Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 17

ÞEIR eru ófáir steinarnir og hólarn-

ir í Hafnarfirði sem hafa að geyma

álfa eða huldufólk. Þetta veit Sig-

urbjörg Karlsdóttir sem undanfarin

tvö ár hefur rekið álfagöngufyr-

irtækið Horft í hamarinn en á dög-

unum var það tilnefnt til hvatning-

arverðlauna ferðaþjónustunnar í

Hafnarfirði. 

?Þetta er lítið ferðaþjónustufyr-

irtæki sem sérhæfir sig í að kynna

þjóðtrú Íslendinga um álfa, huldu-

fólk og dverga,? segir Sigurbjörg.

Kynningin felst í því að fara með

hópa erlendra ferðamanna í göngu-

ferðir um Hafnarfjörðinn sem taka

um einn og hálfan tíma. 

Eins og gefur að skilja er í göngu-

ferðunum komið við hjá þekktum

bústöðum álfa í Firðinum. ?Það er

mjög mikið til af skráðum sögum úr

Hafnarfirði og af öllu landinu þann-

ig að ég fer á staði sem mér hafa

verið sagðar sögur af og þekktir eru

í bókum. Ég geng um gamla bæinn í

Hafnarfirði, fer í Hellisgerði og síð-

an á Hamarinn. Inn í þetta tvinna ég

síðan sögu Hafnarfjarðar og ým-

islegt úr Íslandssögunni og kannski

gamlar þjóðsögur sem gerast ekki

endilega í Hafnarfirði.?

Yfir sumarið er Sigurbjörg með

reglubundnar ferðir og síðasta sum-

ar voru farnar tvær ferðir daglega.

Leiðsögnin fer fram á ensku og

fylgir með í kaupunum ensk útgáfa

álfakorts af Hafnafirðinum sem Erla

Stefánsdóttir sjáandi hefur gert. 

Sigurbjörg hefur einnig tekið að

sér að fara með hópa í göngur yfir

veturinn eftir pöntunum og segir

hún alltaf eitthvað um slíkar óskir.

Aðsóknin í ferðirnar á sumrin hefur

stöðugt verið að aukast þótt Sig-

urbjörg segi hlæjandi að ekki sé hún

enn orðin rík af fyrirtækinu. ?Hins

vegar er þetta ofsalega skemmtilegt

og ég held að það taki tíma að

byggja svona starfsemi upp.? 

Álfaráðherra á Íslandi?

Þjóðverjar eru mest áberandi í

gönguferðunum þótt göngufólkið

komi alls staðar að. Sigurbjörg segir

það yfirleitt mjög forvitið um þessa

þjóðtrú okkar. ?Hafnarfjörður hef-

ur verið kynntur sem álfabærinn og

ég var heppin að geta nýtt mér það.

Margir kaupa líka bara kortið og

fara síðan á eigin vegum.?

Útlendingarnir, og þá sérstaklega

Þjóðverjarnir, eru að sögn Sig-

urbjargar nokkuð vel að sér um

þjóðtrúna þótt stöku sinnum örli á

því að fólk hafi fengið upplýsingar

sem fæstir Íslendinga myndu kann-

ast við. ?Það eru helst praktískar

upplýsingar sem eitthvað hafa

skolast til eins og að það sé álf-

aráðherra á Íslandi sem sé Erla

Stefánsdóttir,? segir hún og bætir

því við að hún hafi verið í góðu sam-

starfi við Erlu. 

?Ég segi þeim að sjálf sjái ég ekki

huldufólk og álfa en að ég trúi því að

þeir séu til þótt ég trúi ekki á þá ?

ekki á sama hátt og ég er kristin og

trúi á Guð. Ég sé alin upp við að

heyra þessar sögur og trúi því að

það sé meira en augað sér.? 

Ferðamenn nýta sér þjónustu álfagöngufyrirtækisins Horft í hamarinn 

Það er meira en augað sér 

Morgunblaðið/Þorkell

Hvort álfar búi í þessum stein í Hellisgerði skal ósagt látið en Sigurbjörg kann sögur af huldufólki þar í grennd. 

Hafnarfjörður

Ingvi Guðmundsson, heiðursfélagi í Stjörnunni, tók fyrstu skóflustunguna að mannvirkjunum. 

FYRSTA skóflustungan að nýju

vallarhúsi og stúku við Stjörnuvöll í

Garðabæ var tekin í síðustu viku.

