Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 27
ÞESS var minnst um helgina að
100 ár eru liðin frá því að Vopna-
fjarðarkirkja var tekin í notkun.
Kirkjan var byggð samkvæmt
landshöfðingjaleyfi frá 7. nóv-
ember árið 1899 en umræður um
nauðsyn þess að byggja kirkju í
Vopnafjarðarkauptúni höfðu stað-
ið yfir frá 1890. Kirkjan var reist
á skika sem gamla selstöðu-
stórveldið Örum og Wulf gaf úr
lóð verslunarinnar. Forsmiður
var Björgólfur Brynjólfsson, sem
einnig smíðaði Hofskirkju í
Vopnafirði. Vopnafjarðarkirkja
kostaði ný tæpar 10.000 krónur
og þótti þetta mikið grettistak
fyrir fátækan söfnuð. Margt
merkra gripa er í kirkjunni. Til
dæmis altaristafla sem Jóhannes
Kjarval málaði, ein þriggja alt-
aristaflna meistarans, hinar eru í
heimabyggð hans í Bakkagerð-
iskirkju á Borgarfirði eystra og í
Innra-Hólmskirkju í Borgarfjarð-
arprófastsdæmi. Altaristaflan í
Innra-Hólmskirkju er þó ekki
merkt honum en að sögn Björns
Jónssonar, fyrrverandi prófasts á
Akranesi, er staðfest að taflan er
máluð af meistaranum. Þá eru í
kirkjunni veggljós og ljósakróna
sem komu úr Dómkirkjunni í
Reykjavík en það voru ljósfæri
sem brenndu olíu fram til 1953 en
var þá breytt í rafmagnsljós. 
En ýmislegt þurfti í kirkju fyrir
einni öld sem ekki er talin þörf á
núna eins og bókun sóknar-
nefndar frá 7. júní 1908 gefur til
kynna en þar var samþykkt að
kaup tólf hrákadalla í kirkjuna
og virðist ekki hafa veitt af þá. 
Síðasta árið hefur verið unnið
að endurbótum á Vopnafjarð-
arkirkju og hún færð í upp-
runalegt horf að ytra útliti. Jón
Andrésson, smiður á Vopnafirði,
sá um það verk. Til dæmis var
gamall kross sem verið hafði á
kirkjunni settur upp aftur en
hann hafði vikið fyrir ljósakrossi.
Afmælishátíðin á Vopnafirði hófst
með hátíðarguðsþjónustu klukkan
14 og við það tækifæri voru tvær
nýjar kirkjuklukkur teknar í
notkun. Frumflutt var nýtt lag
eftir Zbigniew Zuchowicz, skóla-
stjóra Tónlistarskóla Vopna-
fjarðar, við texta eftir Guðfinnu
Þorsteinsdóttur frá Teigi í
Vopnafirði, sem orti undir skálda-
heitinu Erla. Sigurður Sigurð-
arson, vígslubiskup í Skálholti,
predikaði en sóknarpresturinn,
séra Sigfús Jón Árnason, þjónaði
fyrir altari. Kirkjukórar Hofs- og
Vopnafjarðarsókna sungu. Að
lokinni guðsþjónustu var kirkju-
kaffi að fornum sið í félagsheim-
ilinu Miklagarði og þar var flutt
rúmlega klukkustundar dagskrá.
Haldið upp á 100 ára
afmæli kirkjunnar
Vopnafjörður
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Fermingarbörn með presti sínum í Vopnafjarðarkirkju í vor.
NÍU nemendur á umhverfisskipu-
lagsbraut Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri unnu verkefni í samvinnu
við Borgarbyggð um framtíðarnýt-
ingu og fyrirkomulag Einkunna, sem
er útivistarsvæði í Hamarslandi við
Borgarnes. Hugmyndirnar voru
kynntar á degi umhverfisins og af-
hentar við það tækifæri bæjarstjóra
Borgarbyggðar, Páli S. Brynjarssyni.
Í máli hans kom fram að hugmyndin
að samstarfi sveitarfélagsins og
Landbúnaðarháskólans um skipulag
svæðisins hefðu kviknað í tengslum
við aðkomu íbúa að Staðardagskrá 21,
þar sem rík áhersla var lögð á að efla
útivistarsvæðið í Einkunnum og leita
nýrra skipulagshugmynda. Páll þakk-
aði nemendunum þeirra framlag og
sagði að hugmyndir þeirra myndu
nýtast vel í framtíðinni. 
