Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 49
og Ísafjarðar. En við spjölluðum sam-
an í síma og það var svo gaman að
setjast niður og pára nokkrar línur til
að senda til ?ömmu löngu? ásamt
myndum af barnabarnabörnunum. 
Yngstu afkomendurnir hennar
ömmu fengu ekki að hitta hana í þess-
ari jarðvist. En Daníel Gunnar og Ás-
dís Soffía og Helgi stóri bróðir munu
um ókomin ár heyra sögur af sum-
ardvölinni hennar mömmu hjá ömmu
á Flateyri og borða vínarbrauð og
snúða í ?drekkutíma? eftir uppskrift-
unum hennar. Núna er amma langa
komin til Guðs og englanna og Ár-
manns og ömmu löngulöngu Guðrún-
ar. Ég veit að saman munu þau vaka
yfir öllum litlu englunum hennar
ömmu hér á jörðu niðri þessi jól. 
Íris Erlingsdóttir.
Elskuleg móðursystir mín, Magga
frænka, er fallin frá, ég held að hún
hafi verið farin að bíða eftir að ?Lykla
Pétur? kæmi og opnaði fyrir henni,
þreytt og lúin var hún orðin að und-
anförnu. Þegar við fluttumst til Flat-
eyrar úr sveitinni okkar, í næsta hús
við Möggu frænku og Gumma
frænda, var ég sjö ára gömul, ferðir
mínar yfir garðana okkar til þeirra
voru nokkuð margar. Á þessum árs-
tíma var sérstaklega líflegt, börnin
þeirra komin heim í jólafrí og þá beið
ég ekki með mínar heimsóknir því
auðvitað mátti ekkert framhjá mér
fara. Um leið og ég kom í dyrnar á
bakvið var vel tekið á móti mér,
Gummi fór í kjallarann að sækja app-
elsín, hann vissi að mér þótti það best,
Magga kom með smákökur og síðan
var spilað, mikið talað og hlegið.
Magga frænka var yndisleg kona sem
vissi um hvað lífið snerist, minningar
og myndir um hana koma upp í huga
minn núna, hún með garðhanskana
og fötu að vinna í garðinum eða skúr-
ingagræjur að þrífa skólann eða
frystihúshúfu á höfðinu á leið í vinnu. 
Það reykir enginn eins og hún
gerði, það var alveg sérstök athöfn. 
Fyrir nokkrum árum sagði
mamma mér að hún hefði gefið
Möggu sígarettupakka í einhverja
tækifærisgjöf og ég varð mjög hissa
en ákvað að segja ekkert um það en
mamma sá svipinn á mér og var fljót
að segja: ?Hún notar þetta,? enda gef-
ur mamma alltaf nytsamar gjafir. 
Umhyggja mömmu fyrir systrum
sínum hefur verið einstök, stundum
hefur mér fundist hún vera ein af
hjúkrunarkonunum á Hlíf en ekki
einn af íbúum Hlífar. Ég vil þakka
kærri frænku minni þá góðvild og
gæsku sem hún sýndi mér og orð
hennar: ?Ó, hvað þetta er fínt hjá
þér,? eru á við heila bók af þakkarorð-
um, bara af því hvernig hún sagði þau. 
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnasta
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Villa mín, þú varst mömmu
þinni yndisleg í hennar veikindum og
óeigingjörn á tímann þinn sem þú
gafst henni, heimsóttir hana daglega.
Fyrir það vill mamma mín þakka þér.
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég
til föðurbróður míns Gumma, barna
þeirra og fjölskyldna. Blessuð sé
minning hennar. 
Álfhildur Jónsdóttir 
og fjölskylda.
Elsku amma. Þegar við fæðumst á
þessa jörð nakin og hjálparlaus, er að-
eins eitt sem er víst, að einn daginn
verðum við tekin aftur. Guð sækir
alltaf englana sína. Aðfaranótt mið-
vikudags þann 11. desember kom
hann og sótti þig. Þetta er löng för og
langt þangað til við sjáumst aftur sem
gerir það svo erfitt að kveðja.
Það er af mörgu að taka þegar við
hugsum til þín, enda hefur þú verið
hluti af lífi okkar svo lengi sem við
munum. 
Okkar fyrstu minningar um þig er-
um við ekki eldri en 3-4 ára, þegar þú
og afi komuð í heimsókn á Eyrar-
bakka, þá voru nú lætin og ekki
minnst þegar dregið var upp eitthvert
góðgæti, það vantaði aldrei. Svo flutt-
umst við til Ísafjarðar og þá urðu
fundirnir ekki eins tíðir. Gleðin var
ekki minni þegar við systur fengum
að fara í heimsókn til ömmu og afa í
Hveragerði, þær eru óteljandi minn-
ingarnar sem við eigum þaðan, það
væri efni í heila bók. Þau voru mörg
prakkarastrikin og þegar við komum
heim eftir erfiðan dag þá beiðst þú
alltaf eftir okkur með opna arma og
eitthvert heimabakað góðgæti, sem
var að sjálfsögðu vel þegið enda í
miklu uppáhaldi.
