Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
?Kynntu 
mig sem
þeirra mann? 
JÓN Gerald Sullenberger sagði
við Sjónvarpið í gærkvöld að það
væri rangt hjá Hreini Loftssyni að
hann hafi ekki vitað af sér, því ár-
ið 2000 hafi Tryggvi Jónsson og
Jón Ásgeir Jóhannesson kynnt
Hrein Loftsson fyrir sér. ?Ég tók í
höndina á honum inni í höfuð-
stöðvum Baugs fyrir utan fund-
arherbergið þannig að það er al-
rangt og þeir kynntu mig sem
þeirra mann hérna í Bandaríkj-
unum.?
Í samtalinu við Jón Gerald kom
jafnframt fram að menn frá Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra
Baugs, hafi í sumar boðið sér há-
ar greiðslur til að falla frá mála-
ferlum og lýsa því yfir að deilur
hafi verið byggðar á misskilningi.
Því komi frásögn forsætisráð-
herra sér ekki á óvart. 
?Mér voru boðnar himinháar
upphæðir til að draga mitt mál til
baka og koma með tilkynningu
opinberlega um að þetta hafi allt
verið á misskilningi byggt.?
Spurður hvort hann telji að um
einskonar mútur hafi verið að
ræða sagði Jón: ?Já. Það má eig-
inlega segja það ... Meiningin á
bak við þau ummæli að borga mér
fé var náttúrulega til þess að
þagga niður í mér.? 
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að á fundi þeirra Hreins
Loftssonar, fyrrv. aðstoðarmanns
hans og stjórnarformanns Baugs, í
Lundúnum í janúar í fyrra hafi
Hreinn haft eftir Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni, forstjóra Baugs, að
greiða þyrfti Davíð 300 milljónir
króna gegn því að hann léti af and-
stöðu við fyrirtækið.
Davíð upplýsti þetta fyrst í viðtali
í morgunþættinum Morgunvaktinni
í Ríkisútvarpinu í gærmorgun en
þar var hann m.a. spurður álits á
Baugsfeðgum, þeim Jóni Ásgeiri og
Jóhannesi Jónssyni. Sagðist Davíð
ekki hafa mikið álit á þeim og
greindi síðan frá samtali sínu og
Hreins Loftssonar.
Var mjög brugðið
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
var forsætisráðherra beðinn að lýsa
því hvað farið hefði á milli hans og
Hreins Loftssonar á fundi þeirra í
London 26. janúar á síðasta ári. 
?Hreinn Loftsson sagði við mig,
að Jón Ásgeir hefði sagt við sig að
það þyrfti að bjóða mér 300 millj-
ónir króna gegn því að ég léti af
þessari, sem ég vil kalla, ímynduðu
andstöðu við Baug. Ég bað Hrein að
segja mér þetta tvisvar og hann
gerði það. Þegar hann sá minn
mikla undrunarsvip, því mér var
mjög brugðið, þá sagði hann: Ég
sagði nú reyndar við Jón Ásgeir að
hann þekkti ekki forsætisráð-
herrann, það þýddi ekkert að bera á
hann peninga. Þá svaraði Jón Ás-
geir: Það er enginn maður sem
stenst það að vera boðnar 300 millj-
ónir króna inn á hvaða reikning sem
er, sporlausa peninga. 
Ég sagði eftir smáumhugsun: Ef
maðurinn er tilbúinn að bjóða for-
sætisráðherra þjóðar slíkar fjár-
hæðir, hvað er hann þá þegar búinn
að gera gagnvart þeim sem eru
ístöðulausari og kynnu að þurfa
minna fé en þetta? Þá svaraði
Hreinn: Mér ofbauð þetta svo ég
ákvað á því augnabliki að segja af
mér sem stjórnarformaður Baugs.
Nú heitir það reyndar að þetta
hafi verið sagt í hálfkæringi, en
þetta samtal átti sér stað nákvæm-
lega svona og í því fólst enginn hálf-
kæringur,? segir Davíð.
Nefndi ekki afsögn úr 
einkavæðingarnefnd
Forsætisráðherra segir að sér
hafi verið verulega brugðið við þessi
orð Hreins en hafi hins vegar verið
ánægður með hvernig Hreinn hefði
sagst hafa brugðist við ummælum
Jóns Ásgeirs og sagst hafa ákveðið
að segja af sér stjórnarformennsk-
unni.
?Hins vegar kom mér á óvart að
þremur dögum seinna sagði hann af
sér sem formaður einkavæðingar-
nefndar, sem hann hafði ekki nefnt
við mig á þessum fundi að hann
myndi gera, en það er önnur saga,?
segir Davíð.
