Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LIÐ TIL PERSAFLÓA Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur boðað að sendir verði um 25 þúsund hermenn til Persa- flóasvæðisins vegna hugsanlegrar herfarar til Írak. Þar eru fyrir um 57 þúsund hermenn, og önnur 25 þús- und til viðbótar verða send þangað á næstunni. Krónan of sterk Gengi krónunnar er nú sterkara en það hefur verið síðan horfið var frá fastgengisstefnu í mars 2001. Segir framkvæmdastjóri LÍÚ að þetta sé farið að hafa áhrif á fyrir- tæki í sjávarútvegi. Einnig kemur þetta illa við fyrirtæki í ferðaþjón- ustu, sem hafa flest tekjur í erlendri mynt en gjöld í krónum. Fari á gamlársdag Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa gert eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar að yfirgefa landið á þriðjudaginn. Þorskseiðaframleiðsla Mikill áhugi á þorskeldi hefur orð- ið til þess að Hafrannsóknastofnun leggur nú aukna áherslu á að fram- leiða þorskseiði í tilraunaeldisstöð stofnunarinnar við Grindavík. Stefnt er að því að auka framleiðsluna verulega á næstu árum. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun tekur til starfa um áramótin og um leið verða lagðar niður þær stofnanir sem hin nýja tekur við af, þ.e., Náttúruvernd rík- isins, Hollustuvernd ríkisins, emb- ætti veiðistjóra, hreindýraráð að hluta og dýraverndarráð. Umhverf- isstofnun verður til húsa í Reykjavík og á Akureyri. Landlæknir gekk of langt Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Land- læknisembættið hafi gengið lengra en lög leyfi er það sendi bréf til fyr- irtækis sem fyrir mistök fékk send- an lyfjalista frá apóteki Lyfju í sum- ar. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, er um ræðir, hafði kvartað við Umboðsmann Alþingis vegna bréfsins. Svartfugladauði Borið hefur á svartfugladauða á Borgarsandi fyrir botni Skaga- fjarðar undanfarna daga. Telur Náttúrufræðistofnun Íslands að fuglarnir hafi orðið hungurdauða. Ekki hafa stofnuninni borist tilkynn- ingar um svartfugladauða annars staðar á landinu. Útlit fyrir sigur Kibakis Allt leit út fyrir í gær að Mwai Kibaki, frambjóðandi stjórnarand- stöðunnar í Kenýa, hefði unnið af- gerandi sigur í forsetakosningum er fram fóru í landinu á föstudaginn. Y f i r l i t Í dag Hugsað upphátt 27 Myndasögur 48 Af listum 28 Dagbók 50/51 Birna Anna 28 Krossgáta 53 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61 Skoðun 34/35 Bíó 58/61 Minningar 36/41 Sjónvarp 52/62 Þjónusta 46 Veður 63 * * * UMHVERFISSTOFNUN mun taka til starfa nú um áramótin. Tek- ur hún við verkefnum Náttúru- verndar ríkisins, Hollustuverndar ríkisins, embættis veiðistjóra, hluta verksviðs hreindýraráðs og dýra- verndarráðs. Þær stofnanir verða því lagðar niður frá 1. janúar 2003. Umhverfisstofnun verður til húsa á Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, en veiðistjórnunarsvið hennar, áður embætti veiðistjóra, verður starf- rækt á skrifstofu stofnunarinnar í Hafnarstræti 97 á Akureyri og það- an og frá Egilsstöðum verður einnig stýrt málefnum er varða verndun og nýtingu villtra dýrastofna. Við stofn- unina munu verða 73 starfsmenn, þar af 57 í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík. Umhverfisstofnun tekur við umsjón þjóðgarða og munu þjóð- garðsverðir áfram starfa þar. Davíð Egilsson hefur verið skip- aður forstjóri Umhverfisstofnunar. Hann var áður forstjóri Hollustu- verndar ríkisins. Fagleg samlegðaráhrif „Hugmyndin að baki því að setja þessar stofnanir undir einn hatt Um- hverfisstofnunar eru samlegðar- áhrifin,“ segir Davíð Egilsson for- stjóri. „Það er sammerkt mörgum ríkisstofnunum