Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 55 ✝ Unnur Sigurðar-dóttir fæddist í Höfn á Dalvík 12. júlí 1908. Hún lést á Dalbæ, heimili aldr- aðra á Dalvík, 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jó- hannsson, f. á Sandá í Svarfaðardal 29. júlí 1877, d. 19. ágúst 1948, og Ingi- björg Sigurðardótt- ir, f. í Árgerði í Svarfaðardal 8. sept- ember 1870, d. 10. júlí 1963. Þau bjuggu í Höfn og Svæði á Dalvík og fjögur ár á Skálum á Langanesi. Hálfsystkini Unnar voru sex, öll sammæðra. Ingibjörg móðir hennar átti þau með fyrri manni sínum, Guðjóni Jóhannssyni frá Þverá í Skíðadal. Þau voru: Árný Ingibjörg, f. 28. janúar 1892, d. 21. apríl 1968; Guðlaug Steinunn, f. 16. maí 1894, d. 14. febrúar 1976; Snjólaug Októvía, f. 23. október 1895, dó ung; Jóhann Gunnlaugur, f. 31. maí 1897, d. 26. júlí 1980; Guðjón, f. 30. ágúst 1898, d. 30. janúar 1992; og Kristjana Engilráð, f. 30. ágúst 1898, d. 3. ágúst 1977. Unnur giftist 7. janúar 1932 Guðjóni Sigurvin Sigurðssyni sjó- manni og bónda, f. 9. október 1908, d. 11. mars 1988. Hann var sonur Sigurðar Jóns Guðjónsson- ar, f. 9. desember 1985, d. 7. jan- úar 1943, og Önnu Sigurðardótt- ur, f. 17. október 1883, d. 7. júní 1971, í Mói á Dalvík. Börn þeirra Unnar og Guðjóns eru: 1) Snjólaug Sigurlína, f. 13. desember 1932, gift Viðari Jóns- syni, f. 10. ágúst 1930, d. 16. ágúst 1975. Synir þeirra eru: a) Jón Guð- jón, f. 6. september 1954, kvæntur Bodil Vidarsson, dóttir þeirra er Jenni Vigdis, f. 26. ágúst 1980. b) Kristinn, f. 17. júní 1957, kvæntur Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sonur þeirra er Viðar Logi, f. 28. september 1995. c) Júlíus, f. 7. des- ember 1958, kvæntur Huldu Þórs- dóttur, sonur þeirra er Hafþór, f. 7. ágúst 1996. Dóttir Júlíusar er Gunnhildur, f. 3. desember 1979, sonur hennar er Christian Lillien- inn Geir Gunnarsson. Dóttir Ragn- heiðar er Unnur Agnes Hauks- dóttir, f. 12. september 1956, gift Hilmari Ingólfssyni, börn þeirra eru Ragnheiður Harpa, f. 13. sept- ember 1974, sambýlismaður Jó- hannes Helgi Eggertsson Levy, og Ingólfur, f. 28. september 1981. 4) Sigurbjörg, f. 23. júní 1939, gift Hring Jóhannessyni, f. 21. desem- ber 1932, d. 17. júlí 1996, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Dögg, f. 26. nóvember 1959, gift Sigurði Jakob Vigfússyni. b) Heiða, f. 25. febrúar 1961, gift Magnúsi Ás- geiri Magnússyni, börn þeirra eru: Darri Sigurvin, f. 5. mars 1991 og Mjöll Sigurdís, f. 12. febrúar 1999. Dóttir Heiðu er Tinna Smáradótt- ir, f. 28. maí 1981. c) Hrafn, f. 2. júní 1963. d) Þorri, f. 9. september 1966, sambýliskona Sigrún Halla Halldórsdóttir, dóttir þeirra er Iða, f. 17. maí 1991. Fósturbörn Unnar eru barna- börn hennar, Sigurður Kjartan Harðarson og Unnur Agnes Hauksdóttir, og Hugrún Marinós- dóttir, f. 2. apríl 1943, gift Jóhann- esi Stefánssyni, þau skildu. Þeirra sonur er Stefán, f. 27. apríl 1963, kvæntur Júlíu Ómarsdóttur, þau eiga fimm börn. Unnur gekk í barnaskóla, fyrst í Skoruvík á Langanesi og síðan þrjá vetur á Dalvík. Hún var í vist víða á Dalvík sem unglingur, m.a. á Hóli á Upsaströnd og kaupakona á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Veturinn 1927–28 var hún í vist hjá Guðjóni, bróður sínum, í Reykjavík. Unnur fluttist í Svæði með foreldrum sínum 1920. Þar bjó hún til 1984 að þau Guðjón fluttu á Dalbæ. Með þeim í Svæði bjuggu foreldrar Unnar, Ingi- björg og Sigurður, þar til Sigurð- ur lést 1948. Ingibjörg bjó hjá þeim til dauðadags 1963. Bærinn hrundi í jarðskjálftanum 1934 og var þá endurbyggður