Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bárður viðurkenndi að það hefði komið sér verulega á óvart að Keflvíkingar skyldu ná að vinna nágranna sína í Njarðvík 3:0 í hinni undanúrslitarimmunni. „Það kom kannski ekkert svo á óvart að Keflvíkingar skyldu vinna, en að þeir tækju þetta í þremur leikjum kom mér á óvart. Njarð- víkingar brotlentu raunar í fyrsta leiknum og virtust ekki ná sér upp úr því, þeir lentu í vandræð- um með Damon og Saunders og þegar þannig er losnar um skytt- ur Keflvíkinga og þá eru þeir ill- viðráðanlegir,“ sagði Bárður. Hann spáði fyrir Morgunblaðið um framgang mála í undanúrslit- unum áður en þeir leikir fóru fram og taldi þá að Grindavík myndi leggja Tindastól 3:2 og að Njarðvík myndi hafa Keflavík 3:2. Raunin varð sú að Keflavík vann 3:0 og staðan er jöfn, 2:2, hjá Grindavík og Tindastóli. „Ég tel Grindvíkinga með sterkari mannskap og reyndari og það skiptir ekki svo litlu máli þegar komið er í hreinan odda- leik. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi ekki leikið eins vel að und- anförnu og þeir gerðu framan af vetri þá tel ég þá sigurstrang- legri og held mig því við spána; Grindavík fer í úrslit,“ sagði Bárður. Þeir fjórir leikir sem Grindavík og Tindastóll hafa leik- ið í undanúrslitunum til þessa hafa verið jafnir og spennandi og hafa allir unnist á heimavelli. Grindvíkingar hafa gert 362 stig en Tindastóll 352 þannig að mun- urinn er aðeins tíu stig Grindvík- ingum í hag. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur farið mikinn í liði Grindvíkinga, er með 92 stig og sömu sögu má segja um Darrel Lewis sem hefur gert 87 stig, gaf 11 stoðsendingar í þriðja leiknum og tók 15 fráköst í öðrum leiknum, en þá var hann með þrefalda tvennu, 20 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Guð- mundur Bragason hefur staðið í ströngu í baráttunni undir körf- unni og hefur tekið 49 fráköst í leikjunum, þaraf 18 í þriðja leikn- um. Hjá Tindastóli hefur Kristinn Friðriksson leikið vel og gert 75 stig, sama má segja um Axel Kárason sem hefur verið grimm- ur í vörninni og ákveðinn í frá- köstum. Clifton Cook hefur skilað sínu, er með 91 stig, og Michail Andropov hefur verið stöðugur, er með 76 stig og 31 frákast, og vilja Sauðkrækingar örugglega að þessi hávaxni miðherji taki fleiri fráköst. Grindvíkingar reyndari „ÉG fer ekkert ofan af því að ég held að Grindvíkingar komist í úrslit og leika við Keflavík um Íslandsmeistaratitlinn,“ sagði Bárður Ey- þórsson, þjálfari Snæfells, í gær þegar leitað var álits hans á odda- leik Grindavíkur og Tindastóls í undanúrslitum í körfuknattleik, sem fram fer í Grindavík í kvöld. Morgunblaðið/Golli Helgi Jónas hefur leikið vel með Grindavík. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Intersportdeild, und- anúrslit, fimmti leikur: Grindavík: UMFG - Tindastóll.............19.15  Sigurliðið mætir Keflavík í úrslitarimmu. HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, 8-liða úrslit, annar leikur: Fylkishöll: Fylkir/ÍR - ÍBV.......................20 Kaplakriki: FH - Stjarnan.........................20 Víkin: Víkingur - Valur ..............................20 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Haukar .........20 Í KVÖLD ALLAR líkur eru á því að Hjörtur Hjartarson og Gunnlaugur Jóns- son leikmenn knattspyrnuliðs ÍA verði ekki með liðinu í síðustu fjórum umferðum Íslandsmótsins, en þeim stendur til boða að halda til Bandaríkjanna til náms næsta haust. Hjörtur sagði í gær að honum stæði til boða að leika með há- skólaliði í Alabama en þar eru fyrir íslensku leikmennirnir Þór- hallur Hinriksson og Sigþór Júl- íusson sem leika með KR í sumar. Miklar líkur eru á því að mark- vörðurinn Bjarki Guðmundsson sem leikur með Stjörnunni muni einnig leika með liðinu á næsta skólaári. