Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF

14 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ

FULLTRÚAR S-hópsins skiluðu í

gær til Búnaðarbankans tillögu að

nýju bankaráði. Ólafur Ólafsson,

talsmaður kaupendanna og stjórn-

arformaður Eglu hf., segist gera

ráð fyrir að tillagan nái fram að

ganga á aðalfundinum á laugardag-

inn, enda sé hún lögð fram í sátt við

alla helstu hluthafa eins og gangi og

gerist í hlutafélögum.

Samkvæmt tillögunni verða

fulltrúar ríkisins leystir af hólmi. Í

stað þeirra koma Finnur Ingólfs-

son, forstjóri VÍS, Hjörleifur Jak-

obsson, forstjóri Olíufélagsins ehf.

og dr. Michael Sautter, fram-

kvæmdastjóri hjá Société Générale

í Þýskalandi og Austurríki. Sam-

kvæmt áreiðanlegum heimildum

Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að

Hjörleifur verði formaður banka-

ráðs.

?Styrkir bankann?

Þá er gert ráð fyrir að tveir

fulltrúar haldi áfram störfum sínum

í ráðinu. Það eru Elín Sigfúsdóttir,

framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

Búnaðarbankans og Jón Helgi Guð-

mundsson, forstjóri og stjórnarfor-

maður BYKO. Elín hefur átt sæti í

bankaráðinu síðustu fjögur ár.

Ólafur segist telja að hið nýja

bankaráð muni styrkja bankann

mjög. ?Þarna held ég að fari feiki-

lega góðir og hæfir einstaklingar.

Þarna er fulltrúi sem þekkir mjög

vel innviði bankans; erlendur sér-

fræðingur um alþjóðabankakerfið,

fyrrverandi seðlabankastjóri og

tveir menn sem eru vel tengdir við-

skiptalífinu,? segir hann. Ólafur

segir að þeir tveir síðastnefndu fáist

þó við sérhæfðan geira viðskiptalífs-

ins og því sé takmörkuð hætta á

hagsmunaárekstrum.

S-hópur með 45,8% á aðalfundi

Eins og fram kom í Morgun-

blaðinu í gær hyggjast kaupendur

reiða fram þrjá fimmtu kaupverðs,

fyrir 27,48% hlutafjár, í vikunni.

Þeir ráða því yfir 27,48% atkvæða á

fundinum. Að auki munu þeir í sam-

ráði við ríkið fara með atkvæði rík-

isins, þannig að atkvæði S-hópsins

svara til 45,8% heildaratkvæða á

laugardaginn.

Gerð er tillaga um að Guðmundur

Kristjánsson, Margeir Daníelsson,

Jón Þór Hjaltason, Þórður Magn-

ússon og Guðmundur Hjaltason

verði varamenn í bankaráðinu.

Tillaga að nýju

bankaráði BÍ

TILLAGA

S-hópsins gerir

ráð fyrir þremur

nýjum bankaráðs-

mönnum í stað

fulltrúa ríkisins.

Finnur Ingólfs-

son kemur nýr

inn. Hann er

fæddur 8. ágúst

1954. Hann var

iðnaðar- og við-

skiptaráðherra frá apríl 1995 til árs-

loka 1999, er hann tók við stöðu

Seðlabankastjóra. 1. nóvember 2002

tók hann við starfi forstjóra VÍS.

Hjörleifur Jakobsson er einnig

nýr bankaráðsfulltrúi. Hann er

fæddur 7. apríl 1957. Hann starfaði

hjá Eimskipi 1981 til 1999, er hann

varð forstjóri Hampiðjunnar. Hann

gegndi því starfi allt þar til hann tók

við stöðu forstjóra Olíufélagsins í

ársbyrjun 2002.

Dr. Michael Sautter er þriðji nýi

fulltrúinn. Hann starfaði hjá

McKinsey & Company í Frankfurt

frá 1986 til 2000, þar af sem fram-

kvæmdastjóri 1996 til 2000. Þá varð

hann framkvæmdastjóri hjá

Deutsche Bank, en á síðasta ári hóf

hann störf sem framkvæmdastjóri

hjá Société Générale í Þýskalandi og

Austurríki.

