Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ listasögu þessa tímabils. Þannig voru á þeirri sýningu verk brautryðjend- anna um aldamótin, expressjónismi fjórða áratugarins, abstraktlist sjötta áratugarins og nýraunsæi þess sjö- unda. Sem fulltrúa nýraunsæisins var valið að sýna m.a. verk eftir listamenn eins og Erró, Braga Ásgeirsson, Magnús Pálsson, Jón Gunnar Árna- son, Kristján Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson og Magnús Tómasson, út frá þeirri skoð- un m.a. að hin róttæka nýsköpun á sjöunda áratugnum tengdist öðru fremur þessum listamönnum. Hér lá ákveðin skoðun til grundvallar við val listamanna, sem fram komu á ákveðnu tímabili, en markmiðið var ekki að sýna alla þá listamenn sem fram komu á viðkomandi tímabili.“ Að lokum segir Ólafur rétt að taka fram að þegar litið sé til safneignar Listasafns Íslands komi í ljós að safn- ið hefur ekki hunsað þá ágætu lista- menn sem Einar nefnir sem dæmi um hinn vanrækta hóp myndlistarmanna í innkaupum safnsins. „Listasafnið á m.a. 10 verk eftir Einar Hákonarson, 8 eftir Jón Reykdal, 16 eftir Gunnar Örn, 12 eftir Sigurð Örlygsson, 9 eftir Magnús Kjartansson og 12 eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Að sjálf- sögðu væri æskilegt að safnið ætti fleiri verk eftir þessa listamenn, en til samanburðar má geta þess að lista- verkaeign safnsins eftir fjóra af með- limum SÚM-hópsins – sem ekki leggja stund á málverk – er mjög svipuð, 11 verk eftir Hrein Friðfinns- son, 16 eftir Sigurð Guðmundsson, 13 eftir Kristján Guðmundsson og 8 eftir Jón Gunnar Árnason. Þessi takmark- aða listaverkaeign safnsins eftir marga af helstu listamönnum þjóðar- innar á sl. áratugum minnir á þá stað- reynd að fjárveiting safnsins til lista- verkakaupa er 12 milljónir á ári og hefur verið óbreytt um árabil,“ segir Ólafur. Safneignin stór þáttur í rekstri Sú gagnrýni hefur einnig komið fram á starfshætti stóru listastofnan- anna hér á landi, að þar séu samtíma- hræringar í myndlist ekki endur- speglaðar nægilega vel, hvort sem þar er litið til hins íslenska eða al- þjóðlega samhengis. Kemur þetta m.a. fram í máli þeirra Margrétar El- ísabetar Ólafsdóttur, Óskar Vil- hjálmsdóttur og Ingólfs Arnarssonar hér að framan. Þegar Ólafur og Eirík- ur eru inntir viðbragða við þessu benda þeir á að söfnin hafi ákveðnum skyldum að gegna, og í ljósi þess fjár- magns sem stofnanirnar hafa úr að spila við reksturinn verði þeir að gæta jafnvægis milli þess að sinna safneign sinni og að fjalla um það sem efst er á baugi í listsköpun samtímans. Ólafur Kvaran segir einn meginvanda Lista- safns Íslands hvað þetta varðar felast í því takmarkaða sýningarhúsnæði sem safnið hefur yfir að ráða. Hlut- verk Listasafns Íslands sé það að fjalla fyrst og fremst um íslenska listasögu frá lokum 19. aldar fram til dagsins í dag, og setja hana í ákveðið alþjóðlegt samhengi. Þetta feli í sér kröfu um fjölbreytt og reglulegt sýn- ingarhald á safneigninni og þurfi safnið að laga þá framkvæmd að því takmarkaða sýningarhúsnæði sem það hefur yfir að ráða. „Ákjósanlegast væri að húsnæðismál safnsins væru á þann veg að Listasafn Íslands hefði sýningaraðstöðu fyrir 300 til 350 verk, þar