppnum á
HM unglinga

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68