Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Ingólfur Sig-urðsson fæddist á Þingskálum á Rangárvöllum 10. mars 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi að- faranótt 15. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Eiríksson, bóndi á Þingskálum, f. 11. nóv. 1894, d. 15. apríl 1973, og kona hans Júlía Guð- jónsdóttir, f. 7. júlí 1902, d. 15. apríl 1995. Foreldrar Sigurðar voru Eiríkur Jónsson, vinnumaður á Keldum, f. 12. febr. 1854, d. 1. okt. 1938, og sambýliskona hans, Halla Ingimundardóttir, f. 20. okt. 1858, d. 18. sept. 1936. For- eldrar Júlíu voru Guðjón Jónsson bóndi í Nefsholti, f. 30. ágúst 1865, d. 19. des. 1949, og kona hans Sólveig Magnúsdóttir, f. 29. jan. 1869, d. 6. mars 1937. Systkini Ing- ólfs voru Málfríður, f. 22. nóv. 1927, d. 24. s.m., Valgeir, fræðimaður á Þing- skálum, f. 16. nóv. 1934, d. 3. febr. 1994, og Sólveig, verkakona á Þing- skálum, f. 8. des. 1939. Ingólfur ól allan sinn aldur á Þingskálum og stundaði bústörf og á síðustu árum nokkur rit- störf. Útför Ingólfs verður gerð frá Keldum á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann var ekki borinn til auðs eða valda. Hvorugt hlotnaðist hon- um og eftir hvorugu sóttist hann. Hann lét sig litlu varða þó að í sveitunum í kringum hann höm- uðust menn við að rækta stærri tún, reisa stærri og nýtískulegri hús og stækka búin í sífellu. Enn síður skipti það hann máli þótt í fjarlægari sóknum ryddust menn um fast í alls konar stórvirkjum til þess að geta svo birt í blöðum eða á sjónvarpsskjá tölur um tap eða gróða sem teygðu sig milljónfalt út fyrir hugmyndir hans um verð- mæti efnislegra gæða. Samt fylgd- ist hann vel með mörgu sem of- arlega var á baugi og myndaði sér skoðanir á ýmsu því sem honum á annað borð fannst þess virði að leiða hugann að því. Ungur sat hann á rúmi sínu í baðstofunni á Þingskálum, reri lítið eitt fram í gráðið og hlustaði grannt eftir frásögnum hinna eldri af fólki og atburðum fyrri tíma. Hann gleypti í sig hverja þá bók um sögulegan fróðleik sem hann komst yfir og geymdi efni hennar tryggilega í minni sínu. Stundum viku fróðleiksfúsir gestir að honum spurningum og þá stóð ekki á svör- um. Ætterni manna, fæðingarár, lífsferill og dánarár fjölda fólks, einkum í utanverðri Rangárvalla- sýslu, minni hans um allt slíkt var með ólíkindum. Stundum fór hann með einstök tilsvör, vísur og heila bragi, hann kunni mikið af slíku og þó að hann hefði seint orðið sak- aður um spjátur, hæðni og hlátur, kunni hann vel að meta hnyttið orðaval, ekki síst í rímuðu máli. Sjálfur gat hann vel sett saman vísur og vel má vera að hann hafi gert meira að því en aðrir hugðu. Fátt var vitað um allt sem undir stakki hans bjó. Hann tók sér góðan tíma við hvert verk, það lá heldur ekkert á. Allt komst af þó að hann gæfi sér tóm til að hugsa og nógu margir voru til þess æra sjálfa sig og aðra með dugnaði sem gaf í aðra hönd aðeins einhvern hégóma sem hann þekkti ekki og kærði sig ekki um að kynnast. Ekki þurfti að óttast að þau verk sem á annað borð hentuðu honum væru illa af hendi leyst, en óþarft var að breyta því sem vel hafði gefist. Það gat dugað áfram. Framan af ævi Ingólfs var vitn- eskja hans um ættir og atburði nær eingöngu geymd í minni hans en þegar fram í sótti tók hann að skrifa ýmislegt hjá sér. Hann fylgdist vel með vinnu Valgeirs bróður síns að því ágæta verki Rangvellingabók, las drög hans yf- ir og lagði ýmislegt til mála og smátt og smátt