Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 1
Skipulaginu breytt Líklega þurfa breskir hermenn aft- ur að vera í fullum herklæðum vegna árásanna í gær en þeir hafa ekki þurft þess síðan stríðinu lauk. SEX breskir hermenn féllu og átta slösuðust í tveimur árásum í suður- hluta Íraks í gær. Að því er fram kemur í tilkynningu frá breska for- sætisráðuneytinu voru árásirnar gerðar með nokkurra km millibili nærri al-Amarah, um 200 km norð- ur af Basra. Hermennirnir voru að þjálfa íraska lögreglumenn þegar árásin var gerð. Breska varnar- málaráðuneytið rannsakar nú hvort árásirnar tvær hafi tengst með ein- hverjum hætti. Þingmenn vottuðu hermönnun- um virðingu sína og Tony Blair forsætisráðherra sagði þá hafa „fallið með sæmd fyrir heimaland sitt“. Varnarmálaráðherra Bretlands, Geoff Hoon, sagði í umræðum í þinginu að hersveitirnar myndu þó ekki verða bugaðar af „óvinum friðarins“ eins og þeim sem gerðu árásina. Of snemmt væri að draga ályktanir í þá veru að kalla ætti til Sameinuðu þjóðirnar á svæðið eins og einn þingmaður lagði til. Vara Rumsfeld við áhyggjum bandarískra borgara Bandarískt herlið í Írak varð enn fyrir árásum aðfaranótt þriðju- dags samkvæmt heimildarmönnum innan bandaríska hersins. Fimm Írakar létust í árásunum og einn Bandaríkjamaður særðist. Um tvö, að því er talið er, óskyld atvik var að ræða nærri bænum Fallujah, vestur af Bagdad. Í því fyrra sinnti bílstjóri bifreiðar sem ók í átt að vegartálma hersins ekki stöðvunarskyldu með þeim afleið- ingum að einn Íraki féll og annar særðist í skothríð bandarískra her- manna. Tveimur stundum síðar var skotið á bandaríska hermenn við vegartálma sem svöruðu í sömu mynt og særðust þrír árásarmanna í þeim átökum. Þá bjuggu íbúar Bagdad-borgar við algert rafmagnsleysi annan daginn í röð í gær en þá var meira en sólarhringur liðinn frá því að skemmdarverk voru unnin á gas- leiðslum nærri bænum Hit í Írak. Bandarískir þingmenn vöruðu í gær Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, við áhyggjum almennings af nær dag- legum árásum á bandaríska her- menn í Írak og vaxandi fjölda dauðsfalla í bandarísku herliði í Írak og Afganistan. Sex Bretar féllu í Írak Íbúar Bagdad-borgar hafa búið við rafmagnsleysi í tvo sólarhringa Bagdad. AFP, AP. Reuters STOFNAÐ 1913 169. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lengi í boltanum Auður Skúladóttir lék sinn 200. leik fyrir Stjörnuna Íþróttir 44 Ofurstjarnan Beyoncé gefur út sína fyrstu sólóplötu Fólk 46 Boðflenna í sviðsljósi Atvik í afmæli prinsins dregur dilk á eftir sér Erlent 16 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hjálpar hér Elísabetu Englandsdrottningu niður úr gullslegnum vagni en heimsókn Pútíns til Bretlands hófst í gær. Um er að ræða fyrstu heimsókn rússnesks þjóð- höfðingja til landsins í meira en öld eða síðan á keisaratímanum í Rússlandi./14 Reuters Söguleg heimsókn MIKLAR afbókanir eru hjá Fosshótelum í sumar en þau eru fjórtán talsins um allt land. Margir hóp- ar ferðamanna frá Evrópu og Asíu hafa afbókað með stuttum fyrirvara. Á móti kemur að það færist í vöxt að ferðamenn bóki ferðir hingað til lands á síðustu stundu og þá gjarnan í gegnum Netið, að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Hún segir að ferðamönnum hafi fjölgað um 7–8% milli ára en gistirými hafi aukist um 20% á sama tíma í Reykjavík sem kemur niður á nýtingunni. „Ástandið hefur ekki verið svona slæmt í fjögur ár,“ segir Renato Grünenfelder, framkvæmdastjóri Foss- hótelanna. „Þetta leit út fyrir að verða metsumar hjá flestum. Við stóluðum á að allir vildu fara til Íslands sem væri öruggt land miðað við önnur lönd en því mið- ur gekk það ekki upp.