Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
22. desember 1945: ?Allt sit-
ur við það sama með varð-
bátana, sem forstjóri Skipa-
útgerðar ríkisins festi kaup
á í Bretlandi á sl. sumri og
nota átti til björgunar- og
landhelgisgæslu hjer við
strendur landsins.
Varðbátarnir liggja
bundnir við hafnargarð hjer
í Reykjavík. Engar líkur eru
til þess, að bátarnir verði
nokkurn tíma notaðir til
þess starfs, sem ætlað var
a.m.k. ekki á vetrum. En all-
ir vita, að þörfin fyrir björg-
unarskip er fyrst og fremst
á vetrum.?
. . . . . . . . . . 
22. desember 1965: ?Ástand-
ið í verzlunar- og viðskipta-
málum á hverjum tíma gefur
oft gleggri mynd af viðhorf-
inu í efnahagsmálum lands-
manna en flest annað.
Hvernig er þá umhvorfs í
verzlunarmálum Íslendinga
í dag? Er hér vöruskortur
og gjaldeyrisvandræði, eða
eru hér fullar búðir og gildir
gjaldeyrissjóðir?
Þjóðin þekkir svarið við
þessari spurningu. Hér eru í
dag fullar búðir einkaverzl-
unar og kaupfélaga, meira
vöruúrval en nokkru sinni
fyrr og svo að segja frjáls
innflutningur. 
Þetta finnur fólkið sem fer í
verzlanir fyrir þessi jól. Það
er því ekki hægt að segja
neinum Íslendingi í dag að
hér ríki verzlunarhöft,
skömmtun og vöruskortur.?
. . . . . . . . . . 
22. desember 1985: ?Borg-
arbúar eiga það skilið á þeim
tímamótum, sem í hönd fara,
að fyrir málum þeirra sé séð
af festu og öryggi,? sagði
Davíð Oddsson í borg-
arstjórn á fimmtudag og
bætti við: ?Kjörnir fulltrúar
þeirrar, ekki síst þeir, sem
skipa meirihluta á hverjum
tíma, verða að vinna sáttir
og ákveðnir, samhuga og
samhentir að þeim verk-
efnum, sem brýnast er fyrir
borgina að vinna hverju
sinni. Fyrrverandi meiri-
hluti þriggja ólíkra flokka
(Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks
1978?1982 innsk.) réði ekki
við það verkefni, sem hann
tókst á hendur, því fór sem
fór. Engar líkur eru til þess,
að hugsanlegur, sundraður
meirihluti fjögurra eða fimm
vinstri flokka yrði betur til
þess fallinn nú. Allt bendir í
gagnstæða átt í þeim efnum.
Núverandi meirihluti og
þeir, sem hann skipa, hafa
átt gott með að vinna saman.
Samhentir hafa þeir því
áorkað miklu og mikilvægt
er, að það starf haldi áfram,
svo að hagsmunum borg-
arbúa verði sem best borgið
í næstu framtíð.?
Forystugreinar Morgunblaðsins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
AÐ hefur lengi verið ljóst að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri myndi fyrr eða
síðar fara úr borgarmálum í
landsmálin. Það hefur hins
vegar ekki verið hlaupið að
því fyrir hana að stíga það
skref. Aðeins er ár frá því að
haldnar eru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
þar til gengið er til þingkosninga og það sýndi sig í
borgarstjórnarkosningunum í vor að ekki er hægt
að bjóða sig fram til fjórðungs úr kjörtímabili. Í
kosningabaráttunni var Ingibjörg Sólrún hvað
eftir annað spurð hvort hún hygðist gegna emb-
ætti borgarstjóra allt kjörtímabilið. Þessum
spurningum svaraði hún misjafnlega afdráttar-
laust, allt frá því að segja að það væri ekki tryggt
að hún sæti í fjögur ár og bæta við: ?Ég gæti nátt-
úrulega hrokkið upp af!? til þess að segja í viðtali
við Ríkisútvarpið á kosningavöku Reykjavíkur-
listans á kosninganótt þegar sigur var í höfn: ?Já,
ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þing-
framboð að ári. Það er alveg ljóst.? Ef málum
hefði verið öfugt farið og þrjú ár liðin af kjör-
tímabilinu í borginni þegar gengið hefði verið til
þingkosninga er víst að þessar spurningar hefðu
ekki verið jafn háværar. Það er hins vegar ljóst af
viðbrögðunum við yfirlýsingu Ingibjargar Sólrún-
ar fyrr í þessari viku um að hún hygðist bjóða sig
fram til Alþingis að það var ekki út í bláinn að
spurt var hvort hún hygðist sitja út kjörtímabilið.