fjölgaði blöðum með allskonar fróðleik. Hann kunni vel að halda á penna og á síðustu árum birtu Goðasteinn, héraðsrit Rangæinga og fréttabréf Ætt- fræðifélagsins nokkrar greinar eft- ir hann um ættfræðileg efni þar sem einstök hæfni til lausnar á flóknum úrlausnarefnum kom vel í ljós. Á seinni árum fékk hann líka fleiri tækifæri til að nýta ættvísi sína, um níu ára skeið veitti hann þeim sem þetta skrifar aðstoð við ritun bóka um nokkrar sveitir í Rangárþingi. Frábært minni hans, þekking á ættfræðiheimildum og áralöng þjálfun í lestri þeirra þ.á m. kirkjubóka sem hann hafði ljósrit af heima hjá sér, gerðu hon- um tiltölulega auðvelt að finna vill- ur í ættrakningum og leita að tryggum niðurstöðum um óteljandi vafaatriði sem gjarna koma upp í starfi þeirra sem við ættvísi fást. Hann átti raunar til að skrifa all nokkurt mál um sum vafaatriðin og velta fyrir sér ýmsum möguleikum. Leitin að ætterninu í ótal ættfræði- ritum og kirkjubókum, samanburð- ur og heilabrot, spurningin um það hvort tiltekinn maður var sonur þessa bónda eða hins, alnafna hans í sömu sveit eða annarri og svo að lokum niðurstaðan sett á blað, við þetta og annað ámóta undi hann löngum við. Ég ætla að þessi vinna öll hafi veitt honum nokkra lífsfyll- ingu á síðustu árunum og þá er vel. Ingólfur dvaldi aldrei til lang- frama fjarri fjölskyldu sinni þar sem samheldni og hlýlyndi voru í fyrirrúmi. Nú er systirin sem var stoð hans og stytta seinustu árin ein eftir og henni sendi ég sam- úðarkveðjur. Ég þakka samfylgdina. Ragnar Böðvarsson. Fallinn er frá nágranni minn, Ingólfur á Þingskálum. Það voru mikil sérréttindi á fá að alast upp í næsta nágrenni við Þingskálaheim- ilið, njóta þeirrar óskiptu athygli sem börnum og unglingum er nauðsynleg, hvort heldur er í leik eða starfi. Það var rétt sama hvað okkur systrunum, mér og Elínu, datt í hug, alltaf var tími til þess að gera okkur glaðan dag þegar við, að þörfu og óþörfu, skruppum fram að Þingskálum. Og Ingólfur var ekki síst til í að sinna okkur. Hann spilaði við okkur, hann hjálp- aði okkur við að finna frábæra felustaði í bænum, þegar við fórum í feluleik, hann fræddi okkur um allt mögulegt, benti okkur á bækur sem vert væri að lesa og gaf sér tíma til að spjalla. Ég hef reyndar alltaf litið á Þingskálafólkið sem ættingja mína, þó svo skyldleik- anum hafi ekki verið til að dreifa, enda hafði ég mikið af þeim að segja, ekki einungis sem barn heldur allar götur síðan. Nágrenni þessara bæja hefur alltaf verið ein- staklega gott. Ingólfur var mjög bókhneigður og víðlesinn, ættfræði var honum hugleikin og var það næstum því öruggt að hann gat greitt götu manns ef ættfræðiupplýsingar vantaði, annaðhvort beint úr minni hans eða þá með því að ganga að bókahillunum og ná í „réttu“ bók- ina. Ingólfur var einstaklega minn- ugur maður og hafði gaman af því að rifja upp gamlar frásagnir sem hann hafði heyrt, eflaust margar komnar úr fórum móður hans, en þau mæðgin voru mjög samrýnd og áttu margar góðar stundir sam- an þar sem rifjaðar voru upp sögur löngu liðinna daga. Í haust sinnti ég heimilishaldi á Þingskálum í nokkrar vikur á með- an Sólveig, systir Ingólfs, gekkst undir bakaðgerð og tilheyrandi endurhæfingu eftir það. Þetta var góður tími fyrir mig og við Ing- ólfur töluðum mikið saman bæði um ættfræði, stjórnmál og ekki síst heimsmál, enda tími válegra atburða í aðsigi. Og okkur greindi ekki á um mikilvægi þess að vernda landið fyrir skammtíma