Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 1
Auralaust undrabarn Michelle Wie fær ekki túkall í verðlaun í golfinu Íþróttir 44 Að læra til trúðs Trúðleikur nýttur á listnám- skeiði fyrir börn Daglegt líf 2 Endurkoma Demi Moore Ofurleikkonan stígur aftur fram í sviðsljósið í nýrri mynd Fólk 51 STOFNAÐ 1913 178. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is GERHARD Schröder, kanslari Þýska- lands, lýsti því yfir síðdegis í gær að pólitísk samskipti við Ítalíu væru komin aftur í eðli- legt horf eftir að ítalski forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi, bað Schröder afsökunar á því að hafa sagt að þýskur fulltrúi á Evr- ópuþinginu væri kjörinn í hlutverk fanga- búðavarðar nasista í kvikmynd. Berlusconi „kvaðst iðrast orðavalsins og samlíkingarinnar“, sagði Schröder eftir að hafa rætt við Berlusconi í síma. „Ég sagði honum að hvað mig varðaði væri málinu lok- ið.“ Schröder hafði krafist þess að ítalski forsætisráðherrann bæðist afsökunar. Berlusconi lét hin umdeildu orð falla í fyrstu ræðunni sem hann flutti í Evrópuþinginu eftir að Ítalir tóku sl. þriðjudag við forsæti Evrópusambandsins. Ráðherra í bresku ríkisstjórninni, Peter Hain, sagði í gær að Berlusconi ætti að fylgja fordæmi taugaóstyrka hótelstjórans Basil Fawlty, sem John Cleese lék í bresku sjónvarpsþáttunum Fawlty Towers, eða Hótel Tindastóli, eins og þeir hétu á ís- lensku, og ekki minnast einu orði á heims- styrjöldina síðari í viðurvist Þjóðverja. AP Berlusconi og Schröder er sá fyrrnefndi heimsótti Þýskaland fyrir hálfu öðru ári. Berlusconi biður Schröd- er afsökunar Berlín, London. AP.  Schröder krafði/16 Tveir rúmenskir drengir kæla sig í gosbrunni í miðborg Búkarest í gær en þar fór hitinn í rúmar 38 gráður. Útlit er fyrir að lítið eitt kólni þar næstu daga en þó ekki horfur á að hitinn fari niður fyrir 30 gráður. AP ÓFORMLEGAR viðræður hafa farið fram um gerð fríverslunar- samnings milli Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA) og Banda- ríkjanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir líklegra að EFTA nái slíkum samningi en Evrópusambandið. EFTA hefur gert fríverslunar- samning við Mexíkó. Viðræður við Kanada eru langt komnar og ef samningar nást munu EFTA-ríkin því hafa fríverslunarsamninga við öll aðildarríki Fríverslunarbanda- lags Norður-Ameríku (NAFTA) nema Bandaríkin. „Það hafa átt sér stað óformlegar viðræður um hugsanlegan fríverslunarsamning við Bandaríkin,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Misbjartsýnir á árangur WTO Nú stendur yfir svokölluð Doha- samningalota á vegum Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frelsi í viðskiptum. Halldór segir hins vegar að ekki séu allir bjartsýnir á gang mála í WTO og því hafi í auknum mæli verið litið til þess kostar að ríki, tollabandalög og fríverslunarsvæði geri tvíhliða samninga sín á milli um frjálsa verslun. „EFTA fylgist að sjálf- sögðu með þeirri þróun og Banda- ríkin eru eitt af þeim löndum sem þar koma til greina,“ segir Halldór. Hann segir að hægur fram- gangur í við- ræðum við Kan- ada hafi valdið vonbrigðum en þar hefur eink- um verið tekist á um ríkis- styrkta skipa- smíði. Nýjar reglur um skattaafslátt fyrirtækja í Noregi geti þó greitt þar fyrir. Landbúnaðarmál erfiðust Hvað varðar möguleika á frí- verslunarsamningi við Bandaríkin segir Halldór að landbúnaðarmálin verði að líkindum erfiðust viður- eignar. „Við höfum bent á að okkur hefur tekist, þrátt fyrir þær hindr- anir, að ganga frá samningum bæði við Mexíkó og Chile,“ segir hann. Halldór segir að hugsanlega séu meiri líkur á því að EFTA takist að semja um fríverslun við Bandarík- in en ESB, þar sem þar á milli sé „minni togstreita á sviði viðskipta- mála“ en milli Bandaríkjanna og ESB. „Að öðru leyti skal ég ekki fullyrða um það. EFTA hefur hins vegar gengið vel í þessum málum. Þótt okkur hafi ekki tekist að ljúka samningum við Kanada erum við komin mun lengra en ESB,“ segir Halldór. Rætt um fríverslun við Bandaríkin Líklegra að EFTA nái samn- ingum en ESB Halldór Ásgrímsson ÞAÐ sem af er sumri hafa verið miklar öfgar í veðurfari víða um heim, ýmist óvenjulega heitt eða