Borgarstjórinn í Reykjavík er í mjög sérstakri að-
stöðu vegna þess hvernig framboði Reykjavíkur-
listans er háttað. Hún fer fram sem borgarstjóra-
efni þriggja stjórnmálaflokka, en spurningin er
síðan hversu bundin hún er af þeirri stöðu.
Snúin staða
borgarstjóra
Sigur R-listans í borg-
arstjórnarkosningun-
um var afgerandi og í
þeim sigri skein
stjarna Ingibjargar skært. Þótt ýmsar skýringar
hafi verið gefnar á því hvernig fór í kosningunum
líta flestir svo á að ekki megi síst rekja sigur R-
listans til Ingibjargar Sólrúnar. Það er því ekki að
furða að innan Samfylkingarinnar, sem átt hefur í
vandræðum með að hasla sér völl, skyldi horft
vonaraugum til hennar. 
Tilhugsunin um innkomu Ingibjargar Sólrúnar
í landsmálin vekur hins vegar allt önnur viðbrögð
hjá samstarfsflokkum Samfylkingarinnar í R-list-
anum, framsóknarmönnum og vinstri-grænum.
Þar á bæ virðist viðkvæðið vera að allur ávinn-
ingur af því að hafa Ingibjörgu Sólrúnu í farar-
broddi í Reykjavík verði þeirra tap í landsmál-
unum. Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir meira að segja að
framsóknarmenn hafi svo gott sem vísvitandi
veikt stöðu sína í Reykjavík með því að sýna borg-
arstjóra hollustu í hvívetna Reykjavíkurlistanum
til framdráttar í stað þess að fulltrúar flokksins í
borgarstjórn reyndu sífellt að slá sjálfa sig til
riddara. Fyrir vikið hefðu kjósendur ekki metið að
verðleikum þau störf, sem Framsóknarflokkurinn
hefði unnið í borginni. Því má reyndar bæta við að
framsóknarmenn hafa notað svipuð rök til að út-
skýra þverrandi fylgi á landsvísu og sagt að þeir
njóti ekki góðra verka í ríkisstjórninni á meðan
sjálfstæðismönnum vaxi fiskur um hrygg og ættu
þó hvorir tveggja að njóta góðs af þar sem ráð-
herrastólum er skipt til helminga.