sem íslenskri listasögu yrðu gerð skil á fastri sýningu. Slík söfn er að finna í flestum nágrannalöndunum, og með fastri listsögulegri sýningu væri Listasafn Íslands að sinna meg- inverkefni sínu sem þjóðlistasafn. En til viðbótar við þetta grundvallar- hlutverk væri ákjósanlegt að lista- safnið hefði jafnframt aðstöðu til sér- sýninga á íslenskri og alþjóðlegri myndlist, sem skapaði ákveðið samtal milli okkar listasögu, sem væri sýni- leg og aðgengileg, og annarra við- horfa og tímabila listasögunni. En það er alfarið pólitísk ákvörðun hvenær ákveðið verður að byggja hér nýtt listasafn sem gerir okkur kleift að fjalla um íslenska listasögu á eðlileg- an hátt,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að samtímalist sé auðvitað hluti af þeirri listasögu sem Listasafn Íslands eigi að fjalla um, og hafi safnið t.d. ný- lega opnað sýningu á íslenskri sam- tímalist í eigu safnsins frá tímabilinu 1980 til 2000. „Þannig hafa margar sýningar hér á undanförnum árum tekið mið af því sem kalla mætti sam- tímalist.“ Aðspurður segir Eiríkur Þorláksson að Listasafn Reykjavíkur geti án efa bætt sig í að sinna því sem er á fremsta oddi hverju sinni í list- sköpun samtímans. Safnið standi hins vegar frammi fyrir tvíþættum vanda í þeim efnum, annars vegar fjárhags- legum, hins vegar sem lýtur að því jafnvægi sem safnið verði að gæta að í sýningarhaldi. „Hið fjárhagslega vandamál tengist m.a. því að sýningar af því tagi sem þú nefndir geta verið mjög dýrar, því þær innihalda gjarn- an verk sem byggjast á mjög flókinni tækni og eru dýr í útfærslu. Með því að leggja í margar slíkar sýningar væri safnið að takmarka verulega það fjármagn sem er til ráðstöfunar fyrir sýningar á öðrum tíma. Þannig þurfa söfnin sífellt að leggja mat á hverju þau hreinlega hafa ráð á. Hitt er síðan þessi leit að jafnvægi milli þess sem opinber söfn þurfa að sinna, þ.e. þess sem er viðurkennt og þekkt og þess sem er óþekkt, spennandi og nýtt á hverjum tíma. Opinberu söfnin eru jú í eigu almennings og þau hljóta að eiga að leita jafnvægis í þessum tveimur þáttum; að sýna fólki það sem helst er að gerast, list sem það þekkir og getur fengið fræðslu um, og síðan að ögra með nýjungum. Þessi gagnrýni á sér því vissulega stoð en svörin við henni tel ég líka eðlilegar skýringar.“ Eiríkur segir það langt- um æskilegra að í listalífinu hér á landi sé til tilraunavettvangur, á borð við tilraunaleikhús og tónlistarsmiðj- ur, þar sem nýsköpunin fer fram. „Nýlistasafnið uppfyllir það hlutverk með ágætum á ýmsum sviðum og ým- is gallerí sem hér eru starfandi koma inn í það líka en það háir hins vegar öllum þessum aðilum að þeir hafa sjaldnast aðgang að því fjármagni sem þarf til að vinna stór verkefni nema með löngu millibili.