Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Björnsson fæddist 23. febrúar árið1903 að Glaumbæ í Seyluhreppi hinumforna en fluttist á öðru ári í Stóru-Seyluásamt foreldrum sínum, Birni LárusiJónssyni, bónda og hreppstjóra, og Steinvöru Véfreyju Sigurjónsdóttur. Er Jón var á níunda aldursári missti hann móður sína úr berklum og hafði það mikil áhrif á þetta ungan dreng og æ síðar. Mótaði persónu hans mjög og herti, að mati samferðamanna. Björn Lárus kvæntist síðar Margréti Björnsdóttur og gekk hún Jóni í móðurstað. Dvaldist Jón á búi þeirra á Stóru-Seylu og aðstoðaði við bú- störfin eins og ungmenna var siður í þá daga. Tónlistin fékk snemma veglegan sess í hjarta Skagfirðingsins unga. Aðeins sex ára gamall eignaðist Jón sitt fyrsta hljóðfæri, harmonikku. Þrátt fyrir að þekkja ekki nót- urnar fór hann létt með að leika á nikkuna og ekki leið á löngu þar til að hann var farinn að leika fyrir dansi í samkomuhúsum í Skagafirði. Um fermingaraldur kviknaði áhugi Jóns á því sem hann sagði eitt sinn í blaðaviðtali hafa ver- ið „alvarlega“ tónlist. Hann var farinn að leika á orgel með sjálfsnámi en 17 ára fannst honum kominn tími til að „læra“ eitthvað, ef hann ætl- aði að ná árangri, þó ekki væri nema bara fingrasetninguna á orgelinu. Fór Jón í stutt nám hjá Sæmundi Ólafssyni á Dúki í Skaga- firði, sem þá var organisti í Reynistaðasókn. Áhugi hans var slíkur að hann keypti orgelið af Sæmundi og hafði það með sér heim í Stóru- Seylu, við lítinn fögnuð föður síns, að því er heimildir herma! Jón vildi læra meira á orgelið og fór til Akureyrar í nám hjá Sigurgeiri Jóns- syni organista frá Stóru-Völlum. Einnig sótti hann söngtíma á Akureyri hjá Geir Sæmunds- syni, síðar vígslubiskupi. Á Akureyri kynntist Jón eiginkonu sinni, Sigríði Trjámannsdóttur frá Fagranesi í Öxnadal, sem þá rak saumaverkstæði á Ak- ureyri. Þau gengu í það heilaga í desember 1924 og fluttu í Skagafjörðinn vorið eftir. Einkasonur þeirra fæddist í maí árið 1926, skírður Steinbjörn Marvin. Hann erfði tónlist- arhæfileikana og var ungur að árum kominn í Karlakórinn Heimi, farinn að syngja þar ein- söng sem fyrsti tenór og þótti geysimikið efni. Sigríður lést árið 1969, eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Fjórum árum síðar flutti Jón frá Hafsteinsstöðum til Sauðárkróks þar sem hann stofnaði heimili ásamt Önnu Jóhannesdóttur frá Vindheimum. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni er Steinbjörn lést árið 1975, á besta aldri eða að- eins 49 ára. Steinbjörn eignaðist fjögur börn með Esther Skaftadóttur, eiginkonu sinni. Elstur systkinanna er Jón, hrossaræktandi og tamningamaður, búsettur í Þýskalandi, og síð- an koma Skapti, sem býr á Hafsteinsstöðum, einnig hrossaræktandi og tamningamaður, Björn, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, og Sigríður, menntaskólakennari á Akureyri. Fyrir átti Steinbjörn dótturina Ragnheiði, nú deildarstjóri heimaþjónustu í Reykjavík, með Elísabetu Ragnarsdóttur. Stórt hlutverk í heimabyggð Fjölbreyttum ferli Jóns við búskap, kór- stjórn, tónsmíðar og orgelleik er lýst nánar hér á síðunni en hvaða þýðingu skyldi Jón hafa haft fyrir mannlífið í Skagafirði? Jón Þórarins- son, tónskáld