?Við töluðum síðan ekkert saman
eftir þennan fund vegna þess að ég
ákvað að tala ekkert við hann á
meðan hann væri ennþá stjórnar-
formaður Baugs. Við töluðumst
ekkert við í marga mánuði eftir
þetta.?
Erfitt að koma við sönnunum
Hann segist strax hafa áttað sig á
því að þó að þarna hafi augljóslega
verið ákveðinn vilji fyrir hendi hafi
orðum ekki verið hagað með þeim
hætti að grundvöllur væri fyrir því
að kæra málið til lögreglu, þar sem
erfitt yrði að koma við sönnunum.
?Ég sef yfirleitt eins
og steinn hvað sem á
gengur en ég svaf illa
þessa nótt og var miður
mín yfir því að svona
hlutir gætu verið að
gerast í mínu góða
landi. En ég er mennt-
aður lögfræðingur og
sá að það væri ekki
mikið hald í að kæra
þetta, vegna þess að
það yrði enginn vegur
um sönnun í þeim efn-
um.
Ég ráðfærði mig síð-
ar við reyndan lög-
reglumann og hann
hafði sama mat á þessu og ég, að
ekki væri hægt að færa þetta fram
til lögformlegrar sönnunar. Maður
sér svo líka núna hvernig menn
bregðast við. Jón Ásgeir segir í
Dagblaðinu í dag að Hreinn ljúgi
þessu öllu sem hann hafi sagt, og
Hreinn segir að þetta hafi verið
sagt í hálfkæringi,? segir Davíð. 
Illugi varð vitni að samtalinu
Eftir að Davíð kom heim frá
London kveðst hann einnig hafa
sagt tveimur eða þremur vinum sín-
um og trúnaðarmönnum frá málinu,
nánast orðrétt, eins og hann hefur
nú greint frá því opinberlega.
Að sögn Davíðs varð Illugi Gunn-
arsson, aðstoðarmaður hans, vitni
að samtalinu sem fram fór á milli
hans og Hreins í London. Það hefði
ekki verið með þeim hætti að þetta
væri sett fram í hálfkæringi. ?Ég
hefði ekki trúað því að óreyndu að
viðbrögðin yrðu með þessum hætti,
en látum það nú vera, það er
kannski skiljanlegt,? segir Davíð.
Davíð var spurður um þau um-
mæli Hreins í gær að hann hefði
verið að lýsa sögusögnum sem
gengju í þjóðfélaginu um samband
hans og Kára Stefánssonar og að
Jón Ásgeir hefði spurt hvort ekki
væri rétt að láta hann fá 300 millj-
ónir króna inn á reikning í útlönd-
um eins og sagt væri að Kári hefði
gert. 
?Reyndar hef ég aldrei heyrt
neinar sögusagnir um slíkt og eng-
inn sem ég þekki hefur heyrt slíkar
sögusagnir. Ég held reyndar að ég
skuldi Kára 25-kall fyrir kókómjólk
frá því í menntaskóla, það er sjálf-
sagt að gera það upp einhvern tíma,
en þetta var ekki sett fram í því
samhengi. Það getur vel verið að
hann hafi verið að rökstyðja það að
Jón Ásgeir teldi að það væri hægt
að múta mér með því að svona sögur
gengju, en þessa sögu hef ég aldrei
heyrt og hef aldrei hitt neinn sem
hefur heyrt slíka sögu,? svarar Dav-
íð.
Rekur í rogastans
Aðspurður af hverju hann hafi
ekki talið ástæðu til að upplýsa
þetta mál strax sagði Davíð ekki
hafa verið nein efni til
þess. ?Þótt við værum
þarna þrír leit ég á
þetta sem tveggja
manna tal. Þetta var
trúnaðarmaður minn
sem kom til mín, ekki
sem formaður stjórn-
ar Baugs, heldur bað
hann um að fá að hitta
mig þarna. Það hefði
enginn fengið að
koma til mín með
þessum hætti þessa
fáu daga sem ég var í
London og borða með
mér um kvöldið nema
sem trúnaðarmaður
minn og fyrrverandi aðstoðarmaður
og á þeim nótum var hann. Þess
vegna rekur mig í rogastans ef hann
hefur síðan verið að blaðra ein-
hverjum hlutum við aðra menn í
framhaldi af fundi sem svona er til
kominn og á þessum grundvelli.
Þess vegna get ég ekki annað en
svarað þessu svona þegar ég er
spurður um þessa menn sérstak-
lega og hvort ég hafi álit á þeim,
eins og spurt var í morgun [í morg-
unútvarpsþætti RÚV),? segir Dav-
íð.
