Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						ráðuneytið kom með athugasemdir
við. Eftir því hefur verið farið. Við er-
um að reyna að koma þessu í lag.
Mjög fámennur hópur hefur unnið
mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf,
sem er stundum bara of mikið. Það
þarf því að kalla til fleira fólk. Við höf-
um verið að reyna að þróa lögin með
vexti félagsins, en það hefur tekist
misvel. Og sem betur fer er fullur ein-
hugur núna um að taka þessa þætti
fyrir og laga það sem aflaga hefur
farið.?
Eru einhverjir launaðir starfs-
menn hjá Ásatrúarfélaginu?
?Nei, það hafa ekki verið launaðir
starfsmenn.?
Er allsherjargoði ekki á launum?
?Nei.?
Er ekki þörf á að breyta því?
?Ég veit það ekki. Allsherjargoða-
starfið mótaðist mikið með Svein-
birni, sem sinnti búskap, fræðastörf-
um og skáldskap meðfram því að vera
allsherjargoði. Hann stjórnaði með
ljúfmennsku. Jörmundur Ingi gaf sig
í þetta af öllum sínum mætti og við
nutum þess að hann gaf félaginu eig-
inlega allan sinn tíma og var afskap-
lega duglegur og þegar upp er staðið
mun fólk sakna þess. Ég mun ekki
geta gefið þessu starfi sama tíma og
Jörmundur Ingi gat. En á móti kem-
ur að ég vona að fleira fólk geti lagst á
árarnar með mér, þar á meðal hann.?
Er þetta mikið fyrirtæki?
?Reksturinn mætti vera markviss-
ari. Ég er að koma að þessu núna og
er að kynnast innviðum sem ég hef
aðeins séð utan frá sem félagsmaður.
En við erum komin með stóra og veg-
lega húseign á Grandagarði 8 og það
er litið mikið til okkar erlendis frá,
þannig að við þurfum að halda uppi
samskiptum við útlönd. Við erum far-
in að taka þátt í ýmsum málum hér-
lendis, t.d. er kallað eftir okkur á frið-
arsamkomur og í safnanir til góðra
málefna. Ásatrúarfélagið er snar
þáttur í íslensku þjóðlífi og ég hef
verið að átta mig á því síðasta hálfa
árið að við njótum mikillar velvildar
hjá mörgum í þjóðfélaginu. Mér
finnst magnað að það hafa komið til
mín alþingismenn, fólk í borgar-
stjórn, jafnvel guðfræðingar og
prestar og haft áhyggjur af fram-
vindu mála í Ásatrúarfélaginu. Ég
held að það sé gott að við séum sýni-
leg á réttan hátt og ég vil leggja mitt
af mörkum til þess að við gegnum
þessu hlutverki skammlaust.?
Geturðu lýst starfseminni?
?Þegar fólk er skráð í Ásatrúar-
félagið, en hliðið er hjá Hagstofunni,
þá fær það fréttabréf. Það er opið hús
á laugardögum á Grandagarði 8 og
svo fylgjum við árstíðum með fjögur
höfuðblót og ýmsar uppákomur. Það
er verið að koma af stað starfsemi í
kringum fyrirlestra og jafnvel les-
hópa í Eddukvæðum. Og við erum að
reyna að opna starfsemina, þannig að
fólk geti gengið inn og séð hvað er að
gerast.?
Þarf maður að hafa gengið í félagið
til að taka þátt í starfseminni? 
?Nei, þetta hefur alltaf verið opið
öllum.?
Og nú er afmælisár?
?Já, við lítum eiginlega á síðasta ár
sem afmælisárið, því þá var félagið
stofnað formlega. En viðurkenningin
fékkst ekki fyrr en með vorinu 1973.
Hinn 18. maí fékk Sveinbjörn uppá-
skrift frá ráðuneytinu um að hann
mætti vígja fólk, skíra og jarða. Þá er
þetta fyrst viðurkennt sem löggilt
trúfélag.?
Stendur eitthvað til í tilefni af því?
?Já, hluti af heiðninni er að manni
verður allt til gleði og veisluhalda,
þannig að við grípum hvert tæki-
færi.?
Þú ert búinn að sjá Hringadrótt-
inssögu?
