Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Einarsdótt-ir fæddist á Sel- látranesi í Rauða- sandshreppi 2. september 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans, Landa- koti, 25. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðfreð- ur Einar Sigurðsson, f. 29. ágúst 1903, d. 30. júlí 1971, og Ólafía Herdís Ólafsdóttir, f. 18. ágúst 1886, d. 31. október 1953. Anna var einkadótt- ir þeirra. Systkin hennar, sam- feðra, eru Sigurður, f. 3. mars 1955, og Lára, f. 3. maí 1960. Anna giftist 6. september árið 1949 Kristjáni Kristjánssyni frá Efri-Tungu í Örlygshöfn, f. 20. ágúst 1925, d. 4. maí 1999. Foreldr- ar hans voru Kristján Júlíus Krist- jánsson og Dagbjört Torfadóttir. Börn þeirra: 1) Sigrún Björk Gunn- arsdóttir, f. 1. ágúst 1944, gift Ás- geiri Indriðasyni, f. 27. júní 1945, börn þeirra eru: Hjörtur, f. 13. júní 1963, Anna Silfa, f. 14. september 1968, Gunnar Reynir, f. 27. mars 1973, og Svava Björk, f. 1. október 1980. 2) Einar Kristjánsson, f. 15. desember 1950. Börn: Lilja Ragnhild- ur, f. 10. desember 1973, og Kristján Sig- fús, f. 30. júní 1979. 3) Kristján Júlíus Krist- jánsson, f. 27. október 1955. Börn: Hjalti Stefán, f. 27. desem- ber 1981, Emma, f. 23. október 1987, d. 22. desember 1987, og Andrea, f. 4. júní 1989. Anna bjó lengst af á Patreks- firði, og var húsmóðir og sjó- mannskona, auk þess að vinna við ýmis störf, s.s. fiskvinnslu og af- greiðslustörf. Árið 1978 fluttu þau hjón til Hveragerðis, þar sem Anna starfaði á Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands. Árið 1986 fluttu þau í Mosfellsbæ þar sem Anna starfaði á Reykjalundi, þar til um haustið 1995, er hún lét af störfum. Útför Önnu verður gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besta amma mín er látin. Hún laut í lægra haldi í baráttunni við illvígan sjúkdóm. Hún barðist eins og hetja allan tímann og var einstaklega sterk og dugleg. Á svona tímamótum í lífi manns fljúga minningarnar um í huganum og maður rifjar upp liðinn tíma. Fyrstu árin mín bjuggu amma og afi í Hveragerði. Þangað var gaman að koma, en mest spennandi fannst mér þó að fá að kíkja í töfraboxið sem amma átti í eldhússkápnum. Þetta var gamalt box með myndum af alls- kyns brjóstsykri utan á. Amma átti alltaf eitthvað gott í töfraboxinu sínu og gerði þessa athöfn alltaf svo spennandi fyrir ömmubörnin sín. Svo mátti maður líka kíkja fram í herbergi, í frystiskápinn. Þar var allt fullt af íspinnum og boltaís í öllum regnbogans litum. Stuttur spotti var í Eden, og þar gat amma nefnt nánast öll blóm á nafn, enda mikil blóma- kona. Þegar afi og amma fluttu í Mos- fellsbæinn urðu samverustundirnar enn fleiri, enda ekki lengi verið að hlaupa eða hjóla upp í Bugðutangann. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa. Þau kenndu manni ým- isleg spil, oftast spilaði ég marías og rússa við ömmu, en afi var seigur í rommý og ólsen, en bæði voru þau nú iðin við að leyfa okkur krökkunum að vinna sig, þó þau höfðu nú yfirleitt ráð undir rifi hverju þegar spilamennska var annars vegar. Amma var mikið náttúrubarn, og átti mikið af fallegum steinum hvað- anæva af landinu. Hún geymdi þá í glerskáp og þótti undur vænt um steinana sína. Í aug- um barns voru þetta einna líkast demöntum sem glitruðu hvernig sem á þá var litið. Ég man sérstaklega vel eftir því að við fórum oft öll fjölskyldan saman í bíltúra um helgar og tókum með okk- ur nesti. Þessar minningar frá æsku- árunum eru vafalaust með þeim dýr- mætustu sem maður á, og eru vandlega geymdar. Amma í Bugðó, eins og hún var oft kölluð af sínum nánustu, var ljúf og blíð kona, alltaf tilbúin að spjalla og veita manni góð ráð ef maður þurfti á að halda. Hún var alla tíð glæsileg og mynd- arleg húsmóðir, og hugsaði vel um sig og sína. Í seinni tíð fannst ömmu ákaflega gaman að segja frá lífinu fyrir vestan, og hún sá æskuárin sín í hillingum. Enda ekki að undra, því hún bjó fyrstu árin sín í Keflavík, rétt við Látrabjarg, fallegri vík, umkringd háum vestfirskum fjöllum og bláu hafi. Hún hafði yndi af að segja frá þess- um stað, og ég er viss um að hún fær að heimsækja víkina sína aftur. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælusumrin löng. Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. (Jón Trausti.) Ég veit að amma hefur hlotið góðar móttökur hinum megin, frá afa og öllu hinu fólkinu sem farið hefur á vit feðra sinna. Ég bið Guð og alla englana að vernda hana ömmu mína. Svava Björk. ANNA EINARSDÓTTIR ✝ Helga FriðrikaBæringsdóttir fæddist að Furufirði í Grunnavíkurhreppi 27.8. 1908. Hún lést að öldrunardeild Landakotsspítala að kvöldi sumardagsins fyrsta 24.4. 2003. Foreldrar hennar voru Bæring Bær- ingsson bóndi í Furu- firði f. 15.7. 1863, d. 10.4. 1925 og Guðrún Tómasdóttir f, 11.9. 1868, d. 19.12. 1948, hún var seinni kona Bærings. Al- systkini Helgu voru Halldóra Friðgerður Bjargey, f. 4.4. 1895, d. 15.7. 1981; Guðni Jón f. 30.12. 1896, d. 18.12. 1971; Tómas Elías f. 5.4. 1898, d. 24.10. 1978; Einar Aðalsteinn f. 5.11. 1899, d. 4.8. 1962; Hólmfríður Guðrún f. 10.11. 1901, d. 30.5. 1990, Guðmunda Jensína f. 22.10. 1904, d. 27.12. 1994: Sveinn Frímann Ágúst f. 18.8. 1906, d. 23. 2. 1999. Hálfsystkini voru Bæring Magnús Sveinn, f. 26.10. 1890, d. 1918, Guðrún Helga f. 11.2. 1892, d. 13.6. 1935. Bæring Magnús Sveinn lét eftir sig einn son, Eyþór Magnús hann var fæddur 15.6. 1916, dáinn 2.9.1972. Hann ólst upp með föður- systkinum sínum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1935. Helga eignaðist soninn Völund Björnsson 20.7. 1936 faðir hans: Björn Sæmundsson Brimar, f. 6.11. 1898, d. 24.1.1979. Maki Völundar: Steinunn Sigur- björg Sveinbjarnardóttir f. 2.9. 1938. Börn þeirra: Lind Völundar- dóttir f. 9.10. 1955, maki hennar var Einar Torfi Ásgeirsson, f. 30.10. 1948 – skildu. Börn þeirra: Perla Torfadóttir f. 10.1. 1974, dóttir Perlu er Eva Lind Guðjónsdóttir, f. 12.11. 1994, maki Perlu Guðlaugur Júníusson f. 7.6. 1976. Sonur þeirra: Einar Benedikt Guðlaugsson f. 2.7. 2002. Ásgeir Einarsson f. 18.5. 1977, dóttir hans: Embla Ósk f. 17.5. 1995. Fríða Torfadóttir f. 5.8. 1979 sonur hennar: Einar Nói Trauner f. 17.1. 1997. Auk þess á Lind soninn Kára Cornelis Timsson Junge f. 10.3. 1996 með Tim Junge f. 22.6. 1964. Mímir Völundarson f. 16.1. 1960, maki: Elín Hilmarsdóttir f. 14.6. 1962. Börn þeirra: Völundur Logi f. 7.7. 1983 og Þorbjörg Erna f. 11.5. 1997. Helga Völundardóttir f. 27.4. 1967, maki var Logi Snævar Hreiðarsson f. 23.10. 1955, frá- skilin. Dætur þeirra: Freyja Eilíf Logadóttir f. 26.10. 1986 og Stein- unn Lilja Logadóttir f. 14.10. 1990. Helga á dótturina: Sólbjörtu Veru Ómarsdóttur f. 19.5. 1993, með sambýlismanni sínum Ómari Stefánssyni f. 15.5. 