Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TÆPLEGA fjögur hundruð manns
voru brautskráð frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla, Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ nú
fyrir helgi.
Á föstudag voru brautskráðir 45
stúdentar frá Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Margir nemendanna
voru brautskráðir samkvæmt nýrri
námskrá frá 1999 eftir þriggja og
hálfs árs nám, flestir nemendur í
svonefndum HG-hópi sem starfað
hefur undir kjörorðunum Hópur ?
Hraði ? Gæði. 
HG-hópurinn er þjónusta við
sterka nemendur og úr hópnum
komu tveir dúxar skólans, Bryndís
Ósk Jónsdóttir, stúdent af fé-
lagsfræðabraut og viðskiptabraut,
og Steinunn Lilja Emilsdóttir, stúd-
ent af félagsfræðabraut. Báðar
luku þær námi með frábærum ár-
angri með einkunnina 10 í meiri-
hluta námsáfanganna. 
Harald Gunnar Halldórsson,
stúdent af náttúrufræðibraut, lauk
flestum námseiningum, alls 173, 33
einingum umfram lágmark sem
krafist er til stúdentsprófs. Á meðal
gesta voru 20 ára stúdentar sem
færðu skólanum ræðupúlt að gjöf. 
Dúxarnir tveir, Bryndís Ósk og
Steinunn Lilja, hlutu verðlaun í fjöl-
mörgum námsgreinum en aðrir
sem hlutu verðlaun voru Ásgeir
Runólfsson, Bryndís Stefánsdóttir,
Gunnar Ingi Jóhannssson, Gyða
Ingólfsdóttir, Harald Gunnar Hall-
dórsson, Helena Eufemia Snorra-
dóttir, Magnús Óskarsson, Ósk
Auðunsdóttir, Sara Blandon, Þor-
gerður María Halldórsdóttir og Ösp
Ásgeirsdóttir.
88 stúdentar hjá MH
88 stúdentar, 60 konur og 28
karlar, voru brautskráðir frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð á
föstudag. Dúx var Tinna Finn-
bogadóttir, stúdent af eðl-
isfræðibraut, með 9,7 í með-
aleinkunn. Einn annar stúdent,
Þórkatla Hauksdóttir af eðl-
isfræðibraut, náði ágætiseinkunn.
Hrefna Ingadóttir lauk flestum ein-
ingum en hún lauk stúdentsprófi af
þremur brautum samtímis; eðl-
isfræðibraut, náttúrufræðibraut og
listdansbraut. 
Eftirtaldir stúdentar hlutu verð-
laun fyrir mjög góðan náms-
árangur í einstökum greinum: Auð-
ur Emilsdóttir (íslenska), Einar
Erlensdsson (saga), Díana Rós Ri-
vera (sænska), Jens Guðjónsson
(stærðfræði), Tinna Eysteinsdóttir
(líffræði) og Tinna Finnbogadóttir
(eðlisfræði og stærðfræði).
Tímamót hjá FÁ
Í gær útskrifuðust 92 nemendur
frá Fjölbrautaskólanum við Ár-
múla, fimm lyfjatæknar, fjórir
nuddarar, sjö sjúkraliðar, þrettán
úr framhaldsnámi sjúkraliða, og 63
stúdentar. Af félagsfræðabraut út-
skrifuðust 32 stúdentar, einn af
hagfræðibraut, þrír af íþrótta-
braut, 10 af málabraut, 11 af nátt-
úrufræðibraut og sex af upplýsinga
og tölvubraut. Útskrift markaði
ákveðin tímamót vegna þess að
þetta var fyrsta útskrift í fram-
haldsnámi sjúkraliða.
Guðný Rut Þorfinnsdóttir var
dúx skólans, en aðrir sem fengu
viðurkenningu fyrir góðan náms-
árangur og félagsstörf voru Árni
Friðberg Helgason, Elín Inga Han-
sen Stígsdóttir, Erna Sif Jónsdóttir,
Eygló Traustadóttir, Finnbogi Ósk-
ar Ólafsson, Guðlaug Margrét
Steinsdóttir, Helga Sólveig Að-
alsteinsdóttir, Ingibjörg Vilhjálms-
dóttir, Íris Jensdóttir, Jóhanna
Pálsdóttir, Jóna Björg Eðvarð-
sdóttir, Karl Óskar Kristbjarn-
arson, Kristín Linda Ólafsdóttir,
Kristján Theódór Friðriksson, Mar-
grét Ó. Stefánsdóttir, Ólafur Páll
Vignisson og Sigrún Elva Guð-
mundsdóttir.
154 lokaprófsskírteini hjá FB
154 lokaprófsskírteini voru af-
hent í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti á föstudag, þar af 69 skírteini
á starfsnámsbrautum en 85 nem-
endur luku stúdentsprófi frá skól-
anum. 12 nemendur luku sjúkralið-
anámi, átta snyrtifræðinámi, 17
luku burtfararprófi af húsasmiða-
braut og 10 af rafvirkjabraut.