og sérstaklega þeim sem sinna umhverfismálum hvað þær eru litlar. En með því að fá fólk sem hefur lík sérsvið til að vinna saman fæst gríðarlega mikil fagleg samlegð sem gerir stofnunina miklu sterkari fyrir vikið. Þetta ætti einnig að gera stjórnsýsluna mun skilvirk- ari. Maður heyrir það líka í samfélag- inu að það vissu fáir hvað Hollustu- vernd gerði en á hinn bóginn vissu fleiri um tilvist Náttúruverndar en hún hefur þó mun afmarkaðra verk- svið. En svo virðist sem mönnum sé mun ljósara hvaða hlutverki Um- hverfisstofnun mun sinna.“ Samkvæmt lögum um Umhverfis- stofnun sem Alþingi samþykkti fyrr á árinu hafa starfsmenn stofnananna sem sinnt hafa þeim verkefnum sem munu heyra undir Umhverfisstofn- un forgangsrétt til starfa þar á fyrsta starfsári stofnunarinnar. „Það verða því sáralitlar breytingar á starfsfólki,“ segir Davíð. „Öllum starfsmönnum voru boðin störf í nýrri stofnun, hliðstæð þeim sem þeir áður sinntu eftir því sem unnt var, og nánast allir hafa skrifað und- ir.“ Þessa dagana standa yfir flutning- ar í nýtt húsnæði á Suðurlandsbraut enda örfáir dagar þar til Umhverf- isstofnun tekur til starfa. Hollustu- verndin var áður til húsa í Ármúla og Náttúruvernd ríkisins í húsi ríkislög- reglustjóra á Skúlagötu. Umhverfisstofnun tekur til starfa um áramót Morgunblaðið/Jim Smart Margar hendur vinna létt verk. Það var fjör í höfuðstöðvum nýrrar Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24 í gær. Þau Kristín Björnsdóttir skjalavörður, Þórey Guðmundsdóttir, forstöðumaður rekstrar- og skrifstofusviðs, og Davíð Egilsson forstjóri tóku til hendinni við flutningana. Umhverfisstofnun tekur formlega til starfa um áramót. ÍSLENSKA kvikmyndin Ísaldarhesturinn eftir Pál Stein- grímsson var jólamynd þýsk-frönsku sjónvarpsstöðv- arinnar ARTE. „Die Saga vom Islandspferd“ eins og Ís- aldarhesturinn heitir á þýsku var sýnd klukkan sjö á jóladag eða á allra besta sýningartíma. Ísaldarhesturinn var svo endursýndur á stöðinni síðdegis á föstudaginn og verður svo sýndur þriðja sinni 3. janúar. „Íslendingar telja sig vera mestu hestamenn í heim- inum og þar er haft á orði að maður án hests sé einungis hálfur maður en á hestinum sínum verði hann meiri en hann sjálfur,“ segir í sjónvarpskynningu Arte. Páll Steingrímsson segir að bæði þýskir og franskir framleiðendur sækist eftir að fá myndir sínar sýndar á þessum tíma. „Þeir sýna ekki annað á þessum tíma en það sem þeir telja vera gott efni. Þannig að þetta er vissulega vegsauki fyrir mig og ég er mjög ánægður með þetta.“ Í Ísaldarhestinum er fjallað um uppruna og sögu ís- lenska hestsins; við landnám einangraðist hann og hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og með honum þróuðust eiginleikar sem eru einstæðir. Kvikmyndin fékk fyrstu verðlaun á hátíðinni Wildlife Europe í Sví- þjóð í fyrra og þrenn heiðursverðlaun International Wildlife Film Festival í Bandaríkjunum í ár. Ísaldarhesturinn eftir Pál Steingrímsson Morgunblaðið/Friðþjófur Jólamynd á þýsk-franskri sjónvarpsstöð HALLDÓR Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, ítrekaði í samtali við Morgun- blaðið í gær, laugardag, þegar hann var spurður um viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra við tilboði fram- sóknarmanna í Reykjavík, að það hefði verið ljóst frá upphafi að framsóknarmenn teldu það ekki samrýmanlegt að Ingibjörg færi í landsmálin á sama tíma og hún væri forystumaður Reykjavíkur- listans. „Það er búið að vera ljóst frá upphafi að við teljum það ekki vera samrýmanlegt að hún fari með þessum hætti inn í landsmál og sé jafnframt forystumaður þriggja flokka í