1960. Útför Helgu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 2. maí, og hefst athöfnin kl. 13.30 Hún frænka mín Helga Bærings er látin. Í mínum huga var hún og Hólmfríður systir hennar hún Fríða frænka, systurnar uppi á lofti hjá ömmu á Skólavörðustíg eins og órjúfanleg heild. Þannig kemur bernskuminningin fram í hugann. Amma með stóra vasann á svunt- unni með ískökurnar óendanlegu í leynivasanum. Þarna í eldhúsinu var dívan og á hillunni var litla harm- onikkan hennar ömmu sem ætlast var til að allir ættu að spreyta sig á og systurnar báðar þær Helga og Fríða. Hún Fríða svo hljóðlát og gætin og Helga svo hressileg, og hvatvís með fastmótaðar skoðanir sem hún bar fram af einurð og ákveðni. Við systkinin, ég og hann Siggi stóri bróðir minn skokkuðum frá Rauðarárstígnum með föður okkar flestalla sunnudagsmorgna í okkar bernsku í heimsókn til þessara þriggja kvenna upp að Skólavörðu- stíg 42. Þarna á loftinu var fábrotið og lítið um skraut en á veggjunum blöstu við gifsmyndir af þekktum þjóðhetjum sem barnssálin velti fyrir sér og sögunum sem fylgdu þessum mönnum. Ég minnist þess að við áttum að fara hljóðlega upp stigann, á fyrstu hæðinni bjó Halldóra frænka sem einnig var ein af systrunum og um tíma bjó Guðni frændi í kjallaran- um í þessu ættarhúsi sem eins og svo margt annað heyrir nú sögunni til og er horfið af Skólavörðustígn- um. Þau voru norðan frá Horn- ströndum. Þar heyrði maður talað af virðingu um Furufjörð og Reykjafjörð á Hornströndum þar sem Bæringsfjölskyldan hafði búið og þau voru stolt af að hafa alist þar upp. Flest breyttist þegar við fluttum í úthverfi Reykjavíkur og ferðirnar á Skólavörðustíginn hættu að verða fasti sunnudagsmiðpunkturinn hjá okkur Sigga. Árin liðu, við áttum samt eftir að verða í næsta ná- grenni við systurnar sem við svo nefndum, því við fluttum á Vest- urgötuna og þær systurnar ráku og störfuðu við lítið þvottahús á Rán- argötu. Ég fór oft til þeirra í kaffi og fannst alltaf jafn gaman að spjalla við þær. Helga frænka mín hafði ákveðnar skoðanir um menn og málefni. Hún var vel greind og hafði áhuga á heimspekilegum málum, þjóð- og verkalýðsmálum og velti fyrir sér kenningum Helga Péturss meðal annars og var í félagi Nýalssinna. Atvikin höguðu því svo að ég bjó víðs fjarri henni frænku minni á fullorðinsárum. Ég hefði viljað kynnast henni betur og fræðast af henni því hún var hafsjór af fróð- leik. Hún las gríðarlega mikið af bókum og var tíður gestur á bóka- söfnum. Ég hefði líka viljað fræðast meira af henni um lifnaðarhætti fjölskyldunar á Hornströndunum, þessum harðbýlasta stað á landinu sem nú er löngu kominn í eyði. Óblíð náttúran og kröpp kjör í upp- vexti mótaði fólkið sem þarna ólst upp. Eftir lifir minningin um sterkan persónuleika íslenskrar alþýðukonu. Þórey Eyþórsdóttir. HELGA BÆRINGSDÓTTIR ✝ Björn Þorgeirs-son fæddist á Helgafelli í Helga- fellssveit 27. júlí 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Björnsdóttir og Þor- geir Jónasson. Hann ólst upp á Helgafelli ásamt fimm systkin- um sem eru: Ragn- heiður, Sigurður, Bergþóra, Snorri og Njáll, eru þau öll lát- in nema Snorri og Njáll. Fyrri kona Björns var Sigurlaug Þ. Ottesen, sem lést 6. sept. 1991, eignuðust þau þrjú börn. börn. a) Sigurlaug Dröfn, í sambúð með Rafael Jóni Gunnsteinssyni. b) Geir Elí. Sigurlaug og Björn skildu. Seinni kona Björns er Ragnhild- ur Björg Erlendsdóttir, hún átti af fyrra hjónabandi þrjú börn með Kjartani Jónssyni, d. 24.mars 1989, börn þeirra eru: a) Hilmar Þór, kvæntur Maríu Hallbjörnsdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Jón Birgir, kvæntur Theminu Kjartansson, þau eiga þrjú börn. c) Auður, gift Herði Bachmann, þau eiga tvær dætur. Björn fluttist til Reykjavík- ur 1940. Árið 1942 fór hann að starfa hjá Heildversluninni Eddu, og vann þar í 54 ár. Björn söng í ýmsum kórum, Karlakór Reykja- víkur, Tónlistafélagskórnum og Fríkirkjukórnum. Hann var einn af stofnendum Þjóðleikhúskórsins, að lokum var hann í kór eldri borgara á Vesturgötu 7, Einnig söng hann um tíma með danshljómsveitum. Útför Björns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1) Þorgeir, kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur, börn þeirra eru: a) Björn, kvæntur Svövu Halldórsdóttur, synir þeirra eru Þor- geir og Sindri Snær. b) Sigríður, í sambúð með Ólafi H. Nielsen. c) Sigurður Aðal- steinn. 