“ Kreppa nútímasafna Líkt og fram kom í máli Margrétar Elísabetar hafa erlend söfn í auknum mæli verið að endurskoða safnastefnu sína síðustu ár, og lagt þar áherslu á nýjar leiðir í framsetningu á samtíma- list í viðleitni til að gera hana aðgengi- legri almenningi og samkeppnishæf- ari við aðra menningarneyslu. Þá hefur gætt vaxandi vitundar um mik- ilvægi þess að söfnin vinni að því í krafti fagþekkingar að brúa bilið milli listarinnar og almennings sem skap- ast hefur með hugmyndafræðilegum umbyltingum listarinnar á öldinni. Mörg söfn hafa náð miklum árangri á því sviði, líkt og hið fjölsótta nútíma- listasafn Tate Modern í Lundúnum er dæmi um. Þeir Ólafur og Eiríkur eru því spurðir hvort hleypa mætti lífi í starfsemi stóru safnanna hér á landi með því að færa sér slíkar hugmyndir í nyt. Ólafur Kvaran bendir á að frá árinu 1999 hafi Listasafn Íslands mót- að sér nýjar áherslur í sýningarstarf- seminni til þess að geta staðið fyrir fjölbreyttara sýningarhaldi, um leið og kynningu á safneigninni væri sinnt. Þannig hafi verið leitast við að kynna safneignina frá ólíkum hliðum, t.d. í ljósi ólíkra tímabila, þema og ein- stakra listmanna. Þá hafi safnið leitast við að byggja upp tengsl við al- þjóðlegar listastofnanir, s.s. Corcor- an-safnið í Washington, Petit Palias-safnið í París, Tretjakov-safnið í Moskvu og Moderna Museet í Stokkhólmi, til þess að geta sinnt því hlutverki að fá inn alþjóðlegar sýn- ingar, samtímalegar og listsögulegar, sem um leið varpi ákveðnu ljósi á ís- lensku listasöguna. Eiríkur Þorláks- son segir Listasafn Reykjavíkur hafa gert ákveðnar tilraunir með þær hug- myndir sem verið hafa áberandi í list- heiminum undanfarin ár, og miðast m.a. að því að setja samtímalist í ákveðið samhengi við hefðina, í því skyni að opna gestum nýja listsögu- lega sýn og auka skilning á þróun list- arinnar fyrr og nú. „Á opnunarsýn- ingu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu árið 2000 tókum við á það ráð að setja upp sýningu á safn- eign okkar á þematískan hátt. Verk frá mismunandi tímum voru sett upp saman til að leiða í ljós ákveðið sam- hengi. En það var dálítið furðulegt að fylgjast með því að þessum nýjungum var yfirleitt mjög illa tekið af þeim sem skrifuðu og fjölluðu um sýn- inguna. Sýningargestir, sérstaklega þeir sem komu hér í leiðsögn, voru hins vegar mjög ánægðir og sáu mikið af yngri list í öðru ljósi en áður var. Þótt þetta sé aðferð sem dregur al- menning að er með henni ekki síður verið að ögra hinum settu reglum fag- mennsku en sjónhimnunni, og mót- tökurnar endurspegluðu það,“ segir Eiríkur. Ólafur Kvaran segir að fræðslu- starf sé svar safnanna við vangavelt- um um óskiljan- og óaðgengileika list- arinnar gagnvart almenningi, og sjái Listasafn Íslands fram á að þurfa að leggja mikla áherslu á þann þátt í framtíðinni. „Það er eitt af markmið- um allrar nútímasafnastefnu að skapa hinn upplýsta og virka áhorfanda. Þannig hefur allt sem heitir fræðslu- dagskrá, hvort sem það eru leiðsagn- ir, fyrirlestrar eða annað, verið stór- aukið í Listasafni Íslands síðustu ár, auk þess sem markmiðið með upp- byggingu á gagnagrunni safnsins er að veita gestum þess greiðari aðgang að upplýsingum um myndlist.