Elín Sigfúsdóttir hefur verið í

bankaráði í fjögur ár. Hún er fædd

24. ágúst 1955. Elín hefur unnið hjá

bankanum síðan 1979; m.a. sem for-

stöðumaður hagdeildar, for-

stöðumaður á fyrirtækjasviði og að-

stoðarframkvæmdastjóri þess. Hún

var ráðin framkvæmdastjóri fyr-

irtækjasviðs í febrúar síðastliðnum.

Jón Helgi Guðmundsson hefur

verið bankaráðsmaður frá aðalfundi

2002, eftir að Gilding sameinaðist

bankanum. Hann er fæddur 20. maí

1947. Hann hefur starfað hjá BYKO

síðan 1972. Jón hefur verið fram-

kvæmdastjóri fyrirtækisins síðan

1984.

Þrír nýir í bankaráði

Búnaðarbankans

Dr. Michael 

Sautter

Jón Helgi 

Guðmundsson

Hjörleifur

Jakobsson

Elín 

Sigfúsdóttir

Finnur 

Ingólfsson

HAGNAÐUR Pharmaco hf. á

árinu 2002 nam 3.166 milljónum

króna eftir skatta. Hagnaðurinn

tvöfaldaðist milli ára því á árinu

2001 var hann 1.562 milljónir.

Róbert Wessman, annar for-

stjóri Pharmaco, sagði á kynning-

arfundi fyrir fjárfesta í gær, þar

sem greint var frá rekstrarniður-

stöðum félagsins, að árið 2002 hafi

verið besta árið í sögu Pharmaco

til þessa.

Pharmaco eignaðist meirihluta í

lyfjafyrirtækinu Delta í júlímánuði

síðasta árs og í framhaldinu voru

félögin sameinuð undir nafni

Pharmaco. Rekstur Delta er inni-

falinn í rekstri samstæðunnar frá

1. júlí 2002.

Sindri Sindrason, hinn forstjóri

Pharmaco, greindi frá því á kynn-

ingarfundinum í gær að stjórn fé-

lagsins hefði samþykkt í fyrradag

að auka við hlut sinn í lyfjaþróun-

arfyrirtækinu Colotech í Dan-

mörku. Eignarhlutur Pharmaco í

Colotech mun aukast úr 33% í

90%. Kaupverðið er um 5 milljónir

evra fyrir 57% hlut í félaginu og

þar af fara 4 milljónir evra inn

sem nýtt hlutafé á næstu fjórum

árum.

Hjá Colotech er unnið að rann-

sóknum og þróun lyfja gegn

krabbameini.

Heildareignir 39 milljarðar

Hagnaður Pharmaco fyrir vexti,

afskriftir og skatta nam 3.921

milljón í fyrra en 3.232 milljónum

árið áður. Rekstrartekjur jukust

úr 15.177 milljónum króna árið

2001 í 18.574 milljónir í fyrra og

jukust tekjur því um 3.397 millj-

ónir milli ára. Rekstrargjöld voru

15.925 milljónir í fyrra en 12.457

milljónir árið áður og jukust því

um 3.468 milljónir.

Heildareignir Pharmaco í árslok

2002 voru 39,1 milljarður króna og

höfðu aukist um 24,1 milljarð milli

ára. Heildarskuldir voru 18,8 millj-

arðar og eigið fé 20,3 milljarðar.

Eiginfjárhlutfall er 52%.

Velta í samræmi við áætlun

Í tilkynningu frá Pharmaco seg-

ir að velta félagsins á árinu 2002

hafi verið í samræmi við útgefna

áætlun félagsins. Sala inn á mark-

aði í Vestur-Evrópu hafi gengið

betur en áætlanir hafi gert ráð

fyrir á seinni hluta ársins, en sala

inn á Mið- og Austur-Evrópu hafi

hins vegar verið undir áætlun á

síðari hluta ársins. Pharmaco sé

um þessar mundir að skrá um 30

ný lyf inn á markaði Mið- og Aust-

ur-Evrópu og áætlað sé að þau

muni skila sér í sölu á árinu 2004.