og kennari, vinnur að skráningu tónlistarsögu Íslands. Hann segir það óum- deilt, aðspurður í samtali við Morgunblaðið, að menn eins og Jón Björnsson hafi haft gríð- arlega þýðingu fyrir menningar- og listalíf í Skagafirði, hann sé af kynslóð alþýðutónskálda eins og Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Ingi T. Lárusson, sem einnig hafi haft mikil áhrif í sinni heimabyggð. „Skagfirðingar hafa verið afskaplega dug- legir í kórstarfi. Á meðan samgöngur voru erf- iðar var hreint ótrúlegt hvað þetta fólk lagði á sig til að koma saman og æfa söng. Í tengslum við þetta spruttu upp menn sem lærðu nóg í tónlist til að geta stjórnað þessum kórum. Þeir fóru að semja lög sjálfir og í mörgum tilvikum komu út úr því snotrir hlutir. Menn eins og Jón gegndu stóru hlutverki í sínu heimahéraði. Þó að söngmenn hafi lagt mikið á sig til að komast á æfingar þá er það staðreynd að svona starf- semi blómstraði aldrei nema að einhver einn eða örfáir menn bæru hana uppi og blésu áhug- anum í brjóst hinum,“ segir Jón Þórarinsson. Gerði miklar kröfur Sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ segist hafa átt því láni að fagna að fá að vinna með Jóni fyrstu árin í sínu prestsstarfi. „Hann hafði vissulega sínar skoðanir á kirkjusöng og sálmavali, en var um leið tilbú- inn að hlusta og taka tillit til þess sem nýi presturinn hafði fram að færa í þeim efnum. Ég var þriðja kynslóð presta sem hann starfaði með og hann hafði því langa reynslu og kunni frá ýmsu að segja. Allan tímann vann Jón af miklum krafti og áhuga og úrtöluraddir voru honum ekki að skapi. Störf hans að söngmál- um, bæði sem organisti og kórstjóri, voru sam- félaginu afar mikilvæg. Mikilvægi þeirra starfa var síst minna áður fyrr, þegar sam- félagið og menningarlífið var fábrotnara. Það var dýrmætt að fá að kynnast Jóni og starfa með honum. Fyrir það er ég þakklátur,“ segir Gísli. Meðal félaga í Karlakórnum í Heimi í dag, sem sungu á sínum tíma undir stjórn Jóns, er Stefán Haraldsson, bóndi og bílstjóri í Víðidal. Hann gekk í Heimi árið 1948, þá 18 ára, og söng tenórinn með kórnum allan þann tíma sem Jón átti eftir að vera þar við stjórnvölinn. „Jón var stórbrotinn maður, hafði stórt skap. Hann hafði einnig stórt hjarta, var gam- ansamur og greindur, mikill vinur vina sinna. Jón hafði fallega rödd, háan og bjartan tenór, og hann gerði miklar kröfur til söngmanna um að þeir stæðu sig, sérstaklega til tenóranna. Hann hafði mest yndi af því að láta kórinn syngja hátt og vel og var stoltur af því að hafa góða tenóra í kórnum. Við fengum að finna fyr- ir honum en það var gaman að þessu. Það stendur upp úr í minningunni. Ég hefði ekki viljað missa af þeim tíma þegar Jón stjórnaði okkur,“ segir Stefán. Síðasta lag tónskáldsins Aðstandendur Jóns gáfu í aldarminningu hans út geislaplötu fyrir síðustu jól. