Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÖRVAR Eiríksson og Þor-
valdur Sveinn Guðbjörns-
son, tveir lykilmanna Leift-
urs/Dalvíkur í 1. deildinni í
knattspyrnu í fyrra, eru
gengnir til liðs við úrvals-
deildarlið KA.
Örvar, sem er þrítugur
sóknarmaður, var fyrirliði
Leifturs/Dalvíkur og annar
markahæsti leikmaður liðs-
ins. Hann hefur annars alla
tíð leikið með Dalvíkingum
og er bæði leikja- og
markahæsti leikmaður
þeirra í deildakeppninni frá
upphafi.
Þorvaldur er 24 ára varn-
armaður og lék með Leiftri
fram að sameiningu grann-
liðanna. Hann á að baki 44
leiki með Leiftri í úrvals-
deildinni.
Þar með eru fjórir af leik-
mönnum Leifturs/Dalvíkur
frá síðasta tímabili komnir í
raðir KA-manna. Áður voru
markahæsti leikmaður liðs-
ins, Þorleifur Árnason, og
Hjörvar Maronsson farnir
til Akureyrarliðsins.
Tveir í við-
bót til KA
FÓLK
L52159 FINNINN Janne Ahonen varð
hlutskarpastur á fjögurra fjalla
mótaröðinni svokölluðu í skíðastökki
en fjórða og síðasta mótið fór fram í
Þýskalandi í gær. Norðmaðurinn
Björn Einar Romören sigraði á loka-
mótinu og jafnir í öðru og þriðja sæti
urðu Þjóðverjinn Sven Hannawald
og Andreas Kofler frá Austurríki.
Ahonen varð fjórði og það dugði
honum til sigurs í samanlögðu á mót-
unum fjórum. 
L52159 STEFAN Kretzschmar, hinn lit-
ríki hornamaður þýska landsliðsins
og Evrópumeistara Magdeburg,
segist ætla að leggja keppnisskóna á
hilluna að afloknum Ólympíuleikun-
um í Aþenu árið 2004. Ekki komi til
greina að leika með landsliðinu á
HM í Túnis 2005 en það voru Þjóð-
verjum ólýsanleg vonbrigði að tapa
kapphlaupinu við Túnis um keppn-
ina. Heitkona Kretzschmars, sund-
konan Franziska van Almsick, ætlar
einnig að hætta á alþjóðavettvangi
eftir Ólympíuleikana í Aþenu.
L52159 ÁSGEIR Ásgeirsson sigraði Jó-
hannes B. Jóhannesson, 5:4, í úr-
slitaleik á stigamóti BSÍ í snóker um
síðustu helgi. Ásgeir hefur þar með
unnið tvö mót í röð en þetta var
fjórða mótið af sex á tímabilinu.
Þetta eru jafnframt fyrstu sigrar Ás-
geirs á stigamótum á tólf ára ferli
hans í meistaraflokki.
L52159 BRIAN McBride, bandarískur
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
genginn til liðs við Everton á þriggja
mánaða lánssamningi. David Moyes,
knattspyrnustjóri Everton, þekkir
vel til Bandaríkjamannsins því þegar
hann stýrði liði Preston fékk hann
McBride lánaðan um skeið.
L52159 IBRAHIM Said, egypskur varnar-
maður, er líka á leið til Everton á
lánssamningi. Þá er brasilíski miðju-
maðurinn Rodrigo, sem Everton
fékk til sín síðasta sumar, búinn að
ná sér af hnémeiðslum sem hann
varð fyrir á æfingu fljótlega eftir
komuna til Englands.
L52159 PÁLL Kristinsson, körfuknatt-
leiksmaðurinn úr Njarðvík, missti af
stórleiknum við Keflavík í gærkvöld
vegna meiðsla á fingri. Njarðvíking-
ar vonast til þess að hann verði tilbú-
inn í slaginn á ný þegar liðin mætast
aftur í bikarkeppninni á föstudag.
T
íu árum eftir að Teitur yfirgaf
herbúðir Lyn er hann snúinn
aftur til starfa. Undir hans stjórn
náðu Brann, Lyn og Lillestrøm
ágætum árangri í úrvalsdeildinni en
aldrei gullverðlaunum. Greinarhöf-
undur norska dagblaðsins Aften-
posten leiðir að því líkur að nú sé
röðin komin að Teiti Þórðarsyni að
velta meistaraliði Rosenborgar af
stallinum.
?Það er markmið okkar að keppa
um efsta sætið við Rosenborg,?
sagði Teitur er hann tók við þjálfun
Brann árið 2000. Á sunnudag hitti
hann leikmenn Lyn í fyrsta sinn eftir
að hann var ráðinn sem þjálfari liðs-
ins og stjórnaði fyrstu æfingu liðsins
í knattspyrnuhöllinni Valhöll í Ósló.
En höllin er í eigu erkifjendanna úr
Vålerenga. 
Teitur hefur enn ekki sest niður
með stjórnendum liðsins og rætt
markmiðssetningu liðsins en hann
hefur ákveðnar hugmyndir í þeim
efnum. ?Það er alveg ljóst að ég hef
metnað til þess að vinna deildina. Ef
maður trúir því ekki að maður geti
orðið bestur í þessu fagi er alveg eins
gott að hætta strax,? segir Teitur við
Aftenposten en undir hans stjórn
varð Brann í öðru sæti árið 2000, í
því sjöunda árið þar á eftir og lék um
laust sæti í úrvalsdeild á sl. leiktíð.