gróðahyggjuöflum sem hika ekki við að leggja dýrmæt náttúru- auðævi undir. Ingólfur var fylgj- andi þjóðfrelsi og unni öllu sem sí- gilt má teljast í íslenskri menningu. Stuttu eftir áramót veiktist Ing- ólfur og gekkst þá undir rann- sóknir sem leiddu það í ljós að hann var haldinn ólæknandi krabbameini, hann tók þeim tíð- indum með mikilli ró og sýndi aldr- ei nein æðrumerki. Hann var tilbú- inn að slá á létta strengi þegar við heimsóttum hann, þrátt fyrir að auðséð væri að krafturinn væri þverrandi. Ingólfur hélt reisn sinni fram til síðasta dags og var ekki að íþyngja hjúkrunarfólki með óþarfa kvabbi. Ég kveð Ingólf Sigurðsson með þakklæti og virðingu. Minning hans lifir áfram. Sólveigu sendi ég samúðarkveðju. Sigríður H. Heiðmundsdóttir, Kaldbak. INGÓLFUR SIGURÐSSON ✝ Jónas Jónssonbílstjóri var fæddur í Vestmanna- eyjum 11. janúar 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónasson fisk- matsmaður, f. 8. ágúst 1895, d. 23. apríl 1970, og Anna Einarsdóttir, f. 9. febrúar 1895, d. 7. október 1953. Bræð- ur Jónasar voru Jó- hannes K., f. 17. ágúst 1929, d. 20. janúar 1930; Einar Jóhann, f. 15. ágúst 1931; Karl Gunnar, f. 10. febrúar 1937. Hinn 5. október 1946 kvæntist Jónas eftirlifandi eiginkonu sinni Indíönu Björgu Úlfarsdóttur frá Dagsbrún í Vattarnesi við Reyð- arfjörð, f. 27. apríl 1924. Foreldr- ar hennar voru Úlfar Kjartans- son, f. 26. nóvember 1895, d. 22. mars 1985, og María Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 16. september 1897, d. 29. september 1939. Börn Jónasar og Indíönu Bjargar eru: 1) Eygerður Anna, f. 17. febrúar 1947, maki Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, f. 22. nóvember 1943. Börn þeirra eru A) Jónas Þór, f. 29. febrúar 1968, maki Ingunn Ársælsdótt- ir, f. 9. október 1970. B) Ingibjörg, f. 20. nóvember 1972, maki Lúðvík Jóhannesson, f. 26. janúar 1969, þeirra börn Þórey, f. 30. september 1998, og Arnar Þór, f. 11. febrúar 2001. C) Héðinn, f. 29. októ- ber 1975, maki Guðlaug Gísla- dóttir, f. 20. júlí 1978, þeirra barn Thelma Rós, f. 18. maí 2002. D) Eyþór Gísli, f. 18. desember 1984. 2) Ingimar, f. 16. ágúst 1952, maki Fríða Sverrisdóttir, f. 23. júlí 1954. Börn þeirra eru A) Friðrik Ingi, f. 21. mars 1973, maki Ann-Sofie Ingimarsson, f. 15. ágúst 1966. B) Hallfríður Una, f. 9. febrúar 1975, maki Mattias Kristenson, f. 7. apríl 1975, þeirra barn Frida Johanna, f. 14. maí 2000. Útför Jónasar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, okkur langar að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stund- ir sem við höfum átt með þér og þann hlýhug sem þú hefur sýnt okkur í gegnum tíðina. Fyrsta myndin sem kemur upp í hugann ert þú í vörubílnum eða á krananum að hífa, ávallt með bros á vör. Það var alveg sama hvenær við hittum á þig, þú varst alltaf í góðu skapi og gladdir okkur með ein- hverju gríni og glensi. Þegar þú varst að vinna heima í Hrauntúni þá var öllu öðru slegið á frest í þeirri von að þú myndir bjóða okkur með í bílinn, og allra best var þegar við fengum að sitja á pallinum. Þá reyndi maður líka að sýna sig sem mest því maður vissi að það voru ekki allir jafn heppnir og við að fá að sitja í flottasta vöru- bílnum í bænum. Við gætum skrifað margar blað- síður um allar þær yndislegu minn- ingar sem við eigum um þig, en ætlum að hafa þær fyrir okkur og láta þær ylja okkur um ókomin ár. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sjáumst í næsta stríði! Þín Ingibjörg, Héðinn og Eyþór Gísli. Laugardaginn 15. mars sl. voru fyrstu fréttir frá Vestmannaeyjum þær að Jóns mágur minn væri dá- inn. Þetta kom mér ekki á óvart, við höfðum fylgst með því undan- farna daga hvernig heilsu hans hrakaði dag frá degi. Hann hafði hringt til okkar Margrétar í vik- unni áður og var þá að spyrjast fyr- ir um okkar heilsu og jafnframt að segja okkur að hann væri að fara á spítalann eftir að hafa verið einn dag heima að þessu sinni. Hann var ekki margorður og ég fann að þessi illskeytti sjúkdómur, sem hann glímdi við, var orðinn honum sífellt erfiðari. Fyrstu kynni okkar af Jónasi voru þegar hann kom í heimsókn í Dagsbrún með systur okkar Björgu sumarið 1946, en þau giftu sig þá um haustið, svo segja mátti að þetta væri þeirra brúðkaupsferð. Þá strax fundum við að þarna fór maður sem vissi hvað hann vildi. Dugnaður einkenndi hann alla tíð. Jónas var maður sjálfstæður í hugsunum og gjörðum. Hann valdi fljótt stjórnun bifreiða sem aðalat- vinnu og varð sjálfstæður atvinnu- rekandi með rekstri vörubifreiðar á Vörubifreiðastöð Vestmannaeyja. Hann var maður framsýnn og valdi sér traustar og öruggar bifreiðar með þeim aukabúnaði sem honum fannst við eiga til þess að geta veitt þá þjónustu sem viðskiptavinirnir óskuðu eftir. Voru það sérstaklega eigendur stóru nótabátanna sem nutu góðs af þessari framsýni Jón- asar, enda voru veiðarfæri þeirra stöðugt að stækka og þyngjast. Fjölskylda okkar naut oft góðs af hjálpsemi Jónasar, sem ekki taldi eftir sér að liðsinna þegar eitthvað bjátaði á. Þegar húsbruni varð hjá tengdaforeldrum mínum og reynt var að þvo allan fatnað sem hægt var, varð fljótt vatnslaust í okkar annars ágæta brunni á Strembu- götunni, þar sem stöðug vatnsnotk- un var við þvotta og hreinsunar- störf. Þá kom Jónas með mörg tonn af vatni í brunninn. Þannig var hann ætíð reiðubúinn að rétta okk- ur hjálparhönd. Þá eru ótaldar vinnustundir hans hjá okkur þegar við byggðum við Strembugötuna. Allt virtist veitast honum létt og það sást á hans göngulagi hversu frískur hann var. Einn af kostum Jónasar var lundarfarið. Alltaf var hann léttur í skapi og lét ekki deig- an síga þó á móti blési. Kom það berlega í ljós þegar þau hjónin eins og fleiri máttu yfirgefa Vestmanna- eyjar í gosinu 1973. Þau festu sér íbúð í Reykjavík, Jónas réð sig í vinnu í Álverinu í Straumsvík og Björg fór að vinna á saumastofu. Það átti ekki við Jónas að leggja árar í bát þó allt liti þá illa út í Eyj- um. Tengdafjölskyldur Jónasar sjá nú á eftir góðum, hjálpfúsum og glaðværum vini og þakka samfylgd- ina í gegnum árin. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Kjartan Úlfarsson. Elsku langafi minn, ég sakna þín sárt og hefði óskað að kynni okkar hefðu orðið lengri. En nú ert þú hjá englunum og þá veit ég að þú munt gæta okkar. Harmið mig ekki með tárum þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. (Höf. ók.) Þín Thelma Rós. Elsku langafi, okkur langar að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Alltaf þegar við komum vildum við fara með þér niður í kjallara og fá okkur ís, og fórstu alltaf með okkur þangað. Þegar okkur langaði að horfa á vídeó, þá var það ekki hægt nema þú værir heima og allra best var ef þú sast hjá okkur og horfðir á teiknimyndirnar með okkur. Við elskum þig og söknum þín mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín langafabörn, Þórey og Arnar Þór. JÓNAS JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.