Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 24
ÉG segi eins og franskagáfnaljósið, hvaða borgværi betri en París til aðsetjast í helgan stein? Já, setjast í bókstaflegri merkingu. Og geta valið úr fimm hundruð bíómynd- um í viku hverri og hundrað leiksýn- ingum. Með meiru. Einn sérlega skemmtilegur bíó- staður í Parísarborg er MK2 Quai- de-Seine. Þetta er í norðanverðri borg á mörkum tíunda hverfis og nítjánda. Ekki lengi gert að skella sér neðanjarðar, og þá lent á Jaures eða Stalingrad. Þarna eru fjórir salir, og á sama stað er gott veitingahús, ekki dýrt, og kaffitería. Nálægðin við vatnið í Bassin de la Villette skiptir miklu máli og á vorin er indælt að sitja þarna á stétt með kaffið sitt og sleikja sól. Í vetrarrigningu og myrkri hefur staðurinn líka sjarma og ýmsir prammar líða hjá í und- arlegu hlutleysi. Óskyld erindi og amstur dagsins skolaði bíófólkinu á þessa strönd ein- um og hálfum tíma áður en myndin átti að byrja. Við byrjuðum á því að spóka okkur í rigningunni og ætl- uðum að líta inn í tvær skranbúðir hinum megin við síkið, af því það er svo gaman, en þær voru lokaðar á mánudegi. Flæmdumst við því í bili á hverfisbarinn sem var skipaður upp- litsdjörfu eftirlaunafólki og skáluðum í óbreyttum kir fyrir áfangasigri sem hafði unnist þann daginn. Hungrið svarf að og því var spáss- érað í rigningunni á bíóstaðinn góða og sest á veitingastaðinn í húsinu. En við rákum okkur á sjövegginn, því þarna var ekkert hægt að fá í föstu formi fyrr en klukkan það. Þetta átt- um við að vita, en hefðum þó haldið að hægt hefði verið að svæla út eins og eina samloku. Vísuðum við til þess að maðurinn á næsta borði var að maula eitthvað af þeirri sort. „Nei þetta er undantekning af því hann var eitt- hvað lasinn,“ sagði þjónustustúlkan. „Annars má ég ekki setja þetta á disk.“ Og kunnum við þar meðklæki til að fá neyð-arbrauð. Nema það aðþessi lasni maður hafði gott starfsþrek sem betur fer og sat við skriftir. Við höfnuðum því á kaffi- teríu hússins eftir ábendingu frá þjónustustúlkunni og þar mátti seðja sárasta hungrið og fara í unglinga- skoðun. Það var merkilegt að sjá ung- linga frá sirka tólf til sextán ára blanda geði eins og ekkert væri. Þetta reyndust nokkuð fyrirferð- armiklir bekkjarfélagar (þarna er setið á bekkjum) en fóru þó ekki fram með sérstöku háreysti. Þá fór að líða að splunkunýrri bíó- mynd sem heitir Japan og er fyrsta mynd leikstjóra frá Mexíkó sem er ekki orðinn þrítugur og er lögfræð- ingur sem hefur starfað við mann- réttindamál hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York. Bíófólkið hefur hingað til haft þann sið á bíókvöldum að róa á nokkuð örugg mið en hér var rennt blint í sjó- inn. Það er nokkuð erfitt að lýsa því sem þarna bar fyrir augu, meðal ann- ars vegna þess að það var viðhöfð myndataka með óstöðugu hand- bragði sem nú er í tísku og veldur að- kenningu að sjóveiki. Þetta var synd því það eru svo greinilegir hæfileikar á þessu sviði hjá aðstandendum og á köflum svo mikil tilþrif að þau gleym- ast ekki. Ég hef ekki séð mynd sem líkist þessari og hugarfarið framandi. Hún fjallar um ferð manns úr stór- borg í lítið þorp en þangað ætlar hann til þess að stytta sér aldur. Sú saga náði ekki alla leið til mín, en ýmislegt