Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sú vanþekking, sem mætir geðsjúku fólki 
og ástvinum þess er þungbær.
Við, fjölskylda 
STEINUNNAR NÓRU ARNÓRSDÓTTUR,
viljum því í upphafi þakka þeim, sem berjast fyrir
auknum skilningi á þessum málum. Þar má til
dæmis nefna Geðhjálp, Kiwanis og Samtök
gegn sjálfsvígum.
Einnig viljum við þakka þeim, sem vottuðu okkur samúð og veittu okkur
styrk á erfiðum tímamótum. Þeim, sem tóku þátt í leitinni að Steinunni,
verður seint full þakkað. Þetta hefði allt getað orðið svo miklu erfiðara ef
þeirra hefði ekki notið við.
Frá árinu 1988 til dauðadags barðist Steinunn við erfiðan geðsjúkdóm
og henni var mjög umhugað um að öllum sjúklingum væri sýnd full
virðing á geðdeild Landspítalans og á Kleppi. Við viljum þakka þeim,
sem sýndu Steinu fulla virðingu. Hún átti það svo sannarlega skilið í
erfiðum veikindum.
Tómas Ríkarðsson,
Laufey Lind Sturludóttir,
Oddur Sturluson og
Ríkarður Tómas Tómasson.
Þökkum öllum sem hugsuðu hlýtt til okkar við
fráfall elsku litla drengsins okkar,
BJÖRNS HÚNA ÓLAFSSONAR,
Urðarvegi 54,
Ísafirði.
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigmundsson,
Eyjólfur Karl Gunnarsson,
Kristjana Lind Ólafsdóttir,
Kristjana Júlía Jónsdóttir, Eyjólfur Karlsson,
Sigríður Jónsdóttir, Sigmundur Freysteinsson.
Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts elskuleg-
rar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU SVEINSDÓTTUR
frá Kotvelli,
Miðvangi 8,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 14e og 14g á Land-
spítalanum, Hringbraut fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Árnadóttir,
Steinunn Lilja Sigurðardóttir, Kristinn Kristinsson,
Guðný Sigurðardóttir, Árni Þorsteinsson,
Sigríður Gunnarsdóttir,
Anna Sigríður Björnsdóttir, Enok Guðmundsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
BRYNJÓLFS KRISTINSSONAR
frá Harðangri.
Guðrún Arngrímsdóttir,
Þröstur Brynjólfsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Reynir Brynjólfsson, Elísabet Erla Kristjánsdóttir,
Arngrímur Brynjólfsson, Jóhanna Magnúsdóttir,
afa- og langafabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar,
SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR,
frá Kluftum,
Grýtubakka 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á L-3 og dag-
deild Landspítala, Landakoti.
Fyrir hönd aðstandenda.
Helga Guðmundsdóttir,
Margrét Erna Guðmundsdóttir.
?
Guðfinnur Guðni
Ottósson fæddist
í Hamarskoti í Gaul-
verjabæjarhreppi
hinn 25. ágúst 1920.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 10.
desember síðastlið-
inn. Guðfinnur ólst
upp hjá móður sinni
Oddnýju Guðnadótt-
ur, f. 1888, d. 1970,
og móðurforeldrum
sínum, þeim Þor-
gerði Þorkelsdóttur,
f. 1850, d. 1940, og
Guðna Guðnasyni, f.
1862, d. 1948. Stjúpfaðir hans frá
13 ára aldri var Bjarni Brynjólfs-
son, f. 1901, d. 1993. Sex ára gam-
all flutti Guðfinnur ásamt móður
sinni og móðurforeldrum til
Stokkseyrar. Á Stokkseyri bjó
hann til dauðadags.
Hinn 18. maí 1946 kvæntist
Guðfinnur Guðrúnu Ingibjörgu
Kristmannsdóttur frá Móakoti á
Stokkseyri, f. 1926. Foreldrar
hennar voru Kristmann Gíslason,
f. 1887, d. 1959, og Guðrún
Bjarnadóttir, f. 1887, d. 1926.