Þessi snúna staða borgarstjóra kom berlega í
ljós í byrjun september þegar birtust niðurstöður
skoðanakönnunar, sem Gallup gerði fyrir vefritið
kreml.is og benti til þess að Samfylkingin myndi
auka fylgi sitt um þriðjung færi Ingibjörg Sólrún
fram fyrir flokkinn. Þessi könnun var notuð til
þess að þrýsta á borgarstjóra um að láta slag
standa og fara í framboð. Hún tók sér hins vegar
nokkurn tíma til umhugsunar áður en hún svaraði
því til að könnunin hefði engu breytt um afstöðu
hennar til þingframboðs. Þótt ekki kæmi það fram
þótti ljóst að afstaða framsóknarmanna og vinstri-
grænna hefði ráðið miklu um það að Ingibjörg
Sólrún ákvað að láta kyrrt liggja og er svo mikið
víst að þau rök, sem flokkarnir tveir nota nú um
það að ekki fari saman að hún sitji annars vegar
sem borgarstjóri í umboði þriggja flokka og bjóði
sig hins vegar fram til Alþingis sem andstæðingur
tveggja af þremur samstarfsflokkum sinna í borg-
inni, áttu ekkert síður við þá en nú. Um leið fór
ekki á milli mála að mörgum stuðningsmönnum
Samfylkingarinnar þótti súrt í broti að Ingibjörg
Sólrún skyldi ekki taka af skarið í haust. Var jafn-
vel haft á orði að hún væri orðin eins og fangi í
Ráðhúsinu og fáheyrt væri að svo öflugur stjórn-
málamaður þyrfti að lúta duttlungum forystu-
manna annarra stjórnmálaflokka. Í orðum Ingi-
bjargar Sólrúnar sjálfrar mátti hins vegar ekki
merkja nein vonbrigði, en hún sagði við Morg-
unblaðið af þessu tilefni: ?Ég sagði í vor að ég
stefndi ekki að þingframboði og ég endurtek það
núna. Ég hef í sjálfu sér engu við þetta að bæta.
Og að halda áfram endalausum vangaveltum um
einhverja óræða framtíð er eins og hver önnur
langavitleysa.?
Ekki var langt í að hin óræða framtíð tæki á sig
skýrari mynd, en um leið og framboðsmál Ingi-
bjargar skýrðust komst framtíð samstarfsins inn-
an R-listans í óvissu. Það var engin spurning eftir
það sem á undan var gengið að því yrði aldrei tek-
ið umyrðalaust innan R-listans ákvæði Ingibjörg
Sólrún að bjóða sig fram til þings eftir allt saman,
þótt fæstir hafi sennilega átt von á jafnafgerandi
viðbrögðum og raun bar vitni. Sá pólitíski leikur
yrði að vera þaulhugsaður og fara fram eins og
leiksýning ef ætlunin væri að valda sem minnstu
fjaðrafoki og uppnámi. En fléttan varð farsa-
kennd í stað þess að vera einleikur á glansmynd
og í raun er ekki annað hægt en að furða sig á at-
burðarásinni miðvikudaginn 18. desember. 
Undarleg 
atburðarás
Reyndar hafði legið í
loftinu að dregið gæti
til tíðinda varðandi
uppstillingu lista Sam-
fylkingar í borginni. Ummæli Ingibjargar Sólrún-
ar á fundi borgarstjórnar 5. desember um að ekki
væri öll nótt úti enn varðandi hugsanlega þátttöku
sína í landsmálum voru greinilega vísbending um
það sem koma skyldi og sagði Björn Bjarnason,
oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, þá að
þessi orð borgarstjóra væru ?kannski það merk-
asta, sem hún hefur sagt í þessum umræðum,
þrátt fyrir tæplega klukkutíma langa ræðu, því að
hún gefur til kynna að hún sé enn að velta fyrir sér
að bjóða sig fram til þings næsta vor og ég held að
það verði nú að fara að taka af skarið um þetta fyr-
ir þá, sem bíða eftir að fá að kjósa hana þangað.?
Á miðvikudaginn tóku línur síðan að skýrast,
fyrst með forsíðufrétt Fréttablaðsins um að Ingi-
björg Sólrún færi hugsanlega fram, en síðan stað-
festi Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan
fimm að hún hefði þegið sæti á lista Samfylking-
arinnar. Þessi yfirlýsing formannsins hafði ekki
verið betur ígrunduð en svo að þegar Ingibjörg
Sólrún kom af fundi með borgarstjórnarflokki R-
listans um hálfsjöleytið var alls ekki að heyra að
þetta væri afráðið. Þá sagði Ingibjörg Sólrún þeg-
ar fjölmiðlar sátu fyrir henni að formaður Sam-
fylkingarinnar og formaður uppstillingarnefndar
Samfylkingarinnar hefðu farið þess á leit við sig
að hún tæki fimmta sæti á lista flokksins í öðru
hvoru höfuðborgarkjördæminu og hún myndi
gefa lokasvar ?á morgun eða hinn?. Hún kvaðst
ekki vilja svara fjölmiðlum um það hvort hún færi
í þingframboð fyrr en hún hefði svarað Össuri.