annað náði. Það er sjálfsagt ekki meiningin með myndinni en það sem talaði mest til mín var landslag með þykkblöðungum og krakkarnir í þorpinu sem trufluðu tilveru aðal- mannsins sem er alveg læstur í sjálf- um sér. Hvað sem því líður vona ég að Carlos Reygades haldi áfram að búa til bíómyndir og þær ætla ég að sjá. Bíómyndin Japan sem erJapan alveg óviðkomandihefur fengið mjög góðarviðtökur hjá gagnrýn- endum í Frakklandi. Sá sem skrifar fyrir LeMonde sagði reyndar að hún væri meira í ætt við hraunelfi en bíó- mynd. Sem Íslendingi og hraunbúa finnst mér þessi ummæli lýsa van- þekkingu á hrauni. Bíómyndin hafði þau áhrif að magna upp hungur eftir japönskum mat og var því ekið á ólöglegum hraða á Nagoya í St-Ouen rétt fyrir utan borgarhliðin. Hið óútreikn- anlega bíókvöld endaði því í himn- esku jafnvægi milli nokkuð tormeltr- ar bíómyndar og hollasta matar í heimi. B í ó k v ö l d í P a r í s Eftir Steinunni Sigurðardóttur Reuters París um vetur. Er hægt að hugsa sér betri borg? Japan frá Mexíkó LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRAR valinkunnar leikkonur af þremur þjóðernum munu flytja Ginusögur á Þriðju hæðinni í Borg- arleikhúsinu á laugardag kl. 20. Ginusögur er færeyska heitið á Píkusögum en leikið verður á þrem- ur tungumálum; íslensku, færeysku og dönsku. Það eru María Ellings- en, Kristbjörg Kjeld, Birit Mohr og Charlotte Bøving sem hafa tekið höndum saman undir hatti Annars sviðs, leikhóps Maríu Ellingsen, um að flytja sýninguna í þetta eina sinn í Borgarleikhúsinu en frumflutning- ur var í Þórshöfn í Færeyjum í ágúst sl., á Norrænu leiklistardög- unum. Færeyskar í aðra ættina María og Kristbjörg eiga báðar ættir sínar að rekja til Færeyja, fað- ir Kristbjargar var Færeyingur og móðir Maríu. Kristbjörg mun flytja sinn texta á íslensku þó hún sé ágætlega mælandi á færeysku og gerði það með glæsibrag í Þórshöfn í fyrra. „María er altalandi á fær- eysku og er meira að segja með Suðureyjarhreim,“ segir Kristbjörg sem kveðst einungis hafa dvalið eitt ár í Færeyjum, þá fimm ára gömul, og verið fljót að týna færeyskunni niður eftir heimkomuna til Íslands. „Ég var hins vegar á hverju sumri hjá ömmu minni og afa á Suðurey og var síðan að vinna í Þórshöfn sem unglingur svo ég tala færeysk- una til jafns við íslenskuna,“ segir María. Birit Mohr er færeysk og Charl- otte Bøving dönsk svo sýningin verður sannarlega með samnorrænu yfirbragði. Ginu-Gerhardt og ginu-bitar „Það var Ólafur Haukur Símonar- son sem stakk upp á þessu við mig hvort ekki væri tilvalið að flytja þetta á Norrænu leiklistardögunum sem haldnir voru í Þórshöfn í fyrra,“ segir María. „Mér datt þá strax í hug að spyrja Kristbjörgu hvort hún vildi vera með en við höfðum talað um það að gera eitthvað sam- an.“ „Mér leist mjög vel á þetta, og síðan fengum við þær Biritu og Charlottu með í hópinn og sýningin vakti gríðarlega athygli í Færeyj- um, svo ekki sé meira sagt.