“ Ólafur segir jafnframt tímabært að taka til skoðunar hvort fella eigi niður aðgangseyri að listasöfnum hér á landi til þess að þau geti sinnt hlut- verki sínu betur gagnvart almenningi. „Að undanförnu hafa söfn í Eng- landi, Svíþjóð og víðar gert tilraunir með þetta og það hefur sýnt sig að að- sóknin á söfnin jókst gríðarlega. Í um- ræðunni erlendis hefur í þessu sam- bandi verið rætt um lýðræðislegt aðgengi að menningararfinum og lögð áhersla á að slíkt aðgengi sé mik- ilvægur réttur í lýðræðislegu sam- félagi. Ákvörðun á borð við þessa yrði auðvitað að taka í samráði við menntamálaráðuneytið, hún er ekki á okkar valdi, en ég held að aukin að- sókn almennings að listasöfnunum og ekki síst það að ná til nýrra hópa sé þáttur sem teljast verði hagsmuna- mál fyrir íslenskt samfélag og mik- ilvægt menningarpólitískt markmið,“ segir Ólafur. Skýrari hlutverkaskipti? Af máli Ólafs og Eiríks virðist ljóst að söfnin sinna mjög breiðu starfs- sviði, þar sem ákveðnar listsögulegar skyldur og safneignir vega þungt. Það má spyrja sig hvort skynsamlegt væri, í ljósi smæðar samfélagsins og þess takmarkaða fjármagns sem þær listastofnanir sem hér starfa hafa úr að spila, að skilgreina hlutverkaskipt- ingu þeirra betur, þannig að a.m.k. ein stofnun gæti sinnt samtímahrær- ingum í myndlistinni með markviss- um hætti. Eiríkur Þorláksson segir slíka hlut- verkaskiptingu koma til álita, en að taka þyrfti um hana ákvörðun á hin- um pólitíska vettvangi í samstarfi rík- is og borgar. „Það væri ekki óeðlilegt að skiptingin yrði eitthvað í þá veru sem rædd hefur verið, þ.e. að íslensk listasaga á 20. öld fengi fyrst og fremst sitt heimili og sína áherslu inn- an Listasafns Íslands, en samtímalist- sköpun ætti sér sýningarvettvang í Listasafni Reykjavíkur. Þetta má hugsa sér vegna þess að Listasafn Ís- lands býr að mjög góðu úrvali og safn- eign á íslenskri listasögu frá 20. öld. Listasafn Reykjavíkur er hins vegar mun yngri stofnun, varð í raun ekki til fyrr en Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun á áttunda áratugnum, og skipuleg söfnun listaverka hjá Reykjavíkurborg hófst ekki fyrr en mun síðar. Hins vegar hefur borgin staðið mjög myndarlega að uppbygg- ingu þessara stofnana hvað varðar sýningarhúsnæði og þar eru mögu- leikarnir miklir. En það þarf að taka opinbera ákvörðun um þessi mál til að hægt sé að vinna skipulega að þeim,“ segir Eiríkur. Hann bætir því við að í þessu yrði að huga sérstaklega að því hvernig hin ýmsu sérsöfn í eigu þess- ara tveggja stofnana og annarra ættu að koma inn í heildarmyndina og hvernig skyldum gagnvart þeim yrði háttað. Skyldur Listasafns Reykja- víkur snúi t.d. bæði að því að sýna og miðla safneigninni, með áherslu á sér- söfnin þrjú um Kjarval, Erró og Ás- mund Sveinsson, auk þess að vera vettvangur sýninga á samtímalist og annarri list í sölum safnsins. Ólafur Kvaran segir að í sjálfu sér megi sjá fyrir sér mismunandi áherslur milli safnanna, en telur mikilvægt að það listasögutímabil sem Listasafn Ís- lands fáist við sé ekki rofið, enda sé samtímalistin mikilvægur hluti af þeirri listsköpun sem safnið fjalli um. Safnið gæti eflaust sinnt þeim þætti enn betur væri betur búið að því hús- næðislega. Ólafur segir að ef litið sé á starfssvið íslenskra listasafna í heild sé ekki síður eftirsóknarvert að leggja áherslu á samvinnu þeirra, einkum þegar kæmi að því að auka hlutdeild alþjóðlegrar listar í íslensku menningarlífi. „Stærri listastofnanir sem hér starfa, t.d. söfnin á höfuð- borgarsvæðinu, gætu staðið sameig- inlega að stórri alþjóðlegri sýningu, t.d. á þriggja ára