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur óskiptur til styrktar efnilegu tónlistarfólki í Skagafirði. Á plötunni eru flutt 17 lög og hafa 12 þeirra verið gefin út áður. Eitt þeirra laga sem heyrast nú í fyrsta sinn opinberlega er Lækurinn, síðasta lagið sem Jón er talinn hafa samið, á haust- mánuðum 1987, en hann andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 18. nóvember það ár. Lagið fannst fyrir tilviljun að tónskáldinu látnu og Stefán R. Gíslason, stjórnandi Karlakórsins Heimis, útsetti það og bjó til flutnings. Þetta er fallegt lag en um leið angurvært og trega- blandið, nokkurs konar útfararsálmur Jóns. Texti Kristjáns frá Djúpalæk segir líka nokkra sögu, sem hefst á orðunum „Lækurinn minn söngglaði, syngur ekki meir“. Lagið flytja Heimismenn og tvísöng syngja bræð- urnir Gísli og Pétur Péturssynir. Þó að læk- urinn syngi ekki meir þá hefur þessi plata tryggt það enn frekar að lögin hans Jóns munu lifa með okkur áfram, eða eins og Valdemar Pálsson komst að orði í dómi sínum um plöt- una í Morgunblaðinu fyrir jól: „Lögin hans Jóns er góð heimild um merkilegan tónlist- arfrömuð sem ekki má gleymast komandi kyn- slóðum Skagfirðinga og annarra landsmanna.“ „Lækurinn minn söng- glaði, syngur ekki meir“ Nákvæmlega 100 ár eru liðin í dag frá fæðingu Jóns Björns- sonar, kórstjóra, tónskálds og bónda frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Af því tilefni verða tónleikar haldnir í félagsheim- ilinu Miðgarði í dag þar sem nokkur laga hans verða sung- in. Björn Jóhann Björnsson stiklar hér á stóru um feril þessa frumkvöðuls tónlistarlífs í Skagafirði. Ljósmynd/Stefán Pedersen Jón Björnsson um það leyti er hann fékk fálkaorðuna frá Kristjáni Eldjárn forseta árið 1979. bjb@mbl.is Heimildir Afmælisgreinar í Mbl. í febrúar 1963. Viðtal í Morgunblaðinu í ágúst 1968. Minningargreinar í Mbl. árið 1988. Skagfirska söngsveitin 30 ára, söngskrá útg. 2000. Skagfirskar æviskrár 1910–1959, IV. bindi, útg. 2000. Karlakórinn Heimir í Skagafirði – söngur í 60 ár, útg. 1989 Álftagerðisbræður – skagfirskir söngvasveinar, útg. 2001. Samtöl við samferðamenn og ættingja. JÓN var hamhleypa til verka og þrátt fyrir annríki í tónlistinni gaf hann sér góðan tíma í búskapinn. Ásamt eiginkonu sinni, Sigríði, hóf Jón búskap að bænum Brekku árið 1926 og bjó þar í áratug. Næst bjuggu þau um skeið að Stóru-Seylu og Reykjarhóli eða þar til þau festu kaup á stærstum hluta Haf- steinsstaða árið 1939. Þar héldu þau Sigríður heimili í rúm 30 ár og stunduðu fyrirmynd- arbúskap. Þótti Jón umbótasinnaður í bú- rekstrinum og hófst handa við stórfellda ræktun á Hafsteinsstöðum, reisti þar mynd- arlegt íbúðarhús, sem enn stendur, fjárhús og fleiri byggingar og naut þar góðrar aðstoðar sonar síns, Steinbjörns. Jón þótti mjög glögg- ur fjármaður, stundaði lengi vel verslun með sláturhross og var sláturhússtjóri nokkur haust á Sauðárkróki. Eftir því sem árin liðu tók Steinbjörn meira þátt í búskapnum og fjölskylda hans öll. Bóndinn EFTIR Jón liggur vel á annað hundrað söng- laga. Hann samdi jafnt einsöngs-, tvísöngs- eða kórlög og átti þar gott samstarf með mörgum kunnum textahöfundum, m.a. Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, Kristjáni frá Djúpalæk og Rósu B. Blöndals. Hann sagði bestu lögin verða til úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Jafnvel í miðjum bústörfum átti hann það til að bregða sér heim til að koma lagi á blað. Stundum varð lag og texti til samtímis, líkt og Jón lýsir í Morgunblaðsviðtali 1968: „Eitt lagið varð til í Reykjavík um Jóns- messuleytið í fyrra. Það heitir Vornótt í Skagafirði, og Rósa orti ljóðið. Hún byrjaði að yrkja klukkan tólf um nóttina, og ég samdi lagið um leið. Ljóð og lag var hvort tveggja fullbúið klukkan þrjú, og ég hef ekki breytt einni nótu í laginu síðan.