Jón Ásgeir sagðist í gær ætla að
höfða meiðyrðamál gegn Davíð
vegna ummæla hans. Spurður um
þetta sagði Davíð það vera alveg
sjálfsagt að Jón Ásgeir höfðaði þau
mál sem hann vildi en viðbrögð
Hreins hefðu hins vegar vakið sér
meiri furðu.
Að sögn Davíðs töluðust hann og
Hreinn við í síma fyrir útvarpsþátt-
inn í gærmorgun þar sem samtölin
á fundinum í London voru rifjuð
upp. ?Ég tel að hann hafi ekki mót-
mælt í því samtali þessari lýsingu
minni á samtalinu en hann hefur
hins vegar haldið því fram núna, að
Jón Ásgeir hafi sagt þetta í hálf-
kæringi. En allt þetta samtal átti
sér stað svona og hann hefur reynd-
ar ekki mótmælt því,? sagði Davíð.
Ekki sá Hreinn sem ég þekkti
Davíð segir einnig að sér sé það
hulin ráðgáta af hverju Hreinn hafi
látið hafa sig út í að halda því fram
að Davíð hafi á fundinum í London
nefnt nafn Jóns Geralds Sullen-
bergers og fyrirtækisins Nordica,
sem sé alrangt. Hann hafi aldrei
heyrt nafn hans nefnt fyrr en í
tengslum við húsleit ríkislögreglu-
stjóra hjá Baugi. ?Það þarf mjög
mikið til að maður geri það og segi
frá því, hverfi svo til útlanda og láti
ekki ná í sig í marga daga. Það þarf
mjög mikið til. Þetta er ekki sá
Hreinn sem ég þekkti,? segir Davíð.
Forsætisráðherra gagnrýnir
einnig frétt Fréttablaðsins sl. laug-
ardag um að Hreinn hafi upplýst
stjórnarmenn í Baugi um það fyrir
ári að forsætisráðherra hefði greint
honum frá Nordica og Jóni Gerald
Sullenberger á fundinum í London,
þvert á það sem Davíð hefði sjálfur
sagt. ?Tilgangurinn er bara einn og
þetta er grundvallaratriði þessarar
svokölluðu fréttar sem Fréttablaðið
bjó til. Tilgangurinn virðist vera sá
einn að sanna það og taka undir
með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur um gróusögur sem hún lét af stað
í Borgarfirði, að ég hafi skrökvað
þessu. Hún hefur þegar komið fram
og sagt að það sé augljóst að ég hafi
logið, hvernig sem hún veit það nú.
Þetta kom í Fréttablaðinu, sem er
afskaplega alvarlegt, en látum það
nú vera. Það kemur svo margt orðið
úr þeirri átt sem er óskiljanlegt. En
mér er það hulin ráðgáta hvernig
mönnum datt í hug að koma þessu á
framfæri vegna þess að þetta nafn
[Jóns Geralds Sullenbergers] get
ég ekki hafa nefnt,? segir Davíð. 
Hann kveðst hafa rætt þetta við
Hrein í símtalinu í gærmorgun og
Hreinn kannast við að Davíð væri
þeirrar gerðar að ef hann hefði
nefnt nafn Jóns Geralds, þá hefði
hann ekkert verið að fara í felur
með það.
?Ég er bara þannig gerður en
þarna er þetta búið til, til þess að
hægt sé að koma höggi á mig, og ég
ímynda mér að þetta sé vegna þess
að þessir menn eru undir lögreglu-
rannsókn og þeir eru að reyna að
gera þá rannsókn tortryggilega
með öllum tiltækum ráðum og koma
höggi á mig í leiðinni,? segir Davíð.
Sagt var frá Nordica í árs-
skýrslu Baugs fyrir árið 2000
Í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi sagði
Davíð að Hreinn héldi því sjálfur
fram að hann hefði aldrei heyrt Jón
Gerald Sullenberger og fyrirtækið
Nordica nefnt fyrr en á fundi þeirra
Davíðs. Hins vegar kæmi fram í
ársskýrslu Baugs fyrir árið 2000,
sem Hreinn hefði væntanlega lesið
upp á aðalfundi, að fyrirtækið ætti í
samstarfi við Nordica, bandarískt
pökkunarfyrirtæki sem keypti
vörur beint frá framleiðendum og
vöruhúsum eins og Wal-Mart og
Fleming. Þá vísaði Davíð einnig til
ummæla Jóns Geralds í sjónvarpinu
um að hann hefði hitt Hrein og
þekkt til hans fyrir þennan tíma.
