Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EIN milljón Kambódíumanna kom
saman í höfuðborg landsins,
Phnom Penh, í gær til að fylgjast
með því er nokkrir merkir
búddhatrúarmunir voru fluttir í
nýja grafhvelfingu. Stýrði Noro-
dom Sihanouk Kambódíukonungur
hátíðlegri athöfn á Udong-hæð í
Phnom Penh, en þar verður mun-
unum komið fyrir í 42 metra hárri
grafhvelfingu sem reist var sér-
staklega af þessu tilefni. Um er að
ræða bein og tönn, sem sögð eru
leifar Búddha sjálfs. Konungurinn
sagði að grafhvelfingin hefði verið
reist á stað sem stjörnuspekingar
segðu að myndi ?færa þjóðinni
frið, stöðugleika, hamingju, stöð-
ugar framfarir, hagsæld, tign og
dýrð?.
AP
Búddha-
munum
komið fyrir
STJÓRN George W. Bush Banda-
ríkjaforseta hyggst ákveða í síðustu
vikunni í janúar hvort hefja eigi
hernað í Írak, að sögn heimildar-
manna The Washington Post. Þeir
segja að Bandaríkjastjórn telji sig
geta sannfært önnur aðildarríki ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um
að Írakar hafi brotið gegn ályktun
þess og fengið það til að heimila
valdbeitingu fyrir lok janúar.
Hans Blix, formaður vopnaeftir-
litsnefndar Sameinuðu þjóðanna í
Írak, kom fyrir öryggisráðið í gær
og sagði að Írakar hefðu ekki gert
fulla grein fyrir vopnaeign sinni í
12.000 síðna skýrslu, sem þeir lögðu
fram fyrr í mánuðinum, eins og þeim
bar samkvæmt nýjustu ályktun ör-
yggisráðsins í Íraksmálinu. Mörgum
spurningum væri ósvarað, einkum
hvað varðar efnavopn þeirra, og
halda þyrfti vopnaeftirlitinu áfram.
Blix sagði að Írakar hefðu ekki
hindrað vopnaleit eftirlitsnefndar-
innar en í skýrslu þeirra kæmi ?til-
tölulega lítið? fram sem staðfesti
fullyrðingar þeirra um að þeir hefðu
eyðilagt öll gereyðingarvopn sín.
Mohamed ElBaradei, yfirmaður
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar (IAEA), kom einnig fyrir örygg-
isráðið og sagði að engar nýjar upp-
lýsingar hefðu komið fram í
greinargerð Íraka um kjarnorku-
vopnaáætlun þeirra og frekari rann-
sóknir væru nauðsynlegar.
Eftir fund öryggisráðsins lýsti
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, því yfir að Írakar
hefðu brotið gegn ályktun þess með
því að veita ekki réttar upplýsingar
um vopnaeign sína.
Vendipunktur 27. janúar
Gert er ráð fyrir því að á fundi ör-
yggisráðsins 27. janúar leggi Blix
fram fyrstu ýtarlegu greinargerð
sína um vopnaskýrslu Íraka og sam-
starf þeirra við eftirlitsnefndina.
Bandarískir embættismenn segja
að með því að bíða þar til í lok jan-
úar, fremur en að knýja öryggisráð-
ið til að lýsa því strax yfir að Írakar
hefðu brotið gegn ályktuninni með
því að gera ekki grein fyrir öllum
vopnum sínum, sýni Bandaríkja-
stjórn að hún vilji taka á málinu á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með
því að bíða í mánuð til viðbótar fái
Bandaríkjastjórn nægan tíma til að
sanna sitt mál með rökum sem Írak-
ar geti ekki hrakið og önnur aðild-
arríki öryggisráðsins geti ekki snið-
gengið.
Colin Powell sagði í fyrradag að
önnur aðildarríki öryggisráðsins
væru sammála Bandaríkjastjórn um
að vopnaskýrsla Íraka væri ófull-
komin.
Bandarískir embættismenn segja
að stjórn Bush hafi komist að þeirri
niðurstöðu að besta leiðin til að
koma í veg fyrir að bandalagið gegn
Írökum riðlist sé að fallast á að
Sameinuðu þjóðirnar haldi vopna-
leitinni áfram þar sem stjórnin sé
sannfærð um að Írakar láti aldrei
vopn sín af hendi eða leggi fram þær
upplýsingar sem leitað hefur verið
eftir. Þeir telja einnig að Írakar
hætti samstarfinu við vopnaeftirlits-
nefndina þegar hún óskar eftir því
að fá að yfirheyra íraska vísinda-
menn og vopnasérfræðinga utan
Íraks.
Yfirmenn Bandaríkjahers hafa
sagt að hagstæðasti tíminn til að
gera innrás í Írak sé í lok janúar eða
byrjun febrúar.
Hyggst ákveða í lok janúar
hvort hefja eigi stríð
Reuters
Hans Blix, formaður vopnaeftirlits-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, ræð-
ir við fréttamenn eftir fund örygg-
isráðsins í gær.
Washington. AP, The Washington Post, AFP.
HUNDRUÐ íranskra Bandaríkja-
manna gengu um götur Los Angeles
í fyrradag til að mótmæla handtöku
tuga karlmanna frá Mið-Austurlönd-
um sem voru handteknir á mánudag
þegar þeir mættu á opinberar skrif-
stofur til að skrá sig samkvæmt
hertum reglum um innflutning fólks
frá Mið-Austurlöndum.
Margir mótmælendanna héldu á
skiltum með áletrunum eins og
?Stöðvið mannréttindabrotin? og
?Hvað varð um frelsið og réttlætið??.