?Ég er í allt annarri aðstöðu nú en
áður. Munurinn á Brann og Lyn er
mikill. Sem dæmi má nefna að við
verðum í tvígang í æfingabúðum í
Marbella og á La Manga áður en
keppnistímabilið hefst. Á sama tíma
í fyrra æfði Brann níu sinnum á
grasi hér í Noregi áður en keppn-
istímabilið hófst. Brann er einnig
með flóknara stjórnkerfi en Lyn og
það er ekki alltaf hentugt þegar taka
þarf ákvarðanir á skömmum tíma.
Lyn er minna félag en hérna ganga
hlutirnir hratt fyrir sig og eru fram-
kvæmdir.
Teitur var inntur eftir því hvort
hinn vellríki eigandi Lyn, Atle
Brynestad, hafi lofað honum fé til
þess að kaupa leikmenn og svaraði
hann því neitandi. 
?Félagið hefur leitað lengi að nýj-
um leikmönnum og ég hef lagt
áherslu á að fá framherja hið fyrsta.?
Teitur þjálfaði Lyn 1991 og 1992
en undir hans stjórn varð liðið í 4. og
5. sæti í deildinni. 
?Það er alveg ljóst að ég er að taka
við toppliði. Og við verðum í barátt-
unni um efsta sætið ásamt Rosen-
borg, Molde og Viking. Ég hef einnig
trú á því að Lillestrøm verði ofarlega
í ár,? segir Teitur og segist hlakka
mikið til þegar deildin hefst þann 13.
apríl. Svo skemmtilega vill til að í
þeim leik mætir hann fyrrum læri-
sveinum sínum frá Bergen.
?Ég hef sterkar tilfinningar til
Brann en þegar flautað verður til
leiks verða þær tilfinningar á bak og
burt.? 
Þess má geta að tveir íslenskir
leikmenn eru í herbúðum Lyn en
þeir eru Helgi Sigurðsson og Jóhann
B. Guðmundsson. 
Teitur Þórðarson er kominn á ný til Lyn og hann ætlar sér góða hluti með liðið í keppninni um Noregsmeistaratitilinn.
Teitur ætlar að berjast
um gullið með Lyn 
ÞEGAR Teitur Þórðarson tók við þjálfun norska liðsins Brann fyrir
þremur árum lofaði hann því að liðið myndi veita meistaraliði sl. ell-
efu ára verðuga keppni um gullverðlaunin. Brann varð í öðru sæti á
því keppnistímabili og síðan fór að halla undan fæti en nú vonast ís-
lenski þjálfarinn til þess að hann geti lokið ætlunarverkinu með
Óslóarliðinu Lyn.
FH-ingurinn stórefnilegi Logi
Geirsson er fingurbrotinn og hefur
þar af leiðandi neyðst til að draga
sig út úr landsliðshópnum í hand-
knattleik. Logi fékk högg á þum-
alfingur í fyrri hálfleik í leik lands-
liðsins við svokallað úrvalslið á
dögunum. Hann harkaði af sér, lék
leikinn til enda og lék sinn fyrsta 
A-landsleik þegar Íslendingar
lögðu Slóvena í Kaplakrika á laug-
ardaginn. Á mánudaginn fór hann í
skoðun hjá Magnúsi Páli Alberts-
syni handarsérfræðingi þar sem
hann kenndi sér meins í fingrinum
og þar kom í ljós brot í hægri þum-
alfingri. Magnús fyrirskipaði Loga
að hvíla fingurinn í þrjár vikur og
tilkynnti Logi Guðmundi Guð-
mundssyni landsliðsþjálfara í gær-
morgun að hann yrði að draga sig
út úr landsliðshópnum. 
Logi brotnaði á sama fingri fyrr
á leiktíðinni en brotið núna er á
öðrum stað á þumalfingrinum.
Deildarkeppnin hefst á nýjan leik í
byrjun febrúar og ætti Logi að
verða orðinn klár í slaginn þegar
FH-ingar sækir Framara heim
þann 7. febrúar.
Logi þumalbrotinn
Flake fékk flest atkvæði
DARRELL Flake, leikmaður KR í körfuknattleik, fékk flest at-
kvæði netverja þegar þeir völdu byrjunarliðin í Stjörnuleik KKÍ
sem fram fer um helgina. Flake fékk 466 atkvæði. Netverjar gátu
valið byrjunarliðið á vef KKÍ og niðurstaðan er sú að byrjunarlið
norðurliðsins verður þannig: Darrell Flake, KR (466), Magni Haf-
steinsson, KR (270), Hlynur Bæringsson, Snæfelli (408), Eiríkur Ön-
undarson, ÍR (382), og Clifton Cook, Tindastóli (191). Þjálfari er
Ingi Þór Steinþórsson, KR. Suðurliðið er þannig: Damon Johnson,
Keflavík (454), Stevie Johnson, Haukum (337), Friðrik Stefánsson,
Njarðvík (380), Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabliki (271), Helgi Jónas
Guðfinnsson, Grindavík (225). Þjálfari er Friðrik Ingi Rúnarsson,
Grindavík. Þjálfarar liðanna velja sjö leikmenn til viðbótar í sín lið
en leikurinn verður að Ásvöllum á laugardaginn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4