Fósturmóðir Guðrúnar var Guð-
ríður Sæmundsdóttir, f. 1900, d.
1972. Guðfinnur og Guðrún eign-
uðust fimm börn. Þau eru: 1) Þor-
gerður Lára, f. 1946, gift Eiríki
Guðnasyni, f. 1945. Þau eiga fjög-
ur börn og sex barnabörn. 2)
Kristmann, f. 1950, var kvæntur
Rut Sigurgrímsdóttur, f. 1950.
Þau slitu samvistum. Þau eiga
þrjú börn og sex barnabörn. Sam-
býliskona Kristmanns er Katrín
Guðmundsdóttir, f. 1959. Þau
eiga einn son. Fyrir
átti Katrín tvö börn.
3) Oddgeir Bjarni, f.
1952, var kvæntur
Fríðu Björgu Aðal-
steinsdóttur, f.
1954. Þau slitu sam-
vistum. Þau eiga tvö
börn og eitt barna-
barn. Eiginkona
Oddgeirs er Gíslína
Björk Stefánsdóttir,
f. 1961. Þau eiga tvö
börn. Fyrir átti Gísl-
ína Björk eina dótt-
ur. 4) Guðríður, f.
1958, gift Sigurði
Guðjónssyni, f. 1957. Þau eiga
fjóra syni. 5) Guðrún, f. 1960, gift
Þorvaldi Ágústssyni, f. 1943. Þau
eiga tvo syni. Fyrir átti Guðrún
eina dóttur og Þorvaldur einn
son. Þau eiga tvö barnabörn.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau Guðfinnur og Guðrún í
Skálavík á Stokkseyri, síðan í
Vatnsdal og í Brekkholti frá
árinu 1962. Guðfinnur stundaði
eins og heilsan leyfði ýmis verka-
mannastörf til sjós og lands.
Einnig kenndi hann við Barna-
og unglingaskólann á Stokkseyri
í tvo vetur.
Guðfínnur átti margvísleg
áhugamál í gegnum tíðina. Hann
var mikill áhugamaður um ís-
lenska tungu og skáldskapur í
bundnu máli honum mjög hug-
leikinn. Einnig var hann alla tíð
mikill áhugamaður um skák, tón-
list og hljóðfæraleik.
Útför Guðfinns var gerð frá
Stokkseyrarkirkju laugardaginn
21. desember.
Þú ert ljós í myrkri minnar sálar,
minningarnar ylja á sorgarstund.
Er þræddi? eg ljósi byrgðar brautir hálar,
birti upp þín hlýja og góða lund.
Þú gafst mér von í veður lífsins dróma
vinur, sem að aldrei gleymist mér,
með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma
og lífið varð mér sælla nærri þér.
Þú verður hér í draumi dags og nætur
ef dreyra þakinn hugur kvelur mig,
er sorgir á mig herja? og hjartað grætur
huggunin er minningin um þig.
Vertu sæll, ég kveð með harm í hjarta,
þú hefir lagt af stað þín síðstu spor.
Til himnaföður liggur leið þín bjarta,
liðnar þrautir, aftur komið vor.
Guðrún Guðfinnsdóttir.
Tengdafaðir minn, Guðfinnur G.
Ottósson, er allur, farinn á aðrar
slóðir. Hann ól sinn aldur á Stokks-
eyri. Guðfinnur komst ekki til
mennta fremur en margur á þeim
tímum, vann ýmsa vinnu til sjós og
lands, en glímdi lengi við vanheilsu.
Var það hans gæfa í lífinu hversu
vel hann var kvæntur, alltaf stóð
Guðrún, kona hans, eins og klettur
honum við hlið. 
Guðfinnur eða Doddi eins og
hann var jafnan kallaður var sér-
stakur um margt. Hann var fjöl-
fróður, sjálfmenntaður grúskari af
guðsnáð. Hann hafði ákaflega gott
vald á íslensku og lagði mikið upp
úr vönduðu máli. Eins hafði hann
alla tíð mikinn áhuga á tónlist og
greip í margt hljóðfærið um dagana.