?Allir Íranar sem búa í Bandaríkj-
unum eru harðduglegt fólk,? sagði
einn mótmælendanna. ?Þeir eru vel
menntaðir, þeim þykir vænt um
þetta land og þeir eru allir andvígir
hryðjuverkum.?
Innflytjendaeftirlitið vildi ekki
skýra frá því hversu margir voru
handteknir. Fregnir hermdu að
a.m.k. 90 manns hefðu verið hand-
teknir í San Diego og Orange-sýslu
og hugsanlega hundruð manna í Los
Angeles.
Innflytjendaeftirlitið kvaðst að-
eins hafa handtekið þá sem reyndust
vera með útrunnar vegabréfsáritan-
ir, ekki fólk með gilt landvistarleyfi.
Flestir hinna handteknu voru látnir
lausir gegn tryggingu og bíða dóms-
úrskurðar um hvort þeim verður vís-
að úr landi.
Á mánudag rann út frestur ír-
anskra, íraskra, líbýskra, súdanskra
og sýrlenskra ríkisborgara til að
skrá sig hjá bandarískum yfirvöld-
um. Samkvæmt nýju reglunum eiga
um 35 milljónir erlendra ríkisborg-
ara í Bandaríkjunum að skrá sig og
gert er ráð fyrir því að það taki þrjú
ár.
Bandaríkin
Handtöku
útlendinga
mótmælt
Los Angeles. AFP.
HJARTAÁFÖLLUM í Bret-
landi fjölgaði um 25% þegar
enska landsliðið í knatt-
spyrnu tapaði fyrir Argentínu
í vítaspyrnukeppni í heims-
meistarakeppninni 1998. Er
þetta niðurstaða rannsóknar
er birt verður í læknaritinu
British Medical Journal á
morgun.
Douglas Carroll, við
íþrótta- og æfingavísindadeild
Háskólans í Birmingham, og
samstarfsmenn hans athug-
uðu sjúkrahússinnlagnir dag-
inn sem leikurinn fór fram,
30. júní, og fimm næstu daga.
Voru þær upplýsingar bornar
saman við upplýsingar um
innlagnir þessa sömu daga
árin á undan og eftir og í
mánuðinum áður en heims-
meistaramótið fór fram.
Í ljós kom að innlögnum
vegna hjartaáfalls fjölgaði um
55 vegna úrslita leiksins. Nið-
urstöðurnar þóttu svo sláandi
að höfundar rannsóknarinnar
leggja til að vítaspyrnu-
keppnir verði aflagðar á þeim
forsendum að þær geti verið
ógn við almannaheill.
Heilsufarsógnin sem stafar
af vítaspyrnukeppnum kom
fyrst í ljós í rannsókn sem
gerð var á læknadeild Há-
skólasjúkrahússins í Utrecht í
Hollandi. Þegar hollenska fót-
boltalandsliðið var slegið út
úr Evrópukeppninni 1996
fjölgaði þeim körlum er létust
af völdum heila- eða hjarta-
áfalls í Hollandi um 50 pró-
sent.
Fótbolti
er hjart-
ans mál
París. AFP.
EFNT var til verkfalls í indverska
hluta Kasmír í gær til að mótmæla
dauðadómi yfir þremur múslímum
sem indversk yfirvöld saka um að
hafa aðstoðað við skipulagningu
árásar á þinghúsið í Nýju Delhí sem
leiddi næstum til stríðs milli Ind-
lands og Pakistans.
Leiðtogar aðskilnaðarsinna og
samtök lögfræðinga í Kasmír for-
dæmdu dauðadómana og stóðu fyrir
verkfallinu. Verslunum var lokað og
atvinnulífið lamaðist víðast hvar.
Götumótmæli blossuðu upp á nokkr-
um stöðum.
Dómstóll í Nýju Delhí, sem fjallar
um hryðjuverkamál, dæmdi menn-
ina til hengingar í fyrradag eftir að
hafa fundið þá seka um að hafa átt
aðild að morðum og háð stríð gegn
Indlandi.
Mennirnir tóku ekki þátt í árás-
inni á þinghúsið 13. desember í fyrra
þegar fimm uppreisnarmenn frá
Kasmír urðu níu manns að bana, átta
lögreglumönnum og garðyrkju-
manni, áður en þeir féllu í átökum við
öryggissveitir. Sakborningarnir eru
sagðir hafa aðstoðað við að undibúa
árásina og veitt árásarmönnunum
húsaskjól í Nýju Delhí.
Dómarinn sagði að tveir mann-
anna væru félagar í íslamskri hreyf-
ingu, Jaish-e-Mohammed, sem berst
gegn indverskum yfirráðum í Kasm-
ír. Markmiðið með árásinni á þing-
húsið hefði verið að myrða forsætis-
ráðherra Indlands, Atal Bihari
Vajpayee, og innanríkisráðherrann,
Lal Krishna Advani, sem er einnig
aðstoðarforsætisráðherra, og taka
þingmenn í gíslingu.
Indverjar sökuðu pakistönsku
leyniþjónustuna og íslamskar hreyf-
ingar í Pakistan um að hafa staðið
fyrir árásinni, sem varð til þess að
indverska stjórnin sendi hundruð
þúsunda hermanna að landamærun-
um og óttast var að stríð myndi
blossa upp.
Mennirnir, sem eru allir indversk-
ir ríkisborgarar, héldu fram sakleysi
sínu og ætla að áfrýja dauðadómun-
um. ?Ef það er hryðjuverkastarf-
semi að biðja um að Kasmír fái frelsi
þá er ég hryðjuverkamaður,? sagði
einn þeirra. 
Dauðadómum mótmælt
harðlega í Kasmír
Nýju Delhí. AP, AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68