Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Jól 2002 Öðruvísi jólaskreytingar Full búð af nýjum gjafavörum Sjón er sögu ríkari BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ákveðið að hækka útsvar úr 12,7 í 13,03% á næsta ári. Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eru með óbreytt út- svar. Gjald fyrir sorphreinsun og eyð- ingu hækkar í öllum sveitarfélögunum en önnur fasteignagjöld á einstaklinga eru að mestu óbreytt frá árinu sem er að líða. Sveitarfélögin eru að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og tvö þeirra hafa samþykkt áætlanir sínar, Reykjanesbær og Vatnsleysustrand- arhreppur. Litlar breytingar virðast vera á skattaálögum á íbúana, nema hvað Grindvíkingar þurfa að borga hærra útsvar en á þessu ári. Með því að hækka útsvarið um 0,33%, í 13,03%, nýtir Grindavíkurbær að fullu þá heimild sem Alþingi veitti sveitarfélögunum á síðasta ári til að auka tekjur sínar af útsvari. Hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps ákvað strax að nýta sér þessa heimild en önnur ekki. Í Sandgerði verður útsvarið áfram lægst, 12,6%, en litlu hærra í Reykja- nesbæ og Gerðahreppi, 12,7%. Meðalútsvar samkvæmt tilkynn- ingu félagsmálaráðuneytisins er 12,8% og er miðað við það hlutfall í stað- greiðsluinnheimtu. Íbúar Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps þurfa að greiða það útsvar sem er umfram þetta hlutfall við skattaálagningu sum- arið 2004, vegna tekna á árinu 2003. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að nauðsynlegt hafi þótt að auka tekjur bæjarsjóðs til að ná endum saman við gerð fjárhags- áætlunar. Ólafur segir að á árinu 2002 hafi bæjarsjóður fengið greiðslu sem ákveðin var í tengslum við breytingu á Hitaveitu Suðurnesja í hlutafélag. Slíkar greiðslur berist ekki á næsta ári. Þá hafi rekstrarkostnaður hækk- að, ekki síst launakostnaður, og aukn- ar lántökur leiði til meiri vaxtakostn- aður og hærri afborgana lána. Ljóst er að víðar en í Grindavík er erfitt að ná endum saman í fjárhags- áætlunargerð en aðrar sveitarstjórnir á Suðurnesjum hafa ekki ákveðið að leysa vandann með hækkun á útsvari. Hins vegar eru víða hækkanir á leik- skólagjöldum og öðrum þjónustu- gjöldum sveitarfélaganna. Svipaðir fasteignaskattar Samanlagður fasteignaskattur, hol- ræsagjald og vatnsgjald verða 0,66% í Sandgerði, Garði og Vogum en heldur hærra í Grindavík (0,767%) og hæst í Reykjanesbæ 0,68%. Eru þetta óbreyttar hlutfallstölur frá árinu 2002. Gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu hefur hins vegar hækkað verulega hjá öllum sveitarfélögunum. Fjögur sveit- arfélaganna leggja á 8.000 kr. gjald fyrir þessa þjónustu, um 2.000 kr. meira en á árinu sem er að ljúka, en Reykjanesbær er með heldur lægra gjald, eða 5.300 krónur og er það 2.400 kr. hækkun frá árinu í ár. Sorpeyðingar- og sorphirðugjöldin eru sjálfstæðir tekjustofnar sem sveit- arfélögin hafa og þau nota til að standa undir kostnaði við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sem annast þessa þjón- ustu fyrir þau. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- laga á Suðurnesjum sem reka sorp- eyðingarstöðina, segir að sveitarfélög- in skipti áætluðum kostnaði við fyrirtækið, að frádregnum öðrum tekjum þess, á milli sín samkvæmt íbúafjölda. Getur þessi kostnaður því verið aðeins mismunandi milli sveitar- félaganna. Guðjón segir að innheimt gjald hafi verið mjög lágt og verið sé að hækka það í áföngum. Nefnir hann sem dæmi að sorphirðan ein og sér kosti 6.200 krónur á íbúð og þá sé eftir að eyða sorpinu. Í lok næsta árs verð- ur tekin í notkun ný sorpeyðingarstöð og má búast við auknum kostnaði vegna þess átaks. Lóðarleiga sveitarfélaganna er nokku mismunandi, frá 1% í Gerða- hreppi og upp í 2% í Reykjanebæ og Sandgerði. Hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps ákvað að lækka lóðar- leigu á landi sínu úr 1,4 í 1,2%. Mis- jafnt er hvaða þýðingu þessi pró- sentutala hefur, bæði vegna þess að í sumum sveitarfélögunum er stór hluti lóða í einkaeigu og vegna þess að víða eru í gangi gamlir lóðarleigusamning- ar þar sem leiga er reiknuð út frá tíma- kaupi verkamanna og stærð lóðar en ekki fasteignamati. Getur munað á annan tug þúsund Við samanburð á sveitarfélögunum, samkvæmt meðfylgjandi töflu, virðast álögur vera lægstar á íbúa í Sandgerði en hæstar í Grindavík. Meðalfjölskyld- ur í Grindavík og Vatnsleysustrandar- hreppi gætu þurft að greiða 10 til 20 þúsund króna hærra útsvar og fast- eignagjöld á næsta ári en sambærileg fjölskylda í Sandgerði, svo dæmi sé tekið. Grindavík og Vogar með hæsta útsvarið Suðurnes (&) ' *+!  # % ,--.                              !    ! "#   $% &'%   (  &/+ 0 %* arstjórn hafði staðfest á síðasta fundi sínum. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að núverandi húsaleigusamn- ingum verði sagt upp eftir áramótin, með sex mánaða fyrirvara, og end- urnýjaðir samningar verði gerðir samkvæmt nýjum útreiknings- reglum sem bæjarstjórn hafi sam- þykkt. Segir Ólafur að með uppsögn samninga vilji bæjarráðsmenn hafa vaðið fyrir neðan sig við framkvæmd breytingarinnar enda hafi ýmis önn- ur sveitarfélög, til dæmis Reykja- nesbær, farið þá leið. Með þessari til- lögu sé reynt að standa sóma- samlega að málinu gagnvart íbú- unum. GRINDAVÍKURBÆR er að falla frá áformum um að hækka húsaleigu á félagslegum íbúðum í eigu sveitar- félagsins um áramót. Í staðinn verð- ur húsaleigusamningum sagt upp þannig að hækkunin komi til fram- kvæmda næsta sumar. Bæjarráð tók í fyrradag fyrir er- indi kennara við Grunnskóla Grinda- víkur þar sem hækkunum á húsa- leigu er mótmælt. Kennarar, sem búa í þessum íbúðum, telja húsaleig- una hluta af starfskjörum sínum. Af því tilefni ákvað bæjarráðið að leggja til við bæjarstjórn að fresta fyrirhuguðum hækkunum sem bæj- Hækkun á húsa- leigu frestað Grindavík JÓLABALL hjá Vísi hf. í Grinda- vík er nýtt af nálinni. Ekki var annað að sjá á ungum sem eldri en gaman væri að ganga kringum jólatréð við undirleik nú á dög- unum þegar blaðamann bar að garði. Það er fyrir tilstilli starfsmanna- félagsins á staðnum sem starfs- menn og börn þeirra dönsuðu kringum jólatréð í matsal starfs- manna. „Stefnan að gera eitthvað fyrir börn starfsmanna í kringum árshátíð okkar. Í fyrra fórum við í keilu en í ár er það jólaball með jólasveini og öllu tilheyrandi,“ sagði Grímur Jónsson, gjaldkeri nefndarinnar. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Göngum við í kringum Grindavík VIÐ messu í Hvalsneskirkju fyrir skömmu voru kirkjunni færðar gjafir. Meðal þeirra er ný skál í liðlega 170 ára gamlan skírnar- font sem í kirkjunni er. Afkomendur hjónanna frá Bala, Guðmundar Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, færðu kirkjunni 50 sálmabækur og Biblíu til minningar um hjónin. Guð- mundur var formaður sókn- arnefndar í 20 ár og meðhjálpari í 8 ár. Þá gaf Kristmann Guðmundsson skírnarskál í elsta skírnarfont kirkjunnar til minningar um Snjó- laugu Sigfúsdóttur, eiginkonu sína. Skálin er gerð úr leir og gleri af Kolbrúnu Vídalín í lista- smiðjunni Nýrri vídd í Sandgerði en sjálfur skírnarfonturinn er frá árinu 1828. Skálin var notuð í fyrsta sinn við athöfnina þegar séra Björn Sveinn Björnsson skírði son Rósu Önnu Björgvinsdóttur og Arnars Bjarkasonar og hlaut drengurinn nafnið Kristján Ingi. Gáfu nýja skál í 170 ára gamlan skírnarfont Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hvalsnes SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherran, heim- sækir endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville í dag, föstudag. Ráðherra mun kynna sér helstu þætti meðferðarstarfs Byrgisins, sem meðal annars hefur verið með fanga til end- urhæfingar á Rockville. Heimsókn Sólveigar mun ljúka með því að boðið verður upp á kaffi og síðan mun hún ávarpa Byrgisfólk. Dómsmálaráð- herra heim- sækir Byrgið Rockville Um 40 hús hafa verið tilnefnd í sam- keppnina um Ljósahús Reykjanes- bæjar 2003. Úrslit verða tilkynnt og verðlaun afhent við athöfn sem fram fer í Duus-húsum klukkan 17 í dag. Á sama tíma verður tilkynnt hver hefur verið valinn fallegasti jólagluggi verslana í bænum, fallegasta heildar- mynd á götu og fallegasta jólaskreyt- ing á fjölbýlishúsi og raðhúsi. Í DAG SAMKAUP hf. verða reyklaus vinnustaður um næstu áramót. Eftir þau verða reykingar óheimilar í hús- næði fyrirtækisins og á lóðum og starfsmönnum verður óheimilt að reykja á vinnutíma. Hjá Samkaupum starfa tæplega 600 starfsmenn í 26 verslunum og deildum. Fram kemur í fréttatil- kynningu að undanfarna mánuði hef- ur breytingin verið undirbúin með útgáfu fræðsluefnis og kynningu meðal starfsfólks. Þá hefur starfsfólkinu staðið til boða að sækja námskeið á vegum Krabbameinsfélagsins því að kostn- aðarlausu. Starfsmönnum hefur jafnframt staðið til boða, fram að áramótum, að fyrirtækið greiði and- virði eins mánaðar skammts af hjálp- arlyfi að eigin vali. Samkaup verða reyklaus Suðurnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.