Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þig umlykur dulúð. Þú sýnir ekki þinn innri mann meðal ókunnugra heldur setur upp grímu. Grímuna tekur þú ekki niður nema í öruggu umhverfi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu varkárni bæði við akstur og gang í dag. Þó nokkur spenna býr innra með þér og gæti hún orsakað kæruleysi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Áhyggjur vegna peninga og annarra eigna eru þarflaus- ar. Þær eru einungis til komnar vegna tunglstöðu morgundagsins. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eirðarleysi mun hrjá þig í dag vegna stöðu himintungl- anna. Ekki örvænta, þetta er fullkomlega eðlilegt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Farðu þér hægt í dag því þú gætir auðveldlega gert mis- tök. Ef mistök eiga sér stað orsakast þau af fljótfærni eða kæruleysi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þrátt fyrir leiðtogahæfileika þína gæti reynst auðveldara að fylgja því sem vinir leggja til heldur en að miðla málum. Stundum verða aðrir að fá að ráða för. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú skalt varast að gefa yf- irmönnum þínum góð ráð í dag. Tillögur þínar eru að öllum líkindum ekki góðar og gætu valdið vandræðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð í dag. Samræður gætu farið út um þúfur vegna þess að einhver móðgast vegna orða þinna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Peningar valda þér hugar- angri. Mundu, það skiptir ekki máli hversu mikið þú þénar heldur hversu mikið þú sparar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þú átt þess kost að fá lík- amlega útrás skaltu gera það. Það væri æskilegt vegna þeirrar spennu sem í þér býr. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hunsaðu óöryggi og hættu að efast um sjálfa(n) þig. Þessar tilfinningar eiga ekki rétt á sér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Forðastu að bregðast við gagnrýni vinar í dag. Án nokkurs vafa er hún ekki komin til af illu. Ef hún er sprottin af illu þarftu ekki á þessum vin að halda! Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver vill gefa þér upp- byggjandi ráð í dag. Að sjálf- sögðu finnst þér þetta þarf- laust með öllu. Hafðu það þó hugfast að þetta er vel meint. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUMARKVEÐJA Sjá! nú er liðin sumartíð, hverrar ljómi blíðu blómi hruman áður hressti lýð. Nú sjáum vér hve fastan fót allt það hefur gæfan gefur. Gráts eru hér og gleði mót. Óðfluga á tímans vagni vær öllum stundum áfram skundum; enginn honum aftrað fær. Þannig smám saman líður leið, sem bát siglandi ber að landi bára hver, sem yfir skreið. – – – Jón Þorláksson LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 10. júní sl. varð fimmtug Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, Hóf- gerði 16, Kópavogi. Í dag, föstudaginn 13. júní, taka hún og eiginmaður hennar, Einar Pétursson, á móti gestum í sal íþróttahússins í Smáranum kl. 20:30. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 13. júní, er fimmtugur Árni Kjartansson, vélfræðingur. Hann býður vinum og vandamönnum í afmæl- iskaffi á heimili sínu, Lyng- brekku 13, Kópavogi, á morgun, laugardaginn 14. júní, frá kl. 15.30. TÍUR eru ekki mannspil og njóta ekki þeirra mannrétt- inda að vera taldar til punkta. Stundum væri þó full þörf á því, því tíur geta bætt mögu- leika sagnhafa verulega, eink- um ef þær eru í slagtogi með hinum mennska hluta stokks- ins. Norður ♠ ÁKD74 ♥ ÁKD82 ♦ 3 ♣65 Suður ♠ 65 ♥ 73 ♦ ÁD864 ♣ÁD83 Suður spilar hér sex grönd og fær út spaða. Slemman er frekar slöpp, en tíur tvær í há- litunum myndu snarauka vinningslíkurnar. En því er ekki að heilsa hér. Sagnhafi byrjar á því að taka þrjá efstu í spaða og nú skulum við velta framhaldinu fyrir okkur eftir því hvernig spaðinn liggur: (a) Hvernig á að spila ef austur reynist eiga fjórlit í spaða? (b) Ef spaðinn fellur 3–3? (a) Ef