Ingibjörg Sólrún 
opnaði þetta mál
Í samtalinu við Morgunblaðið í
gær var Davíð spurður hvaða áhrif
þetta mál kynni að hafa á kosninga-
baráttuna framundan og hvort það
ætti að hans mati rætur í kosninga-
baráttunni. Segist Davíð ekki vita
það, ?en sjálfsagt er það, því Ingi-
björg Sólrún opnaði þetta mál með
því að draga þrjú, fjögur fyrirtæki í
dilka með sér og taldi að þau lægju
undir einhverjum árásum frá mér,
þ.e.a.s. Jón Ólafsson og Norðurljós,
Kaupþing og Baugsfeðga.
Ég dró enga slíka hringi. Hún dró
þessi fyrirtæki inn í sinn dilk og er
síðan með höfuðstöðvar í húsakynn-
um Baugs við Lækjargötu, og er
ekkert við því að segja. En hún dró
þessi fyrirtæki í dilk og sagðist vera
að varpa út orðrómi og sögum, sem
er náttúrlega alveg með ólíkindum.
Þannig hóf hún sína kosningabar-
áttu. Ég vona svo sannarlega að þó
að þessir flokkar hafi ekki talið sig
geta rætt málefnastöðuna vegna
þess að hún er svo sterk fyrir
stjórnarflokkana, þá láti þeir nú af
vinnubrögðum af þessu tagi. Það
var augljóst að þessi frétt Frétta-
blaðsins var að hluta til dæmi af
þessu tagi,? segir Davíð.
Davíð Oddssyni forsætisráðherra var brugðið vegna frásagnar 
Hreins Loftssonar af ummælum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar 
Í þessu samtali fólst
enginn hálfkæringur 
omfr@mbl.is
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs,
hafi greint sér frá því í samtali þeirra í Lond-
on 26. janúar 2002, að Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs, hafi viðhaft þau um-
mæli að greiða þyrfti Davíð 300 milljónir gegn
því að hann léti af andstöðu við fyrirtækið.
Ómar Friðriksson ræddi við Davíð í gær.
Málið rætt
í tvígang í
London
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Sjónvarpið, í
Íslandi í dag á Stöð tvö og í Kast-
ljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi að
tal forstjóra Baugs um að bera á
sig fé hefði tvívegis borið á góma
í samtölum sínum og Hreins
Loftssonar í London í janúar í
fyrra og sér hefði verið mjög
brugðið.
?Í því samtali kemur fram að
Hreinn Loftsson segir mér að for-
stjóri fyrirtækis þess sem hann er
stjórnarformaður fyrir hafi sagt
að það þyrfti að gera mér tilboð
um 300 milljónir króna til þess að
ég léti af ímyndaðri andstöðu
minni við Baug,? sagði Davíð við
Sjónvarpið.
Í Íslandi í dag sagði Davíð að
hann hefði tekið þessi ummæli
Hreins mjög alvarlega og svo
hefði virst sem Hreinn gerði það
líka. Hann hefði beðið Hrein að
segja sér þetta aftur og hann
hefði endurtekið frásögnina. Þeg-
ar hann hefði séð furðusvipinn á
sér hefði hann sagst hafa sagt for-
stjóranum að hann þekkti ekki
forsætisráðherrann því ekki væri
hægt að bera á hann fé. Þá hefði
hann sagt að forstjórinn hefði
sagt að enginn maður á Íslandi
stæðist það að vera boðnar 300
milljónir sporlaust inn á hvaða
reikning sem væri og ekki væri
hægt að rekja það.
Davíð sagði að þeir hefðu verið
þrír saman inni á hótelherbergi
og talað lengi saman auk þess sem
þeir hefðu rætt aftur saman yfir
kvöldverði. Illugi Gunnarsson, að-
stoðarmaður sinn, hefði reyndar
komið seinna inn í viðræðurnar,
?en hann var viðstaddur þegar
þetta samtal átti sér stað?. Davíð
sagðist hafa verið með hugann við
málið yfir kvöldverði þeirra
seinna um kvöldið og því hefði
hann tekið það upp aftur.
Davíð endurtók þetta í Kastljós-
inu og áréttaði að hann hefði
aldrei sagt að Hreinn hefði verið
aðili að því að bera á sig mútufé
og það myndi hann aldrei ætla
honum. Hins vegar væri lýsing sín
á samtalinu rétt. Hann hefði
skráð hana niður strax eftir fund-
inn og tjáð trúnaðarmönnum sín-
um þetta eftir að hann kom heim
tveimur dögum síðar.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56