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, er á leið til St. Lou- is þar sem hann mun nema fjöl- miðlafræði, líkt og Hjörtur. Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þeir Hjörtur og Gunn- laugur leika sinn síðasta leik með ÍA þann 17. ágúst en þá eigast lið- in við í 14. umferð Íslandsmótsins. Hjörtur hefur verið helsti marka- skorari Skagamanna síðustu ár og Gunnlaugur er lykilmaður í vörn liðsins, þannig að þeir skilja eftir sig stór skörð fyrir lokaslag- inn í deildinni. Gunnlaugur J. Gunnlaugur og Hjörtur fara í ágúst FH-ingar hafa gert samning við Danina tvo, Tommy Nielsen og Allan Borgvardt, sem voru til reynslu hjá liðinu í síðustu viku. Samningurinn gildir út leiktíðina og koma þeir á móts við FH-liðið þegar það heldur í æfingaferð til Candela á Spáni um næstu helgi. Nielsen er 31 árs varnarmaður sem leikið hefur með AFG frá árinu 2000. Hann hefur leikið alls 57 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni, þar af einn á þessari leik- tíð. Borgvardt er 23 ára miðju- og fram- herji sem hefur verið í herbúðum AGF frá árinu 1997. Hann hefur leikið 64 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni, þar af níu á þessu tímabili. Danirnir til liðs við FH ÚRSLIT  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, lauk keppn- istímabilinu erlendis á glæsilegan hátt í gær. Hún keppti þá á tveimur alþjóðlegum risasvigsmótum í Hemsedal í Noregi og gerði sér lítið fyrir og sigraði á þeim báðum. Dagný Linda hefur haft í nógu að snúast síðustu dagana því um helgina keppti hún á tveimur stórsvigsmótum í Ål í Noregi. Hún varð í fimmta sæti á laugardaginn og í fjórða sæti á sunnudaginn.  SVEINN Margeirsson úr UMSS og Gauti Jóhannesson, UMSB, kepptu á heimsmeistaramótinu í víðavangs- hlaupi (stuttri braut) í Lausanne í Sviss á laugardaginn, en Íslendingar hafa ekki tekið þátt í mótinu í háa herrans tíð.  SVEINN hafnaði í 93. sæti á 12,25 mínútum og Gauti varð í 116. sæti af 126 keppendum. Brautin var 4.030 metrar. Kenenise Bekile, Eþíópíu, kom fyrstur í mark á 11,01 mín., en aðeins munaði fimm sekúndum á hon- um og þeim er hafnaði í þriðja sæti.  GEORGE Burley var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Derby County, til bráðabirgða á meðan John Gregory er í banni hjá félaginu. Burley, sem var valinn knattspyrnustjóri ársins í úrvalsdeildinni árið 2001 fyrir árang- ur sinn með Ipswich, var sagt upp hjá félaginu í október síðastliðnum. Derby er komið í fallhættu í ensku 1. deildinni eftir slæmt gengi að und- anförnu en liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor.  BARRY Ferguson og Steven Thompson, leikmenn Glasgow Rang- ers, verða ekki með skoska landslið- inu gegn Litháen í undankeppni EM í knattspyrnu á morgun. Ferguson hefur lengi verið meiddur í nára og versnaði í leiknum við Ísland á laug- ardaginn og Thompson, sem þá tók út leikbann, er heldur ekki heill heilsu.  FERGUSON hefur hins vegar frestað því að fara í aðgerð á náran- um til að geta leikið með Skotlandi gegn Þýskalandi hinn 7. júní.  SOL Campbell, varnarmaður Ars- enal, sagðist í gær tilbúinn til að leika með enska landsliðinu gegn Tyrkjum í Sunderland annað kvöld. Campbell, sem hefur verið meiddur á hásin, lék ekki gegn Liechtenstein á laugardag og sagði að hvíldin hefði gert sér gott.  