Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þeir eru ennþá sömu hrekkjusvínin, þessir sveinkar.
Margt á döfinni hjá Umhyggju
3.400 langveik
börn á Íslandi
Þ
AÐ ER helst í
kringum jólin að
þjóðfélagið man
eftir þeim fjölmörgu sem
eiga um sárt að binda. Það
er stór hópur sem kemur
úr öllum rekkum þjóð-
félagsins. Ein eining í
hópnum er langveik börn.
Félagið Umhyggja starfar
í þágu langveikra barna á
Íslandi og Dögg Káradótt-
ir er þar framkvæmda-
stjóri.
? Segðu okkur fyrst eitt-
hvað frá uppruna Um-
hyggju.
?Umhyggja var upphaf-
lega stofnað árið 1980 af
fagfólki á barnadeildum
Landspítala og Landakots-
spítala og var félaginu ætl-
að að bæta hag barna á
sjúkrahúsum og standa vörð um
félagsleg réttindi langveikra
barna. Smám saman þróaðist
starfsemi félagsins og fleiri og
fleiri foreldrar gengu í félagið.
Stærsta breytingin varð árið 1996
þegar átta foreldrafélög gengu í
Umhyggju. Í dag eru foreldra-
félögin orðin þrettán.?
Og þau eru?
?Það eru Áhugahópur Gigtar-
félags Íslands um barnagigt,
Breið bros ? samtök aðstandenda
barna fædd með skarð í vör og
góm, Einstök börn ? félag til
stuðnings börnum með sjaldgæfa
alvarlega sjúkdóma, Fimir fætur ?
samtök foreldra barna með
klumbufætur, Foreldrafélag
barna með axlaklemmu, Foreldra-
félag barna með Tourette-heil-
kenni, Foreldrafélag geðsjúkra
barna og unglinga, Foreldrafélag
sykursjúkra barna og unglinga,
Hetjur ? stuðningsfélag foreldra
og aðstandenda langveikra barna
á Akureyri og nágrenni, Lauf ?
foreldrafélag flogaveikisamtak-
anna, Neistinn ? styrktarfélag
hjartveikra barna, PKU félagið á
Íslandi og SKB ? styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.?
? Hver eru helstu verkefni Um-
hyggju?
?Eitt helsta baráttumál Um-
hyggju er og hefur verið að vinna
að bættum veikindarétti foreldra
langveikra barna. Í dag er þessi
réttur 7 til 14 dagar óháð veikind-
um og fjölda barna í fjölskyldunni.
Í þesum efnum stöndum við langt
að baki Norðurlandaþjóðunum. Í
stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í
málefnum langveikra barna fyrir
þetta kjörtímabil kemur fram mik-
ilvægi þess að auka rétt foreldra
til að sinna langveiku barni heima.
Umhyggja mun beita sér fyrir því
að fundin verði lausn á þessu máli
fyrir lok kjörtímabilsins.?
? Hver eru helstu verkefni Um-
hyggju á næstu misserum?
?Það er mikið áfall fyrir fjöl-
skyldu þegar barn greinist með
langvinnan sjúkdóm. Oft á tíðum
er óljóst hvað er framundan og of-
an á áhyggjur af heilsufari barns-
ins bætast oft við áhyggjur af fjár-
hagslegu öryggi
fjölskyldunnar. Systk-
ini barnsins verða oft
og tíðum afskipt og
veika barnið kann að
dragast aftur úr í skóla.
Eitt helsta verkefni
Umhyggju er að bæta þjónustu við
foreldra og systkini langveikra
barna. Markmið Umhyggju er að
opna þjónustumiðstöð þar sem
veittur yrði sálfræðilegur stuðn-
ingur, ráðgjöf og fræðsla fyrir að-
standendur langveikra barna. Við
finnum fyrir gríðarlegri þörf fyrir
slíka þjónustu.?
? Með hvaða hætti starfar Um-
hyggja í þágu langveikra barna?
?Umhyggja er þverfaglegt félag
sem vinnur að því m.a. að upplýsa
stjórnvöld, Tryggingastofnun rík-
isins, skólayfirvöld og almenning á
Íslandi um þarfir langveikra
barna, í því skyni að tryggja
mannréttindi og félagsleg réttindi
þeirra samkvæmt Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna séu virt. Þá
rekur Umhyggja einnig styrktar-
sjóð sem stofnaður var í árslok
1996 með 1 milljón króna gjöf frá
Haraldi Böðvarssyni. Síðan hafa
sjóðnum borist margar góðar gjaf-
ir, en hlutverk hans er að styrkja
langveik börn og fjölskyldur
þeirra.?
? Hvað eru langveik börn?
?Með hugtakinu langveikt barn
er átt við barn sem þarfnast lækn-
isfræðilegrar meðferðar lengur en
þrjá mánuði samfleytt vegna al-
verlegs og/eða langvinns sjúk-
dóms.?
Hvað eru mörg langveik börn á
Íslandi?
?Á Íslandi eru um 3.400 lang-
veik og fötluð börn sem njóta
umönnunargreiðslna frá Trygg-
inastofnun ríkisins. Talið er að um
300 fjölskyldur eigi í verulegum
erfiðleikum vegna veikinda barna
sinna.?
? Hvernig er búið að langveik-
um börnum á Íslandi, hefur að-
búnaður versnað eða batnað?
?Aðbúnaður langveikra barna á
Íslandi hefur batnað
mikið á undanförnum
árum. Með opnun nýs
barnaspítala mun allur
aðbúnaður batna til
mikilla muna. En við
megum ekki gleyma því
að veikindi barna hafa áhrif á alla
fjölskylduna og henni verðum við
einnig að sinna.?