Málfríður Sjöfn Hilmarsdóttir
náði bestum árangri í sjúkralið-
anámi, Helgi Ólafsson á húsasmiða-
braut, Ketill Þór Sverrisson á raf-
virkjabraut og Unnur
Valgeirsdóttir á félagsfræðibraut
kvöldskóla á stúdentsprófi.
Tæplega 400
brautskráðir frá
fjórum skólum
Morgunblaðið/Kristinn
45 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á föstudag.
FENGU Björn Bjarnason og
Megas sér í pípu saman? Af
hverju er Guðni Ágústsson svona
undarlegur? Geta Jakob Frí-
mann og Smári Geirsson ein-
hvern tíma orðið vinir? Á Þráinn
Bertelsson skilið að fá heiðurs-
laun listamanna? Veit Davíð
Oddsson alltaf betur en aðrir?
Eigum við að selja Óla Palla og
Gest Einar? Af hverju er Krist-
ján Ragnarsson svona gráðugur?
Er Hannes Hólmsteinn ekki al-
gjört ídjót? Á Össur Skarphéð-
insson við hegðunarvandamál að
stríða? Hvar finnur Ómar Ragn-
arsson allt þetta tannlausa fólk?
Af hverju er ólöglegt að segja
satt?
Þessum spurningum og mörg-
um fleirum svarar Karl Th. Birg-
isson, blaðamaður og nýráðinn
framkvæmdastjóri Samfylkingar-
innar, í úrvali greina og pistla,
sem hann hefur ritað á nýliðnum
árum og eru nú að koma út í bók-
arformi. Titill bókarinnar er: Orð
í eyra og undirtitillinn er: óum-
beðnar upplýsingar. Á bókar-
kápu segir að Karl sé löngu orð-
inn kunnur sem einn beittasti
pistlahöfundur og þjóðfélagsrýn-
ir samtímans og að umfjöllunar-
efni Karls séu jafnmörg og þau
eru ólík.
Í stuttu samtali við Morgun-
blaðið, sagði Karl að pistlarnir og
greinarnar 65, sem í bókinni er
að finna, væri aðeins um fjórð-
ungur af því efni, sem hann hefði
skrifað á undanförnum þremur
árum. Í bókinni væri því sérvalið
efni, eins konar ?greatest hits? af
því sem frá honum hafi komið,
það sem honum finnst að muni
geti lifað hvað best.
?Greinarnar hafa
birst í landsmála-
blaðinu Austurlandi
og pistlarnir í frétta-
skýringaþættinum
Speglinum á Ríkisút-
varpinu. Elsta efnið í
bókinni er þriggja
ára gamalt og það
yngsta er frá því í
vor þegar ég hætti á
Speglinum. Ég hafði
sagt þar upp störfum
vegna þess að ég var
að taka að mér annað
verkefni, en Útvarps-
ráð sá þá að það væri
síðasti sjens fyrir það í stöðunni
að reka mig sem úr varð. Búið
var að reyna það lengi, skulum
við segja.?
Þegar Karl er spurður hver sé
tilurð þess að birta greinar og
pistla í bókarformi, svarar hann
því til að persónulega finnist hon-
um of lítið gefið út af svona efni.
?Þjóðfélagsumræðan ber svo
sterkan keim af því hvað fólk er
fljótt að gleyma og fréttir dags-
ins í dag verða mjög fljótt gamlar
fréttir. Þetta er því tilraun til
þess að hjálpa okkur að muna.
Þetta eru fréttatengdir pistlar,
sem spretta af viðburðum dags-
ins. Reynt er að draga fram í
þeim almennan lærdóm og ég
vænti þess að þeir standist tím-
ans tönn. Ég vona sömuleiðis að
bókin geti höfðað til þeirra, sem
hafa almennan áhuga á þjóðmál-
um. Tilviljun ein ræður því að
bókin skuli koma út á kosninga-
vetri þó hún sé á hinn bóginn til-
valin lesning á kosningavetri,
eins og segir á bók-
arkápu. Eðli málsins
samkvæmt, skrifa
pistlahöfundar
gjarnan meira um
stjórnvöld heldur en
stjórnarandstöðu.
Ég skrifa um per-
sónur, sem gefa til-
efni, en forðast að
skrifa um fólk eftir
dilkum.?
Bókina tileinkar
Karl kettinum sín-
um, Rómeo, sem
varð vitni að öllum
skriftunum og reka
þurfti úr skrifborðs-
stólnum áður en hafist var handa
við smíði pistlanna, sem allir eru
skrifaðir á Stöðvarfirði, þar sem
Karl var búsettur í fimm ár eða
þangað til fyrir ári að hann flutti
til höfuðborgarinnar. Karl hefur
frá því í september sl. starfað
sem framkvæmdastjóri Samfylk-
ingarinar.
