Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 304. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 mbl.is Myndbönd ársins 2002 Gullmolarnir sem frumsýndir voru á myndbandi Fólk 56 Samúel Kristjánsson 21 árs framkvæmdastjóri 10 Stanzað í Skógarsal Petra Sveinsdóttir á Stöðvarfirði heimsótt 20 TUGIR þúsunda bandarískra hermanna og tugir herskipa munu fara til Persaflóa á næstu vikum, er bandaríska varnarmálaráðuneytið fylkir liði sínu til árásar á Írak, að því er fulltrú- ar ráðuneytisins segja. Þegar eru á svæðinu rúmlega fimmtíu þúsund bandarískir hermenn. Embættismenn í varnarmálaráðuneytinu sögðu að þetta væru mestu liðsflutningar sem Bandaríkjamenn hefðu ráðist í hingað til. Með þeim yrði hernaðarundirbúningurinn mun sýni- legri og augljósari en hann hefði hingað til ver- ið. „Möguleikinn á átökum í Írak er um það bil að verða deginum ljósari fyrir alla Bandaríkja- menn,“ sagði háttsettur embættismaður í hern- um, er ekki vildi láta nafns síns getið. Liðsaukanum er ætlað að knýja Saddam Hussein Íraksforseta til að gera grein fyrir og hætta við tilraunir sínar til að koma sér upp efna-, lífefna- og kjarnorkuvopnum, segja tals- menn Bandaríkjahers. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að hefja styrjöld. Tvö flugmóðurskip gerð klár Alls fengu um 25 þúsund hermenn, í flugher, flota og landher, skipanir frá varnarmálaráðu- neytinu nú eftir jólin, og tvö flugmóðurskip verða gerð klár í að halda til Persaflóans. Munu flutningarnir taka nokkrar vikur og hefjast fljótt upp úr áramótum. George W. Bush forseti samþykkti þessa áætlun í síðustu viku á fundi með Donald Rums- feld varnarmálaráðherra og Tommy Franks hershöfðingja, sem mun stjórna herliði Banda- ríkjanna, komi til átaka. Samkvæmt upplýsingum embættismanna á alls að flytja um 50 þúsund hermenn til Persa- flóasvæðisins til viðbótar þeim 57 þúsund sem varnarmálaráðuneytið hefur verið að flytja þangað síðan í ársbyrjun. Á embættismönnun- um var að skilja að síðustu 25 þúsund hermenn- irnir yrðu síðan fluttir á svæðið „á næstunni“. Tugþúsundir bandarískra hermanna til Persaflóa Reuters DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hlær innilega með hermönn- um á bandarísku herstöðinni Sayliyah í Qat- ar. Rumsfeld segist ekki í nokkrum vafa um að Írakar ráði yfir gereyðingarvopnum. „Möguleikinn á átök- um í Írak að verða deginum ljósari“ Enginn vafi Washington. AP, Los Angeles Times. ÓOPINBERAR niðurstöður úr for- setakosningunum er haldnar voru á föstudaginn í Kenýa bentu til þess í gær að frambjóðandi stjórnarand- stöðunnar, Mwai Kibaki, hefði hlotið afgerandi meira fylgi en fram- bjóðandi stjórnarflokksins, Uhuru Kenyatta. Samkvæmt upplýsingum Stofnunar í lýðræðismennt, sem er sjálfstætt starfandi kenýsk stofnun, hefur Kibaki um 72% fylgi. Mwai Kibaki ræðir við fréttamenn. Útlit fyrir sigur Kibakis Nairobi. AFP. Reuters YFIRVÖLD í Norður-Kóreu hafa gert eftirlitsmönnum á vegum Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að yfirgefa landið ekki síðar en á gamlársdag, að því er fram kom í tilkynningu frá stofnuninni í gær. N-kóresk stjórnvöld segjast ætla að opna á ný kjarnorkuvinnslustöð sem hefur verið lokuð í átta ár. IAEA segir ekki hægt að útiloka að þar verði framleidd kjarnorkuvopn. Yfirgefi N-Kóreu á gamlársdag Vín. AFP. ♦ ♦ ♦ ÞAÐ umhverfi sem myndlistarsköp- un er búið hér á landi er gagnrýnt bæði af yngri kynslóð listamanna, sem telja tækifæri vannýtt, og eldri kynslóð listmálara, sem telja að sér hafi verið ýtt til hliðar. Í viðtali við Morgunblaðið segir Einar Hákonarson að einsýni ein- kenni stefnumótun