Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 33
var lögð á gott heimilishald og hlutverk kvenna
sem uppalenda. En áróðurinn um getu kvenna
til jafns við karla hafði samt sem áður breytt
ímynd kvenna og sjálfsvitund og ekki leið nema
einn og hálfur áratugur frá stríðslokum þar til
kvennahreyfing hins róttæka sjöunda áratugar
fór að gera vart við sig fyrir alvöru. 
Samfélagslegur
ávinningur
Tæpast þarf að rekja
þá sögu, þótt full
ástæða sé til að meta
þann mikla ávinning
sem hún skilaði konum og öðrum minnihluta-
hópum í samfélaginu. Þorra manna er löngu
orðið ljóst að ekki þarf stríðsástand til að sam-
félagið hagnist af atvinnuþátttöku kvenna.
Flestir gera sér nú grein fyrir að málið snýst
ekki eingöngu um hliðstæð kjör og félagslegt
jafnrétti, heldur ríður á að nýta menntun og
hæfileika kvenna til fullnustu sem þjóðfélags-
lega auðlind. Það á ekki síst við nú þegar allt
bendir til að hlutfall þeirra sem komnir eru á
eftirlaunaaldur muni stækka hraðar en sá hópur
sem enn er á vinnumarkaði. Samfélagið sem
heild á því mikið undir því að grafist sé fyrir um
ástæður þessa launmismunar. 
Fyrir skömmu voru kynntar niðurstöður fjöl-
þjóðlegrar rannsóknar á launamun kynjanna, er
Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla
Íslands tók þátt í. Þeim niðurstöðum sem fyrst
voru kynntar í fjölmiðlum um ástandið hér á
landi var verulega ábótavant og varð það því
miður til að draga úr gildi rannsóknarinnar í
heild, þó leiðréttingar kæmu fram. Þrátt fyrir
slíka hnökra er nauðsynlegt að halda um-
ræðunni á lofti og bera saman ástandið hér og
annars staðar. Í fyrrnefndri könnun, sem og
öðrum áþekkum könnunum sem kynntar hafa
verið á undanförnum árum, kemur eins og áður
var sagt í ljós að þegar til heildarinnar er litið
afla konur umtalsvert minni tekna en karlar, og
að jafnvel þegar búið er að taka tillit til ýmissa
áhrifaþátta, svo sem starfsaldurs, menntunar,
lengdar vinnutíma, ábyrgðar á vinnustað
o.s.frv., stendur eftir mismunur sem engin leið
er að skýra með öðru en kynferði. 
Kynferði gild
skýring?
Á þeim tímum jafn-
réttis sem við teljum
okkur lifa er þó ákaf-
lega erfitt að taka
kynferði sem gilda skýringu á þessum grund-
vallarmismun. Nær væri að spyrja hvort skýr-
ingin liggi ekki í samfélagslegum þáttum á borð
við fordóma gagnvart konum, í starfsmanna-
stefnu fyrirtækja og því hvort hefðir karlasam-
félagsins eða ómeðvituð hagsmunatengsl hafi
meiri áhrif á vinnumarkaðinn en flestir kæra sig
um að viðurkenna. Eins og oft hefur verið dreg-
ið fram í dagsljósið ættu allar þær forsendur að
vera fyrir hendi nú þegar hér á landi sem tryggt
geta konum sömu laun og körlum. Benda má á
að íslensk lög hafa um fjörutíu ára skeið kveðið
á um að konur skuli njóta sömu launa og karl-
menn og eftir að nýju fæðingarorlofslögin komu
til framkvæmda geta atvinnurekendur t.d. ekki
litið á karlmenn sem öruggari starfskraft en
konur. Samt sem áður er launamunurinn stað-
reynd sem horfast verður í augu við. 
Oftsinnis hefur verið bent á að þrátt fyrir að
grunnlaun karla og kvenna séu hin sömu eru
karlmenn líklegri til að fá fríðindi af ýmsu tagi
ofan á launin til að hysja þau upp, svo sem bíla-
styrk eða fasta yfirvinnu. Konur virðast ekki
eiga jafn auðvelt uppdráttar og karlar þegar að
stöðuveitingum kemur, enda hefur tilhneigingin
í samfélaginu verið sú að karlmenn séu fyrir-
vinnur fjölskyldnanna, þrátt fyrir að konur séu
það ekkert síður. Oft eru starfsmenn grunn-
skóla nefndir sem dæmi um þessa þróun, en
benda má á að þrátt fyrir að meirihluti grunn-
skólakennara sé konur eru karlmenn enn í
meirihluta sem skólastjórar. Á málþingi um
launamun kynjanna sem haldið var á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunar,
Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu 1. mars sl. vor
kom einnig fram að kannanir Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur benda til þess að karlmenn
virðast hafa meira sjálfstraust þegar að því
kemur að meta vinnu sína til fjár því þeir vilja
að jafnaði 15% hærri dagvinnulaun en konur.
