Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MIKIL GLEÐI Í HERBÚÐUM HK / B2, B3, B6, B7 ÚRVALSDEILDARLIÐ FH í knatt- spyrnu fær tvo danska leikmenn til reynslu í næsta mánuði. Leikmennirnir sem um ræðir eru báðir á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF og hef- ur Ólafur H. Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður FH, sem nú er aðstoðarþjálf- ari AGF, unnið að því að útvega FH- ingum leikmennina. Þeir heita Tommy Nielsen, 31 árs gamall varnarmaður, og Allan Borgvardt, 23 ára gamall fram- herji. Ólafur sagði við Morgunblaðið í gær að leikmennirnir ættu að geta styrkt lið FH en samningar þeirra við AGF renna út á árinu. Ólafur og lærisveinar hans í AGF halda í viku æfingaferð til Spánar á morgun þar sem Nielsen og Borgvardt verða með í för en áætlað er að þeir komi svo til FH upp úr miðjum mars. Danir til reynslu hjá FH-ingum RÚNAR Alexandersson sigraði í æfingum á tvíslá á alþjóðlegu fimleikamóti sem fram fór á Madeira á Spáni um helgina en hann fékk 9,15 í einkunn fyrir æfingar sín- ar. Rúnar keppti til úrslita á þremur áhöldum, tvíslá, bogahesti og hringjum. Hann varð annar í æfingum á bogahesti og fékk 8.625 en náði ekki verðlaunasæti í hringjum. Viktor Kristmannsson keppti einnig á sama móti og fékk 8,55 í einkunn í stökki. Rúnar fékk gull á tvíslánni Ljósmynd/Göran Len Þórey Edda Elísdóttir í sigurstökki sínu í Malmö, þar sem hún fagnaði sigri á Opna danska meistaramótinu – stökk 4,30 m. „Þetta er ekki spurningin um hvort heldur hvenær, það á ekki að vera neitt vandamál fyrir mig að stökkva hærra,“ sagði Þórey Edda. Sjá nánar B12. ÍSLENDINGAR sendu 18 keppndur á al- þjóðlegt júdómót í Danmörku um sl. helgi en mótið nefnist Matsumae Cup og er haldið á tveggja ára fresti í sam- vinnu við japanska háskóla. Auk liða frá Norðurlöndum voru þrjú keppnislið frá japan mætt til leiks að þessu sinni. Vernharð Þorleifsson sigraði í 100 kg flokki og fékk gullverðlaun en bronsið hlaut Gísli Jón Magnússon sem keppti í sama flokki. Bjarni Skúlason fékk brons í -90kg flokki og Gígja Guðbrandsdóttir fékk einnig brons á mótinu en hún keppti í -70kg flokki Sævar Sigursteinsson er landsliðs- þjálfari karlaliðsins en Bjarni Frið- riksson er landsliðsþjálfari kvenna. Vernharð Þorleifsson krækti í gull Essen vildi gera við Patrek nýj-an samning og eins var hann með undir höndum tilboð frá þýska liðinu Grosswallstadt, ásamt því að Portland San Anton- io frá Spáni setti sig í samband við hann en að vel athuguðu máli ákvað Patrekur að ganga að til- boði Bidasoa. Þar með verða tveir íslenskir landsliðsmenn í liði Bid- asoa á næstu leiktíð en fyrir hjá liðinu er Heiðmar Felixsson, sem staðið hefur sig vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Lærimeistari þeirra tveggja hjá KA á árum áð- ur, Alfreð Gíslason, lék með Bid- asoa við góðan orðstír fyrir rúm- um áratug síðan. „Ég er geysilega ánægður að þessi mál skuli vera kominn í höfn. Það verður gaman að fara í nýtt lið og ekki síður spennandi að fara til annars lands. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Patrekur við Morgunblaðið í gærkvöldi en hann hefur gegnt fyrirliðastöðunni hjá Essen und- anfarin tvö keppnistímabil. Bidasoa er í 10. sæti af 16 liðum en liðið vann um helgina góðan sigur á hinu geysisterka liði Ciud- ad Real á útivelli. Lið Bidasoa er að mestu skipað Spánverjum en auk Heiðmars leika tveir rúss- neskir landsliðsmenn með liðinu, Júrí Nesterov og Oleg Khodov. Patrekur samdi við Bidasoa PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við spænska 1. deild- arliðið Bidasoa. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir skömmu ákvað Patrekur að segja skilið við Essen og yfirgefur hann liðið í vor eftir sex ára dvöl hjá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.