Við afhendinguna hélt Auður
Sveinsdóttir dósent á Hvanneyri tölu
og lagði áherslu á mikilvægi þess að
vera í samstarfi við sveitarfélög og at-
vinnulíf í landinu. Í raun væri það há-
skólum ómetanlegt tækifæri að fá slík
viðfangsefni. Verkefni nemendanna
lúta að því að skapa svæðinu sérstöðu
og auknar vinsældir og voru hug-
myndir þeirra athyglisverðar. Skógur
hefur verið ræktaður í Einkunnum
frá 1951 þegar hreppnefnd þáverandi
Borgarhrepps girti þar af blett og af-
henti skógræktarfélaginu Ösp. Sveit-
arfélagið hefur hin síðari ár séð um
rekstur og framkvæmdir á svæðinu
og gert það að ákjósanlegu útivistar-
svæði. Hið sérkennilega nafn er gam-
alt og kemur fyrir í Egilssögu. 
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri með
hugmyndir um framtíðarskipulag
Einkunna ásamt fulltrúa nemenda,
Kristínu Pétursdóttur.
Nýjar hug-
myndir um
Einkunnir
kynntar
Borgarnes
MIKIÐ líf og fjör var í Fjarðabyggð
fyrir helgi en þá fór fram öld-
ungamót Blaksambands Íslands.
Þátttakendur á mótinu voru á milli
sex og átta hundruð og hafði mótið
mikil áhrif á samfélagið. Til að
mynda er eitthvað um að bæj-
arbúar leigi blökurum hús sín með-
an á mótinu stendur. Þá fékk hluti
grunnskólabarna frí í skólanum á
föstudag, enda skólinn nýttur sem
gistirými. Það er við hæfi að halda
þetta líflega og fjöruga mót í blak-
bænum Neskaupstað en þetta er í
annað sinn á fjórum árum sem mót-
ið er haldið hér. 
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Öldungarnir fjöl-
menntu á blakmótið 
Neskaupstaður
BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar hefur
samþykkt að slíta viðræðum um sam-
einingu Siglufjarðar, Ólafsfjarðar,
Dalvíkurbyggðar og Akureyrar, en
samráðshópur sem fjallað hefur um
slíka sameiningu óskaði eftir því að
sveitarfélögin tækju afstöðu til slíkrar
sameiningar áður en viðræðum yrði
haldið áfram.
Að mati bæjarstjórnar Ólafsfjarðar
eru að skapast þær aðstæður við ut-
anverðan Eyjafjörð sem gera samein-
ingu Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og
Dalvíkurbyggðar að raunverulegum
valkosti. Með sameiningu þessara
sveitarfélaga geti skapast allt að 5.000
manna byggð sem geti staðið undir
kröftugu og heildstæðu atvinnu- og
þjónustusvæði sem geti veitt íbúum
svæðisins þá lögbundnu þjónustu sem
þeir eigi rétt á. Hugur bæjarstjórnar
standi því fyrst og fremst til slíkrar
sameiningar. Bókun þessa efnis var
samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.
Vilja ekki samein-
ingu við Akureyri
Ólafsfjörður
Mynd af bæjarstjórunum fjórum, Guðmundi Guðlaugsson Siglufirði, Stef-
aníu Traustadóttur Ólafsfirði, Valdimar Bragasyni Dalvíkurbyggð og
Kristjáni Þór Júlíussyni Akureyri, var tekin á sameiginlegum fundi.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
ÞEIR áttu sér draum þessir hrossa-
gaukar að lifa og njótast á Íslandi eitt
sumar. Nýkomnir að Mývatni og
byrjaðir ástaleiki á þjóðveginum, svo
sem gaukum er tamt, urðu þeir fórn-
arlömb miskunnarleysis mannanna.
Einhver var að flýta sér mikið á þjóð-
veginum við Stekkjarnes. Sá hefur
ekki áttað sig á að fuglar eiga sitt til-
hugalíf og gleyma þá alveg stund og
stað. Það leyndi sér ekki að þannig
hefur þetta borið að. Þessir fuglar
flugu ekki á bíl. Það var ekið yfir þá
óviðbúna. Lífsins leikur á miðjum
vegi. Búið spil.
Það mætti gera meira af því að
minna ökumenn á að sýna fugli í um-
ferðinni tillitssemi. Sá tími sem nú fer
í hönd er sá tími þegar fuglar eru upp-
teknir af öllu öðru en því að vara sig á
ökuóðum Íslendingum. Stundum er
það svo þegar kemur fram í maí og
júní að ekki duga fingur til að telja
dauða fugla á veginum umhverfis Mý-
vatn. Mætti ekki biðja Vegagerðina
og umferðarráð að setja upp bæna-
skilti við þjóðveginn um miskunn
þessum sumargestum til handa?
Miskunnar-
leysi umferð-
arinnar
Mývatnssveit 
Þannig fór sumarið þeirra.
Morgunblaðið/BFH

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64