Þegar hún var spurð um ummæli Össurar í frétta-
tímanum einum og hálfum tíma fyrr gat hún að-
eins sagt: ?Já, ég hef ekki séð neitt í fjölmiðlum í
dag haft eftir Össuri Skarphéðinssyni, þannig að
ég veit ekkert.?
Það var síðan ekki fyrr síðar um kvöldið að
Ingibjörg Sólrún tók af öll tvímæli um það að hún
hefði þegið boð um að taka 5. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar í öðru kjördæmanna í Reykjavík.
Þessi atburðarás getur vart talist þaulhugsuð.
Formaðurinn tilkynnir framboðið áður en fram-
bjóðandinn er tilbúinn. Ingibjörg Sólrún hefur
hingað til talað eins og ekkert sé sjálfsagðara en
að hún fari í framboð og sitji áfram sem borg-
arstjóri. Hins vegar mátti ljóst vera að til þess að
sú fyrirætlan gengi eftir þyrfti hún að sýna stjórn-
kænsku og helst að hafa gengið frá öllum hnútum
áður en yfirlýsingin kæmi fram. Með þessu er
ekki verið að segja að hún hefði þurft að fá leyfi til
að fara í framboð, en það er fráleitt vænlegt til
sátta að borgarfulltrúar R-listans heyri fyrst um
framboð leiðtogans í fjölmiðlum. Það mætti halda
því fram að vinnubrögð af þessum toga hefðu riðið
minni spámönnum í pólitík að fullu og enn er ekki
ljóst hvernig Ingibjörg Sólrún kemur út úr þeirri
orrahríð, sem nú er hafin. Í það minnsta kom yf-
irlýsing hennar sem sprengja inn á hinn pólitíska
leikvöll og hafi það verið ætlunin að hrista upp í
stöðunni hefur það tekist. Spurningin er hins veg-
ar hverjar afleiðingarnar verði, hver græði og
hver tapi. 
Fæstir áttu von á hinni afdráttarlausu afstöðu
framsóknarmanna og vinstri-grænna. Á fimmtu-
dag boðuðu Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar og fulltrúi vinstri-grænna, og Alfreð
Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokks, til
blaðamannafundar þar sem segir að með hliðsjón
af því hvernig stofnað hafi verið til Reykjavík-
urlistans sé ljóst að það sé ekki samrýmanlegt að
vera borgarstjóri í umboði kosningabandalags
þriggja flokka og fara á sama tíma í þingframboð
fyrir einn þeirra og gerast þannig keppinautur
tveggja samstarfsflokka í borgarstjórn: ?Með
ákvörðun sinni um að taka sæti á framboðslista
BEINMERGS- OG
NÝRNAFLUTNINGAR
T
ekin hefur verið ákvörðun um að
undirbúa beinmergs- og nýrna-
flutninga á Landspítala?há-
skólasjúkrahúsi. Til þessa hafa slíkar
aðgerðir verið framkvæmdar erlendis.
Beinmergsaðgerðir hafa verið gerðar í
Svíþjóð og nýrnaflutningar í Kaup-
mannahöfn. 
Í samtali við Jóhannes Gunnarsson,
lækningaforstjóra Landspítalans, í
Morgunblaðinu í gær, kemur fram að
þörfin fyrir beinmergsflutninga sé að
aukast á nýjan leik og réttlæti það að-
gerðir hér á landi. Þá hafi þekkingin
aukist og sé öll til staðar hér á landi
sem og nauðsynlegur tækjabúnaður.
Því sé hægt að hrinda beinmergsflutn-
ingum af stað með tiltölulega litlum til-
kostnaði eða nánast engum stofn-
kostnaði. 