Ákvörðun um útgáfu bókarinn-
ar var tekin í sumar. Útgefandi
bókarinnar er auglýsingastofan
Mátturinn og dýrðin, en þar
starfaði Karl um nokkurra ára
skeið. Auk þessarar bókar, er
Karl höfundur Forsetabókarinn-
ar, sem kom út fyrir sex árum
síðan, og fjallaði um forsetakosn-
ingarnar 1996 þegar Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti, gaf
fyrst kost á sér og atti þá kappi
við Pétur Hafstein, Guðrúnu
Agnarsdóttur, Ástþór Magnús-
son og Guðrúnu Pétursdóttur,
sem dró reyndar framboð sitt til
baka áður en að kosningunum
kom.
Fólk er alltof fljótt að
gleyma fréttum dagsins
Karl Th. Birgisson.
ÞROTABÚ Genealogia Islandorum
hefur fallið frá málsókn og afsalað
sér öllum kröfum á hendur Íslenskri
erfðagreiningu og Friðriki Skúla-
syni ehf. vegna gerðar ættfræði-
grunnsins Íslendingabókar, að því
er fram kemur í sameiginlegri
fréttatilkynningu frá Íslenskri
erfðagreiningu og þrotabúi Genea-
logia Islandorum. Í tilkynningunni
segir ennfremur að Þorsteinn Jóns-
son hafi fallið frá málsókn á hendur
ÍE og Friðriki Skúlasyni ehf. vegna
sama máls. Dómsmál vegna þessa
var fellt niður við fyrirtöku í Héraðs-
dómi Reykjavíkur.
Þá kemur fram að áður hafi mála-
lok þessi verið samþykkt á skipta-
fundi Genealogia Islandorum. Á
fundinum hafi jafnframt verið sam-
þykkt kaup ÍE á ættfræðibókasafni
og ýmsum öðrum ættfræðigögnum
þrotabúsins, auk höfundar- og hug-
verkaréttinda að öllum útgefnum
ættfræðiritum Genealogia Islandor-
um, Ættfræðistofu Þorsteins Jóns-
sonar ehf. og Sögusteins ehf. (áður
Byggðir og bú ehf.) og ekki hafði áð-
ur verið ráðstafað með öðrum hætti.
Kaupverðið var 10 milljónir króna.
Bótakröfur yfir 600 milljónir
Bótakröfur stefnenda námu ríf-
lega sex hundruð milljónum króna
og málið snerist um það að ÍE og
Friðrik Skúlason ehf. voru sökuð um
að hafa slegið inn í tölvu í ábataskyni
lögverndaðar upplýsingar úr ætt-
fræðiritum sem Þorsteinn og aðrir
fræðimenn hefðu unnið upp úr frum-
gögnum. Íslensk erfðagreining hef-
ur á hinn bóginn haldið því fram að
um staðreyndir sé að ræða sem ekki
njóti verndar höfundarréttar. Mats-
menn sem dómkvaddir voru að kröfu
stefnenda höfðu fyrr á þessu ári
komist að þeirri niðurstöðu að lýsing
ÍE og Friðriks Skúlasonar ehf. á
þróun og uppbyggingu gagnasafns-
ins væri rétt. 
Genealogia 
fellur frá málsókn
SALA á vörum um Netið er töluvert
algengari meðal íslenskra fyrirtækja
en fyrirtækja á öðrum Norðurlönd-
um. Um 16% íslenskra fyrirtækja
með tíu eða fleiri starfsmenn hafa
selt vöru um Netið en á öðrum Norð-
urlöndum var hlutfallið 8?11%. Þetta
kemur fram í nýjum niðurstöðum
könnunar sem birt er í skýrslu nor-
ræna ráðherraráðsins og hagstofu
Norðurlandanna um upplýsingasam-
félagið.
Samkvæmt könnuninni hefur sala
á vörum um Netið, sem nær a.m.k.
1% af heildarveltu fyrirtækis, enn
ekki náð að festa sig í sessi að neinu
ráði hjá norrænum fyrirtækjum. 
Yfir 80% þeirrar sölu sem nú þeg-
ar fer fram á Netinu á Íslandi, í
Finnlandi, Danmörku og Noregi er
til kaupenda á innanlandsmarkaði en
í Svíþjóð fara 22% vörusölu um Netið
til annarra landa.
Mikill meirihluti varnings sem
seldur er um netið á Íslandi er seldur
til heimila eða um 65% en þessu er
öfugt farið á öðrum Norðurlöndum
þar sem meirihluti vörusölu um Net-
ið (um 75?95%) er til fyrirtækja eða
opinberra stofnana.
16% íslenskra fyrirtækja
hafa selt vöru um Netið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64