Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 25
! !
" !
# $ % %&
' #(#
)## %&
Náttúrufræðistofnun Íslands
Umhverfisráðuneytið
Alþjóðlegur dagur
líffræðilegrar fjölbreytni
Fræðsluráðstefna
Í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar
fjölbreytni hinn 22. maí 2003
verður haldin fræðsluráðstefna
í Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð,
kl. 14:00–17:00 þann sama dag.
14:00-14:05 Setning, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra.
I. hluti: Samningur um vernd líffræðilegrar
fjölbreytni - hugmyndafræði og framkvæmd.
14.05-14:25 Leikhús þróunarinnar – hvernig verður
líffræðileg fjölbreytni til?
Sigurður Snorrason, Háskóla Íslands.
14:25-14:40 Samningur um vernd líffræðilegrar fjölbreytni –
forsaga og lagalegar skyldur.
Sigurður Þráinsson, umhverfisráðuneyti.
14:40-14:55 Samningur um vernd líffræðilegrar fjölbreytni –
hugmynda- og aðferðafræði.
Jón Gunnar Ottósson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
14:55-15:10 Líffræðileg fjölbreytni og ágengar innfluttar tegundir.
Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins.
15:10-15:25 Líffræðileg fjölbreytni í landbúnaði – verndun og
sjálfbær nýting.
Áslaug Helgadóttir og Emma Eyþórsdóttir,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
15:25 Kaffihlé
II. hluti: Skráning, flokkun og verndun
líffræðilegrar fjölbreytni Íslands
15:55-16:05 Íslenskar vistgerðir.
Sigurður H. Magnússon,
Náttúrufræðistofnun Íslands.
16:0516:15 Íslensk stöðuvötn.
Hilmar Malmquist, Náttúrufræðistofu Kópavogs.
16:15-16:25 Botndýr á Íslandsmiðum.
Sigmar A. Steingrímsson, Hafrannsóknastofnuninni.
16:25-16:35 Verndun tegunda – válistar.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
Náttúrufræðistofnun Íslands.
16:35-16:45 Verndun svæða – náttúruverndaráætlun.
María Harðardóttir, Umhverfisstofnun.
16:45-17:00 Lokaumræður, samantekt og ráðstefnuslit.
Snorri Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
„HINGAÐ kemur fólk í fötum
eftir nýjustu tízku í nýtízkubíl
og ég veit það á nýmóðins hús,
og það segir við mig: „Ég þoli
ekki þessa nýju list. Ég vil sjá
eitthvað sem þú gerðir fyrir 40
árum.“ Ég veit ekki til að fólk
komi til neinna annarra en
listamanna og biðji um fjörutíu
ára gamla vöru. Mundi þetta
fólk fara inn í rafmagnsverzlun
og segja: „Nú þarf ég ljós í stof-
una mína, þér eigið víst ekki
lýsislampa?“ Nei, þessi hugs-
unarháttur er andlegt líkþorn.“
Svo mæltist Ásmundi
Sveinssyni í viðtalsbók sem
Helgafell gaf út um mynd-
höggvarann 1981, ári fyrir andlát
hans.
Í dag, þriðjudag, fagnar Ásmund-
arsafn, þar sem áður var heimili og
vinnustofa listamannsins, 20 ára af-
mæli með opnun yfirlitssýningar um
list Ásmundar. Yfirskrift sýningar-
innar er Nútímamaðurinn. „Hann var
talsmaður tækniframfara, uppbygg-
ingar og mannjöfnuðar. … Titlar eins
og Framtíðin, Rafmagn, Í gegnum
hljóðmúrinn, Geimdreki, Samhljómur
hnattanna og Röntgenminnisvarði
bera þessu viðhorfi Ásmundar glöggt
vitni; hann hreifst af tækninýjungum
og mörg verka hans tengjast fram-
förum á þeim sviðum,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Ásmundarsafni.
Opnar heimili sitt
Á sýningunni verða verk frá öllum
ferli Ásmundar, sem varð tæplega ní-
ræður, „verkalýðstengdar myndir frá
fjórða áratugnum, myndir undir
áhrifum kúbisma og síðan verk sem
hann leit á sem svar við ógnum stríðs-
ins, eins og Móðurást,“ segir Þor-
björg. Til viðbótar þessum verða sér-
staklega sýnd örfá þeirra verka sem
sködduðust í húsbruna í Fákafeni fyr-
ir tæpu ári og sérfræðingar hafa nú
unnið við að lagfæra um hríð.
En að sýna verk listamanns sem
lagði svona mikið upp úr kviku sam-
hengi við samtíma og umhverfi, inni á
safni, er það ekki misgerð? „Nei,“
segir Þorbjörg, „í fyrsta lagi eru verk
Ásmundar úti um allan bæ, en safnið
sjálft var líka heimili Ásmundar og
vinnustaður hans og hann er í raun-
inni að opna heimili sitt fyrir gestum –
hér inni eru engin helg skrín, engin
stofa sem hefur verið fryst eins og
listamaðurinn skildi við hana eða þess
lags, heldur hefur húsið, sem er eitt af
listaverkum Ásmundar, verið lifandi.“
Safnið er opið daglega frá 10–16,
frítt inn á mánudögum en annars
gilda miðar samdægurs í öll hús
Listasafns Reykjavíkur.
Nútímamaðurinn
Ásmundur
Sveinsson
Ásmundur Sveinsson (1893–1982) við störf.