Það er Stjarnan sem mun sjá um

framkvæmdina en forsvarsmenn

Garðabæjar og UMF Stjörnunnar

skrifuðu undir samning þar að lút-

andi við sama tækifæri.

Um er að ræða eina byggingu sem

Stjarnan fær nýja

stúku og vallarhús 

Garðabær

er í senn vallarhús og stúka auk

tengibyggingar milli vallarhússins

og Stjörnuheimilisins. Áhorfenda-

stúkan mun rúma um 1.200 manns í

sæti. 

Það er Garðabær sem verður eig-

andi mannvirkisins og allra fram-

kvæmda, nema tengibyggingarinnar

milli vallarhúss og Stjörnuheimilis

sem verður eign Stjörnunnar, að því

er kemur fram í frétt frá Garðabæ.

Stjarnan fær afnot af mannvirkinu

og hlutum þess þegar þeir komast í

notkun og verður þá gerður sérstak-

ur samningur milli Garðabæjar og

Stjörnunnar um rekstur þess og

rekstrarframlag Garðabæjar. 

Heildargreiðslur Garðabæjar til

Stjörnunnar vegna verksins nema 55

milljónum króna og dreifast á fjögur

ár. Arkitekt byggingarinnar er

Nikulás Úlfar Másson. 

Tónminjasetur Íslands

Laugardaginn 15. febrúar 2003 kl. 14:00 

verður haldinn stofnfundur 

Tónminjaseturs Íslands, Hafnargötu 9

á Stokkseyri. Markmið Tónminjaseturs er að skrá,

varðveita og sýna muni og heimildir er varða

sögu íslenskrar tónlistar frá upphafi.

Stofnað verður til samstarfs við einstaklinga,

félög, söfn og stofnanir, sem búa yfir þekkingu 

og varðveita muni eða upplýsingar 

um íslenskt tónlistarlíf og stefnt að öflugri kynningu 

íslensks tónlistarlífs með sérsýningum,

fyrirlestrum, námskeiðum

og upplýsingavef á Netinu.

Á stofnfundinum mun dr. Bjarki Sveinbjörnsson,

tónlistarfræðingur, reifa forsögu Tónminjaseturs 

og ræða hlutverk og markmiði slíkrar stofnunar.

Drög að samþykktum Tónminjaseturs verða kynnt 

og að loknum fyrirspurnum og umræðum verður 

Tónminjasetur Íslands stofnað

og skipuð 5 manna stjórn.

Einstaklingar og fyrirtæki geta á stofnfundinum

gerst stofnaðilar Tónminjaseturs.

Undirbúningshópur að stofnun Tónminjaseturs Íslands,

Músík og saga ehf., Hólmaröst ehf.,

Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands.

               REYKJAVÍKURBORG hefur

hafnað því að fallið verði frá

byggingaskyldu við Laugaveg

40 þar sem áður stóð hús er

brann til grunna í október síð-

astliðnum. Eigandanum er því

skylt að nýta tryggingabætur til

uppbyggingar á lóðinni eða selja

byggingaréttinn með trygg-

ingabótum og áhvílandi bygg-

ingaskyldu. 

Það var skipulags- og bygg-

inganefnd Reykjavíkur sem

fjallaði um málið. Magnús Sæ-

dal byggingafulltrúi bendir á að

Laugavegur 40 hafi alveg

brunnið í eldsvoðanum en

Laugavegur 40A hafi töluvert

skemmst. ?Þetta snýst um út-

borgun á tryggingabótum,? seg-

ir Magnús. ?Það er uppbygging-

arkvöð á lóðinni og

tryggingarféð verður að fara til

að byggja upp nýtt hús,? en sem

fyrr segir varð nefndin ekki við

beiðni eiganda um að létta af

lóðinni byggingakvöðinni. 

Hann segir engar bygginga-

leyfisumsóknir hafa komið fram

vegna lóðarinnar. ?Það er ekki

komin nein hreyfing á það mér

vitanlega. Þetta fólk hefur nátt-

úrulega möguleika á því að selja

byggingaréttinn á lóðinni. Það

getur gert það með trygginga-

bótunum og þeirri kvöð að það

verði byggt upp aftur.?

Skylt að

byggja 

aftur eft-

ir bruna

Miðborg

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48
Page 49
Page 49
Page 50
Page 50
Page 51
Page 51
Page 52
Page 52