2) Ingibjörg, d. 3. sept. 2001, sambýlis- maður og barnsfaðir Jón Yngvi Yngvason, dóttir þeirra Sigrún og dóttir hennar Arn- ey Ingibjörg Sigur- björnsdóttir. Seinni maður Ingi- bjargar var Þorvaldur Þorsteinsson. 3) Þuríður, gift Bjarna Geirssyni, þau eiga tvö Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells.) Mig langar með örfáum orðum að minnast stjúpföður míns Björns Þor- geirssonar. Þó svo að dauðinn eigi að vera jafn sjálfsagður og lífið þá er alltaf jafn erfitt að sætta sig við fráfall ástvina. Einkenni Bjössa var lífsgleði og hamingja. Einlægni hans, hlýja og já- kvætt viðhorf til lífsins urðu til þess að manni þótti sérlega vænt um hann og átti hann auðvelt með að laða til sín fólk á öllum aldri. Hann var með afdráttarlausar skoðanir, hreinlynd- ur og sjálfum sér samkvæmur. Bjössi tilheyrði kynslóð sem hefur lifað miklar breytingar á þjóðfélags- háttum og hugsunarhætti. Hann tók nýjungum með opnum huga og átti auðvelt með að aðlagast breyttum að- stæðum. Hann var mikill söngmaður og var hrókur alls fagnaðar. Hann naut sín ef eitthvað var um að vera. Hann var mjög gestrisinn og hafði gaman af að fá til sín heimsóknir og þá var tjaldað öllu því besta. Það er ekki sjálfsagt mál að eiga góða að á lífsleiðinni, við Bjössi urð- um mjög góðir vinir nánast frá okkar fyrstu kynnum, sem eru um þrjátíu ár. Hann kom ávallt fram við mig eins og ég væri hans eigin dóttir. Dætur mínar hafa notið návista við afa sinn, enda sýndi hann þeim frábæra um- hyggju og ástúð. Nú að endingu vil ég þakka fyrir samfylgdina og þá gleði sem hann kom með inn í líf okkar. Blessuð sé minning um heiðarlegan og góðan mann. Auður Kjartansdóttir. Elsku besti afi minn, mig langar til að segja að þú varst besti afi sem hægt er að eiga. Alltaf svo kátur og glaður, með hlýjan faðm og alveg risahlátur svo glumdi í öllu. Það glumdi líka í öllu þegar þú tókst söng- rokurnar frægu, stundum bara alveg uppúr þurru; þú að spjalla og svo allt í einu mætti hetjutenórinn á svæðið. Ástin, gleðin og söngurinn var þér allt, og fólkið þitt líka. Umhyggja þín og ást var það sem þú vildir gefa okkur öllum, og ég fékk góðan skerf af því. Var alltaf velkom- in á Sólvallagötuna til ykkar Ragn- hildar og ég nýtti mér það vel. Heim- ilið stórt og fallegt eins og höll, og þar leið mér eins og prinsessu uppáklædd í Ragnhildar fínustu kjóla og perlur. En svo var heldur betur skipt um gír þegar við þustum í „síðasta“ leik út- um alla íbúð þar til við náðum varla andanum. Svo vildirðu stundum kalla mig allt annað en Sigrúnu, þá var það Sísí, Sissa eða Súsí, en á betri stund- um Prinsessa eða Keisaraynja, en það var afþví ég var tekin með keis- ara, sagðirðu mér. Mér þykir vænt um þessi nöfn af því að enginn annar hefur eða mun nota þau um mig aft- ur. Þú áttir ofgnótt ástar að gefa, en sýnilegust og heitust var þó ást þín til Ragnhildar þinnar. Svona mikla og einlæga ást er ekki algengt að sjá hjá fólki, og allra síst af þinni kynslóð. Þið Ragnhildur náðuð mjög vel sam- an og áttuð auðvelt með að finna gleðina í lífinu. Hennar missir er nú mikill, en ég veit að þú munt vaka yfir henni æv- inlega og gæta. Elsku afi minn, takk fyrir allar okkar mörgu góðu stundir og alla þína hlýju. Við hittumst síðar. Þín Sigrún. BJÖRN ÞORGEIRSSON  Fleiri minningargreinar um Björn Þorgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.