Reykjavík,“ sagði Halldór. Ítrekaði hann einnig að næstu skref væru í höndum borgarfulltrúa. Tilboð framsóknarmanna kveður m.a. á um að Ingibjörg láti af störfum borgarstjóra 15. janúar og Árni Þór Sigurðsson verði borgarstjóri í hennar stað. Í máli framsóknarmanna hefur komið fram að þetta sé lokatilboð þeirra. Ingibjörg hefur hins veg- ar hafnað tilboðinu. Ekki náðist í Alfreð Þorsteinsson, oddvita framsóknarmanna í borgar- stjórn, í gærmorgun. Borgarstjórnarflokkur R-list- ans; borgarfulltrúar og vara- borgarfulltrúar, hefur verið boð- aður til fundar í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag, sunnudag. Halldór Ásgrímsson Ítrekar fyrri af- stöðu framsókn- armanna Morgunblaðið kemur út í einu blaði í dag en ekki í tveimur blöðum eins og venjulega á sunnudögum. FORMAÐUR Bændasamtakanna, Ari Teitsson, virðist fyrst og fremst koma fram sem talsmaður sauðfjár- bænda þegar hann tjáir sig um stöðu kjúklingaframleiðenda í Morgun- blaðinu í gær. Hann virðist ekki vera tilbúinn að horfast í augu við þær augljósu breytingar sem eru að eiga sér stað í neyslumynstri Íslendinga. Þetta segir Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa. „Ég er mjög ósáttur við ummæli formannsins, bæði sem einn af for- ystumönnum í þessari grein og sem talsmaður Móa hf. Félag kjúklinga- bænda og kjúklingabændur hafa lengi verið aðilar að Bændasamtök- um Íslands og við erum alls ekki sammála því sem kemur fram hjá formanni samtakanna.“ Kristinn Gylfi segir að formað- urinn vilji ekki horfa sömu augum og aðrir á þær breytingar sem séu að verða á kjötmarkaðinum hér. „Sala á svína- og kjúklingakjöti hefur vaxið hröðum skrefum og þeir framleið- endur náð aukinni markaðshlut- deild. Það stefnir í að á næstu tveim- ur árum eða svo verði þetta stærstu kjötgreinarnar í landinu. Af hverju minnist formaður sam- takanna ekki á stöðuna varðandi birgðir og sölu á lambakjöti og hvort það séu ekki hugsanlega of margir framleiðendur í þeirri grein? Eða þá það að helmingurinn af verði lamba- kjöts til bænda er í formi bein- greiðslna frá ríkinu? Aðrir kjötfram- leiðendur búa ekki við þá stöðu að hafa samning við ríkið sem tryggir að hluta til afkomu þeirra,“ sagði Kristinn. Kristinn Gylfi segir Ara hafa ýjað að því að Búnaðarbankinn hafi sýnt Móum of mikla biðlund. „Búnaðar- bankinn hefur ekki sýnt okkur óeðli- lega biðlund. Við höfum unnið að endurskipulagningu fyrirtækisins og Búnaðarbankinn hefur haft góðar tryggingar fyrir lánum sínum.“ Mikil aukning á neyslu Kristinn Gylfi bendir á að árið 1985 hafi neysla á kjúklingakjöti verið um 9% af heildinni en sé nú 20% og eigi eftir að aukast enn. „Það hafa verið vaxtarverkir í greininni og það má vera að það verði einhver offramleiðsla áfram en við erum á vissan hátt líka að kaupa til okkar markað. Kjúklingafyrirtækin gera ráð fyrir hagnaði í rekstri á næsta ári vegna þess að aukinni fram- leiðslu fylgir líka aukin hagkvæmni og betri nýting framleiðslutækja. Ég hef spáð því að kjúklinganeysla verði 25% af heildarkjötmarkaðinum á næstu tveimur árum eða 5.500 tonn. Ég geri sömuleiðis ráð fyrir því að það eigi eftir að verða meira um samstarf og sameiningu meðal kjúklingaframleiðenda. Neysla á kjöti hér á landi líkist æ meira því sem gerist annars staðar. Ljósa kjötið sækir á og menn verða ein- faldlega að átta sig á því. Því er ástæðulaust að fullyrða að það séu of margir framleiðendur í þeirri grein frekar en öðrum kjötframleiðslu- greinum hér á landi.“ Stjórnarformaður Móa ósáttur við ummæli formanns Bændasamtakanna Neitar að horfast í augu við breytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.