Róbert sagði á kynningarfund-

inum í gær að Pharmaco hefði

ákveðið að birta ekki nákvæmar

rekstraráætlanir fyrir félagið

vegna rekstrarársins 2003. Þess í

stað verði gefin upp langtíma-

markmið í rekstri. Samkvæmt

þeim sé gert ráð fyrir að árleg

framlegð verði um 30%. Þá sé

stefnt að 15?20% innri vexti á ári

næstu þrjú árin, sem geti verið

nokkuð mismunandi milli ára.

Pharmaco stefni einnig að 15?20%

ytri vexti með fjárfestingum í er-

lendum félögum sem falli verr að

aðalstarfsemi félagsins.

Pharmaco hagnast

um rúma 3 milljarða

                           MT82MT69MT75MT83MT84MT85MT82   MT51MT49MT46MT49MT50MT46  MT83MT106MT243MT240MT115MT116MT114MT46MT32MT111MT103MT32MT107MT101MT110MT110MT105MT116MT46 MT50MT48MT48MT50 KYNNINGARFUNDUR Pharma-

co í gær með fjárfestum vegna

uppgjörs félagsins fyrir árið 2002

var haldinn í Listasafni Íslands.

Sindri Sindrason, forstjóri

Pharmaco, vék í ræðu sinni að

þeirri samsvörun sem hann sagði

vera milli samheitalyfjafram-

leiðslu Pharmaco og þeirrar list-

sýningar sem er í þeim sal lista-

safnsins sem fundurinn var

haldinn í.

Þar eru á veggjum verk banda-

ríska myndlistarmannsins Mike

Bidlos, sem sýnir eftirlíkingar af

sögufrægum listaverkum. Heiti

sýningarinnar er: ?Mike Bidlo:

Ekki Picasso. Ekki Pollock. Ekki

Warhol.? Nafnið skírskotar til

þess að sýndar eru eftirlíkingar

Bidlos af verkum eftir þessa þrjá

listamenn.

Sindri sagði að fæstir gerðu

sér eflaust grein fyrir því að um

eftirlíkingar af listaverkum þess-

ara listamanna væri að ræða.

Verkin væru þó viðurkennd. Það

sama ætti við um samheitalyf.

Þau væru ekki frumlyf, en væru

engu að síður að fullu viður-

kennd.

Listin og

lyfjafram-

leiðslan

Í GÆR skrifaði samstarfshópur um

fjölmiðlarannsóknir, skipaður

fulltrúum helstu fjölmiðla, Samtaka

auglýsenda, SAU, og Samtaka ís-

lenskra auglýsingastofa, SÍA, undir

nýjan fimm ára samning við Gallup

um framkvæmd fjölmiðlarann-

sókna á Íslandi. Samningurinn er

mun umfangsmeiri en fyrri sam-

ingur sömu aðila og kostar 26 millj-

ónir á ári, sem er tvöföldun frá því

sem áður var. 

Að sögn Halls A. Baldurssonar

formanns fjölmiðlarannsókn-

arnefndar SÍA er um mikið fram-

faraspor að ræða. ?Þetta er mikið

framfaraspor varðandi það að geta

beitt faglegri vinnubrögðum við

gerð birtingaáætlana,? sagði Hall-

ur í samtali við Morgunblaðið.

Meðal þess sem samningurinn

hljóðar upp á er að dagbókarkönn-

unum verður fjölgað úr tveimur á

ári í sex og símakannanir fyrir út-

varp verða gerðar sex sinnum á ári. 

Í samningnum er einnig gert ráð

fyrir að byggður verði upp miðlæg-

ur gagnagrunnur þar sem upplýs-

ingum verður safnað saman og þær

gerðar aðgengilegar aðstandend-

um samningsins. 

Hallur segir að í nýju könn-

ununum muni fást mjög góðar upp-

lýsingar um skörun á milli miðla

sem auðveldi gerð faglegra birt-

ingaáætlana sem skili sér í betri

nýtingu þess fjármagns sem notað

er til auglýsinga- og markaðsmála. 

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samstarfshópur um fjölmiðlarannsóknir skrifaði undir samninginn í gær.

Á myndinni eru fulltrúar fjölmiðla, Samtaka auglýsenda, Samtaka ís-

lenskra auglýsingastofa og Gallup.

Samningur um fjölmiðlarannsóknir

Meiri upplýsingar

og fagmennska

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56