Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 73. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Hluti af
náttúrunni
Patrick Huse fæst við samband
manns og náttúru Listir 30
Steve-O úr Kjánaprikunum er á
leiðinni til Íslands Fólk 56
Píanisti
Polanskis
Adrien Brody er gagntekinn af
hlutverkinu og leikstjóranum 26
Fíflaskapur og
smekkleysa
?ÞETTA er sögulegur dagur fyrir Alcoa þar sem álverið í Reyðar-
firði er okkar stærsta nýja fjárfesting í meira en tuttugu ár,? sagði
Alain J. P. Belda, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, við Morgun-
blaðið við komuna til Egilsstaða í gærmorgun en þar lenti hann í
einkaþotu sinni í beinu flugi frá New York. Síðar um daginn und-
irritaði hann samninga við stjórnvöld, Landsvirkjun og Fjarðabyggð
vegna álvers Alcoa í Fjarðabyggð. Fjölmenni var við athöfnina í
íþróttahúsinu á Reyðarfirði þar sem meðal viðstaddra voru íbúar
Austfjarða, ráðherrar, þingmenn og fulltrúar fjölmargra fyrirtækja,
m.a. ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo.
Alls þurfti að undirrita á fjórða tug samningsskjala upp á um 200
blaðsíður, þar sem samningarnir voru bæði á ensku og íslensku og
snúa að fjárfestingarsamningi við ríkið, raforkusamningi við Lands-
virkjun og hafnar- og lóðarsamningum við Fjarðabyggð. 
Í ræðu sinni við athöfnina tilkynnti Belda m.a. að fyrirtækið hefði
ákveðið að gefa Fjarðabyggð 2007 tré til plöntunar við álverslóðina
og víðar í sveitarfélaginu og síðan verða 450 tré, eitt fyrir hvern
starfsmann álversins, gefin árlega til ársins 2007 þar til taka á álver-
ið í notkun. Alls eru þetta vel á fimmta þúsund trjáa.
Í ræðu sinni taldi Belda samningsundirskriftina marka upphaf
ánægjulegra og árangursríkra samskipta við íbúa Austfjarða.
Blaðamenn Morgunblaðsins, sem voru á ferð eystra í síðustu viku,
fundu að mikill hugur er í mörgum Austfirðingum og fram-
kvæmdagleðin vakin. Íbúðarhús eru aftur tekin að rísa og nýjar
verslanir bætast við. ?Ég hef komið hingað austur á hverju ári og
alltaf þótt þetta síga lengra og lengra niður á við,? segir Jón Grétar
Margeirsson, verslunarstjóri nýrrar BYKO-búðar á Reyðarfirði. ?Í
dag er hér allt annar hugsunarháttur. Menn sjá bara sólina, allt
komið á fulla ferð og mikill kraftur í fólkinu.?
Morgunblaðið/RAX
Systurnar Ásta María og Stefanía Sturludætur frá Reyðarfirði tóku á móti forstjóra Alcoa, Alain Belda, er hann lenti á Egilsstöðum í gær-
morgun og afhentu honum blómvönd, með aðstoð Ómars Valdimarssonar. Belda sagði undirritunina vera sögulega stund fyrir Alcoa.
Tveir menn ræðast við í gati á aðgöngum sem verið er að grafa 
niður að botni stíflustæðis Kárahnjúkastíflu. Þaðan sést vel í Kára-
hnjúk en gatið er á miðjum vegg gilsins sem Jökla rennur um. 
Framkvæmda-
gleðin vakin á
Austurlandi
Skrifað undir 200 blaðsíður af samningum á Reyðarfirði
L52159 Bjartsýni/Sunnudagur 1
ÚTFÖR Zorans Djindjic, forsætis-
ráðherra Serbíu, fór fram í Belgrad í
gær en Djindjic var ráðinn af dögum
sl. miðvikudag. Kista með líki hans
hafði frá því snemma í gærmorgun
legið frammi í kirkju heilags Sava,
stærstu rétttrúnaðarkirkjunni á
Balkanskaganum, og komu tugir
þúsundir manna til að votta Djindjic
virðingu sína. Var kistan umvafin
serbneska þjóðfánanum. Fulltrúar
meira en 40 ríkja sóttu útförina.