Svo líða árin og maður verður eldri
og vitrari og einn daginn ert þú ekki
bara amma sem bakar góðar kökur
og kyssir á bágtið, heldur einnig góð-
ur vinur og alveg frábær hlustandi.
Það var svo gaman að segja þér frá.
Þú hlustaðir með miklum áhuga og
svo var hlegið innilega eftir á. Ekki
voru þínar sögur leiðinlegri. Það var
ekki erfitt að vinna upp kynslóðam-
uninn þegar við systur sátum með þér
við eldhúsborðið í Stórholtinu þar
sem þú sast ósjaldan og lagðir kapal,
enda voru spilin þín alltaf slitin, jafn-
vel þó að þú fengir alltaf ný spil í jóla-
gjöf frá afa á hverju ári.
Eitt var þó alltaf víst, þegar farið
var í heimsókn til þín að við fórum
aldrei svangar heim. Það tókst þú
ekki í mál. Það er einnig þér að þakka
að okkur systrum var sjaldan kalt á
tánum yfir veturinn því þú sást alltaf
til þess að prjónað væri nóg af ull-
arsokkum í öllum regnbogans litum.
Ekki var heldur sparað á hrósið
þegar þú varst annars vegar. Það
skipti ekki máli hversu oft á dag við
hittum þig, þú gafst okkur alltaf koss
og lést okkur vita hversu stolt þú vær-
ir af okkur.
Elsku amma, við vitum að þú hefur
það gott þar sem þú ert núna, dans-
andi á skýjunum með öllum hinum
englunum. Þó að þú sért ekki meðal
okkar lengur munt þú alltaf lifa í
hjörtum okkar. Einn daginn munum
við sjá þig aftur. 
Við munum alltaf elska þig.
Ástarkveðja.
Alda og Brynja.
Elsku amma, margar góðar minn-
ingar koma upp í huga okkar þegar
við hugsum til baka. Allar næturnar
sem við systurnar gistum hjá ykkur
afa, þá varstu alltaf svo góð við okkur.
Þér fannst gaman að snúast í kring-
um okkur, varst alltaf tilbúin með
smákökur og mjólk fyrir okkur þegar
við vöknuðum og þá var gott að sitja
hjá þér við eldhúsborðið og hlusta á
allar sögurnar sem þú hafðir að segja
frá því þegar þú varst ung. Alltaf áttir
þú líka eitthvað gott í skápnum fyrir
ömmubörnin þín þegar eitthvað bját-
aði á. 
Það verða tómleg jól án þín, við
vorum vön að borða saman á Þorláks-
messu og jóladag á meðan heilsa þín
leyfði. 
Þó að sorglegt sé að kveðja þig vit-
um við að þú ert komin í betri heim
þar sem þú getur stigið dans með Ár-
manni frænda eins og þú hafðir talað
um þegar við heimsóttum þig á
sjúkrahúsið. Núna færðu hvíldina
góðu sem þú varst svo lengi búin að
þrá. 
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil.
Hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
Hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin ? amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann,
lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir ? amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Við þökkum þér, elsku amma, fyrir
allar stundirnar sem við áttum saman
og biðjum guð að geyma þig. 
Þínar dótturdætur
Edda Rún og Drífa Hrund.
Það eru rúmlega tuttugu og fimm
ár síðan að ég dvaldi sumarlangt hjá
ömmu og afa á Flateyri. Þessi tími
kemur fyrst upp í huga mér þegar ég
fer að minnast þín, elsku amma. Þetta
var dýrmætur og lærdómsríkur tími,
sem hefur skilið eftir sig spor sem
hafa fylgt mér alla tíð síðan. Ég lærði
af þér að virkja þann mikla kraft og
eldmóð sem býr innra með okkur öll-
um. Þessi kraftur sem þú hafðir var
alveg ótrúlegur og mér verður oft
hugsað til þess hvort klukkan hafi
gengið á öðrum hraða hjá þér. 
Við vorum þrír karlmenn á heim-
ilinu. Venjulegur dagur gekk þannig
fyrir sig að meðan á morgunverði stóð
gekkst þú frá nesti fyrir allan hópinn,
auk þess að útbúa morgunmat og
hafa þig til í vinnu sjálf. Unnið var
fram að hádegi og þá komum við öll í
hádegismat. Karlarnir settust við
borðið og ræddu heimsmálin, þú sem
varst líka að koma úr vinnu eldaðir
heita máltíð, lagðir á borð, hrærðir í
eina köku eða tvær, útbjóst nýtt nesti
fyrir allan hópinn og náðir oft að halla
þér í fimm mínútur áður en haldið var
til vinnu á ný. Á hverju kvöldi var síð-
an sest að kaffiborði sem svignaði
undan kökum og kræsingum sem þú
hafði af útbúið af svo einstakri lagni.
Ég horfði oft á þig, án þess þó að
detta í hug að rétta þér hjálparhönd
og undraðist hvernig í ósköpunum þú
næðir að afkasta svona miklu á þess-
um stutta tíma. Það sem margir eyða
heilmiklum tíma og peningum í að
finna, hafðir þú svo sterkt í þér, eld-
móð og kraft til að koma hlutunum í
verk. Það var sá lærdómur sem ég tók
með mér eftir þessa dvöl hjá þér og
hef átt alla tíð síðan. 