úr timbri í stað torfs. Svæði er smábýli og sá Unnur að mestu um búskapinn lengi vel, um 30 ær og nokkrar kýr. Einnig sinnti hún öllum hefð- bundnum heimilisstörfum hús- móður í sveit af mikilli nýtni og myndarskap. Guðjón stundaði sjó sem vélstjóri fram undir 1960. Eft- ir það vann hann verkamanna- vinnu á Dalvík, einkum við fisk- verkun, allt þar til hann lést af slysförum 1988. Útför Unnar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. dahl Karlsson, f. 19. apríl 2000. d) Tómas, f. 26. september 1963. Fyrri eiginkona Sig- rún Rósa Haraldsdótt- ir, þau skildu. Dóttir þeirra er Ingunn Júl- ía, f. 24. október 1992. Síðari eiginkona Lar- ysa Andreyeva Við- arsson, dóttir þeirra er Alexandra, f. 4. nóvember 2001. e) Grétar Ingi, f. 16. febrúar 1965, sam- býliskona Hjördís Gunnarsdóttir, dætur þeirra eru Snjólaug Svala, f. 1. febrúar 1985, og Elva Eir, f. 29. október 1991. Sonur Snjólaugar er Sigurður Kjartan Harðarson, f. 16. maí 1952, kvæntur Guðrúnu Þórönnu Níelsdóttur. Börn þeirra eru: Anna Margrét, f. 17. desem- ber 1974, gift Guðna Benjamíns- syni, þeirra dóttir er Sif, f. 7. apríl 1998, dóttir Önnu Margrétar er Sylvía Björk Steingrímsdóttir, f. 30. júní 1991. Guðjón Orri, f. 12. maí 1984, Sunna Berglind, f. 29. janúar 1992, og Freyja Sólrún, f. 18. júní 1994. 2) Kjartan, f. 2. júní 1935, kvæntur Þórunni Héðinsdóttur, f. 8. nóvember 1933. Börn þeirra eru: a) Guðjón, f. 21. janúar 1960, kvæntur Kolbrúnu Davíðsdóttur, dætur þeirra eru Heiður Ýr, f. 5. júní 1989, Helena, f. 7. apríl 1994, og Elísa Eik, f. 5. september 1996. b) Unnur, f. 24. janúar 1965, sam- býlismaður Torfi Aðalsteinsson, börn þeirra eru Þórunn, f. 27. apr- íl 1990, Eyrún, f. 27. apríl 1990, Sunna, f. 26. júní 1997, og Gunnar Kjartan, f. 17. júlí 2002. c) Sigrún Helga, f. 24. október 1970, sam- býlismaður Jóhannes Sigmunds- son, sonur þeirra er Veigar Þór, f. 23. janúar 1997. d) Héðinn Mari, f. 9. desember 1971, sambýliskona Helena Guðmundsdóttir, dóttir þeirra er Þórunn Jóna, f. 29. maí 2001. 3) Ragnheiður, f. 21. janúar. 1937, gift Ágústi Óskarssyni, f. 19. október 1940. Börn þeirra eru: a) Eva, f. 3. mars 1967. b) Óskar, f. 2. október 1969, sambýliskona Sus- anne Petersen. c) Ingibjörg, f. 10. maí 1972, sambýlismaður Þórar- Amma í Svæði er farin frá okkur eins og kerti sem brennur niður og slokknar af því að eldsmaturinn er á þrotum. Langur dagur er liðinn að kvöldi og nú hefur Guð sótt hana eins og hún var farin að þrá. Ég hef verið að hugsa um það undanfarna daga hvernig ég eigi að geta lýst henni ömmu minni. Alla mína bernsku og æsku var hún svo nálæg og alltumlykjandi að hún var meira eins og náttúrulögmál en manneskja; hún var þungamiðja fjölskyldunnar. En enginn skyldi halda að hún hafi fengið þá stöðu með stjórnsemi, heldur einmitt með því að stjórna ekki. Orðin sem koma upp í hugann þegar ég reyni að fanga persónuleika ömmu eru mörg, svo sem glaðlyndi, jafnlyndi, mildi, þolinmæði, nægjusemi og vinnusemi, en þau gefa samt ekki nema takmarkaða mynd af þessari litlu, sterku konu. Amma í Svæði var söngvin, stál- minnug og vel hagmælt. Hún kunni ógrynnin öll af kveðskap; þulum, sálmum, vísum og kvæðum og grunar mig að margt af því hafi ekki verið til á prenti og glatist með henni. Eitthvað mun þó hafa verið tekið upp á bönd og varðveitist áfram hjá okkur. Hún var einnig mjög ættfróð og sögufróð og var til að mynda mikilvægur heimildar- maður Kristmundar Bjarnasonar þegar hann ritaði sögu Dalvíkur. Amma var meira gefin fyrir úti- verk en inniverk og hafði