? Er þér eitthvað ofar í huga en
annað þessa stundina?
?Ekki annað en að Umhyggja
vill þakka öllu því góða fólki sem
lagt hefur málefninu lið óska
landsmönnum öllum árs og frið-
ar.?
Dögg Káradóttir
L50776 Dögg Káradóttir er fædd í
Hafnarfirði 30. september 1954.
Alin upp á Húsavík. Lauk prófi í
félagsráðgjöf frá Háskólanum í
Gautaborg í janúar 1985 og
rekstrar- og viðskiptanámi frá
Endurmenntunarstofnun HÍ.
Starfaði sem félagsráðgjafi hjá
Félagsþjónustunni í Reykjavík
og á Landakotsspítala. Var for-
stöðumaður þjónustumiðstöðvar
Tryggingastofnunar ríkisins í
tvö ár. Framkvæmdastjóri Um-
hyggju frá 1. september 2001.
Gift Þorsteini Geirharðssyni
arkitekt og iðnhönnuði. Tvö
börn, Geirharður 15 ára og Arn-
rún 13 ára.
Veikindi
barna hafa
áhrif á alla
fjölskylduna
SAMKVÆMT íbúaskrá þjóðskrár
1. desember 2002, sem Hagstofa Ís-
lands hefur birt, voru íbúar á Íslandi
288.201. Sambærileg tala 2001 var
286.250 og er fjölgunin milli ára því
0,68%. Þetta er töluvert minni fólks-
fjölgun en verið hefur undanfarin
ár. Mest var fjölgunin á höfuðborg-
arsvæðinu, úr 178.000 í 179.781 eða
1% fjölgun. Fólksfjölgunin var lang-
mest í nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur, að undanskildu Sel-
tjarnarnesi en þar fækkaði íbúum
um nær 1%. Í Reykjavík var fjölg-
unin 0,2%.
Í stærri þéttbýlisstöðum utan
höfuðborgarsvæðisins fjölgaði íbú-
um á Akranesi (1,04%), Akureyri
(1,31%) og Dalvík (2,41%) og í
Grindavík (1,93%), Hveragerði
(1,17%) og í Árborg (1,90%) en
fækkaði á flestum öðrum stærri
þéttbýlisstöðum, mest á Siglufirði
(-3,57%), Blönduósi (-4,28%) og
Seyðisfirði (-3,20%). Íbúum fækkaði
yfirleitt í dreifbýli, einkum á norð-
vestan- og austanverðu landinu. Á
Vestfjörðum og Norðurlandi vestra
fækkaði íbúum um meira en 1% og á
Austurlandi fækkaði um 0,4%. Í öðr-
um landshlutum var nokkur fjölgun,
en þó umtalsvert minni en á höf-
uðborgarsvæðinu. Samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar er fólks-
fjölgunin, sem varð á árinu, fyrst og
fremst tilkomin vegna náttúrulegr-
ar fjölgunar. Endanlegar tölur um
fædda, dána og búferlaflutninga
liggja ekki fyrir en bráðabirgðatölur
benda til þess að fæddir hafi verið
rúmlega 2.100 fleiri en dánir. Brott-
fluttir frá landinu voru um 200 fleiri
en aðfluttir og er það nokkur breyt-
ing en um nokkurra ára skeið hafa
mun fleiri flust til landsins en frá
því. 
                       MT50MT48MT48MT50  MT237MT32MT102MT106MT246MT108MT100MT97  Minni fólksfjölgun
en undanfarin ár 
Ríflega 288 þúsund Íslendingar skráðir í þjóðskrá
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fallist á að framlengja gæslu-
varðhald til 7. febrúar yfir tæplega
sextugum manni sem handtekinn
var af tollgæslunni á Keflavíkurflug-
velli með um 900 grömm af amfeta-
míni og eitt kíló af hassi hinn 7. nóv-
ember sl. 
Rannsókn lögreglunnar í Reykja-
vík leiddi síðan til þess að samdæg-
urs var annar maður handtekinn og
úrskurðaður í gæsluvarðhald sem
einnig hefur verið framlengt til 7.
febrúar. Þriðji maðurinn var hand-
tekinn um þremur vikum seinna og
sat hann um tíma í gæsluvarðhaldi.
Honum hefur nú verið sleppt en lög-
reglan gerði ekki kröfu um að gæslu-
varðhaldið yrði framlengt.
Einum sleppt
en tveir í haldi 
KÆRUNEFND um opinbert
fjármálaeftirlit hefur í nýjum úr-
skurði staðfest ákvörðun Fjár-
málaeftirlitsins um að hafna um-
sókn fimmmenninganna svo-
nefndu úr hópi stofnfjáreigenda
SPRON um heimild til að kaupa
eignarhlut í SPRON. Þetta er
sama niðurstaða nefndarinnar og
gagnvart Starfsmannasjóði
SPRON, sem greint var frá í
blaðinu í gær.
Að sögn Jóns Steinars Gunn-
laugssonar, lögmanns stofnfjár-
eigendanna, taldi kærunefndin
að vegna hættu á hagsmuna-
árekstrum teldust fimmmenn-
ingarnar ekki hæfir til að eignast
virkan hlut í sparisjóðnum. Jón
Steinar segir þetta undarlega
niðurstöðu en ekki sé í raun
meira að segja um hana í bili.
Lengra sé ekki hægt að fara með
málið á stjórnsýslustigi en það
verði áfram til skoðunar hjá um-
bjóðendum hans.
Umsókn fimm stofn-
fjáreigenda SPRON
einnig hafnað
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64