Elsku amma, þú skilaðir þínu lífs-
starfi með miklum sóma og skilur eft-
ir þig góðar minningar og mikinn lær-
dóm, sem er okkar hlutverk að miðla
áfram til næstu kynslóðar. Nú hefur
þú öðlast hvíld frá þessari vist, en ég
veit að borðin munu svigna af kræs-
ingum á hverju kvöldi þarna uppi. 
Sigurður Kristinn Erlingsson.
Elsku amma. Komið er að kveðju-
stund. Í huga mínum hrannast minn-
ingarnar upp. Minnisstæð eru sum-
arferðalögin með foreldrum mínum
og systkinum vestur á Flateyri. Í
huga barnsins voru þetta miklar æv-
intýraferðir og alltaf mikil tilhlökkun
að hitta ömmu og Gumma afa. Það
var ekki komið að tómum kofanum
hjá henni ömmu. Hlaðborð af mat,
kökum og kaffi upp á hvern dag.
Amma var mikil félagsvera og hafði
því gaman af að fá gesti í heimsókn
eða heimsækja aðra. Amma var lífs-
glöð og falleg kona. Alltaf var stutt í
brosið og hláturinn. Lífið fór samt
ekki alltaf mjúkum höndum um þessa
góðu konu, en alltaf stóð hún eins og
klettur í hafinu. Í hennar huga var
ekki til neitt sem hét vol og væl.
Amma var af þeirri kynslóð sem
kynntist ekki mikið ýmsum lúxus sem
okkur yngra fólkinu þykir sjálfsagður
hlutur í dag. Mér er minnisstætt þeg-
ar amma átti erindi suður til Reykja-
víkur fyrir nokkrum árum, að við
Lilja eiginkona mín ákváðum að bjóða
henni út að borða á Grillið ásamt
börnum okkar og foreldrum mínum. Í
byrjun borðhaldsins var amma hálf-
feimin við alla þessa þjóna á þönum í
kringum sig, en þegar leið á kvöldið
var hún orðin hrókur alls fagnaðar.
Var mikið hlegið þegar amma sagði
að flottasti veitingastaður sem hún
hefði farið á fram að þessu væri Stað-
arskáli.
Amma var alla tíð heilsuhraust en
síðustu misserin átti hún við van-
heilsu að stríða. Amma hefur kvatt
okkur úr þessu jarðlífi og ég veit að
góður Guð og englar hans hafa tekið
henni opnum örmum í himnaríki þar
sem eilíf sæla ríkir.
Við Lilja og börn okkar, Kolbrún
Fríður og Andri Örn vottum Gumma
afa, börnum þeirra og öllum afkom-
endum okkar dýpstu samúð.
Elsku amma mín. Hafðu þökk fyrir
allt.
Þinn dóttursonur,
Gunnar Magnús Erlingsson.
Magga mín. Mig langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum. Þú
varst systir hans pabba og jafnframt
gift bróður hennar mömmu, honum
Gumma. Þannig var mikill samgang-
ur milli foreldra minna og okkar
systkinanna og ykkar fjölskyldu á
Flateyri enda við frændsystkinin á
sama reki.
Ég á margar minningar um þig og
allar góðar. Mér er efst í huga hve þú
varst létt í spori alla tíð, kvik í hreyf-
ingum og alltaf stutt í hláturinn. Þér
féll aldrei verk úr hendi enda með
stórt heimili auk mikilla annarra
starfa utan heimilis.
Lífið hefur ekki alltaf farið um þig
blíðum örmum en það var fjarri þér
að kvarta eða bera tilfinningar þínar á
torg.
Það var alltaf jafnnotalegt að
sækja ykkur Gumma heim, bæði á
Flateyri og síðar á Ísafirði.
Ég geymi minninguna um stór-
brotna konu og elskulega frænku.
Í hafi speglast himinn blár.
Sinn himin á hvert daggartár.
Í hverju blómi sefur sál,
hvert sandkorn á sitt leyndarmál.
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
(Davíð Stef.)
Hvíl þú í friði, Magga mín.
Borghildur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
BRAGA ÁSGEIRSSONAR AUSTFJÖRÐ,
Aðalstræti 21,
Akureyri.
Ólöf Halblaub,
Ásgeir Vilhelm Bragason,
Sólveig Bragadóttir,
Kristín Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Pétursson,
tengdabörn, barnabörn og frændsystkini.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát elskulegrar eigin-
konu minnar,
AUÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR
innanhússarkitekts,
Kjartansgötu 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
11E á Landspítala Hringbraut og hjúkrunar-
þjónustunnar Karítasar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Einarsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
ARTHURS V. O'BRIEN,
Klapparstíg 1,
Reykjavík.
Sigríður O'Brien,
Richard O'Brien, Guðrún Ottósdóttir,
Theresa A. O'Brien, Sigfús Jóhannesson
og barnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68