DANSKI knattspyrnumaðurinn Stig Töfting hefur ákveðið að falla frá því áfrýja úrskurði dómstóla frá því í október á síðasta ári þegar hann var dæmdur til fjögurra mánaða fangels- isvistar fyrir að ráðast á veitinga- mann á krá í Kaupmannahöfn í haust. Úrskurða átti í málinu á nýjan leik hinn 10. aprí næstkomandi en Töfting tók þá ákvörðun í gær að hætta við áfrýjunina og þarf hann því að sitja á bak við lás og slá í fjóra mánuði. FÓLK Til að öðlast keppnisleyfi þurfa fé- lögin að uppfylla ákveðin skilyrði svo sem vallaraðstæður, fjármál, mann- virki og réttindi þjálfara en stór- auknar kröfur eru gerðar á hendur félögunum varðandi þessa þætti. Það er ekki hvað síst mannvirkja- þátturinn sem snertir hvað mest fé- lögin. Eins og málum er háttað í dag uppfylla ekki öll félög þennan þátt og fá ekki keppnisleyfi nema að til komi staðfesting frá viðkomandi bæjarfélagi um að farið verði út í framkvæmdir fyrir árið 2007 en það er aðlögunartími sem KSÍ hefur gef- ið félögunum til að uppfylla kröfurn- ar. KA og Fylkir eru meðal þeirra liða sem ekki uppfylla kröfur hvað mann- virkjaþáttinn varðar og þurfa að fá yfirlýsingu frá yfirvöldum í Reykja- vík og Akureyri til að fá undanþágu. „Þetta lítur þannig út hjá okkur að við uppfyllum allar kröfur nema mannvirkjaþáttinn eins og fleiri fé- lög. Okkar bæjarfélag virðist ekki hafa sent til KSÍ nógu fullnægjandi yfirlýsingu og nú er leyfisnefndar- innar að ákveða hvert næsta skref verður. Ég er bjartsýnn á að farið verði út í þessar framkvæmdir á að- lögunartímanum og ég veit að það er á forgangslista samkvæmt bókun íþrótta- og tómstundaráðs Akureyr- ar að taka völlinn og mannvirkin í gegn. Það er löngu orðið tímabært að taka mannvirkin hér fyrir norðan í gegn og áhorfendur fái boðlega að- stöðu Þetta snertir ekki bara okkur hjá KA heldur Þór líka,“ sagði Vign- ir Már Þormóðsson, formaður knatt- spyrnudeildar KA, við Morgunblað- ið. „Við bíðum eftir viðbrögðum frá Reykjavíkurborg. Ég veit að menn frá borginni og KSÍ funda á morgun (í dag) og vonandi kemur eitthvað já- kvætt út úr þeim fundi. Við stöndum kannski verst að vígi hvað Reykja- víkurfélögin snertir að uppfylla mannvirkjaþáttinn en ég hef enga trú á öðru en málin fái farsæla lausn. Ég býst fastlega við að við fáum styrk frá borginni til að geta uppfyllt kröfurnar fyrir þennan tilskilda tíma en ég get ekki sagt til um það hve- nær framkvæmdir geti hafist. Aðal- málið er að fá í hendur staðfestingu frá borginni og í framhaldinu að semja áætlun út frá því,“ sagði Örn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Fylkis, við Morgunblaðið. Leyfisnefnd KSÍ fer yfir umsóknir liða í efstu deild KA og Fylkir upp- fylla ekki kröfur LEYFISNEFND Knattspyrnusambands Íslands kemur saman til fundar í dag og fer yfir umsóknir félaganna í efstu deild sem skilað hafa inn umsóknum til þátttöku í deildinni samkvæmt nýju leyfis- kerfi KSÍ, sem tekið hefur verið upp að fyrirmynd frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu, UEFA. Þau félög sem uppfylla ekki kröfurnar fá ekki keppnisleyfi en það verður þó ekki endanleg niðurstaða því félögin geta áfrýjað úrskurði nefndarinnar. KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Keflavík 70:82 DHL-höllin, annar úrslitaleikur kvenna, mánudaginn 31. mars 2003. Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 6:6, 12:17, 14:17, 18:19, 18:26, 21:32, 32:36, 34:38, 36:39, 39:39, 41:41, 41:46, 43:50, 49:56, 49:60, 54:60, 55:71, 61:71, 68:77, 68:82, 70:82. Stig KR: Jessica Stomski 21, Helga Þor- valdsdóttir 18, Hildur Sigurðardóttir 15, Hanna B. Kjartansdóttir 6, Halla Jóhann- esdóttir 4, María Káradóttir 3, Guðrún Sig- urðardóttir 3. Fráköst: 33 í vörn – 18 í sókn. Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 18, Anna M. Sveinsdóttir 16, Birna Valgarðs- dóttir 11, Sonia Ortega 11, Svava Ósk Stef- ánsdóttir 11, Kristín Blöndal 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Rannveig Randversdóttir 3. Fráköst: 27 í vörn – 9 í sókn. Villur: KR 27 – Keflavík 22. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Er- lingur Snær Erlingsson. Góðir. Áhorfendur: 135.  Staðan er 2:0 fyrir Keflavík. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Minnesota – Dallas............................. 95:119 Indiana – Phoenix................................. 92:81 Detroit – Sacramento........................... 99:88 Denver – Washington .......................... 88:72 Seattle – LA Lakers........................... 119:98 Toronto – New York ............................ 95:86 Milwaukee – Miami ............................ 109:87 New Orleans – San Antonio ................ 90:92 LA Clippers – Memphis................... 102:100 Staða efstu liða: Austurdeild: Detroit Pistons 72 46 26 New Jersey Nets 73 45 28 Philadelphia 76ers 72 43 29 Indiana Pacers 73 43 30 New Orleans Hornets 74 41 33 Boston Celtics 74 40 34 Orlando Magic 73 39 34 Milwaukee Bucks 74 35 39 Washington Wizards 73 34 39 Vesturdeild: Dallas Mavericks 73 55 18 Sacramento Kings 74 55 22 San Antonio Spurs 73 53 20 Portland TrailBlazers 72 45 27 Minnesota Timberwolves 75 46 29 Utah Jazz 73 43 30 Los Angeles Lakers 73 42 31 BLAK 1. deild karla Stjarnan – ÍS ............................................ 3:1 (25:18, 25:16, 18:25, 25:20)  Stjarnan tryggði sér deildameistaratitil- inn. Lokastaðan: Stjarnan 16 13 3 43:14 43 ÍS 16 13 3 41:18 41 HK 16 7 9 31:28 31 Þróttur R. 16 7 9 26:31 26 Hamar 16 0 16 0:48 0  Í úrslitakeppninni leikur Stjarnan við Þrótt R. og ÍS við HK. SKÍÐI Bikarmót SKÍ, Akureyri Stórsvig kvenna 28. mars: Harpa Dögg Kjartansd., Breiðab .... 1.42,17 Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri .. 1.45.40 Arna Arnardóttir, Akureyri ............. 1.45,60 Stórsvig karla 28. mars: Ingvar Steinarsson, Akureyri .......... 1.37,34 Steinn Sigurðsson, Ármanni ............ 1.39,26 Andri Þór Kjartansson, Breiðab...... 1.41,05 Svig kvenna 29. mars (fyrra): Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri .. 1.37,83 Arna Arnardóttir, Akureyri ............. 1.38,30 Guðrún J. Arinbjarnard., Víkingi .... 1.41,30 Svig karla 29. mars (fyrra): Steinn Sigurðsson, Ármanni ............ 1.29,49 Andri Þór Kjartansson, Breiðab...... 1.30,98 Elvar Þrastarson, Fram ................... 1.31,94 Svig kvenna 29. mars (síðara): Harpa Dögg Kjartansd., Breiðab .... 1.42,42 Arna Arnardóttir, Akureyri ............. 1.42,49 Ásta Björg Ingadóttir, Akureyri ..... 1.45,91 Svig karla 29. mars (síðara): Steinn Sigurðsson, Ármanni ............ 1.33,26 Andri Þór Kjartansson, Breiðab...... 1.34,12 Sveinn Brynjólfsson, Dalvík............. 1.36,66 Stórsvig kvenna 30. mars: Arna Arnardóttir, Akureyri ............. 1.46,12 Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri .. 1.46,77 Harpa Dögg Kjartansd., Breiðab .... 1.47,51 Stórsvig karla 30. mars: Ingvar Steinarsson, Akureyri .......... 1.39,81 Andri Þór Kjartansson, Breiðab...... 1.40,92 Steinn Sigurðsson, Ármanni ............ 1.41,79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.