Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 19 HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is HUGSAÐU LENGRA SJÁÐU LÍNURNAR OG HUGSAÐU LENGRA Þeir sem hugsa lengra hafa augun opin fyrir Skoda því þeir kunna að meta mikið notagildi og vilja fá meira fyrir peningana sína. Bílarnir frá Skoda státa líka af fallegu útliti, miklu öryggi og ríkulegum staðalbúnaði. Prófaðu Skoda Fabia sem er sá rúmbesti í sínum stærðarflokki eða Skoda Octavia sem er fullkominn bíll fyrir fjölskyldur. Innifalið í rekstrarleigu: 20.000 km akstur á ári, þjón- ustuskoðanir og smurþjónusta. Rekstrarleiga er háð gengi gjaldmiðla og getur því breyst án fyrirvara. 22.653 kr. á mánuði í þrjú ár miðað við rekstrarleigu. 27.558 kr. á mánuði í þrjú ár miðað við rekstrarleigu. SkodaFabia kostar frá 1.250 þús. SkodaOctavia kostar frá 1.635 þús. G O TT FÓ LK M cC A N N -E R IC K S O N · S ÍA · 2 2 6 1 6 NESTOR Kirchner, lítt þekktur ríkisstjóri, lýsti sig í gær forseta Argentínu en á miðvikudagskvöld tilkynnti helsti keppinautur hans, Carlos Menem, að hann hygðist ekki gefa kost á sér í síðari umferð kosninganna sem fram áttu að fara um helgina. „Ég tala hér sem forseti allra Argentínumanna,“ sagði Kirchner í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu eftir að ákvörðun Menems lá fyrir. „Ég mun gera allt sem í valdi mínu stendur til að tryggja þá endurnýj- un sem land vort þarfnast svo mjög,“ bætti forsetinn nýi við. Kirchner tekur formlega við embætti 25. þessa mánaðar. Kirchner sagði að efst á verk- efnaskrá hans yrðu efnahagsmálin en um 60% argentínsku þjóð- arinnar búa við eða undir fátækt- armörkum. Íbúar landsins eru 32 milljónir. Hann kvaðst hafa afráðið að biðja Roberto Lavagna að halda áfram sem efnahagsráðherra en hann þykir hafa staðið sig vel í starfi og er honum einkum þakkað að nokkuð hefur rofað til á und- anliðnum mánuðum. Forsetinn lagði og áherslu á að hann vildi efla Mercosur, fríverslunarbanda- lag Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ. Þess yrði og freistað að fá erlendar skuldir þjóðarinnar minnkaðar. Kirchner sá hins vegar ekki ástæðu til að fagna ákvörðun Men- ems. Sagði hann Menem, sem var forseti landsins frá 1989 til 1999, fyrst hafa svipt þjóðina atvinnunni, þá lifibrauðinu, síðan hefði hann rænt hana voninni og nú hefði hann gert atkvæðisrétt manna að engu. Kirchner hlaut einungis um 22% atkvæðanna í fyrri umferð kosn- inganna, sem fram fór 27. fyrra mánaðar. Kannanir sýndu að hann naut stuðnings um 60% kjósenda þegar Menem dró sig í hlé. Átti hann því sigurinn vísan í kosning- unum sem fram áttu að fara á sunnudag. Báðir koma þeir Menem og Kirchner úr flokki perónista, sem á spænsku nefnist Partido Justicalista. Kirchner hefur þó ver- ið talinn heldur til vinstri í stjórn- málum borinn saman við Menem. Lítt reyndur í landsmálum Kirchner er ríkistjóri í Santa Cruz í sunnanverðri Argentínu og hefur verið lofaður fyrir skilvirka stjórnsýslu þar. Þar hefur atvinnu- leysi t.a.m. verið um 3% en það mælist um 25% á landsvísu. Hann er á hinn bóginn vændur um að hafa notað olíuhagnað til að fjár- magna opinber störf og þannig afl- að sér vinsælda. Þá er og nefnt að aðeins búi um 200.000 manns í Santa Cruz og reynsla stjórnmála- manns af þeim vettvangi dugi skammt þegar í landsmálin er komið. Santa Cruz er í tæplega 3.000 kílómetra fjarlægð frá höf- uðborginni, Buenos Aires. Kirchner þykir heldur litlaus stjórnmálamaður og hann var lítt þekktur er hann bauð sig fram til forseta. Þannig var vísað til hans sem „óþekkta mansins“ í argent- ínska tímaritinu Noticias á dög- unum. „Ég er ekki sölumaður blekkingarinnar. Ég er alvörugef- inn og hæfur stjórnandi,“ segir hann sjálfur. Víst þykir að full þörf verði á þessum eiginleikum forsetans nýja í ljósi þess dapurlega ástands sem einkennir efnahagsmál Argent- ínumanna. „Óþekkti mað- urinn“ tekur við í Argentínu Buenos Aires. AFP. ’ Ég er alvörugef-inn og hæfur stjórn- andi. ‘ Reuters Nestor Kirchner, verðandi forseti Argentínu (t.v.), og varamaður hans veifa til aðdáenda sinna á miðvikudagskvöld þegar fyrir lá að ekki kæmi til seinni umferðar forsetakosninganna í landinu. Gert er ráð fyrir því að Kirchner taki við embættinu 25. þessa mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.