þeirra listfræð- inga er stýra opinberum sýningar- sölum og harmar hann þá þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum ár- um þess efnis að ákveðnum lista- mönnum er boðið að sýna en salirnir ekki opnaðir fyrir umsóknum lista- manna. Á sama tíma má greina sterka kröfu meðal listamanna af yngri kynslóð og fagfólks á sviði myndlist- armiðlunar um að íslensk listasöfn sinni með markvissari hætti því sem er efst á baugi og framsæknast í list- sköpun samtímans, hvort sem um er að ræða alþjóðlega myndlist eða ís- lenska. Telur Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður og fyrrverandi for- maður Nýlistasafnsins, m.a. að með markvissri stefnumótun stjórnvalda mætti nýta mun betur þau tækifæri er bjóðast við að gera íslenska list- sköpun sýnilega á alþjóðasviði myndlistar, t.d. með því að styrkja þær stofnanir og fyrirtæki sem sinna myndlist hér á landi. „Aukinn alþjóð- legur áhugi á norrænni myndlist ætti að færa okkur aukin tækifæri til að rjúfa þá einangrun sem íslensk myndlist býr við,“ segir Ósk. Málarar telja sig útilokaða – yngri kynslóð vill nýta betur tækifærin Faglegra umhverfi myndlistar ÓMÆLT magn reykts svínakjöts, kalkúna, rjúpna, hreindýrakjöts og meðlætis og úrval eftirrétta hefur runnið ljúflega ofan í land- ann undanfarna daga. Eftir letilíf og fjölda jólaboða sjá því margir þann kost vænstan að taka sprett- inn í ræktinni. Sjálfsagt gættu margir hófs í átinu yfir hátíð- arnar en mættu engu að síður í líkamsrækt í gær, en ljósmyndari Morgunblaðsins leit þá inn í eina af líkamsræktarstöðvunum. Lík- amsrækt er hluti af lífsstíl margra og rauðir dagar á alman- akinu breyta þar engu um. Án efa var samviskan betri hjá ein- hverjum sem fóru út í vetrardag- inn eftir hörkupúl milli jóla og nýárs, aðrir láta það ekki einu sinni hvarfla að sér á þessum árs- tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Átök í heilsu- ræktinni EIRÍKUR Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, segir að íslensk listasöfn líti á það sem hlutverk sitt að reka metnaðarfulla sýningarstefnu, sem samræmist ekki fyrri starfsháttum, þar sem sal- ir voru leigðir út eftir umsóknum. „Það sem söfnin hafa verið að gera markvisst er að setja sýningardag- skrá sína í ákveðið alþjóðlegt sam- hengi. Ekkert safn getur vonast til að standa undir nafni í samanburði á alþjóðavettvangi ef sýningardagskrá felst í því að úthluta sölum eftir ein- hverjum misskildum lýðræðisvið- miðum,“ segir Eiríkur og ítrekar að ekki sé verið að útiloka ákveðna hópa listamanna heldur einfaldlega velja til sýningar verk listamanna sem kallist á við það besta sem er að ger- ast á alþjóðlegu listasviði. Í viðtali hér í blaðinu svara þeir Eiríkur Þorláksson og Ólafur Kvar- an, safnstjóri Listasafns Íslands, fjölmörgum gagnrýnissjónarmiðum varðandi starfsemi safnanna. Þeir telja takmarkað fjármagn setja söfn- unum skorður í því hlutverki að fjalla um hina virku listsköpun samtímans og að varðveita og miðla listasög- unni. Ólafur Kvaran sér möguleika í aukinni samvinnu safnastofnana. „Söfnin á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameiginlega að stórri alþjóð- legri sýningu, t.d. á þriggja ára fresti,“ bendir Ólafur m.a. á. Breyttir tímar fela í sér nýjar kröfur – peningaleysi háir stóru söfnunum  Af menningarástandi/22 Þetta er alltaf hörkuvinna FIMMTÍU og fimm manns létust í sprengjutilræðinu er framið var í stjórnsýsluhúsinu í Grozní, höfuð- stað Kákasushéraðsins Tétsníu, á föstudagsmorguninn. Rússneska neyðarráðstafanaráðuneytið stað- festi þetta í gær. 55 létust Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.