Svo virðist sem kostnaður við þessar
aðgerðir verði ekki meiri hér á landi en
ef aðgerðirnar eru framkvæmdar á
Norðurlöndum. Jóhannes segir að
stefnt sé að því að kostnaðurinn við
beinmergsaðgerðir verði jafnvel minni
en sá kostnaður sem nú er greiddur
fyrir aðgerðir í Svíþjóð. Stefnt er að
því að hefja aðgerðir um mitt næsta ár
og að þær verði um sjö á ári. Hvað
nýrnaflutninga varðar er gert ráð fyrir
að þeir verði um átta á ári en íslenskur
læknir, sem starfar við nýrnaflutninga
í Bandaríkjunum, hefur boðist til að
koma hingað til lands tvisvar til þrisvar
á ári og aðstoða við aðgerðirnar. 
Þetta er mikilvægt skref í þá átt að
styrkja íslenskt heilbrigðiskerfi. Að
hægt sé að flytja flóknar aðgerðir hing-
að heim, með tiltölulega auðveldum
hætti, sýnir vel hversu framarlega
læknavísindin standa á Íslandi. Með
því að framkvæma aðgerðir sem þessar
hér er verið að skjóta enn styrkari
stoðum undir læknisfræðilega þekk-
ingu hér á landi.
Ekki síður er þetta mikilvægt skref
út frá sjónarhóli sjúklinga. Aðgerðir
sem þessar eru erfiðar og oft verða
sjúklingar að dveljast fársjúkir erlend-
is í langan tíma. Þótt greitt sé fyrir því
að aðstandendur geti farið með sjúk-
lingum kemur það aldrei í stað þess að
fara í aðgerð á heimaslóðum. Þegar
fólk veikist og þarf að fara í aðgerðir á
borð við beinmergs- eða nýrnaflutn-
inga er mikilvægt að það fái bestu
læknisfræðilegu umönnun, sem kostur
er á. Það er hins vegar ekki síður mik-
ilvægt að sjúklingar fái stuðning fjöl-
skyldu sinnar og aðstandenda í veik-
indum sínum. Sá stuðningur getur
skipt miklu máli við að ná bata.
FISKVEIÐIKAUPHÖLL
G
uðrún Inga Ingólfsdóttir, hag-
fræðingur, skrifar athyglis-
verða grein í Morgunblaðið í gær,
sem ástæða er til að staldra við. Í
grein þessari minnir hún á, að Kaup-
höll Íslands hafi kynnt hugmyndir
um alþjóðlegan hlutabréfamarkað
með sjávarútvegsfyrirtæki á síðasta
hausti og tveir þingmenn hafi flutt
frumvarp sama efnis á Alþingi.
Guðrún Inga bendir á, að mörg
innlend sjávarútvegsfyrirtæki séu
skráð í Kauphöll Íslands og hafi
flestum vegnað nokkuð vel. Síðan
segir hún:
?Hvergi annars staðar þekkist
það, að fyrirtæki, sem stunda fisk-
veiðar skrái sig í slíkum mæli í
kauphöll...Þessa sérstöðu íslenzku
kauphallarinnar mætti markaðssetja
og stefna að því að fá erlend fyr-
irtæki í fiskveiðum og vinnslu til að
skrá sig á íslenzkan hlutabréfamark-
að. Enginn annar markaður býr yfir
jafn víðtækri þekkingu á þeim tæki-
færum og vandamálum, sem tengj-
ast rekstri í sjávarútvegi.?
Þessar hugmyndir eru þess virði,
að þeim sé fylgt eftir. Það er jafn-
framt rétt ábending hjá greinarhöf-
undi, að takmarkanir á heimild til
erlendra fjárfestinga í sjávarútvegi
eru hindrun í vegi fyrir því að
hrinda þessum hugmyndum í fram-
kvæmd. Það eru enn ein rök fyrir
því að afnema þær takmarkanir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64