austur á fjóra spaða verður að treysta á hjartað 3–3. Besta framhaldið er að gefa austri fjórða slaginn á spaða og reyna síðan að giska á réttu svíninguna í láglit- unum. Sú ágiskun byggist að nokkru á sálfræði. Hverju henti vestur í þriðja spaðann? Ef hann hefur kallað í öðrum láglitnum er sennilega best að trúa því, en auðvitað ber að taka tillit til þess hvers konar spilari vestur er. (b) Spaðinn fellur. Þá er skynsamlegast að taka strax fríslagina tvo í spaða og reyna að rýna í afköstin. Svína síðan í öðrum láglitnum. Ef svín- ingin heppnast er hjarta næst dúkkað og þá er nóg að lit- urinn falli 4–2. Misheppnist svíningin hins vegar verður hjartað að koma 3–3. Norður ♠ ÁKD74 ♥ ÁKD82 ♦ 3 ♣65 Vestur Austur ♠ 32 ♠ G1098 ♥ G94 ♥ 1065 ♦ KG72 ♦ 1095 ♣9742 ♣KG10 Suður ♠ 65 ♥ 73 ♦ ÁD864 ♣ÁD83 Svona var allt spilið og vest- ur gat ekki stillt sig um að kalla í tígli í þriðja slag. Aust- ur spilaði tígli þegar hann komst inn á fjórða spaðann, en sagnhafi ákvað að treysta kalli vesturs og fór upp með ásinn og svínaði síðan laufdrottn- ingu. Tólf slagir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar stúlkur héldu tombólu á Húsavík, til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 8.147 kr. Þær eru f.v. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Þóra Kristín Sigurðardóttir, Heiðdís Hafþórsdóttir og Helga Sigurbjörnsdóttir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson 40 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 13. júní, er fertug Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Mýrum 4, Patreksfirði. Eiginmaður hennar er Jón B.G. Jónsson, yfirlæknir Heilbrigðisstofn- unarinnar á Patreksfirði. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. g3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bg2 Be7 7. 0-0 Rbd7 8. b3 Re4 9. Rxe4 Bxe4 10. Bf4 0-0 11. He1 h6 12. Bf1 c5 13. cxd5 exd5 14. dxc5 Bxc5 15. Rd2 Bh7 16. Bh3 g5 17. Bxd7 Dxd7 18. Be5 Hfe8 19. Bb2 d4 20. Hc1 b6 21. a3 a5 22. Rf3 Had8 23. Dd2 g4 24. b4 gxf3 25. bxc5 – Staðan kom upp á Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Andri Áss Grét- arsson (2.315) hafði svart gegn Kristjáni Eðvarðssyni (2.238). 25. – Hxe2! 26. Hxe2 Dh3 og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Það kom móts- höldurum á óvart að mótið verði reiknað fyrir næsta stigalista FIDE, 1. júlí nk. Fyrir Björn Þorfinnsson eru þetta afbragðstíðindi þar sem hann hækkaði hvorki meira né minna en um 33 stig á mótinu. Skákþing Hafn- arfjarðar hefst í kvöld, 13. júní, kl. 19.30 en það mun fara fram í félagsheimili Skákdeildar Hauka að Ás- völlum í Hafnarfirði. Öllum er velkomið að taka þátt í mótinu en því lýkur 15. júní. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA www.fotur.net Ríkharður Jósafatsson Austurlensk læknisfræði Nálastungur og nuddfræði Fellsmúla 24 108 Reykjavík 553 0073 GSM: 863 0180 nalastungur@simnet.is Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní BJARNI JÓNSSON listmálari hefur opnað sína árlegu sýningu í Eden Hveragerði. Sýningunni lýkur 15. júní. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. REYKJAVÍK - SELTJARNARNES Mér hefur verið falið að leita eftir húsnæði miðsvæðis í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi. Æskilegt er að eignin sé með fjórum svefnherbergjum, og bílskúr. Verðhugmynd 25 millj. Kaupendur eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.734.052 kr. 2.546.810 kr. 254.681 kr. 25.468 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.953.995 kr. 1.990.799 kr. 199.080 kr. 19.908 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.542.920 kr. 1.908.584 kr. 190.858 kr. 19.086 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.609.727 kr. 160.973 kr. 16.097 kr. Innlausnardagur 15. júní 2003 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1,60972672 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1,24033365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.