“ Hann telur að nýtingin sé verst á Suðurlandi en áhrifanna gæti þó um allt land. „Af- bókanir koma verst niður á litlu hótelunum úti á landi. Þar eru engir biðlistar og þegar hópar sem pantað hafa 10–25 herbergi afbóka með stuttum fyrirvara er aldrei hægt að fylla þau í staðinn.“ HABL hefur haft áhrif Mest er um afbókanir frá Asíu og þar telur Renato bráðalungnabólguna HABL vera helstu skýringuna. Í Sviss og Þýskalandi sé mikið framboð af ferðum og fjölbreytt tilboð sem hægt sé að taka með mjög stutt- um fyrirvara. Þá hafi efnahagsástandið þau áhrif að fólk ferðast minna og það gildir líka um Skandinava. Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela hf., sagðist verða var við fleiri afbókanir í sumar, sér- staklega í Reykjavík, enda meira framboð af gistirými en áður. „Afbókanir eru háðar ástandinu í ferðaþjón- ustunni hverju sinni, ferðaskrifstofur bóka ákveðinn fjölda herbergja fram í tímann og reyna svo að selja þau herbergi. Náist það ekki innan ákveðins frests verða skrifstofurnar að afbóka. Ástandið í Bandaríkj- unum núna er ekki gott, fólk þar er hrætt við að ferðast. Staðan í Evrópu er hins vegar betri.“ Margir hópar erlendra ferða- manna afboða komu sína „Ástandið ekki svona slæmt í fjögur ár“ Talibanar skipuleggja andspyrnu Maryland. AP. MÚLLINN Mo- hammad Omar, fyrrverandi and- legur leiðtogi tal- ibanastjórnarinn- ar í Afganistan, hefur skipað tíu manna ráð sem á að skipuleggja andspyrnusveitir gegn hersveitum Bandaríkjamanna og bandamönnum þeirra, að því er CNN hefur eftir pakistanska dagblaðinu The News. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, er nú í heimsókn í Hvíta húsinu í Washington en hann sagði m.a. við George Bush Bandaríkjaforseta að her hans reyndi hvað hann gæti til að handsama Osama bin Laden. Bush þakkaði Musharraf fyrir handtöku yfir 500 al-Qaeda-liða og talibana og sagði hann „hugrakkan leiðtoga“ og vin Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hygðist veita Pak- istan þriggja milljarða dala fjárhags- aðstoð eða um 225 milljarða króna. George Bush Dýrkeypt áfengisneysla Canberra. AP. MIKIL áfengisneysla í Ástralíu er samfélaginu óskaplega dýr. Kemur það fram í nýrri skýrslu en í henni segir, að fyrir utan allt það tjón, sem ekki verði metið til fjár, kosti hún skattgreiðendur beint um 367 millj- arða íslenskra króna. Skýrsla ástralska áfengisvarna- ráðsins tekur til eins árs, frá 1998 til 1999. Fram kemur að um 10% lands- manna, sem eru 19 milljónir, drekki hættulega mikið áfengi. Afleiðingar neyslunnar eru meðal annars sjúk- dómar, ekki síst lifrarsjúkdómar, bíl- slys, eldsvoðar, glæpir og ofbeldi, dauðsföll og fjarvistir frá vinnu. Er þá margt ótalið að sjálfsögðu og lík- legt, að útgjöld vegna áfengisneysl- unnar séu miklu hærri. Beið í 27 ár eftir síman- um sínum Dhaka. AFP. SEXTUGUR maður í Bangladesh hefur nú loksins fengið símann sinn tengdan – tuttugu og sjö árum eftir að hann fyrst bað um það. „Þetta skiptir nú ekkert voðalega miklu máli úr því að ég gat ekki fengið símann þeg- ar ég helst þarfnaðist hans,“ segir Mohammed Ismail, bankastarfsmaður í Dhaka sem kominn er á eftirlaun. Þó að það taki gjarnan upp undir ár að fá símann sinn tengdan í Bangladesh þurfti Ismail að bíða óvenju lengi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nýtt frá söngstirni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.