Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 C 9
Ég var mikið í lágbrögðum því umtíma átti ég í meiðslum á baki en
hef verið að vinna í því. Þá koma aftur
mjaðmahreyfingar
sem þarf í hábrögð-
um sem ég notaði
mikið þegar ég var
yngri. Mestu skiptir
að vinna á góðu bragði,“ sagði meist-
arinn.
Hvorki var keppt í þyngri flokki
kvenna né opnum flokki þar sem hluti
keppenda var veðurtepptur en alls
áttust við 13 glímumenn, 9 karlar og 4
konur. Keppnin var samkvæmt nýju
fyrirkomulagi þar sem búið er að slá
saman Landsglímunni og Lands-
flokkaglímunni en Bikarkeppnin og
Íslandsglíman, þar sem keppt er um
Grettisbeltið eru þó enn sjálfstæð
mót. HSK vann í stigakeppni félaga
með 83,5 stig en HSÞ fékk 37 og UÍA
tuttugu.
Sigur Ólafs Odds skilaði honum
einnig sigri á Meistaramótinu því
hann vann bæði í opnum og sínum
þyngdarflokki í fyrri tveimur umferð-
unum en á sunnudaginn varð hann að
lúta í gras fyrir Lárusi Kjartanssyni
félaga sínum úr HSK í +85 kg flokki.
„Ég held að það hafi ekkert farið úr-
skeiðis hjá mér, heldur stóð Lárus sig
vel. Við æfum saman en erum líka
farnir að æfa með KR og keyrum um
tvö hundruð kílómetra til þess. Það er
erfitt en þeir sem leggja það á sig
uppskera. Það er helsta vandamál
okkar í glímunni, við erum með svo
fámennan kjarna og þá er langt að
fara á milli en það er þá gott að geta
æft með góðum mönnum, sem refsa
þér um leið og þú gerir mistök.“
Pétur Eyþórsson úr Víkverja, sem
vann í –85 kílóa flokki, hafnaði í öðru
sæti opna flokksins og Lárus í þriðja
en í mótaröðinni varð Lárus í öðru
sæti og Jón Smári Eyþórsson úr HSÞ
í þriðja. Í –85 kg flokki karla sigraði
Víkverjinn Pétur en Snær Seljan
Þóroddsson UÍA hafnaði í öðru og í
þriðja Jón Örn Ingileifsson úr HSK.
Ólafur Oddur var að vonum
ánægður með uppskeru helgarinnar.
Hann hefur æft síðan 1986 og oft unn-
ið í yngri flokkum en hyggur nú á
frekari afrek. „Ég hef verið meira og
minna á fullu í glímunni, sló aðeins af
fyrir nokkrum árum en hef verið að
koma upp síðustu árin. Ég hef á þess-
um árum safnað í reynslubankann og
að standa efstur á verðlaunapalli í
dag er virkilega góð tilfinning. Nú er
að reyna vera með á næstu mótum og
glíma eins og maður. Þrjár síðustu Ís-
landsglímur hef ég náð öðru sæti og
það segir sig sjálft að nú vill maður
eitthvað meira. Sigur þar yrði topp-
urinn á ferlinum en það eru margir
sem koma til greina sem sigurveg-
arar,“ sagði kappinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Oddur Sigurðsson
kampakátur með uppskeru
helgarinnar.
Galdurinn
er ekki bara
eitt bragð
„GALDURINN er að nota öll brögð, ekkert bara eitt sterkt,“ sagði
Ólafur Oddur Sigurðsson úr HSK eftir sigur í opnum flokki í þriðju
umferð Meistaramóts Íslands í glímu, sem fram fór í Hagaskóla um
helgina.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Valur var ánægður með sigurinnen var hinsvegar ekki sáttur við
sitt framlag í leiknum.
„Ég er búin að
vera veikur í tvær
vikur og gat ekki
neitt í þessum leik.
Ástandið var orðið
þokkalegt fyrir nokkrum vikum og
ég var að leika ágætlega en ég er
nánast á byrjunarreit núna,“ sagði
Valur en hann hefur leikið 397 leiki í
efstu deild með Njarðvík, Tindastól
og Skallagrím. Aðeins fyrrum félagi
hans frá Njarðvík, Teitur Örlygsson,
hefur leikið fleiri leiki eða 400.
Valur sagði tímabilið verið tímabil
endalausra breytinga á leikmanna-
hóp liðsins sem átti í raun að leika í 1.
deild en ekki þeirri efstu. „Það er bú-
ið að vera mikið rót á leikmönnum
sem hafa ýmist hætt eða farið og aðr-
ir hafa komið í staðinn. Slíkt rót veld-
ur því að liðið getur aldrei náð neinni
dýpt í vörn eða sókn. Það er margt
sem við þurfum að geta gert mun
betur, sagði Valur sem var ráðinn til
starfa til þess að hefja uppbyggingu
á „nýju liði“ í Borgarnesi í 1. deild.
„Ég gerði samning til tveggja ára og
ætlaði að vera með liðið eitt ár í 1.
deild og það síðara í úrvalsdeild.