einstakt lag á öllum skepnum. Henni þótti sérstaklega vænt um kýrnar sínar og þær launuðu henni með hárri nyt og vænum kálfum ár eftir ár, miklu lengur en öll meðaltöl naut- griparæktenda um líftíma mjólkur- kúa segja til um. En það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að minnast um leið Guðjóns afa. Þau báru gæfu til að fylgjast að hátt í sextíu ár og sam- hentari hjón hef ég aldrei vitað. „O, við vorum alltaf eins og nýtrúlofuð“ sagði amma og hló þegar hún minntist samvistanna við afa. Hún átti mjög erfitt eftir að hann fór svo skyndilega frá okkur og hún var lengi að sætta sig við að hann skyldi ekki koma fljótlega og sækja hana. En nú eru þau saman aftur og ég sé þau fyrir mér hlæja saman eins og í gamla daga. Húsrúmið í Svæði var lengst af ekki stórt en hjartarúmið var ótak- markað. Það vita engir betur en barnabörnin sem alltaf voru vel- komin til dvalar á sumrin og það voru alltaf einhver ráð með að koma öllum fyrir. Ég var svo gæfusöm ásamt systkinum mínum að fá að dveljast í Svæði hjá ömmu og afa þrjá til fjóra mánuði á ári fram und- ir fullorðinsár og betra veganesti fyrir lífið er vart hægt að hugsa sér. Í Svæði höfðu allir verk að vinna, börnin ekki síður en hinir fullorðnu, og eftir því sem við stækkuðum urðu störfin ábyrgðarmeiri. Amma og afi kenndu okkur og leiðbeindu og þolinmæði þeirra við að hafa okkur með sér í öllum verkum, inni og úti, var óþrjótandi. Amma átti hreina barnatrú og miðlaði henni till allra barnanna sem ólust upp hjá henni í lengri eða skemmri tíma. Ekkert barn fór að sofa án þess að hún læsi með því bænir og vers og signdi yfir sængina. Hún sótti ekki mikið kirkju, það dugði henni að vita að Guð var alls staðar nálægur og það var ekki Guð sem dæmir og refsar heldur umber og fyrirgefur. Og nú þegar hann hefur kallað hana til sín þá vil ég kveðja hana með orðunum sem hún kvaddi okkur alltaf með: Guð veri með þér, amma mín. Dögg Hringsdóttir. Hún amma mín fæddist í bænum Höfn á Dalvík á fyrsta áratug síð- ustu aldar og við Dalvík bjó hún alla sína tíð ef frá eru talin fá ár er hún bjó að Skálum á Langanesi. Hún giftist jafnaldra sínum og skólabróður, Guðjóni Sigurðssyni frá Mói og saman bjuggu þau í Svæði í meira en 50 ár og eignuðust fjögur börn, auk þess að fóstra önn- ur fimm til lengri eða skemmri tíma. Ekki var búið stórt í Svæði og ekki var þar lifað í þeim vellyst- ingum sem við skilyrðislaust krefj- umst í dag, en þar voru þó allir vel- komnir og alltaf nóg húsrými, þrátt fyrir að fermetrarnir væru kannski ekki margir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að koma til afa og ömmu hvert vor og dvelja hjá þeim sumarlangt allt frá fyrsta ári og til 14 ára ald- urs en þá höfðu þau brugðið búi og flust á dvalarheimilið Dalbæ. Í Svæði fékk ég að aðstoða við bú- skapinn eftir mætti og hef ég sjálf- sagt lært meira þar en í öllum þeim menntastofnunum sem ég hef síðan dvalist í. En ég var auðvitað ekki einn því alltaf var Svæði fullt af börnum og fullorðnum sem nutu þess að vera í sveitinni og í návist afa og ömmu. Hún amma mín var einstaklega dugmikil og greind kona sem kunni ótrúlegan fjölda af kvæðum, þulum, vísum og ljóðum utanað og einnig bænir sem hún hafði yfir okkur á kvöldin. Hún var hæglát og hjartahlý og ekki minnist ég þess að hafa heyrt hana hallmæla nokkr- um manni, frekar að hún talaði sér- lega vel um þá sem mér þótti tæp- ast eiga það skilið. Hún amma mín var auðug í öllum skilningi, nema kannski efnalegum, því hún bjó við góða heilsu, eignaðist góðan eigin- mann og