“ Fimm nótnahefti með sönglögum sínum gaf Jón út undir heitinu Skagfirskir ómar. Kunn- ustu lög hans eru án efa Hallarfrúin og Móðir mín, sem hann samdi í minningu móður sinn- ar við texta Rósu. Á sínum efri árum hlaut Jón listamannalaun og árið 1979 fékk hann fálkaorðuna fyrir framlag sitt til tónlistarlífs. Tónskáldið AÐ LOKNU námi á Akureyri tók fljótt að bera á Jóni í tónlistarlífinu í Skagafirði. Hann æfði um skeið með skagfirska Bændakórnum og ár- ið 1927 var Jón meðal stofnenda Karlakórsins Heimis. Tveimur árum síðar tók hann við kór- stjórn og var þar við stjórnvölinn í nærri fjóra áratugi. Óumdeilt er að Jón skipaði Heimi í fremstu röð karlakóra landsins og hafði frum- kvæði að því að hann sótti söngmót og tók virk- an þátt í starfi Heklu, sambandi norðlenskra karlakóra. Ekki gekk kórstarfið hávaðalaust og Jón gerði miklar kröfur til sinna manna um mætingu og aga á æfingum og ferðalögum. Eitt sinn lagði hann fram tillögu um að Heimismenn létu af áfengisneyslu á kórferðalögum. Var til- lagan felld í stjórn kórsins og frekar mælt með hófdrykkju! Hann var skapmaður með sann- kallað listamannseðli og gat reiðst af minnsta tilefni. Brá þó yfirleitt fljótt af honum. Missætti varð þess t.d. valdandi um tíma að margir kór- félagar hættu í Heimi upp úr 1960 og stofnuðu annan kór, Feyki. Tók Jón þetta mjög nærri sér en síðar urðu þó sættir með kórunum og þeir sameinuðust 1970. Síðasta stóra verkefni Jóns með Heimi var að syngja á landbúnaðarsýninguna í Reykjavík árið 1968. En hann var samt hvergi nærri hætt- ur afskiptum af skagfirsku sönglífi. Hann hafði þá stofnað Samkór Sauðárkróks tveimur árum fyrr og stjórnaði honum til 1971. Þá stjórnaði hann kirkjukór Sauðárkrókskirkju frá 1972 til 1983, ásamt því að stjórna kórum í þremur öðr- um sóknum, sem fyrr greinir. Slík yfirferð er í raun ótrúlegt afrek fyrir mann sem þá var kominn á áttræðisaldur. Þetta segir hins vegar alla sögu um kraftinn, dugnaðinn og eljuna sem einkenndi ævi Jóns Björnssonar. Kórstjórinn INNAN við tvítugt var Jón orðinn organisti í tveimur kirkjusóknum í Skagafirði, Glaum- bæjar- og Reynistaðarsóknum, og gegndi því hlutverki allt fram á níræðisaldur. Árið 1972 bætti hann við sig þremur sóknum; í Sauð- árkrókskirkju, þar sem hann stjórnaði jafn- framt kirkjukórnum, og Hvammskirkju og Ketukirkju á Skaga. Til viðbótar lék hann við ýmis tækifæri í flestum öðrum kirkjum héraðs- ins. Jón þótti mjög fær á orgelið og til er frá- sögn af því þegar Vestur-Íslendingar fóru norður í Skagafjörð að lokinni Alþingishátíð- inni árið 1930 og komu við hjá Jóni. Dáðust þeir mjög að leikni hans á hljóðfærið, en það var aldrei langt undan og jafnan mikið sungið í hans híbýlum. Sr. Gunnar Gíslason frá Glaumbæ komst svo að orði í grein um Jón sex- tugan árið 1963, og gæti vel átt við í dag: „Þar sem Jón á Hafsteinsstöðum er, þar er sungið.“ Organistinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.