Svo mörg að varla er til það hljóð-
færi sem hann ekki reyndi að spila
á. Mátti í gegnum tíðina heyra ýmsa
tóna óma um hús þeirra hjóna, ým-
ist fiðluspil, flautuleik eða þá í
harmoniku, allt eftir því hvaða
hljóðfæri honum var hugleikið þá
stundina.
Doddi hafði sterka nærveru og
átti auðvelt með að tala við hvern
sem var. Það kom sér þá vel hve víð-
lesinn hann var, óvíða var komið að
tómum kofanum. Doddi hafði alltaf
mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og
bar jafnan hag lítilmagnans fyrir
brjósti. Einnig hafði hann sérstakt
yndi af ljóðum og vísum, kunni og
þuldi heilu ljóðabálkana. Fórum við
ekki varhluta af því sem næst hon-
um stóðum og oft var þá stutt í
kímnina. Eins orti hann sjálfur ljóð
og setti saman vísur og er þar
margt listavel gert.
Ég kynntist Dodda fyrst þegar
við dóttir hans, Guðríður, fórum að
draga okkur saman. Mér var strax
vel tekið og af ljúfmennsku, hand-
takið þétt eins og jafnan síðan. Þau
hjónin lögðu mikla rækt við fjöl-
skyldu sína og var Dodda einkar
umhugað um sína. Vart leið sá dag-
ur að ekki væri hringt og spurt
frétta af fjölskyldunni . Eins var öll-
um innilega fagnað við komu í
Brekkholt og alltaf fylgdist afi af
áhuga með barnabörnum sínum í
leik og starfi.
Síðasta árið tók heilsu Dodda að
hraka. Tónlistin hætti að óma og
hugurinn ekki jafn skarpur og áður.
Reyndi þá enn á ný á hans styrku
stoð í lífinu, hana Unnu. Nú í des-
ember veiktist Doddi alvarlega og
varð sú barátta hans hin síðasta.
Skömmu áður en yfir lauk sat ég hjá
honum, þá fársjúkum. Þrátt fyrir
það var handtakið þétt og stutt í
brosið. Lýsti það vel minni aldar-
fjórðungs samleið með þessum höfð-
ingja, sem einkenndist af trausti og
ljúfmennsku. Bjart er yfir þeirri
minningu. Ég þakka samfylgdina og
er viss um að hann fylgist með okk-
ur úr fjarlægð svona um leið og
hann kveður við stórskáldin. Elsku
Unna, megi Guð styrkja þig og okk-
ur hin í sorginni.
Sigurður Guðjónsson.
Enn fara lestir, það lætur í silum og klökkum
og leiðin til vaðsins er auðkennd með gamalli 
vörðu.
Já nú væri tíð að taka dót sitt í klif.
Tjaldhæla mína dreg ég bráðum úr jörðu.
( Guðm. Böðv.)
Enn einn samferðamaðurinn í
lestinni miklu hefur nú bundið dót
sitt í klif og lagt á hinsta vaðið, sem
öllum er fyrirhugað. Að þessu sinni
Guðfinnur Guðni Ottósson í Brekk-
holti.
Guðfinni, eða Dodda, eins og
hann var ævinlega kallaður, kynnt-
ist ég fyrst á unglingsárum þegar
við tókum þátt í Hrókskeppninni
svokölluðu, sem var keppni á milli
taflfélaga í Árnessýslu en Doddi
hafði mikið yndi af skák og var um
árabil einn af sterkustu skákmönn-
um á Suðurlandi.
Löngu síðar, þegar ég settist að á
Stokkseyri, og gerðist tengdasonur
hans, varð hann mér sá náni vinur
og sálufélagi, sem ég mun ætíð
minnast með mikilli virðingu og
söknuði.