fjöldan allan af afkomend- um og vinum, sem þótti vænt um hana. Brátt verða 15 ár frá því að afi dó og þótt ég kveðji hana ömmu mína með söknuði er huggun að vita að nú eru þau afi loks saman á ný eftir langan aðskilnað. Já, himnaríkið er til, því þar búa þau nú. Þorri Hringsson. Nú hefur elsku langamma kvatt þennan heim. Það sem hún hefur gert fyrir mig og alla sem henni kynntust er ómet- anlegt. Amma var viskubrunnur, alltaf tilbúin að hlusta, ráðleggja, segja sögur og fara með vísur. Minningarnar eru margar. Svæði þar sem þú og afi bjugguð og pabbi ólst upp. Þar var oft glatt á hjalla Alltaf áttuð þú og afi ein- hverja stund aflögu til að sýna og útskýra allt sem okkur börnunum datt í hug að spyrja um. Kannski er það þess vegna sem ég man svo mikið þaðan því að ég var ekki stór þegar þið fluttuð niður á Dalbæ. Þau jól sem þið voruð innfrá hjá okkur og allar hinar stundirnar. Amma var alltaf svo hugulsöm og góða skapið var aldrei langt undan. Á Dalbæ stytti amma sér stundir við margt, meðal annars að mála á léreft og ég veit að í minni fjöl- skyldu hafa öll litlu börnin gengið í bolum með mynd málaðri eftir ömmu. Amma tók oft utan um mig og sagði mér að ég væri síðasta barnið sem hún hélt á undir skírn og sér hefði þótt svo vænt um að hafa ver- ið beðin um það. Ég man líka þegar ég var 16 ára á leið út til Frakklands og ég kom og kvaddi þig þá sagðir þú mér að ef að ég skrifaði þér bréf þá myndir þú skrifa mér til baka. Ég var ekki búin að vera lengi þegar ég skrifaði þér bréf og það leið heldur ekki langur tími þangað til ég fékk bréf til baka með skrift sem ég kannaðist við. Þannig var amma, hún stóð við orð sín. Síðan hef ég geymt þetta bréf og þú hafðir ort svo fallega vísu til mín sem þú sendir mér með. Síðustu ár hafði amma nærri misst alla sjón og heyrn. Þegar ég kom í heimsókn síðast náðir þú ekki hver ég var en sagðist geta farið með vísu fyrir mig og vísurnar kunnir þú enn. Allt í einu leistu á mig og sagðir veistu að Margrét var síðasta barnið sem ég hélt á undir skírn og mér þótti svo vænt um það. Ég reyndi að segja þér að það væri ég og ég er viss um að þú náðir því, því að þú spurðir mig stax um pabba og mömmu og krakkana. Ég vildi að ég hefði náð að kveðja þig eins og ég ætlaði. Þegar ég var að útskýra fyrir stelpunum mínum að við færum ekki norður til að kveðja þig heldur viku seinna til að fylgja þér til graf- ar, þá sagði ég við þær að nú liði þér vel og loksins hefðir þú hitt afa aftur. Þess óska ég. Vor hinsti dagur er hniginn af himni í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Laxness.) Elsku amma, takk fyrir allar þær stundir sem þú hefur gefið mér. Anna Margrét Sigurðardóttir. UNNUR SIGURÐARDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, SIGURPÁLL SIGURÐSSON, Fífumóa 5a, Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mið- vikudaginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Frúgit Thorodsen, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 6, lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi mánudagsins 10. febrúar. Erla Thoresen, Roger Thoresen, Sandra Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Svandís Óskarsdóttir, Ingvi Örn Jóhannsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Helga King, Mark King, Birgir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, VILBORG ANDRÉSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist fimmtudaginn 13. febrúar. F.h. fjölskyldunnar, Guðjón, Valgeir og Sigurlína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.