Eden, Hveragerði Svala Sóleyg
Jónsdóttir opnar málverkasýningu
með yfirskriftinni Blómaljóð. Sýn-
ingin samanstendur af olíu-
málverkum og vatnslitamyndum.
Svala Sóleyg hefur lengi fengist við
listsköpun og sótt ýmis myndlist-
arnámskeið, m.a. í Handíða- og
myndlistarskólanum á sinni íð, lista-
deild FB, sem og fjölmörg önnur
námskeið í meðferð ólíu-, akrýl-,
pastel- og vatnslita. Einnig hefur
hún sótt námskeið í grafík og postu-
línsmálun. Meðal kennara hennar
eru Benedikt Gunnarsson, Hringur
Jóhannesson, Sara Vilbergsdóttir,
Harpa Björnsdóttir, Einar Garibaldi
og Sólrún Björk.
Sýningin stendur til 1. júní og er op-
in kl. 9–21.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Á NÆSTUNNI kemur út hjá Orms-
tungu heildarútgáfa á leikritum
Guðmundar Steinssonar. Verkið er í
þremur bindum, alls um 1.400 bls.
með fjölmörgum ljósmyndum úr lífi
og starfi Guðmundar. Umsjón með
útgáfunni hefur Jón Viðar Jónsson,
fil. dr., og ritar hann jafnframt ít-
arlegan inngang.
Guðmundur Steinsson fæddist ár-
ið 1925 og lést árið 1996. Leikrit
hans Sólarferð og Stundarfriður,
urðu vinsæl þegar þau voru frum-
sýnd fyrir rúmum tveim áratugum á
sviði Þjóðleikhússins og Stundar-
friður sýndur víða um lönd í kjölfar-
ið.
„Guðmundur var eitt fremsta leik-
ritaskáld Íslands um sína daga og
heildarútgáfa á leikritum hans er
löngu tímabær,“ segir Gísli Már
Gíslason útgáfustjóri. „Hann var
höfundur sem þorði að fara eigin
leiðir. Þetta rit er heildarsafn leik-
rita Guðmundar, alls tuttugu og tvö
leikrit. Einungis fimm þeirra hafa
verið bæði sviðsett og prentuð áður:
Þjóðhátíð, Sólarferð, Stundarfriður,
Garðveisla og Brúðarmyndin. Birt-
ust tvö þau fyrsttöldu í
tímaritinu Lystræn-
inginn (1976–77 og
1981), sem mun nú í
fárra höndum, hin þrjú
á bók um líkt leyti og
þau voru sýnd í Þjóð-
leikhúsinu. Sjö hafa
verið sýnd á sviði, en
ekki komið á prent:
Forsetaefnið, Fóstur-
mold, Sæluríkið, Skírn,
Lúkas, Stakkaskipti og
einþáttungurinn Róm-
eó sem var frumsýndur
í Pärnu í Eistlandi árið
1992 en hefur ekki ver-
ið sýndur hér á landi til
þessa. Níu hafa hvorki verið sviðsett
né prentuð áður: Fjölnir, Tvíleikur,
Þjóðlíf, Húsið, Sólarpakki, Katthóll,
Spegilmyndin, Hjartsláttur og ein-
þáttungurinn Þrætueplið. Lítill ein-
þáttungur, Líftryggingin eða örlög
innheimtumannsins, birtist í Fé-
lagsbréfi Almenna bókafélagsins ár-
ið 1960 og hefur aldrei komið á svið
svo vitað sé.
Af tuttugu og tveimur leikverkum
ritsins birtast nítján
hér á bók í fyrsta sinn,
sjö árum eftir fráfall
höfundar, og er slíkt
einstakur viðburður í
íslenskri útgáfusögu.
Ritið hefur verið í und-
irbúningi allt frá
haustinu 1995 þegar
Guðmundur og Jón
Viðar tóku að huga að
frágangi leikritanna
með mögulega heildar-
útgáfu fyrir augum.
Guðmundi entist ekki
aldur til að ljúka þess-
ari vinnu, en Jón Viðar
hélt ótrauður áfram
með hléum í samráði við ekkju
skáldsins, Kristbjörgu Kjeld, og inn-
an fárra vikna lítur verkið dagsins
ljós.“
Áhugamönnum og velunnurum ís-
lenskrar bók- og leiklistarmenning-
ar gefst þessa dagana kostur á að
eignast þessa útgáfu á kynningar-
verði og má fræðast meira um það
hjá útgefanda eða á vefsíðu hans,
www.ormstunga.is.
Heildarútgáfa á leikritum
Guðmundar Steinssonar
Guðmundur Steinsson
PÉTUR Gautur er sjöundi lista-
maðurinn sem sýnir verk sín í Gall-
eríi Landsbankans á netinu. Allir
listamenn sem sýna verk sín í Gall-
eríinu gefa eitt verk sem boðið er
upp á vefnum og rennur ágóði
verksins til góðgerðarmála. Fram
til 22. maí mun Pétur Gautur
standa fyrir uppboði á málverkinu
Uppstilling og rennur upphæð
verksins óskipt til Barnaspítala
Hringsins, til kaupa á afþreying-
arefni fyrir börn. Uppboðið fer
fram á landsbanki.is. Þar gefst öll-
um tækifæri til að senda inn tilboð
og fylgjast með þróun uppboðsins.
Uppboðsverk og fleiri verk eftir
Pétur Gaut eru til sýnis í húsakynn-
um Landsbankans á Laugavegi 77
meðan uppboðið fer fram.
Uppboð á verki
Péturs Gauts
Pétur Gautur: Uppstilling.