fresti, af stærðar- gráðu sem söfnin hvert fyrir sig hefðu ekki bolmagn til að standa fyrir. Þetta yrði auðvitað háð fjárveitingum frá ríkisvaldinu og sveitarfélögum, en að sjálfsögðu myndi slík sýning skapa ný viðmið, styrkja tengsl okkar við al- þjóðlegt listalíf og skapa forsendur fyrir þá mikilvægu orðræðu sem tengist samtímalistinni. Þessi hug- mynd hefur verið nokkuð til umræðu meðal forráðamanna nokkurra lista- safna, og kallast hún í raun á við þá umræðu sem Listahátíð Reykjavíkur kallaði til á opnum fundi um að komið yrði á fót alþjóðlegum myndlistar- tvíæringi í Reykjavík.“ Ólafur er þá spurður hvort slíkt sýningasamstarf, þar sem e.t.v. væri sameinast um yf- irlitssýningar ákveðinna listamanna eða hræringa, færi saman við hug- myndina um að koma hér á fót mynd- listartvíæringi sem endurspeglaði og kynnti nýja og ferska strauma í myndlist á alþjóðasviðinu, líkt og rætt var um á fundi Listahátíðar. „Ég held að við getum varla séð fyrir okkur að það sé grundvöllur fyrir hvoru tveggja, þessar hugmyndir yrðu að vaxa saman. Innan safnanna eru þeg- ar fyrir hendi þekking og tengsl við alþjóðlegar stofnanir sem gætu nýst við uppbyggingu á stórsýningu á þriggja ára fresti eða myndlistar- tvíæringi,“ segir Ólafur. Eiríkur telur hugmyndina um sam- vinnu safnanna á höfuðborgarsvæð- inu um erlendar stórsýningar, hvort sem þar yrði um að ræða myndlist- artvíæring eða sambærilegt verkefni, eitt áhugaverðasta verkefnið í ís- lenskum listheimi á komandi árum. „Söfnin hafa gert furðulega mikið af því að fá hingað erlenda list til sýn- ingar, sé litið til fjárhagslegrar getu þeirra, og oft tekist mjög vel til. Sam- vinna á þessu sviði, ekki síst hvað varðar kostun, kynningar, útgáfumál og tryggingamál, yrði kostur fyrir alla,“ segir Eiríkur. Lítið svigrúm til listaverkakaupa Þegar Eiríkur og Ólafur eru inntir viðbragða við þeirri gagnrýni sem m.a. kemur fram hér að framan, þess efnis að stóru söfnin hafi ekki verið nægilega vakandi fyrir því að kaupa erlenda myndlist, og jafnvel látið góð tækifæri til þess framhjá sér fara, segja þeir að taka verði tillit til þess þrönga svigrúms sem söfnin hafi í innkaupum sínum. Innkaupaliður Listasafns Íslands hafi t.d. verið óbreyttur að krónutölu frá árinu 1991, en hann nemur 12 milljónum, og það fé sem Listasafn Reykjavíkur hefur til innkaupa sé orðið talsvert minna að raungildi en það var fyrir nokkrum árum, þ.e. alls 16,5 milljónir á móti 19,1 milljón árið 1995. „Við þessar að- stæður hlýtur það að vera frumskylda safnanna að styrkja sína listaverka- eign varðandi íslenska listasögu, og síðan að neyta færis þegar þau gefast um að eignast erlend listaverk bjóðist þau á hóflegu verði sem söfnin ráða við,“ segir Eiríkur og bendir á að Listasafn Reykjavíkur hafi eignast nokkuð af verkum eftir þekkta er- lenda listamenn sem sumir hafi tengst Íslandi eða íslensku samhengi á einhvern máta á síðustu árum og nefnir þar sem dæmi verk eftir lista- mennina Roni Horn, Karin Sander, Roy Lichtenstein, Patrick Huse, Fabrice Hybert, Dale Chihuly og Ro- Morgunblaðið/Kristinn Jökulsyrpa Ólafs Elíassonar, 1999. Fjallamjólk Kjarvals, 1941.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.