Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         ! "#  #  #        $  $! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HANNES Þór dó 33 ára, 17. des. ár- ið 2000. Við aðstandendur Hannesar Þórs viljum koma því á framfæri að kvik- myndin Hlemmur er sýnd alfarið í okkar óþökk. Þegar við í gegnum fjölmiðla fengum vitneskju um sýningu myndarinnar, fórum við fram á það við Ólaf Sveinsson að myndin yrði ekki sýnd opinberlega. Hann vildi ekki verða við þeirri bón. Þá báðum við um að ákveðin atriði yrðu klippt úr myndinni. Því var einnig neitað. Í myndinni er dregin upp mynd af Hannesi þar sem hann var mjög illa á sig kominn, bæði andlega og lík- amlega. Það virðist mörgum finnast nánast gamanmál. Í dagblaðsgrein í Fréttablaðinu er Ómari og Hannesi líkt við Gög og Gokke, „slá þeim jafnvel við.“ Þekkt fjölmiðlakona lét þau orð falla í útvarpsþætti um ákveðið atriði í myndinni, þar sem Ómar og Hannes ræða saman; „að þetta væri alveg óborganleg sena, enginn leikari gæti hafa gert þetta betur.“ Einmitt! Grátlegt hörmung- arlíf getur enginn gert svona raun- verulegt, nema þolandinn sjálfur. Hann er einfaldlega ekki að leika. Fjallað er um myndina eins og þeir sem fram í henni koma séu að leika hlutverk, séu ekki raunverulegt fólk. Eða eins og komist er að orði í Morgunblaðsgrein: „Tveir af aðal- viðfangsefnum Hlemms kristalla breiddina: Ómar er seiglan uppmál- uð, úrræðagóður og ódrepandi, en Hannes vinur hans er á hinn bóginn blaktandi strá í vindi og hniginn í valinn í lokin.“ Lesendur sem áhorf- endur, athugið að Hannes Þór dó ekki fyrir myndavélina. Hans dauði var raunverulegur. Ólafur Sveinsson telur sig hafa samþykki Hannesar fyrir mynda- tökunni og vitnar í þá staðreynd að Hannes sé í myndinni. Í einu atriði í seinni hluta myndarinnar, er farið upp í Gufuneskirkjugarð að gröf Hannesar, án vitundar okkar að- standenda. Varla hefur Ólafur feng- ið samþykki Hannesar fyrir því! Áfengissýki er sjúkdómur, sem Hannes Þór barðist við í mörg ár, harðri baráttu. Hann á ástvini, sem létu sér annt um hann og reyndu eftir mætti að aðstoða hann. Það var barátta sem bar ekki þann árangur sem óskir og vonir stóðu til. Hannes var orðinn mjög veikur mörgum mánuðum fyrir andlát sitt og þar af leiðandi, og eins og sést og heyrist raunar í myndinni, ekki fær um að taka stórar ákvarðanir. Hannes getur í dag ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þess vegna viljum við, hans nánustu aðstandendur, við sem þekktum hann best, láta í okkur heyra. Við erum þess fullviss að Hannes Þór hefði aldrei viljað sýna sig svona á sig kominn, eins og hann er í myndinni, fyrir framan alþjóð. Þarna er verið að vega að æru látins manns, velta sér upp úr og gera sér mat úr ógæfu hans. MÓÐIR OG SYSTKINI. Hlemmur – Niðurlæging út yfir gröf og dauða Frá aðstandendum Hannesar Þórs: NÚ á jólaföstunni auglýsti Iceland- air, að hægt væri að kaupa hjá þeim mjög hagstæðar jólagjafir, sem væri jólapakki, þar sem væri hægt að velja flug fram og til baka í helg- arferð, til hvaða viðkomustaðar þeirra í Evrópu sem væri eða til Min- neapolis í Bandaríkjunum. Þar sem yngsti sonur okkar hefur frá hausti dvalið erlendis en gerði ráð fyrir að koma heim fljótlega á nýju ári, þá gripum við auðvitað tækifærið og keyptum á netinu „jóla- pakkann“ fyrir hann. Í kynningu á „jólapakkanum“ á netinu kom fram að hægt væri síðan að panta far á tímabilinu frá 10. janúar n.k. og fram í mars. „Jólapakkinn“ kom síðan með skil- um, tveimur dögum eftir að greitt var fyrir hann með visagreiðslu á netinu. Þar fylgdi með ávísun á að fá útgefinn farmiða eftir nánari óskum viðtakanda. Var þá farið á skrifstofu Flugleiða og óskað eftir að fá útgefinn miða til og frá Kaupmannahöfn. Var um leið gerð grein fyrir því að sá sem ætti að fá „jólapakkann“ væri þegar erlend- is og mundi því aðeins geta notfært sér leiðina Kaupmannahöfn – Kefla- vík. En þá byrjuðu vandkvæðin. „Því miður, ef farþeginn notar ekki fyrri hluta farseðilsins, þá mun seinni hlutinn sjálfkrafa falla út og verða ógildur“, voru svörin sem við feng- um. Hvergi hafði komið fram í upp- lýsingum á netinu – en þangað var fólki beint til að panta „jólapakkann“ – að einhverjir svona annmarkar væru. Það virðist enda erfitt að sjá rökin fyrir því, að það komi flutn- ingsaðilanum yfir höfuð nokkuð við, hvort setið sé í viðkomandi farþega- sæti einungis aðra leiðina, þegar greitt hefur verið uppsett verð fyrir umrætt sæti báðar leiðir. En þrátt fyrir að málið gengi á milli nokkurra aðila, þá var engin önnur svör að fá. Það tókst þó að fá miðann endurgreiddan eftir að búið var að senda okkur með það „flókna“ mál á milli nokkurra aðila. Rétt er að fram komi að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við fengum hjá söluaðilunum, þá er ódýrasta fargjald aðra leið frá Kaup- mannahöfn til Keflavíkur 6.600 kr. danskar eða milli 70 og 80 þúsund ísl. kr. Þó væri möguleiki að kaupa helg- arpakka (ekki jólapakka!) frá Kaup- mannahöfn fyrir um 45 þús. kr. og þá væri allt í lagi að henda öðrum hluta miðans, af því að það væri seinni leggur ferðarinnar og því mundi tölvan ekkert geta gert í málinu !!! Já, okkur fannst ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessari frá- bæru „jólagjöf“, sem flugfélagið okk- ar allra býður upp á núna fyrir jólin. Með bestu kveðjum og óskum um ánægjulega jólahátíð og farsæld á nýju ári. INGÓLFUR ÁRMANNSSON, Vanabyggð 2b, Akureyri. Jólagjöf Flugleiða Frá Ingólfi Ármannssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.