“ Norræna hátíðarútgáfan af Ginu- sögum var heldur styttri en sýn- ingin alla jafna er. „Leikfélagið Gríma fylgdi svo strax á eftir með uppsetningu á verkinu í fullri lengd á færeysku og gerði allt vitlaust og hefur slegið öll að- sóknarmet,“ segir María. Þær sýna blaða- manni úrklippur úr færeyska dag- blaðinu Dimmal- ætting þar sem urðu fjörugar um- ræður en mesta at- hygli vakti þó þeg- ar lögþingsmað- urinn Gerhardt Lognberg vildi taka styrkinn af Grímu fyrir uppá- tækið en þegar í ljós kom að hann hafði hvorki séð verkið né lesið var gert stólpagrín að honum um allar Færeyjar og hon- um umsvifalaust gefið viðurnefnið Ginu-Gerhardt. „Það hefur líka flogið fyrir að konur á Sandey kunni varla lengur við að bjóða gestum hinn þjóðkunna ginu- bita með kaffinu, eins og tíðkast hef- ur um árabil.“ Sýning Borgarleikhússins á Píku- sögum naut mikilla vinsælda og er norræna útgáfan sýnd í boði leik- hússins og kemur Birit Mohr sér- staklega hingað frá Færeyjum af þessu tilefni. Aðeins er fyrirhuguð þessi eina sýning svo rétt er fyrir áhugasama að gæta að því að missa ekki af henni. Ginusögur er eftir bandaríska höfundinn Eve Ensler og hefur verið sýnt víða um heim undanfarin misseri. „Þetta er af- skaplega einfalt verk, stuttar sögur um þá upplifun að vera kona og byggir höfundurinn textann á við- tölum við konur víðsvegar að úr heiminum,“ segir María. Þær eru sammála um að þetta sé verk sem skipti máli í allri umræðu um stöðu kvenna í veröldinni í dag. „Þarna eru sagðar mjög persónu- legar sögur sem öðlast dýpt og til- vísun til allra kvenna þar sem reynslan er sameiginleg á svo marg- an hátt. Þetta hefur einnig reynst mörgum karlmönnum sannkölluð uppgötvun þar sem þeir heyra þarna af reynslu kvenna sem þeim var hulin áður.“ Hefur öðlast nýja merkingu Kristbjörg bendir á að verkið hafi öðlast nýja merkingu í ljósi síðustu atburða hér á Íslandi varðandi virkjunarmál og náttúruvernd. „Þarna segir t.d. ung júgóslavnesk stúlka sögu sína og líkir sjálfri sér við óspillta náttúru, en er síðan mis- þyrmt og nauðgað á hryllilegan hátt. Hún getur aldrei litið sjálfa sig sömu augum eftir það. Kannski má draga af því einhverja ályktun um hvernig til stendur að misþyrma ís- lenskri náttúru.“ María segir það sannkölluð for- réttindi að fá þetta tækifæri til að taka þátt í flutningi á Ginusögunum. „Þetta er verk sem hefur bókstaf- lega breytt ýmsu í heiminum. Í kjöl- far þess hafa verið stofnuð samtök sem einbeita sér að því að koma í veg fyrir umskurð kvenna í Afríku- ríkjum. Þá hefur orðið hefð að flytja kafla úr verkinu á V-daginn og fjöl- margar leikkonur tekið þátt í þeim flutningi,“ segir María að lokum. Sýningin tekur klukkutíma í flutningi og eftir hlé mun færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir syngja nokkur lög en hún hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn og tónsmíð- ar. Leikkonurnar Charlotte Bøving, María Ellingsen, Kristbjörg Kjeld og Birit Mohr flytja Ginusögur í Borgarleikhúsinu á laugardag. Ginusögur á þremur tungumálum BANDARÍSKA myndlistarkonan Diane Neumaier og gríski rithöf- undinn Christos Chrissopoulos sóttu landann heim sumarið 2000 og fönguðu upplifun sína í ljós- mynd og texta. Í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi verður opnuð sýning á samvinnuverkefni þeirra í kvöld kl. 20. Verkefnið nefnist Hugarleiftur og samanstendur af þremur þáttum: ljósmyndum af listaverkum á almannafæri í Reykjavík og nágrenni; ljós- myndum af týndum hönskum sem birtast í miklum fjölda á sumrin um allt höfuðborgarsvæðið; þetta eru láréttar myndir