Þær upplýsingar eru í fullu samræmi við þá
staðreynd að laun fyrir vinnu í dæmigerðum
kvennastarfsstéttum hafa tilhneigingu til að
vera lægri en sambærileg vinna í karlastarfs-
stéttum, þrátt fyrir að kröfur um menntun og
hæfni séu áþekkar. 
Málið hefur því margar hliðar og orsakir fyrir
launamun kynjanna eru án efa bæði flóknar og
fjölþættar. Af þeim sökum er afar brýnt að ekki
bara hið opinbera heldur einnig fyrirtækin í
landinu hafi metnað til að kanna hvernig ástand-
ið er innan þeirra eigin vébanda og reyni að
ráða í þær vísbendingar sem þar er að finna um
starfsumhverfið og starfsmannastjórnina með
opnum huga. Ýmsar leiðir eru færar til að meta
starfsumhverfið, en oft hefur verið nefnt sem
dæmi að ef yfirgnæfandi meirihluti millistjórn-
enda og stjórnenda er karlmenn, þrátt fyrir að
stór hluti starfsmanna sé konur, eru talsverðar
líkur á að konur eigi einhverra hluta vegna
erfiðara uppdráttar en karlar innan viðkomandi
fyrirtækis og nauðsynlegt sé að laga starfs-
mannastefnu þess að breyttum tímum. 
Markaðssetning
jafnréttis
Evrópusambandið
hefur sett á laggirnar
viðamikið samstarfs-
verkefni undir heitinu
?European Project on Equal Pay? eða ?Evr-
ópskt samstarfsverkefni um launajafnrétti?, en
markmið þess er að miðla upplýsingum og
stuðningi til þeirra aðila sem vilja vinna að því
að minnka launamun kynjanna, og þar geta t.d.
fyrirtæki leitað sér upplýsinga um þennan mála-
flokk. Þar kemur m.a. fram að ofangreind stað-
reynd, þ.e.a.s. að konur virðast ekki komast jafn
auðveldlega í stöður yfirmanna eða stjórnenda
og karlmenn, er álitin ein helsta skýringin á
launamun kynjanna. Fyrirtækjum er því bent á
að kanna allar hugsanlegar ástæður þess að
konur afli minni tekna en karlmenn þegar á
heildina er litið, í stað þess að gæta einungis að
því hvort konur fái sömu laun og karlar fyrir
sömu vinnu. Í því sambandi er bent á að æðstu
stjórnir fyrirtækja hafi hreint ekki efni á að
vera án kvenna og þeirra sjónarmiða út frá
markaðsfræðilegum sjónarmiðum, þar sem kon-
ur hafi yfirleitt mun meira um neyslu heim-
ilanna að segja en karlmenn. Einnig hefur verið
bent á hversu slæmar afleiðingar það getur haft
fyrir stór fyrirtæki ef þeim tekst ekki að búa sér
til jákvæða ímynd jafnréttis ? og þá er verið að
miða við fleiri minnihlutahópa en konur. 
Í bók sinni ?No Logo? eða ?Ekkert vöru-
merki? fjallar Naomi Klein m.a. um neikvæðar
afleiðingar alþjóðavæðingarinnar á siðferðisvit-
und Vesturlandabúa. Hún reifar þær hættur
sem felast í því að ?markaðssetja? ákveðna
sjálfsmynd sem ?rétta? eða ?við hæfi? án þess
að hugmyndafræðilegar undirstöður þeirrar
sjálfsmyndar séu byggðar á sterkum grunni. Öll
viljum við vera jafnréttissinnuð, umburðarlynd
og frjálslynd, en að baki þeim hugmyndum
verða að standa sjálfstæðar ákvarðanir okkar
allra sem einstaklinga, en ekki sú tilhneiging
okkar að fylgja tískustraumum. Það er ef til vill
í þessum grundvallaratriðum sem jafnréttisbar-
áttu samtímans í okkar heimshluta er áfátt. Víst
eiga konur á Vesturlöndum auðveldara upp-
dráttar nú á tímum pólitískrar rétthugsunar en
fyrr á tímum. En eins og Klein bendir á er samt
eitthvað bogið við það að unglingsstúlkur í Asíu
og Suður-Ameríku skuli þræla fyrir lúsarlaun
við að framleiða tískuboli með áróðri um jafn-
rétti í milljónavís fyrir jafnaldra sína á Vestur-
löndum. Slík jafnréttisvitund er einungis ímynd-
arhönnun og því alvarlega ábótavant.
Morgunblaðið/Júlíus
Jólaljós í Reykjavíkurhöfn.
Þorra manna er
löngu orðið ljóst að
ekki þarf stríðs-
ástand til að sam-
félagið hagnist af at-
vinnuþátttöku
kvenna. Flestir gera
sér nú grein fyrir að
málið snýst ekki ein-
göngu um hliðstæð
kjör og félagslegt
jafnrétti, heldur ríð-
ur á að nýta mennt-
un og hæfileika
kvenna til fullnustu
sem þjóðfélagslega
auðlind. 
Laugardagur 28. desember

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64