?Já, ég las hana upp til agna á sín-
um tíma og var borinn út af Tveim
turnum um daginn; þetta var svo yf-
irþyrmandi. Við erum auðvitað af-
skaplega stolt af því að þessi fyrrum
heiðursfélagi Hins íslenska bók-
menntafélags og áskrifandi Skírnis,
J.R.R. Tolkien, leitar í okkar arf til að
búa til enska goðafræði. Því hann
fann til þess að Englendinga skorti
goðafræði, eins og margar þjóðir í
Norður-Evrópu. Það er búið að
svipta þær fortíðinni og ritskoða hana
grimmilega í burtu. Á Íslandi búum
við að því að við virðumst snemma
hafa tekið þá stefnu að varðveita
þessi gömlu fræði. Fólk í Odda og víð-
ar virðist hafa áttað sig á því af hve
miklu stolti og alúð goðsögurnar voru
skrifaðar og að þær stóðu fyllilega
jafnfætis goðsögum Grikkja og Róm-
verja. Það er merkilegt að þjóðirnar í
kringum okkur létu þessar sögur
hverfa. Það sýnir hvað heiðnin hafði
mikinn meðbyr hér á landi og að
menn blótuðu á laun, þótt það hafi
kannski bara verið bókmenntalega.?
Á hvað trúir allsherjargoði?
?Ég trúi á æðri mátt sem birtist
okkur í fjölbreytileika náttúrunnar
og mannlífsins. Við erum með birt-
ingarform á ákveðnum frumkröftum,
sem við höfum gefið guðanöfn og við
erum með deildaskiptingu í hlutverk-
um guðanna. Þetta eru öfl sem eru
sýnileg, hálfsýnileg og stundum
ósýnileg. Maður getur röflað enda-
laust fræðilega um hlutverk ákveð-
inna guða, en þegar allt kemur til alls,
þá er þetta spurning um tilfinningu
fyrir mismunandi þáttum lífsins.?
Heldurðu að þetta hlutverk sem þú
hefur tekið að þér eigi eftir að breyta
lífi þínu?
?Já, ég þarf líklega að læra að
verða aðeins virðulegri heldur en ég
hef verið í gegnum tíðina,? segir hann
og hlær. ?Ég verð ef til vill meiri tals-
maður en ég hef verið hingað til. En
ásatrúin hefur verið svo ríkur þáttur í
mínu lífi að ég held þetta breyti litlu
þar um. Þetta var fyrsta stóra
ákvörðunin sem ég tók sem einstak-
lingur, 16 ára, að ganga í Ásatrúar-
félagið, og ganga þar með á viðteknar
venjur og viðhorf. Ég held það hafi
verið upphafið að því að ég tók að
breyta eftir eigin sannfæringu. Nú er
þetta vonandi ekki eins erfitt og sér-
kennilegt og það var þá.?
Heldurðu að þú safnir meira
skeggi en komið er?
?Nei, ég held ég reyni nú að sýna
meðalhóf í því eins og flestu öðru.?
pebl@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 B3
Viltu verða Microsoft sérfræðingur?
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Nánari upplýsingar í síma 568 5010 og á www.raf.is/ctec
Rafiðnaðarskólinn er framsækinn skóli með alþjóðlegar vottanir sem
býður fjölbreytt og vandað nám og fyrsta flokks kennslu.
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Settu stefnuna á
alþjóðlega prófgráðu
Nú er einnig hægt að stunda nám um helgar.
Hentar m.a. þeim sem búa utan Reykjavíkur.
Margskonar möguleikar á samsetningu náms
allt eftir tíma og efnahag.
Í boði eru hefðbundnar námsbrautir, stök
námskeið eða sérhannað nám eftir þörfum
hvers og eins.
A+ - PC Technician
Network+ - Network Technician
MCP - Microsoft Certified Professional
MCSA - Microsoft Certified Systems Administrator
MCSE - Microsoft Certified Systems Engineer
MCDBA - Microsoft Certified Database Administrator
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
30. janúar
frá kr. 39.963
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 30. janúar til Kanaríeyja á hreint
ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 30. janúar og þú getur valið um
eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí um miðjan
janúar og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar
ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin
og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í
þig og látum þig vita hvar þú gistir. Á
meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan
tímann.
Síðustu sætin
Verð kr. 52.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð,
gisting, skattar. 30. janúar, 7 nætur.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Almennt verð kr. 55.600.
Verð kr. 39.963
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2?11 ára, flug, gisting og
skattar. 30. janúar, 7 nætur.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Almennt verð kr. 41.962.
SMS FRÉTTIR
mbl.is

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16