af úrgangi á jörð- inni, sem um leið eru tákn fyrir einkalíf borgaranna og tilraunir til að hlúa að gróanda og lífi; skrif- uðum textum um takmörkuð sam- skipti persónunnar við fólkið á göt- unni. Hugarleiftur er byggð á skáld- sagnapersónu og raunverulegu ís- lensku menningarumhverfi. Hann er sérstaklega tengdur höfuðborg- arsvæði, en um leið alþjóðlegur. Með verkefninu Hugarleiftur þykj- ast höfundar þess engan veginn hafa náð að skilja lífsreynslu Ís- lendingsins í heild sinni. En sem listafólk og útlendingar sem bjuggu á Íslandi um hríð leitast þau eftir að deila skynjun sinni og skoð- unum með öðrum og hefja þannig samskipti við sýningargesti. Hefur skapað fjölda af myndaseríum Diane Neumaier hefur skapað fjölda af myndaseríum, þar á meðal Metropolitan Tits, Museum Stud- ies, og Color Plates. Á þessu ári mun hún halda sýningu undir yf- irskriftinni A Voice Silenced í Tyl- er Museum of Art í Ríkisháskóla New York í Oswego og Gyð- ingasafninu í Frankfurt í Þýska- landi. Diane Neumaier er prófessor í ljósmyndun við Mason Gross lista- skólann við R University í Banda- ríkjunum. Christos Chrissopoulos stundaði nám í hagfræði í Aþenu, sálfræði í Bristol í Englandi, og loks fé- lagsvísindum í London. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu 1996, The Parthenon Bomber og komu fleiri í kjölfarið. Sýningin er opin alla daga kl. 10–17 og stendur til 16. mars. Morgunblaðið/Kristinn Rithöfundurinn Christos Chrissopoulos og listakonan Diane Neumaier opna sýninguna Hugarleiftur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Týndir hanskar tákna einkalíf borgaranna Leikfélag KSS, Platitude, frum- sýnir leikritið Frá myrkri til ljóss kl. 20 í húsnæði KFUM og K Holtavegi 28. Leikritið er samið og leikstýrt af þeim Rakel Brynjólfsdóttur og Þóru Jenný Benónísdóttur. Þetta er fjórða leikritið sem þær setja upp með leikfélaginu. Leikritið fjallar um baráttu góðs og ills um sál ungar stúlku. KSS, Kristileg skólasamtök, standa fyrir starfi meðal unglinga á aldrinum 15-20 ára á höfuðborg- arsvæðinu. Næstu sýningar eru á sunnudag og miðvikudag. Þá verða sýningar 5. og 7. febrúar og hefjast allar kl. 20. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Richard Wagner-félagið á Íslandi sýnir af myndbandi óperuna Tristan og Isolde kl. 13 á morgun, laug- ardag, í Norræna húsinu. Óperan er eftir Richard Wagner og verður sýnd uppfærsla frá sviðinu í Bay- erische Staatsoper í München árið 1998. Leikstjóri er Peter Kon- witschny, hljómsveitarstjóri Wolf- gang Sawallisch. Titilhlutverkin eru sungin af Jon Frederic West og Waltraud Meier. Enskur skjátexti. Aðgangur að venju ókeypis. Wagner hóf að semja óperuna Trist- an og Isolde á útlegðarárunum í Sviss, árið 1857. Hann hafði komist í náið vinfengi við hjónin Otto og Matthilde Wesendonck í Zürich. Ástin blossaði milli þeirra Wagners og Matthildar. Hann lagði frá sér tónsmíð Niflungahringsins í miðjum 2. þætti Siegfried og samdi Tristan og Isolde, sem á sér augljósar rætur í forboðnu ástarsambandi þeirra Matthildar. Hvorki Minna, eig- inkona Wagners, né Otto Wesend- onck gengu þess dulin hvernig ástatt var á milli maka þeirra. 1858 sauð upp úr og Wagner fór til Feneyja. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.