Morðingja Djindjic er enn leitað
en hátt á annað hundrað manns hafa
verið handtekin í tengslum við rann-
sókn málsins.
AP
Zoran Djindjic
borinn til grafar 
LÍTIL bjartsýni ríkti á fundi varnarmálaráðherra
Evrópusambandsríkjanna í útjaðri Aþenu í gær
um að koma mætti í veg fyrir hernaðarátök í Írak.
Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, sagðist
?ekki mjög bjartsýnn? á að komist yrði hjá átök-
um og Andre Flahaut, varnarmálaráðherra Belg-
íu, var enn svartsýnni og spáði því að stríð hæfist
innan fárra daga. ?Því miður held ég að ef átök
hefjast á morgun [í dag] eða daginn eftir þá muni
þurfa að bregðast við, að jafnvel þó að stríð hafi
ekki verið okkar ósk muni verða farið fram á það
við okkur að sinna mannúðarverkefnum,? sagði
hann. Rétt væri að fara að huga að því hvað tæki
við eftir stríðið.
Bush fundar með Blair og Aznar
George W. Bush Bandaríkjaforseti hittir Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jose-Maria
Aznar, forsætisráðherra Spánar, á Azor-eyjum í
dag en markmið fundarins er að sögn að gera
lokatilraun til að finna diplómatíska lausn á deil-
um um Íraksmálin. Ekki er hins vegar líklegt að
Bandaríkjastjórn takist að fá samþykkta í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna ályktun, sem fæli í sér
heimild til hernaðaríhlutunar ef Írakar ekki af-
vopnast.
Kom fram sú skoðun í breskum fjölmiðlum í
gær að fundurinn á Azor-eyjum væri eingöngu
haldinn til að styrkja stöðu Blairs en mikill urgur
er í flokksmönnum breska Verkamannaflokksins
vegna stuðnings Blairs við Bush í þessu máli.
Fulltrúi Chile í öryggisráðinu hafði á föstudag
lagt fram málamiðlunartillögu um að Saddam
Hussein, forseta Íraks, yrðu gefnar þrjár vikur til
viðbótar til að hlíta ályktunum SÞ um afvopnun en
Bandaríkjastjórn hafnaði hugmyndinni umsvifa-
laust. Var haft eftir Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, í gær að því miður væru nú meiri líkur
en áður á hernaðarátökum. ?Líkurnar á hernað-
aríhlutun eru nú miklu meiri, og það þykir mér
miður, en stríð er þó ekki óhjákvæmilegt,? sagði
Straw í viðtali í breska ríkisútvarpinu, BBC.
Ráðist inn í 
Írak á næstu
dögum?
Vouliagmeni, Washington. AFP.
HU Jintao tók í gær
við af Jiang Zemin sem
forseti Kína við hátíð-
lega athöfn í Peking.
Jiang verður hins veg-
ar áfram formaður her-
málanefndar Komm-
únistaflokksins og
heldur því umtals-
verðum völdum í Kína.
Hægri hönd Jiangs,
Zeng Qinghong, var
kjörinn varaforseti sem
þykir enn frekar til
marks um að Jiang
muni ráða miklu á bak
við tjöldin.
Annað sem bar til
tíðinda var að Wu Bangguo var valinn forseti
þingsins í stað Li Peng. Nýr forsætisráðherra
verður kjörinn í dag og þykir líklegt að fyrir valinu
verði Wen Jiabao. Með þessum breytingum eiga
sér stað kynslóðaskipti í kínverskum stjórnmálum. 
Athöfnin í gær þótti íburðarmikil en sérfræð-
ingar segja hana hafa staðfest að Jiang yrði áfram
helsti leiðtogi Kína. Til marks um þetta hafi verið
sú staðreynd að kastljós fjölmiðlanna beindist að
Jiang, fremur en hinum nýja forseta.
Hu tekinn við
af Jiang í Kína
Peking. AFP.
Hu kemur í humátt á eftir 
Jiang á fundinum í gær.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64