Dvölin í 1. deild var afar stutt og nú
er markmiðið hjá okkur að halda sæti
okkar í deildinni. Það er afar góður
andi í þessum hóp þrátt fyrir það sem
gengið hefur á í vetur og tímabilið er
búið að vera skemmtilegt,“ sagði Val-
ur sem keyrir á milli Borgarness og
Reykjavíkur nánast daglega.
„Er ósáttur við að
þurfa að spila“
Eins og áður segir er Valur enn að
leika í efstu deild en hann lék sinn
fyrsta leik með Njarðvík árið 1979 en
hann lagði áherslu á orð sín þegar
hann sagði að hann vildi í raun ekki
vera að leika með liðinu í dag og
leikjafjöldi í efstu deild skipti hann
engu máli.
„Ég er í rauninni mjög ósáttur við
að vera enn að spila í efstu deild.
Reynslan nýtist manni vel á þessum
aldri þar sem maður hleypur ekki
mjög hratt eða stekkur hátt. Það
vantar „stóra“ leikmenn í okkar lið
og ég þurfti að leysa það með því að
spila sjálfur. Ég er því aðeins að
reyna hjálpa liðinu en ég hef aldrei
hugsað um leikjafjöldann. Á meðan
strákarnir hafa gaman af því að leika
með mér og ég með þeim er þetta í
lagi en ég er aðeins til „bráðabirgða“
í þessu liði.
Valur hefur eins og áður segir leik-
ið og þjálfað í efstu deild í rúma tvo
áratugi og var hann sammála því að
körfuknattleikshreyfingin þyrfti að
fara í naflaskoðun á sinni starfssemi.
„Menn þurfa að setjast niður og
ræða með opnum huga um stöðu
deildarinnar og um íslensku leik-
mennina. Það er mitt mat að við eig-
um of fáa leikstjórnendur miðað við
hve lágvaxnir íslenskir leikmenn
eru,“ segir Valur og leggur til að er-
lendir leikmenn verði ekki leyfðir í ís-
lenskum liðum í nokkur misseri –
þrátt fyrir að þrír slíkir séu í hans
röðum þessa stundina.
„Íslendingar taki meiri ábyrgð“
„Mér finnst að íslenskir leikmenn
þurfi að taka meiri ábyrgð í sínum
liðum. Ég naut góðs af því sjálfur að
spila í úrvalsdeildinni í sjö ár þar sem
útlendingar voru bannaðir. Á þeim
tíma þurfti maður að taka af skarið
og taka afleiðingunum, Teitur Ör-
lygsson, Guðjón Skúlason og Jón Kr.
Gíslason nutu einnig góðs af þessu
banni á sínum tíma,“ segir Valur sem
einokaði efsta sætið í stigaskorun á
þessum tíma er hann lék með Njarð-
vík. „Mér finnst vanta þennan þátt í
íslenska leikmenn í dag að þeir þori
og vilji framkvæma hlutina sjálfir og
hafi óbilandi trú á því að þeir geti
gert það sem þeir geta. Þróunin hef-
ur verið sú að liðin hafa tekið erlenda
leikmenn til þess að stoppa í götin til
þess að geta verið með í baráttunni
um titlana en ég tel að það þurfi að
byrja á því að banna útlendinga í ein-
hvern tíma.“
Valur taldi keppnisfyrirkomulagið
ágætt eins og það er í dag og vildi
ekki leggja niður úrslitakeppnina.
„Mótið sjálft er ekki vandamálið –
það eru leikmennirnir, en þeir þurfa
að fá tækifæri til þess að láta ljós sitt
skína og axla ábyrgð,“ sagði Valur
Ingimundarson en hann komst ekki á
blað í leiknum gegn KR sem er
óvanalegt en mest hefur hann skorað
29 stig í leik á þessum vetri, gegn
Hamarsmönnum í Hveragerði.
„Ég naut góðs af því að erlendir leikmenn voru bannaðir í sjö ár á Ís-
landi,“ segir Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms í Borgarnesi
Morgunblaðið/Ásdís
Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms í Borgarnesi.
„Það á
að banna
erlenda
leikmenn“
Þrátt fyrir að Valur Ingimundarson verði 41 árs gamall í þessari viku
er hinn reyndi körfuknattleiksmaður enn að leika í efstu deild – og
má jafnframt segja að hann sé að leika gegn „sínum vilja“ ef svo má
að orði komast. Valur stundar nám við Iðnskólann í Reykjavík þar
sem hann er að læra málaraiðn og auk þess þjálfar hann körfu-
knattleikslið Skallagríms í Borgarnesi en sl. haust var liðið skráð til
leiks í næstefstu deild en þáði sæti í úrvalsdeild eftir að Þór frá Ak-
ureyri helltist úr skaptinu rétt áður en Íslandsmótið átti að hefjast.
Gengi Skallagríms hefur verið upp og ofan í vetur en þegar Valur var
tekin tali sl. föstudag hafði liðið lagt KR að velli í Borgarnesi með
minnsta mun, 86:85, og var þetta þriðji sigur liðsins í vetur.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
’ Á meðan strák-arnir hafa gaman
af því að leika með
mér og ég með þeim
er þetta í lagi en
ég er aðeins til
„bráðabirgða“
í þessu liði. ‘
Ólafur Oddur safnaði verðlaunum