Doddi ólst upp með móður sinni á
Stokkseyri og fór snemma að vinna
ýmis störf til lands og sjávar en
veiktist á besta aldri af sjúkdómi,
sem gerði hann óvinnufæran um
árabil. Litla skólagöngu bætti Doddi
sér upp með sjálfsnámi, enda góðum
gáfum gæddur. Hann lærði esper-
anto og ensku ágætlega. Hann var
afar músíkalskur og naut þess að
leika á ýmis hljóðfæri, en líklega
hefur íslensk tunga og skáldskapur
staðið hjarta hans næst. Hann
kunni ógrynni vísna og ljóða, sem
hann fór með við ýmis tækifæri og
var sjálfur afbragðs góður ljóða-
smiður.
Margs er að minnast á þessum
tímamótum, sem ekki verður sett á
blað, en efst í huga mér verður
dýravinurinn og mannvinurinn, sem
ekkert mátti aumt sjá og ætíð var
veitandi en ekki þiggjandi, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður.
Að leiðarlokum þakka ég vináttu
hans og umhyggju og flyt tengda-
móður minni og afkomendum þeirra
einlægar samúðarkveðjur. Þessum
fátæklegu minningarorðum langar
mig að ljúka með erindi eftir Bólu-
Hjálmar, sem Dodda var mjög hug-
leikið og hann fór oft með.
Fæðast og deyja í forlögum
frekast lögboð eg veit,
elskast og skilja ástvinum
aðalsorg mestu leit,
verða og hverfa er veröldum
vissasta fyrirheit,
öðlast og missa er manninum
meðfætt á jarðar reit.
Þorvaldur Ágústsson.
Mig langaði að kveðja afa í
Brekkuholti með nokkrum línum.
?Ég er orðinn það sem allir vilja
verða en enginn vill vera,? varst þú
búinn að segja mjög oft og áttir þá
við ?gamall?.
Einungis góðar minningar hrann-
ast upp þegar ég hugsa um þig. Öll-
um líkaði við þig, og þér líkaði við
alla. Öllum hampaðir þú sem góðum
drengjum eða stúlkum, alveg sama
hver átti í hlut.
Ég var svo heppinn að vera oft
hjá ykkur ömmu þegar ég var lítill.
Og alltaf var jafn gaman.
Labba með þér í kaupfélagið þar
sem þú hittir karla á hverjum degi í
kaffispjalli á sama tíma á hverjum
morgni.
Horfa á þig vinna skák við flesta
sem þú tefldir við. Horfa á þig brosa
móti öllu og öllum, sáttur við lífið og
tilveruna.
Hlusta á þig spila á fiðlur, flautur,
mandólín, munnhörpu, harmoniku,
og reyndar öll hljóðfæri sem nöfn-
um tjáir að nefna.
Hlusta á sögur og vísur sem eng-
inn fór betur með. Og umgangast
þig á allan hátt. Fyrir mig hafa
þetta verið forréttindi. Og sennilega
alla sem kynntust þér. Á dánarbeð-
inum og reyndar löngu fyrr var séð
að þú áttir bestu konu sem nokkur
maður gæti hugsað sér, bestu börn
sem nokkur gæti hugsað sér.
Elsku afi, ég kveð þig með mikl-
um söknuði.
Sigurgeir Kristmannsson.
Það var ekki fyrr en nafnið þitt
var þulið upp í dánarfregnum út-
varps að það rann upp fyrir mér.
Elskulegur afi minn ,sem fyrir mér
hefur ávallt verið til, hefur yfirgefið
lífið. Aldrei hef ég áður misst nokk-
urn sem var mér jafn dýrmætur.
Þrátt fyrir harmatár mun ég hugsa
með hlýhug og brosi til þeirra
stunda er ég fékk eytt með þér og
ömmu og munu minningar um þær
stundir ætíð lifa í brjósti mér og ylja
mér á sorgarstundu jafnt og halda
mér gangandi á erfiðum tímum.
Það er því með vota kinn að ég
kveð þig með heita von og trú um
endurfundi við lífslok.
Guðríður Pétursdóttir.
GUÐFINNUR GUÐNI
OTTÓSSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64