undarlega kalt miðað við árstíma. Þannig voru hitamet slegin víða í Evrópu í júní, til dæm- is á Ítalíu, í Sviss og Frakklandi þar sem hitinn hefur verið um 5–7 gráðum á Celsíus yfir meðalhita. Þá létust 1.400 manns á Indlandi í hitabylgju í maí en víða í Bandaríkj- unum var hitinn stundum aðeins á bilinu 2–6 gráður og úr- koma gífurlega mikil. Þar hafa og aldrei jafnmargir ský- strókar herjað á landið, þeir voru 562 talsins í maí en gamla metið var frá árinu 1992 þegar 399 skýstrókar gengu yfir á einum mánuði. Í Ölpunum er júnímánuður nú farinn að vera jafnheitur og ágúst var áður fyrr og þar hafa jöklar bráðnað en snjó- línan hefur færst upp um þúsund metra á síðustu hundrað árum. Talsmaður Heimssamtaka veðurstofa segir að gróð- urhúsaáhrif séu líklegasta skýringin á hinu öfgakennda veðurfari undanfarið. Frá 1861 hefur hitastig á jörðinni hækkað um 0,6 gráður en vísindamenn spá því, að á næstu hundrað árum muni það hækka um allt að 5,8 gráður. Óvenjulegt veðurfar víða um heim KOLMUNNAKVÓTINN hefur verið aukinn úr 318.000 tonnum í 547.000 tonn eða um 229.000 tonn. Þessi aukning gefur af sér um þrjá millj- arða króna í útflutningstekjur. Náist þessi mikli afli verður það langmesti kolmunnaafli Íslend- inga í sögunni. Útflutningsverðmæti kolmunna á þessu ári gæti því orðið um 7 milljarðar króna. „Ég fagna þessari ákvörðun ráðherra, hún sýnir kjark,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar, um ákvörðun Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Síldarvinnslan er með ríflega 25% kolmunnakvótans og rekur bræðslur á átta stöðum, ein eða í samstarfi við aðra. Björgólfur segir að þótt kolmunnaaflinn auk- ist verði afkastageta verksmiðjanna áfram of mikil, en þessi ákvörðun þýði að ekki verði lokað vegna sumarfría í sumum verksmiðjum eins og til stóð. „Það hefur gríðarlega jákvæð áhrif, að minnsta kosti til skamms tíma, ef menn ná að veiða þennan kvóta, en það er ljóst að verið er að úthluta langt umfram það sem fiskifræðingar hafa ráðlagt og það gæti komið okkur í koll ein- hvern tíma í framtíðinni,“ segir Björgólfur. Ekkert samkomulag hefur verið um kolmunnaveiðar und- anfarin ár og veiðar verið langt umfram ráð vísindamanna. Selja sér sjálfdæmi Ríki við NA-Atlantshaf hafa selt sér sjálfdæmi í veiðunum, en Ísland ákvað heildarafla fyrir þetta ár 318.000 tonn. Noregur ákvað fyrst kvóta en gaf síðan veiðarnar frjálsar. Þær voru svo stöðvaðar, a.m.k. um sinn, í síð- ustu viku þegar aflinn var kom- inn yfir 600.000 tonn. Evrópu- sambandið ákvað einhliða að auka kvóta sinn í 595.000 tonn. Færeyingar hafa gefið sínum skip- um frelsi til veiða og munu að öllum líkindum heimila Rússum veiðar á 100.000 tonnum innan lögsögu sinnar. Heildarveiði á kolmunna á þessu ári gæti því orðið um tvær milljónir tonna, en Al- þjóðahafrannsóknaráðið leggur til að heildarafli fari ekki yfir 925.000 tonn. „Þegar við sáum hvað ESB var að gera hjá sér tókum við ákvörð- un um að gera það líka til að láta ekki yfir okkur ganga,“ segir Árni M. Mathiesen. „Þeir hafa verið talsmenn þess að ná samkomulagi um veiðarnar og að hóflegar væri farið. Við höfum tekið undir það. Nú eru þeir hins vegar að snúa við blaðinu. Ég hef því ákveðið að skrifa [Franz] Fischler, yfirmanni sjávarútvegsmála í ESB, bréf þar sem ég harma þessa ákvörðun sambandsins, en ég sjái mér ekki annað fært en að fylgja þeirra fordæmi, enda gefi ákvörðun þeirra okkur engan annan kost. End- urskoði þeir hins vegar ákvörðun sína til lækk- unar munum við gera það líka.“ Heldur verksmiðjunum gangandi í allt sumar                           !                 Kolmunnakvóti eykst um 229.000 tonn – útflutningstekjur um 3 milljarða  Tekjur/14 PAUL Bremer, leiðtogi hernáms- stjórnarinnar í Írak, tilkynnti í gær að greiddar yrðu 25 milljónir dollara, sem samsvarar 1,9 milljörðum króna, fyrir upplýsingar sem leiddu til hand- töku Saddams Husseins. Bremer hét ennfremur 15 millj- ónum dollara, tæpum 1,2 milljörðum króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku tveggja sona Saddams, Udays og Qusays. Stórfé til höf- uðs Saddam Bagdad. AFP.  Þrír Írakar/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.